Morgunblaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2014 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson for- sætisráðherra hefur friðlýst sal skemmtistaðarins Nasa við Austur- völl, að tillögu Minjastofnunar. Þrátt fyrir friðlýsinguna segir það ekkert til um hvort dansað verði aft- ur í salnum. „Minjastofnun getur ekki sagt hvaða starfsemi fer þarna fram. En það er mikilvægt að salur- inn verði gerður upp og honum feng- ið eitthvert hlutverk,“ segir Pétur Ármannsson, arkitekt og starfs- maður Minjastofnunar, en hann kom að gerð tillögunnar. Í tillögunni segir að friðlýsing taki til innviða, rýmisskipunar og varð- veittra hluta af upprunalegum inn- réttingum í sal Nasa í bakálmu frið- lýsts húss við Thorvaldsensstræti 2. Ráðherra fer með friðlýsingarvald og friðlýsti Sigmundur Davíð alls fimm byggingar í lok síðasta mán- aðar, meðal annars salinn á Nasa. „Salurinn er að erlendri fyrir- mynd, frá stríðsárunum og er ein- stakur hér á landi. Það var mat okk- ar hjá Minjastofnun að menningar- sögulegt gildi salarins hefði verið vanmetið. Hann er hluti af menning- arlegu lífi miðborgarinnar enda hef- ur fjöldi listasamkoma farið þarna fram,“ segir Pétur. Friðlýsing, en óvíst með dans  Forsætisráðherra friðlýsti salinn á Nasa Morgunblaðið/Ernir Stuð Frá tónleikum í sal Nasa þar sem dansinn dunaði í mörg ár. Alþjóðlegi alnæmisdagurinn var í fyrradag og í tilefni þess afhentu starfsmenn MAC fyrir hönd The MAC Aids fund, peningastyrk að upphæð tvær milljónir til HIV Ís- land. Í tilkynningu segir að styrkur úr sjóðnum hafi verið eyrnamerktur forvarnarstarfi í 9. og 10. bekkjum í grunnskólum á landinu öllu. For- varnarfræðsla sé mikilvæg til að fræða unga fólkið um sjúkdóminn og forðast þannig fordóma í garð HIV- smitaðra og koma í veg fyrir út- breiðslu sjúkdómsins. The MAC Aids fund er annar stærsti sjóður sinnar tegundar í heiminum í dag og stendur sjóðurinn saman af sölu varalita og glossa sem bera heitið Viva Glam. Hver einasta króna af sölu Viva Glam rennur í The MAC Aids Fund. Sjóðurinn var stofnaður árið 1994 og hafa safnast í hann 355 milljónir dollara frá upp- hafi. Yfir 40 milljón manns lifa við HIV-smit eða alnæmi í heiminum og rúmlega 5.000 manns deyja á degi hverjum. The MAC Aids fund er frum- kvöðull í vinnu á svæðum sem hafa til þessa notið lítils stuðnings. Sjóð- urinn styður mörg ólík samtök um allan heim, sem bjóða upp á margs konar þjónustu til þeirra sem þjást beint eða óbeint af sjúkdómnum, segir í tilkynningu. Afhentu styrk til HIV Ísland Gleði Ánægja var á afhendingunni. Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun á vetrarfatnaði sem verður komið til úkraínskra flótta- manna í Hvíta-Rússlandi. Hvetur Rauði krossinn alla sem hafa tök á því til að leggja söfnuninni lið með hvers kyns prjónafatnaði, vetrarfatnaði og skóm, eða hlýjum teppum. Sóst er eftir fötum fyrir alla aldurshópa og bæði kyn. Merkja þarf fatapoka sem ætlaðir eru úkraínskum flóttamönnum, „Úkraína“, áður en þeim er komið fyrir í fatagámum Rauða krossins eða grenndargámum. Einnig er tek- ið við fatnaði í miðstöð fatasöfnunar Rauða krossins í Skútuvogi 1 í Reykjavík. Hátt í 750 þúsund Úkraínumenn hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna stjórnmálaástandsins í Úkra- ínu. Hluti þeirra hefur freistað þess að sækja um pólitískt hæli í Hvíta- Rússlandi en þar hefur Rauði kross- inn á Íslandi stutt mannúðarverk- efni um nokkurra ára skeið. Eitt þeirra er fatasöfnun, þar sem hlýj- um vetrarfatnaði er safnað og dreift til þeirra sem á þurfa að halda. Í tilkynningu frá Rauða kross- inum segir, að vetrarhörkurnar í Hvíta-Rússlandi geti verið einkar harðar og húsin mörg illa kynt. Mik- ilvægt sé að átta sig strax á erfiðum aðstæðum úkraínskra flóttamanna í Hvíta-Rússlandi, sem þurftu að yf- irgefa heimili sín vegna stríðsátaka, margir hverjir allslausir og illa bún- ir. Fatasöfnun fyrir flóttafólk Morgunblaðið/Styrmir Kári Fatasöfnun Gámar Rauða krossins eru m.a. í móttökustöðvum Sorpu.  Rauði krossinn safnar vetrarfatnaði fyrir Úkraínumenn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.