Morgunblaðið - 03.12.2014, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 03.12.2014, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2014 Komdu inn úr kuldanum www.n1.is facebook.com/enneinn Hluti af öruggri vetrarumferð Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sektir hækka um 100% Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Bílastæðasjóður Reykjavíkurborg- ar kynnti megináherslur sjóðsins fyrir næsta ár í gær en þar kemur fram frekari útvíkkun gjaldsvæða. Á næsta ári má því sjá bílastæða- verði norðan Hverfisgötu, við Brautarholt og nágrenni og þá verður farið að sekta vestar í Vest- urbænum. Samkvæmt tilkynningu frá Bíla- stæðasjóði hefur lítið dregið úr fjölda stöðvunarbrotagjalda og því samþykkti borgin að hækka sektir fyrir stöðvunarbrot um 100% með það að markmiðið að draga úr fjölda sekta, sérstaklega vegna þeirra sem leggja í blá bílastæði, sem eru fyrir fatlaða. Gjaldið er nú 10.000 krónur. Ekki er gert ráð fyrir hækkun tekna vegna stöðubrotagjalda þrátt fyrir hækkun gjaldsins. Miðamælar og framkvæmdir Bílastæðasjóður hyggst kaupa fleiri miðamæla næstu árin, bæði fyrir ný svæði sem og til að skipta út fyrir gamla mæla auk þess sem frekar verður bætt í upplýsingakerfi og aukin þjónusta við viðskiptavini bílahúsa, þannig að þeir geti séð hvar eru laus stæði á rauntíma. Í ljósi byggingarframkvæmda í miðborginni er gert ráð fyrir fram- kvæmdum hvað varðar þátttöku í byggingu bílahúsa þó að ekki liggi fyrir á þessari stundu hvar það verður, segir í frétt frá Bílastæða- sjóði.  Lítið hefur dregið úr fjölda sekta vegna stöðvunarbrota  Bílastæðasjóður færir út kvíarnar og fjölgar gjaldsvæðum Morgunblaðið/Þórður Reykjavík Greitt fyrir afnot af bíla- stæði í miðborginni. Eftir langvarandi hlýindakafla varð jólalegt í höfuð- borginni í vikunni. Myndin er tekin í Þingholtsstræti rétt áður en sólin settist. Sólin kom upp í Reykjavík klukkan 10.48 í gærmorgun og settist klukkan 15.45. Hún mun lækka á lofti allt til 21. desember nk. þegar vetrarsólstöður verða. Þá fer hún að hækka að nýju. Morgunblaðið/Gísli Baldur Gíslason Fallegt sólsetur í Þingholtsstræti Baldur Arnarson baldura@mbl.is Bændur í Svarfaðardal við Eyja- fjörð hafa séð mikið af sporum eftir mýs á víðavangi að undanförnu og tengja það við gosmengun frá Holuhrauni. Ragnar Stef- ánsson jarð- skjálftafræðingur býr á Laug- asteini í Svarf- aðardal. „Bóndi hérna sagði mér að hér væri mikið um mýs uppi á yfir- borðinu. Honum fannst það óvenju- legt vegna þess að það hefði verið svo gott veður og alls ekkert kalt. Hann tengdi það við súrt regn, eða mengaða úrkomu vegna gossins, sem mýsnar væru að flýja,“ segir Ragnar. „Ég held að bóndinn hafi rétt fyrir sér. Það hefur verið þónokkuð mikil gasmengun í Svarfaðar- dalnum. Hún hefur lítið verið mæld en menn finna fyrir henni. Hér eru há fjöll í kring og í dalnum er mikil kyrrð miðað við umhverfið. Þannig að jafnvel þótt mökkurinn, eða gas- ið, eigi að leita til vesturs, eða eitt- hvað annað, er eins og mengunin leiti oft niður í dalinn. Gasið er þyngra en annað loft og sígur ofan í dalinn. Það sama gildir um Eyja- fjörðinn. Hér hefur oft og tíðum verið ansi mikil gasmengun. Loftið hreinsast í rigningu en um leið fer mengunin ofan í jörðina. Þar er að finna brennisteinstvíildi, flúor og fleiri efni, sem dýrunum líkar ekki við í holum sínum,“ segir Ragnar. Hættulaust fyrir mannfólkið Hann telur enga hættu á því að mengunin berist í grunnvatn og hafi þannig skaðleg áhrif á heilsu- far manna. „Mengunin síast úr í grassverðinum. Bændur hafa líka kvartað undan því að miðað við veð- urfar hafi hagamýs leitað óvenju- mikið inn í hús. Hagamýs leita allt- af inn í hús þegar það verður mjög kalt. Þá er of kalt fyrir þær að vera ofan í jörðinni. Nú flýja þær meng- unina og reyna að koma sér inn í hús.