Fréttablaðið - 13.05.2015, Side 62
13. maí 2015 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 46
➜ Í nýju myndbandi má sjá hina hár-
prúðu Dag borgarstjóra og Hrafnkel
trommara fara í hár saman.
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hjalti Egilsson
hjalti@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir svansi@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ
SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan
Atli Sveinsson jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar
Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
„Við munum gera hlutina öðruvísi í
ár og einblína á undirbúning fyrir
stóru keppnirnar, Miss World og
Miss Universe, góðgerðarstörfin og
þess háttar,“ segir Fanney.
Fanney telur keppnina í ár verða
hina glæsilegustu og að mikill metn-
aður verði lagður í undirbúning
keppenda, en í þetta skiptið verði
farið að danskri og sænskri fyrir-
mynd, þar sem úrslitakvöldið er
meira í tískusýningarstíl og tón-
listar atriðum fremur en dansatrið-
um keppenda eins og hefur tíðkast.
Að auki verði brugðið út af vananum
og keppnin haldin í Hörpu, en ekki
á Broadway líkt og í fjöldamörg ár.
Gagnrýnisraddirnar
Aðspurð um gagnrýni sem keppnir
sem þessar hafa sætt undanfarin ár
segist Fanney vissulega skilja sumt
sem þar hefur komið fram. „En fólk
er fljótt að dæma og tala um eitt-
hvað sem það kannski þekkir ekki
endilega. Ég hef sjálf farið í gegnum
þetta ferli, sé ekki eftir neinu, og sé
alls ekkert slæmt við að taka þátt
í svona keppnum,“ útskýrir hún, og
bendir á, máli sínu til stuðnings, að
vinsælt sé að keppa í alls kyns bik-
iní-fitness hér á landi, og það minnst
tvisvar á ári.
Segir Fanney jafnframt að ástæða
þess að keppnin hafi fallið niður
í fyrra hafi einungis verið vegna
eigendaskipta á keppninni, en ekki
áhugaleysis. Þau Björn Leifsson og
Hafdís Jónsdóttir, kennd við World
Class, keyptu keppnina í fyrra og
standa nú á bak við herlegheitin.
Mun skráning hefjast í lok vik-
unnar og geta þá stúlkur á aldrinum
18-24 ára skráð sig til leiks.
Ekki nóg að vera falleg
Stundum er talað um að fegurð sé
afstæð, en geta allir verið með í
svona keppnum? „Þetta snýst ekki
bara um að vera fallegust, heldur
skiptir margt máli, persónuleiki,
útgeislun og hvort viðkomandi er fær
um að höndla verkefnin sem koma
til með að taka við. Að svo stöddu
höfum við ekki sett niður neinar
reglur um útlit,“ útskýrir hún.
Varðandi framboð keppenda seg-
ist Fanney ekki hafa áhyggjur.
„Ég er búin að senda á nokkrar
sem mér líst vel á til að sjá hvernig
stemningin er og hef fengið virki-
lega góð viðbrögð,“ svarar Fann-
ey, spurð um hvort eftirspurnin sé
mikil. „En ef engin sækir svo um, þá
verður engin keppni, það segir sig
sjálft,“ bætir hún lauflétt við í lokin.
gudrun@frettabladid.is
Ungfrú Ísland vakin
upp af værum blundi
Fanney Ingvarsdóttir hefur verið ráðin til þess að hafa yfi rum-
sjón með keppninni í ár. Hún segir ósanngjarna dómhörku
einkenna umræðuna um fegurðarsamkeppnina hérlendis.
HARPA SILFURBERG
Sunnudag 17. maí kl. 16:00
Miðaverð kr. 3.000 / 2.000
Styrkt af
Miðar á midi.is • harpa.is • í miðasölu Hörpu
STÓRSVEIT
REYKJAVÍKUR
Frumfluttar verða glænýjar útsetningar
Kjartans Valdemarssonar á verkum Jóels.
Stjórnandi: Kjartan Valdemarsson.
SPILAR TÓNLIST
JÓELS PÁLSSONAR
Keppnin Ungfrú Ísland hefur verið haldin
árlega frá árinu 1950 að undanskildum árunum
1952, 1981, 2012 og 2014.
Íslenskar konur hafa þrisvar verið valdar
þær fegurstu í heimi
1985 Hólmfríður Karlsdóttir
1988 Linda Pétursdóttir
2005 Unnur Birna Vilhjálmsdóttir
➜ Ungfrú Ísland í 65 ár
UNGFRÚ ÍSLAND 2011 Fanney krýnir arftaka sinn í keppninni árið 2011.
Þetta snýst ekki bara
um að vera fallegust,
heldur skiptir margt máli,
persónuleiki, útgeislun og
hvort viðkomandi er fær
um að höndla verkefnin
sem taka við.
Í nýju myndbandi frá landsnefnd UN Women
má sjá hina hárprúðu Dag B. Eggertsson,
borgar stjóra og Hrafnkel Örn Guðjónsson,
trommuleikara Agent Fresco, fara í hár saman.
Allt er það í gamni gert og er myndbandið
liður í nýrri herferð UN Women sem ber nafnið
HeForShe – Ólíkir en sammála um kynjajafn-
rétti. Á næstu tveimur vikum munu samtök-
in sýna sex örmyndbönd til að vekja athygli á
baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna og hvetja
karlmenn til þess að skrá sig sem styrktaraðila.
Myndbandið er frumsýnt á Vísi í dag.
Herferðin hófst á mánudag með myndbandi
með Tómösunum þremur; Talninga-Tómasi, Til-
finninga-Tómasi og Lækna-Tómasi, þar sem
þeir hittast í fyrsta sinn við styttu af Tómasi
Guðmundsyni ljóðskáldi.
Markmiðið er að hvetja karlmenn til þess að
láta til sín taka í baráttunni fyrir kynjajafnrétti
en hin alþjóðlega HeForShe-herferð tókst vel
hérlendis í fyrra.
„Einn af hverjum tuttugu karlmönnum á
Íslandi skráði sig sem HeForShe síðastliðið
haust þegar alþjóðlega átakinu var ýtt úr vör.
Væri ekki frábært ef þessir sömu karlmenn
myndu skrá sig sem mánaðarlega styrktar-
aðila UN Women og stuðla þannig að jákvæðum
breytingum á lífi kvenna og stúlkna í fátækustu
löndum heims,“ segir Hanna Eiríksdóttir, fram-
kvæmdastýra landsnefndar UN Women. - gló
Borgarstjóri og trommuleikari í hár saman
UN Women gefur út sex myndbönd til að vekja athygli á kynjajafnrétti og er myndband númer tvö sýnt í dag.
„Ég verð að segja nýkreistur
glóaldinsafi, einkum og sérílagi ef
ég get japlað á tveimur til þremur
jarðarberjum með, þá er ég alsæll.
Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður
og miðborgarstjóri.
DRYKKURINN
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
3
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
3
7
-D
E
A
C
1
6
3
7
-D
D
7
0
1
6
3
7
-D
C
3
4
1
6
3
7
-D
A
F
8
2
8
0
X
4
0
0
3
A
F
B
0
6
4
s
_
1
2
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K