Fréttablaðið - 13.05.2015, Síða 52
13. maí 2015 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 36
DÓMARARNIR Í fyrstu seríu voru það þau Randy Jackson, Paula Abdul og Simon
Cowell sem sinntu hlutverki dómara í þáttunum. NORDICPHOTOS/GETTY
Í fyrradag var tilkynnt að fimm-
tánda sería af raunveruleikaþætt-
inum American Idol yrði sú síðasta,
en serían verður sýnd á næsta ári.
Sjónvarpsþátturinn hóf göngu
sína árið 2002 á sjónvarpsstöðinni
FOX og er farsælasta sjónvarps-
sería í bandarísku sjónvarpi. Í þátt-
unum reyna söngvarar fyrir sér
fyrir framan dómnefnd sem dæmir
um hvort viðkomandi fái að halda
áfram í næsta þátt eða ekki, en
sigur vegari er kosinn með síma-
kosningu.
Sá sem stendur uppi sem
sigurvegari hlýtur að laun-
um plötusamning auk
ýmissa annarra fríðinda.
Í fyrstu þáttaröðinni
voru þau Randy Jackson,
Paula Abdul og Simon
Cowell dómarar en einn-
ig hafa Ellen DeGen-
eres, Jennifer Lopez,
Mariah Carey,
Nicki Minaj og
Keith Urban
reynt fyrir sér
í dómarasæt-
inu. Kynn-
irinn Ryan
Seacrest
hefur staðið
vaktina frá
því í fyrstu
seríu.
Sigur-
vegarar
American Idol
hafa átt misgóðu
gengi að fagna.
Söngkonan Kelly
Clarkson sigr-
aði í fyrstu seríu
og hefur gefið
út sjö plötur
á ferlinum og hlotið meðal annars
þrenn Grammy-verðlaun, tvenn
People’s Choice Awards og fimm
Teen Choice Awards. Aðrir vinn-
ingshafar sem farnast hefur vel
eru meðal annars Jordin Sparks og
Carrie Underwood.
Auk þess eru nokkrir sem tekið
hafa þátt og ekki borið sigur úr
býtum en engu að síður farnast
vel, sem dæmi má nefna Jennifer
Hudson og Adam Lambert, einn-
ig vöktu nokkrir keppendur mikla
athygli í þættinum og hlutu
sínar fimmtán mínútur
af frægð, þótt ekki væri
það fyrir sönghæfileika.
Þar ber sjálfsagt hæst
William Hung sem söng
lagið She Bangs en
Cowell var ekki par
hrifinn af flutningi
Hungs og sagði hann
hvorki geta sungið
né dansað. Þrátt
fyrir að hljóta
ekki náð fyrir
augum dóm-
aranna upp-
skar Hung
plötusamning
og kom fram
fyrir fram-
an 25.0 0 0
manns.
American Idol
syngur brátt
sitt síðasta
Síðasta serían af raunveruleikaþættinum vinsæla fer
í loft ið á næsta ári en hún er sú fi mmtánda í röðinni.
Það vakti mikla athygli þegar
leikarinn Channing Tatum kom
til landsins á mánudaginn.
Fjölmargir aðdáendur fengu
mynd af sér með kappanum
og birtu á netinu. Tatum reis
til frægðar og frama árið 2006
þegar hann lék í myndinni Step
Up.
En hann hefur einnig leikið í
G.I. Joe: The Rise of the Cobra
og G.I. Joe: Retaliation, She’s the
Man, Magic Mike, 21 Jump Street
og framhaldsmyndinni 22 Jump
Street.
Tatum er ekki einungis leikari
heldur einnig módel og dans-
ari, sem líklega hefur ekki
farið fram hjá þeim sem séð
hafa Step Up.
Hann hefur alltaf verið
áhugasamur um íþróttir og
spilaði fótbolta og hafna-
bolta, hann æfði hlaup
og bardagaíþróttir og
fór á fótboltastyrk
í háskóla en hætti í
skólanum og fór að
vinna ýmis störf,
meðal annars sem
strippari og notaði þá nafnið Chan
Crawford og hefur sagt í við-
tölum að sig langi til þess
að gera bíómynd byggða á
þeirri reynslu.
Talsverða athygli vakti
tölvupóstur sem leikarinn
sendi á samstarfsmenn sína í
22 Jump Street á síðasta
ári, en Tatum var
himinlifandi yfir
góðu gengi mynd-
arinnar og skrifaði
allan tölvupóstinn
í hástöfum.
