Fréttablaðið - 13.05.2015, Síða 58
13. maí 2015 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 42
OLÍS-DEILD KVENNA
LOKAÚRSLIT KVENNA
STJARNAN - GRÓTTA 23-24 (13-10)
Stjarnan - Mörk (skot): Sólveig Lára Kjærnested
7/1 (14/1), Esther Viktoría Ragnarsdóttir 5 (8),
Hanna Guðrún Stefánsdóttir 4 (8), Þórhildur
Gunnarsdóttir 3 (5), Stefanía Theodórsdóttir 1
(1), Sandra Sif Sigurjónsdóttir 1 (2), Guðrún Erla
Bjarnadóttir 1 (3), Helena Rut Örvarsdóttir 1 (9),
Varin skot: Florentina Stanciu 20/1 (44/3, 45%).
Grótta - Mörk (skot): Anna Úrsúla Guðmunds-
dóttir 7 (10), Lovísa Thompson 4 (6), Eva
Björk Davíðsdóttir 4 (12/1), Karólína Bæhrenz
Lárudóttir 2 (2), Þórunn Friðriksdóttir 2 (3),
Laufey Ásta Guðmundsdóttir 2/1 (4/2), Sunna
María Einarsdóttir 2/1 (5/1), Arndís María Erlings-
dóttir 1 (3), Eva Margrét Kristinsdóttir (1), Guðný
Hjaltadóttir (2), Anett Köbli (3),
Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 9 (27/1, 33%),
Elín Jóna Þorsteinsdóttir 7 (12, 58%).
MEISTARADEILDIN
UNDANÚRSLIT
BAYERN MÜNCHEN - BARCELONA 3-2
1-0 Mehdi Benatia (7.), 1-1 Neymar (15.), 1-2
Neymar (29.), 2-2 Robert Lewandowski (59.),
Thomas Müller (74.).
Barcelona mætir annaðhvort Real Madrid
eða Juventus í úrslitaleiknum en seinni
undanúrslitaleikur þeirra fer fram í kvöld.
Grensásvegi 13
Árni Stefánsson
Viðskiptafræðingur
Sveinbjörn Halldórsson
Löggiltur fasteignasali
Stofnuð 1982
OPI
Ð H
ÚS
VÍÐIMELUR 70 - TVÆR ÍBÚÐIR
OPIÐ HÚS Í DAG MIÐVIKUDAG FRÁ KL. 17:00 – 17:30
Vorum að fá í sölu einstaklega glæsilega 157 fm hæð og 72 fm 2ja
herbergja kjallaraíbúð við Víðimel, samtals 229 fm. Falleg eign sem hefur
fengið gott viðhald í gegnum árin. Frábær staðsetning í fallegu og rólegu
hverfi í Vesturbænum. Fimm svefnherbergi, þrjár stofur, tvö eldhús, auka-
herbergi í risi, sérútbúnar svalir og gufubað. Íbúðirnar seljast saman eða í
sitt hvoru lagi. Verð 77.8 millj.
Mjög góð og einstaklega vel skipulögð 58,1 fm tveggja herbergja
neðri sérhæð í góðu húsi í vesturbænum sem var byggt 1986.
Sérinngangur, afgirt sérverönd. Sérbílastæði. Frábær staðsetning.
Endurnýjað eldhús. Björt og góð íbúð. Verð 28,9 millj.
Eignin verður sýnd miðvikudaginn 13.maí milli kl. 17:15 og kl. 17:45
Lágholtsvegur 12 – neðri hæð
OP
IÐ
HÚ
S
mi
ðvi
ku
da
g
Sala fasteigna frá
588 9090 . www.eignamidlun.is . Grensásvegi 11 . 108 Reykjavík
SPORT
HANDBOLTI Haukar tryggðu sér
Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild
karla í fyrrakvöld eftir þrjá sigra í
röð á móti nýliðum Aftureldingar
en þetta var fyrsti Íslandsmeist-
aratitill Hauka í fimm ár og jafn-
framt níundi titillinn hjá félaginu
á þessari öld.