“ Fram kom í Morgunblaðinu 25. nóvember að mikill músagangur væri í Mývatnssveit og tengdi bóndi í þeirri sveit það við hlýindi en ekki mengun frá gosinu í Holuhrauni. Mýs flýja mengun og sækja í húsin  Súrt regn frá gosinu í Holuhrauni neyðir hagamýs upp á yfirborðið Ragnar Stefánsson Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar var samþykkt á fundi borgarstjórnar seint í gærkvöldi. Í bókun frá borg- arfulltrúum Sjálfstæðisflokksins kem- ur fram að álögur hafi hækkað. Í tilkynningu frá meirihluta borgar- stjórnar segir að fjárhagsáætlunin endurspegli áherslur meirihlutans sem finna megi í samstarfssáttmála hans. „Námsgjöld leikskóla lækka um rúm 6%, frístundastyrkur hækkar og systkinaafslættir þvert á skólastig verða að veruleika. Allt kemur þetta barnafjölskyldum í Reykjavík til góða,“ segir í tilkynningu meiri- hlutans. Í bókun borgarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins segir hins vegar að núver- andi meirihluti ætli að halda áfram að auka álögur á fjölskyldur borgarinnar líkt og síðasti meirihluti hafi gert. „Þriggja barna fjölskylda þarf nú að greiða 25,5% meira fyrir þjónustu Reykjavíkurborgar en hún gerði árið 2010. Fjölskyldan borgar 561.000 kr. meira á næsta ári en hún gerði árið 2010 eða nálægt 10% meira en hækk- un verðlags á sama tíma,“ segir í bók- un sjálfstæðismanna. Eignasjóður upptekinn við að bjarga aðalsjóði Þar segir einnig að nýja hugsun vanti í rekstur borgarinnar. Ljóst sé að aðalsjóður borgarinnar skili hálfs milljarðs króna halla og útsvarið sé áfram í hámarki. Í bókun borgarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins segir: „Hallarekstur aðal- sjóðs kemur í veg fyrir að eignasjóður borgarinnar geti staðið undir þeim verkefnum sínum að halda við eignum borgarinnar. Stofnanir borga leigu til eignasjóðs en fá ekki eðlilega þjón- ustu til baka því eignasjóður er upp- tekinn við að bjarga aðalsjóði sem á að standa undir rekstri með skatt- tekjum. Nær hefði verið að lækka álögur á borgarbúa en að stækka kerfi sem þegar er orðið of stórt.“ Í tilkynningu meirihlutans segir að framlag borgarinnar til hráefnis- kaupa í leik- og grunnskólum hækki um 56 milljónir króna frá fyrri áætlun til að auka gæði skólamáltíða. Fram- lög til sérkennslu í leik- og grunnskól- um eru aukin um tæpar 48 milljónir króna. Þá eru 20 milljónir króna lagð- ar í sérstakt átak til að auka þátttöku í frístundastarfi fyrir börn af erlendum uppruna, fatlaða framhaldsskóla- nema og börn tekjulágra foreldra sem ekki uppfylla skilyrði um fjár- hagsaðstoð. 20 milljónir eru settar í sambærilegt átak fyrir ungmenni eldri en 16 ára sem ekki eru í námi. Aðgerðir gegn heimilisofbeldi Ennfremur var samþykkt aukin fjárheimild til mannréttindaskrif- stofu upp á tæpar 45 milljónir til sam- starfsverkefnis lögreglunnar og borg- arinnar í aðgerðum gegn heimilis- ofbeldi. Einnig var fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 2015- 2019 samþykkt en samkvæmt henni er fyrirhugað að Félagsbústaðir Reykjavíkur fjárfesti í 500 nýjum íbúðum á næstu fimm árum. Segja borgina auka álögur  Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar samþykkt í gærkvöldi  Námsgjöld leikskóla lækka, frístunda- styrkur hækkar  Nýja hugsun vantar í rekstur borgarinnar, segja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.