Fréttablaðið - 13.05.2015, Síða 40
USD 132,02
GBP 207,16
DKK 19,89
EUR 148,40
NOK 17,66
SEK 15,90
CHF 142,29
JPY 1,10
Netfang rit stjorn@markadurinn.is Sími 512 5000 Fax 512 5301
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is
Gengi gjaldmiðla FTSE 100
6.933,80 -96,05
(1,37%)
Viðskiptavefur Vísis
@VisirVidskipti
STJÓRNAR -
MAÐURINN
@stjornarmadur
11.05.2015 Það er ekkert afgangs fyrir utan
launin og húsnæðið. Og menn eru
svolítið við frumstæðar aðstæður við
þetta. Þú þarft að treysta því að fá
gott fólk í þetta. Það er ekki sama
hver vinnur þetta. Og þetta er auðvitað
alveg gífurlega mikilvægt. En samt eru
menn alltaf á horriminni og rúm-
lega það. Brynjar Níelsson alþingismaður
Tækninýjungum fylgja gjarnan
dómsdagsspár um að það sem
fyrir er á fleti hljóti að hverfa
snarlega. Þannig spáðu menn
að útvarpið myndi líða undir
lok þegar sjónvarpið kom á
vettvang og margir hafa keppst
við að spá endalokum hins eða
þessa eftir tilkomu internetsins
– hvort sem það er verslun upp
á gamla mátann, dagblöð eða
mannleg samskipti án tilstuðl-
anar samfélagsmiðla.
STJÓRNARMAÐURINN las því
af nokkurri athygli fréttir af
bóksölu frá Bretlandi. Sala á
fýsískum bókum er þar nokkuð
stöðug, og hefur verið undan-
farin ár. Sérstaka athygli vekur
hins vegar að sala á barnabók-
um er í mikilli sókn og hefur
aukist um 11% milli ára. Hefur
salan ekki verið meiri frá árinu
2007, þegar síðasta bókin um
Harry Potter kom út.
VIÐ ÞETTA MÁ BÆTA að veru-
lega hefur hægst á vexti í sölu á
rafbókum. Salan jókst um 11%
í fyrra, 19% árið áður og 65%
árið þar á undan. Nú er staðan
sú að þriðja hver bók sem seld
er í Bretlandi er rafbók.
SÚ STAÐREYND að hægst hefur
á vexti í sölu rafbóka bendir
til þess að jafnvægi sé að nást
milli slíkra bóka og fýsískra
bóka.
ÞETTA ER HIÐ SAMA og smám
saman hefur gerst varðandi
sölu á netinu. Rótgrónir smá-
salar geta ekki lengur komið
með bjartsýnisspár um að brátt
verði sala á netinu stærstur
hluti heildarsölu og vöxturinn
eftir því. Netið er ekki lengur
nýtt, heldur nokkurn veginn
föst stærð. Fyrir rótgróið vöru-
merki sem stundað hefur við-
skipti upp á gamla mátann,
þykir gott ef í mesta lagi þriðj-
ungur sölu fer fram gegnum
netið. Þetta vita fjárfestar og
aðrir þátttakendur á markaðn-
um.
VIÐ ÞETTA MÁ BÆTA að tals-
verð aukning hefur orðið á lestri
tímarita í heiminum eftir til-
komu internetsins.
EN SVO VIÐ VÍKJUM AFTUR að
tölunum frá Bretlandi þá er
önnur athyglisverð staðreynd
þessi mikli vöxtur í sölu barna-
bóka. Þetta bendir til þess að
foreldrar sem ólust upp við
bækur, en urðu fullorðnir með
snjallsíma í lófanum vilji að
börnin deili þeirri upplifun að
halda á bók upp á gamla mátann.
BÓKSALAR Á ÍSLANDI og ann-
ars staðar skulu því ekki missa
móðinn. Bókin er ekki á leiðinni
út heldur mun hún vonandi lifa í
sátt og samlyndi við rafbókina.
SPURNINGIN er bara hvar jafn-
vægið liggur.
Endurkoma
bókarinnar
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is
Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi
Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“
á Facebook
Kynnum Mercedes-Benz CLA Shooting Brake, hlaðbak sem myndar nútímatengsl
milli bíls og ökumanns. Mikið rými og framúrskarandi hönnun CLA Shooting Brake
styður þinn lífsstíl og gerir hverja ökuferð að upplifun.
Komdu í Öskju og reynsluaktu – við tökum vel á móti þér.
Nýr og stórglæsilegur
CLA Shooting Brake
CLA Shooting Brake 250 með 7 þrepa sjálfskiptingu og 4MATIC fjórhjóladrifi.
Verð frá 7.490.000 kr.
CLA Shooting Brake 180 með 7 þrepa sjálfskiptingu.
Verð frá 5.790.000 kr.
4 SINNUM Í VIKU
Hyggjast fljúga til Chicago
Icelandair hefur ákveðið að hefja áætl-
unarflug til O‘Hare-flugvallar í Chicago
í Bandaríkjunum í mars á næsta ári
og verður flogið til og frá borginni allt
árið um kring. Fyrst um sinn verður
flogið fjórum sinnum í viku, á mánu-
dögum, miðvikudögum, föstudögum og
sunnudögum. Chicago verður fimmtándi
áfangastaðurinn í Norður-Ameríku sem
Icelandair býður upp á í leiðakerfi sínu.
20 SINNUM MEIRA
Dýrt að virkja sjávarorku
Kostnaður við virkjun sjávarorku er um
20 sinnum hærri en við hefðbundna
vatnsaflsvirkjun. Þetta er niðurstaða
sérfræðingahóps sem var falið að meta
umfang og nýtingarmöguleika sjávar-
orku við strendur Íslands. Hópurinn hefur
skilað iðnaðar- og viðskiptaráðherra
skýrslunni. Þar kemur fram að reikna má
með að á næstu 30 árum verði miklar
framfarir á þessu sviði.
3.500 TONN
Unnið á fullum vöktum
„Við erum búnir að vinna úr um
11.500 tonnum af kolmunna á
vertíðinni og nú eru tvö skip í
höfn með samtals 3.500 tonn
þannig að það er nóg að gera,“
segir Sveinbjörn Sigmundsson,
verksmiðjustjóri fiskmjölsverk-
smiðju HB Granda á Vopnafirði.
Unnið er á fullum vöktum í verk-
smiðjunni allan sólarhringinn.
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
3
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
3
9
-5
0
F
C
1
6
3
9
-4
F
C
0
1
6
3
9
-4
E
8
4
1
6
3
9
-4
D
4
8
2
8
0
X
4
0
0
8
B
F
B
0
6
4
s
_
1
2
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K