Haukaliðið tapaði ekki leik alla
úrslitakeppnina og vann liðin í 1.
sæti (Valur), 2. sæti (Afturelding)
og 4. sæti (FH) á leið sinni að titl-
inum. Fimm af átta sigrum Hauka-
liðsins í úrslitakeppninni komu því
á útivelli.
Haukar unnu ekki bara alla þrjá
leikina á móti Mosfellingum, þeir
voru líka með forystuna nær allan
tímann í öllu einvíginu þrátt fyrir
að spila tvo af leikjunum þrem-
ur á heimavelli Aftureldingar að
Varmá.
Afturelding komst aðeins fjór-
um sinnum yfir í leikjunum þrem-
ur og aldrei meira en eitt mark
yfir. Þegar tíminn er lagður saman
kemur í ljós að Aftureldingarliðið
var aðeins með forystuna í fjórar
mínútur og 33 sekúndur í öllu ein-
víginu. Þetta gerir bara 2,5 pró-
sent af mínútunum 180.
Haukaliðið var aftur á móti yfir
í 154 mínútur og 31 sekúndu í leikj-
unum þremur (85 prósent) og stór-
an hluta þess tíma var Hafnar-
fjarðarliðið með margra marka
forystu.
Haukar náðu fimm marka for-
skoti í öllum þremur leikjunum og
komust sex mörkum yfir í fyrri
hálfleiknum á bæði leik eitt og
tvö. Lokaleikurinn var „jafnast-
ur“ en þar voru Haukarnir með
forystuna í 44 mínútur og náðu
bara mest þriggja marka forystu
í fyrri hálfleiknum.
Í fyrstu tveimur leikjunum
leiddu Mosfellingar aðeins í 56
sekúndur samanlagt eða eftir að
Jóhann Jóhannsson kom liðinu í
3-2 í byrjun leiks eitt. Ellefu mín-
útum síðan var staðan hins vegar
orðin 10-4 fyrir Haukaliðið.
Afturelding var lengst með for-
ystuna í einu í kringum hálfleik-
inn í þriðja og síðasta leiknum.
Árni Bragi Eyjólfsson kom þá lið-
inu yfir í 11-10 þremur sekúndum
fyrir hálfleik og Haukar náðu ekki
að jafna metin fyrr en eftir einn-
ar mínútu og 43 sekúndna leik í
seinni hálfleiknum.
Forföll og reynsluleysi háði
Aftur eldingu vissulega í þessum
lokaúrslitum en þegar á hólminn
var komið áttu nýliðarnir engin
svör við hungri Haukanna, sem
ætluðu ekki að tapa þriðja úrslita-
einvíginu í röð. - óój
Bara undir í tæpar fi mm mínútur
Haukar voru með forystu í 85 prósentum af lokaúrslitum Olís-deildar karla 2015.
ÓTRÚLEGAR TÖLUR Jóhann Jóhanns-
son og félagar lentu á Haukavegg í
lokaúrslitunum í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
➜ Lið með forystuna
í lokaúrslitum Olís-
deildar karla 2015:
Afturelding yfir 3 mínútur og 43 sekúndur
Jafnt 22 mínútur og 6 sekúndur
Haukar yfir 154 mínútur og 31 sekúnda
HANDBOLTI Grótta braut blað
í sögu félagsins er liðið varð
Íslandsmeistari kvenna í hand-
bolta eftir æsilegan sigur á Stjörn-
unni í Garðabæ í gær, 24-23.
Grótta vann úrslitaeinvígið þar
með 3-1.
Stjarnan var á góðri leið með að
tryggja sér oddaleik í rimmunni
þar til að Grótta kom sér aftur inn
í leikinn með frábærum varnar-
leik síðustu tíu mínútur leiksins.
Liðið fékk svo síðustu sókn
leiksins þegar nítján sekúndur
voru eftir og ákvað Kári Garðars-
son, þjálfari Gróttu, að stilla upp
í kerfi fyrir hina fimmtán ára
gömlu Lovísu Thompson.
Þrátt fyrir basl og þó svo að allt
hafi ekki gengið upp samkvæmt
uppskrift þjálfarans náði Lovísa
að taka lokaskotið og skoraði hún
fram hjá hinni frábæru Florentinu
Stanciu, markverði Stjörnunnar.
