Morgunblaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2014 ✝ Geir fæddist íReykjavík 28. júní 1921. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni 23. nóv- ember 2014. Hann var yngsti sonur hjónanna Guðmundar Krist- ins Ögmundssonar, f. 29.7. 1888 á Bola- fæti í Hrunamanna- hreppi, d. 20.5. 1952, málara og gifsmeistara, og konu hans Mar- grétar Hinriksdóttur, f. 6.10. 1892 á Orrastöðum í Svínadal í A-Hún., d. 19.3. 1963, kennara og versl- unareiganda. Eldri bræður Geirs voru Ögmundur, f. 28.5. 1916, d. 2.5. 1998, og Hinrik, f. 22.3. 1918, d. 26.12. 2004. Geir kvæntist 2.1. 1947 Heklu Þórunni Árnadóttur, hattara og húsmóður, f. 7.9. 1922 á Akureyri, 1966. Dóttir þeirra er Hekla Þór- unn, f. 2013. Synir Árna Jóns með fyrri konu hans, Fanneyju Frið- björnsdóttur, f. 1951, eru: A) Daði, f. 1977, eiginkona hans er Guðrún Jónsdóttir, f. 1980. Synir þeirra eru Hallgrímur, Þorsteinn, Jón Davíð og Egill Árni. B) Kári, f. 1982. Sambýliskona hans er Hjördís Perla Rafnsdóttir, f. 1986. 3) Guðrún, f. 1957, gift Jóni Frið- riki Jóhannssyni, f. 1957. Börn þeirra eru: A) Kolbeinn, f. 1980, sambýliskona hans er Laura Gonzalez, f. 1982. B) Jóhann Geir, f. 1982. C) Hekla, f. 1990. Geir ólst upp í Reykjavík. Hann stundaði nám í Barnaskóla Aust- urbæjar og Gagnfræðskóla Ingi- mars við Lindargötu. Hann lauk prófi frá Samvinnuskólanum 1944. Sem ungur maður vann Geir ýmis störf, m.a. við bygging- arvinnu, var eftirlitsmaður við sjóbaðstaðinn í Nauthólsvík og á Melavelli. Þar var hann vallar- stjóri og sá um rekstur vallarins frá 1944-1946. Hann hóf störf hjá Endurskoðunar- og launadeild Reykjavíkurborgar árið 1945. Þar starfaði hann óslitið þar til 1985, síðast sem skrifstofustjóri. Geir gegndi ýmsum trúnaðar- störfum fyrir Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar um langt ára- bil. Geir stundaði knattspyrnu og handbolta með Knattspyrnufélag- inu Val. Varð fimm sinnum Ís- landsmeistari í knattspyrnu frá 1939-1945. Margfaldur Íslands- meistari í handbolta bæði úti og inni á sama tímabili. Þjálfaði 2. flokk Vals 1961 og 1962 og meist- araflokk Vals 1963 og 1965. Hann sat í aðalstjórn Knattspyrnufélags- ins Vals 1949 og 1962 og í full- trúaráðinu frá 1964-2000 og í stjórn þess frá 1971-1974. Sat í handknattleiksráði 1942. Geir og Hekla bjuggu nær allan sinn búskap á Laugarásvegi 51 í Reykjavík. Útför Geirs fer fram frá Ás- kirkju í dag, 3. desember 2014, og hefst athöfnin kl. 13. d. 1.11. 2010. Börn þeirra eru: 1) Mar- grét, f. 1951, gift Gesti Jónssyni, f. 1950. Börn þeirra eru: A) Hólmfríður, f. 1973, eiginmaður hennar er Sigurður Njarðvík Þorleifs- son, f. 1973. Dætur þeirra eru: Eva Mar- grét og Hekla Sóley. B) Geir, f. 1978, sambýliskona hans er Helga Hauksdóttir, f. 1978. Synir þeirra eru Guð- mundur Hrafn og Árni. C) Jón Skafti, f. 1981, eiginkona hans er Joanna Dominiczak, f. 1985. Dótt- ir þeirra er Jannika. D) Árni, f. 1989, sambýliskona hans er Andrea Bára Stefánsdóttir, f. 1989. 2) Árni Jón, f. 1952, kvæntur Sigríði Þórdísi Valtýsdóttur, f. Hann Geir, tengdafaðir minn, var glæsilegur maður. Hár, grannur og vöðvastæltur. Mikill íþróttamaður og Valsari. Varð margsinnis Íslandsmeistari í fótbolta og handbolta. Hann entist líka betur í sportinu en flestir. Spilaði innanhússfót- bolta langt fram á sjötugsaldur. Var kannski ekki fljótastur allra undir lokin en taldi sig enn hafa hlutverki að gegna við að stjórna spilinu. Varð undrandi og óánægður þegar boltinn var ekki gefinn á hann. Hafði stundum orð á því. Geir var rétt rúmlega sextug- ur þegar Hekla tengdamóðir mín veiktist af hjartasjúkdómi. Hann hafði þá starfað hjá Reykjavíkurborg áratugum saman, lengst af hjá launadeild- inni. Geir hætti störfum ekki síst til þess að geta annast konu sína betur. Því hlutverki sinnti Geir af einstakri