FRÆGIR Í NÆRMYND CHANNING TATUM
FYRSTI SIGUR-
VEGARINN
Söngkonan
Kelly Clarkson
var fyrsti sigur-
vegari keppn-
innar en hún hefur
verið farsæl og hlotið
fjölda verðlauna, meðal
annars Grammy-
verðlaun.
➜ Channing
Matthew Tatum
● Fæddur 26. apríl árið 1980
● Eiginkona Jenna Dewan-
Tatum, gift 2009
● Börn Ein dóttir, fædd 2013
● Árið 2000 kom Tatum fram
sem dansari í tónlistarmynd-
bandi við lagið She Bangs með
Ricky Martin. Áður en Tatum
varð leikari starfaði hann meðal
annars sem fyrirsæta og sat
fyrir hjá Armani, Aber crombie
& Fitch, Dolce & Gabbana og í
tískutímaritinu Vogue.
Aðalfundur Haga hf. 4. júní 2015
Aðalfundur Haga hf., kt. 670203-2120, verður haldinn fimmtudaginn
4. júní 2015 og hefst hann kl. 09:00 á Hilton Reykjavík Nordica
(VOX Club), Suðurlandsbraut 2 í Reykjavík.
Dagskrá fundarins:
1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemina á liðnu starfsári.
2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár, ásamt skýrslu
endurskoðanda, lagður fram til samÞykktar.
3. Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar félagsins á reikningsárinu
2014/15.
4. Tillaga að breytingu á samÞykktum félagsins.
• Grein 7 um eigin hluti verði breytt Þar sem kveðið verður
á um að heimild til handa félagsstjórn til kaupa á eigin
hlutafé skuli tiltekin í samÞykktum hverju sinni með Þeim
skilyrðum sem hluthafafundur ákveður.
5. Ákvörðun um Þóknun til stjórnarmanna.
6. Tillögur stjórnar um starfskjarastefnu.
7. Kosning stjórnar félagsins og endurskoðanda.
8. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem
löglega eru upp borin.
Ítarlegri upplýsingar um tillögur stjórnar, ársreikning og önnur gögn, ásamt
upplýsingum um póstatkvæðagreiðslu, rétt hluthafa til að bera fram tillögur
og framboð til stjórnar er að finna á vefsíðu félagsins,
http://www.hagar.is/hluthafaupplysingar/adalfundur-/
Stjórn félagsins vill einnig árétta að forsvarsmenn hluthafa sem sækja fundinn,
Þ.e. forsvarsmenn fyrirtækja, lífeyrissjóða, fjárfestingasjóða, einstaklinga og
annarra hluthafa, ber að skila umboði við skráningu inn á fundinn. Einnig verða
einstaklingar beðnir um að framvísa persónuskilríkjum.
Stjórn Haga hf.
ÁRIÐ 2007 Maria
Šerifović vann
keppnina fyrir Serbíu.
Varð hún fjórða
Marían undir þrítugu
til að vinna keppnina.
Skyldi okkar María
verða sú fimmta?
13. MAÍ Tveir sigur-
vegarar Eurovision
eiga afmæli í dag, þeir
Alexander Ryback,
sem sigraði fyrir Noreg árið 2009, og
Johnny Logan, sem vann tvisvar, árin
1980 og 1987.
12. MAÍ 2001 Aldrei hafa verið fleiri
áhorfendur á Eurovision-keppninni
en þennan dag þegar hún var haldin
á Parken í Kaupmannahöfn, 38.000
manns.
ÁRIÐ 2004 Ákveðið var að taka upp
forkeppni í Eurovision, enda hafði
þátttökulöndum fjölgað mikið og
voru þau alls 33 þetta árið.
ÁRIÐ 1999 Tvær stórar breytingar
voru gerðar á keppninni. Hætt var
að hafa sinfóníuhljómsveit og var
öll tónlist tekin upp fyrirfram
og spiluð rafrænt og máttu
keppendur syngja á hvaða
tungumáli sem var.
ÁRIÐ 1986 Yngsti Euro-
vision-keppandinn er
Sandra Kim, en hún var
aðeins þrettán og hálfs
árs þegar hún tók þátt.
Sá elsti er hins vegar
Engelbert Humperdinck
sem keppti fyrir Bretland
árið 2012.
FÁNÝTUR
EUROVISION
FRÓÐLEIKUR
11 DAGAR Í EURO
LÍFIÐ
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
3
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
3
8
-0
1
3
C
1
6
3
8
-0
0
0
0
1
6
3
7
-F
E
C
4
1
6
3
7
-F
D
8
8
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
0
6
4
s
_
1
2
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K