Gríðarlegur fögnuður braust út
hjá Seltirningum sem höfðu beðið
lengi eftir jafn stórum titli og
þessum.
Grótta vann því þrjá stærstu
titla tímabilsins því liðið varð
einnig deildarmeistari sem og
bikar meistari. Sannarlega glæsi-
legur árangri hjá Kára og leik-
mönnum hans.
„Þetta er ótrúlegt að vera með
lið sem er með uppalda leikmenn
í nánast hverri stöðu. Þetta er
ólýsan leg tilfinning, að vinna bæði
þennan titil og bikarinn í vetur, og
hrikalega skemmtilegt fyrir mig
að fá að vinna með þessum hópi,“
sagði Kári sem óttaðist ekki að
setja þá ábyrgð á herðar Lovísu
að taka lokaskotið.
„Hún hefur axlað ábyrgð í allan
vetur og staðið sig frábærlega.
Þetta er bara í beinu framhaldi af
því. Hún er bara í stóru hlutverki
hjá okkur.“
Sjálf sagði Lovísa að hún hefði
ekki hugsað um neitt annað en að
tryggja sínu liði sigur.
„Ég hugsaði ekki um neitt annað
en að ég ætlaði bara að skora. Það
var það eina sem ég hugsaði um,“
sagði hin hógværa Lovísa. Hún er
greinilega með stálaga þar að auki
því hún fagnaði sigrinum með
mölbrotnu páskaeggi sem var enn
í umbúðum sínum.
„Ég ákvað að geyma páskaeggið
þar til að úrslitakeppnin var búin,“
sagði hún skælbrosandi.
Rakel Dögg Bragadóttir kom
inn í þjálfarateymi Stjörnunnar
eftir að hafa glímt við afleiðingar
höfuðhöggs sem batt enda á leik-
mannsferil hennar, þrátt fyrir
ungan aldur. Hún segir að það hafi
verið erfitt að sætta sig við niður-
stöðuna.
„Auðvitað vildi ég taka gullið.
Engu að síður eru margir nýir
leikmenn að koma inn og þessi
hópur hefur bætt sig á mörgum
sviðum – ekki bara í handboltan-
um. Það er ég mjög ánægð með,“
sagði hún um lið sitt.
„Ég er mjög stolt af því að vera
hér með þessu liði í úrslitum og
hafa slegið út bæði Val og Fram,
og svo að hafa náð alla vega einum
sigri gegn Gróttu.“
eirikur@frettabladid.is
Ísköld Lovísa hetjan
Grótta varð Íslandsmeistari í hópíþrótt í fyrsta sinn í sögu félagsins er liðið vann
sigur á Stjörnunni í Mýrinni í gær. Hin fi mmtán ára gamla Lovísa Thompson
skoraði dramatískt sigurmark Gróttu.
FYRSTI ÍSLANDSMEISTARATITILLINN Grótta hafði ekki unnið stóran titil fyrir tímabilið en er nú handhafi þriggja stærstu
titlanna. Seltjarnarnesliðið er Íslands-, deildar- og bikarmeistari. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
HANDBOLTI „Þetta var ætlunin
með því að fara aftur í Gróttu.
Engin spurning,“ sagði Anna
Úrsúla Guðmundsdóttir sem vann
sinn fimmta Íslandsmeistara-
titil í gær. Anna vann hina fjóra
með Val en skipti yfir í uppeldis-
félagið fyrir þetta tímabil: „Ég
er helvíti góð að ná þessum titli
í hús á undan áætlun og öllum
þessum þremur í vetur,“ sagði
Anna ennfremur. - esá
Veturinn var
stórkostlegur
GLEÐI Grótta vann Stjörnuna í fjórum
leikjum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
3
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
3
8
-F
D
0
C
1
6
3
8
-F
B
D
0
1
6
3
8
-F
A
9
4
1
6
3
8
-F
9
5
8
2
8
0
X
4
0
0
7
A
F
B
0
6
4
s
_
1
2
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K