ást og nær- gætni allt þar til Hekla kvaddi okkur snemma vetrar 2010. Geir fékk áhuga á golfi eftir að hann hætti að vinna. Hann sást einn daginn setja kylfur og nokkra bolta í bílskottið. Þetta var ótvíræð vísbending um það sem framundan var. Fljótlega var búið að strengja hluta úr loðnunót á milli snúrustauranna sem standa baka til í lystigarð- inum hans Geirs á Laugarás- veginum. Næstu vikur og mán- uði mátti sjá kappann standa löngum stundum við snúrus- taurana og slá bolta í net. Hann æfði og æfði. Boltaaugað hafði hann úr öðrum boltagreinum. Keppnisskapið var áskapað. Ár- angurinn lét heldur ekki á sér standa. Þótt Geir hafi ekki byrj- að að spila golf fyrr en á sjö- tugsaldri varð hann fljótlega vel liðtækur kylfingur og þessi íþrótt varð honum nánast dag- legt viðfangsefni langt fram á níræðisaldur. Illa gekk að fá Geir til þess að taka þátt í golfmótum. Hann taldi sig ekki nógu góðan og þyrfti að æfa sig betur. Einn daginn laumaðist hann samt í mót á gamla Korpúlfsstaðavell- inum án þess að láta okkur vita. Auðvitað vann hann. Nettóskor- ið var ótrúlegt, 49 högg. Ég held að þetta sé met. Forgjöfin lækkaði úr 36 og niður í 19 komma eitthvað. Eftir þetta fór Geir ekki í golfmót. Hætti á toppnum. Á heimili sínu var Geir fyr- irliðinn. Af fágætum dugnaði tókst honum að reisa fallegt hús við Laugarásveginn þar sem þau Hekla ólu upp börnin sín Möggu, Árna og Gunnu. Geir var strangur uppalandi. Vildi hafa allt í röð og reglu. Garð- urinn umhverfis húsið var stór og einstaklega fallegur. Var gott merki um snyrtimennsku þeirra hjóna. Þegar Magga fór í mennta- skóla fór fljótlega að sjást til stráks úr Kópavoginum sem var eitthvað að sniglast í kringum hana. Geir var ekki hrifinn af þessu. Hann kunni því illa að stelpan hans sæti lengi, lengi í bíl fyrir utan húsið með ein- hverjum strák í stað þess að drífa sig inn í háttinn. Í fjöl- skyldunni er fræg sagan af því þegar Geir fór út með ruslið um miðja nótt við þessar aðstæður og notaði tækifærið í leiðinni til þess að gefa dóttur sinni merki um að nú væri nóg komið. Að því kom að við Geir kynntumst og urðum góðir vin- ir. Hann reyndist mér vel og var börnum okkar Möggu góður afi. Alvöru fyrirmynd, áreiðan- legur og traustur. Geir var gæfumaður sem átti góða ævi. Hann sinnti heilsu sinni vel með hollu mataræði og hæfilegri hreyfingu alla tíð og uppskar hreysti eins og til var sáð. Skömmu eftir missi Heklu árið 2010 fékk Geir inni á Sóltúni og dvaldi þar síðustu fjögur æviár- in við þær einstöku aðstæður sem íbúunum þar eru búnar. Höfðingjanum skal þökkuð samfylgdin. Gestur Jónsson. Með nokkrum orðum langar mig að minnast tengdaföður míns, Geirs Guðmundssonar. Ég var nú ekki gamall þegar ég kynntist Geir, og líkt og með marga unga menn sem eru að hitta pabba kærustu sinnar í fyrsta sinn þá var smá kvíði. Það reyndist hreinn óþarfi því okkar fyrstu kynni voru góð. Geir var af gamla skólanum eins og sagt er og af honum var margt hægt að læra um lífið og tilveruna. Hann var mikill keppnismaður í íþróttum sem og hinu daglega lífi og gerði miklar kröfur til sjálfs sín sem og annara. Það var ekki oft sem hann sló af þegar kom að keppni eða vinnu og mátti mað- ur hafa sig allan við til að fylgja honum eftir þó aldursmunur hafi verið nokkur. Við Gunna vorum svo heppin að fá að leigja í kjallaranum hjá þeim hjónum á Laugarásvegi 51. Þannig urðu okkar kynni nánari og meiri en áður hafði verið. Okkar sambúð gekk mjög vel og við hjónin náðum að létta undir með garðvinnuna sem var alltaf nokkur. Það var ósjaldan sem hjálpa þurfti við að saga niður tré eða laga steinhleðslur þar sem nákvæmni og beinar línur voru allsráðandi. Í garð- inum leið honum vel og þar má segja að hann hafi notið sín best, alltaf eitthvað að breyta eða lagfæra, ég naut góðs af og lærði smám saman inn á Geir og hvernig best væri að leysa verkefnin með honum. Eftir að hann komst á eftirlaun tók golf- ið hug hans allan og þar var sama sagan, hann vildi vera bestur, slá eins langt og yngri menn. Hann náði að glæða áhuga minn á íþróttinni sem gerði það að verkum að við fór- um oft saman sumar sem vetur og spiluðum Korpúlfsstaðavöll- inn og alltaf var jafnerfitt að sigra hann. Geir var ákveðinn og fylginn sér sem kom sér oft vel en það var ekki alltaf sem maður vildi standa við hliðina á honum þeg- ar hann var að semja um afslátt og aukaafslátt fyrir vörur og þjónustu. Þegar yfir farinn veg er litið þá held ég að hann hafi átt nokkuð viðburðaríka ævi og verið sáttur með lífið og til- veruna. Hann saknaði konu sinnar mikið eftir að hún dó og vildi komast til hennar sem fyrst núna síðustu misserin. Ör- fáum dögum fyrir andlátið hafði hann tjáð einni af starfskonum Sóltúns sem var hans heimili síðustu árin að hann hefði dreymt það að Hekla og hann væru að fara í siglingu saman og ljómaði allur. Hvíl í friði. Jón Friðrik. Fallinn er frá afi minn, Geir Guðmundsson. Það var kannski fyrir bestu að ég hafði ekki tækifæri til að dvelja með þér við dánarbeðinn, því ég vil muna eftir þér eins og þú áttir best að þér að vera. Teinréttur með „magann inn og kassann út“. Þó þú hafir átt það til að vera svolítið þver, þá varst þú einn af mínum uppá- halds-karakterum. Það var aldrei verið að mikla hlutina fyrir sér né hlustað á neinar af- sakanir eða væl. Eitthvað sem margir mættu taka sér til fyr- irmyndar. Ein af mínum kærustu minn- ingum er þegar við fórum í golf saman ekki alls fyrir löngu. Það var sennilega þinn seinasti hringur, enda varst þú orðinn 86 ára gamall. Við keyrðum um Korpúlfsstaði á golfbílnum og þú slóst boltann á meðan að ég reyndi að sjá hvar hann lenti, því sjónin var aðeins farin að svíkja þig. Við hlógum mikið saman á meðan að þú sagðir hetjusögur frá stríðsárunum og af íþróttavellinum. Þessi hring- ur var mjög einkennandi fyrir þig. Þú varst ekki mikið að velta þér upp úr þeim takmörk- unum sem aldrinum fylgdu, heldur frekar hvað hollið á und- an okkur spilaði hægt. Hvíldu í friði, afi minn, ég mun aldrei gleyma þér, né held- ur þeim gildum sem þú stóðst fyrir. Þinn sonarsonur og vinur, Kári Árnason. Við skrifum þessi orð með sorg í hjarta er við kveðjum hann afa Geir sem var okkur svo kær. Afi hefur svo sannarlega áorkað mörgu í lífinu en stolt- astur held ég að hann hafi verið af heimili sínu á Laugarásveg- inum þar sem hann byggði sér hús og ól upp börnin sín og bjó allt þar til fyrir skömmu. Við bræðurnir ólumst einmitt upp í kjallaranum á Laugarás- veginum áður en systir okkar, Hekla, fæddist árið 1990 og við lékum okkur mikið í knattraki milli blómanna í beðunum hans afa og við frændurnir fengum okkar misgóðu fótboltahæfileika úr garðinum, „Geirsgarði“ eins og völlurinn var kallaður. Við eigum svo sannarlega margar og góðar minningar úr garðinum hans afa og og íbúð- unum tveimur á Laugarásveg- inum. Afi var alltaf til taks fyrir okkur bræðurna á meðan við ól- umst upp í kjallaranum á Laug- arásveginum og þar smituðumst við af hinu svokallaða „Geirs- geni“ eins og við frændsystk- inin köllum alla fyndnu sér- viskuna í honum afa. Hekla systir var líka reglu- legur gestur á heimili ömmu og afa þótt hún hafi ekki alist upp á Laugarásveginum en það var aldrei langt fyrir okkur systk- inin að fara þar sem við bjugg- um alltaf í hverfinu. Við systkinin vorum líka mik- ið á laugarásveginum hjá afa þessi síðustu ár eftir að Kolli flutti þangað í risið og svo kjall- arann. En við lærðum margt af honum afa og við munum sakna hans og minningin um afa Geir og ömmu Heklu mun lifa í hjörtum okkar. Við elskum þig, afi. Hekla, Kolbeinn og Jóhann Geir. Valsmenn kveðja góðan fé- laga og minnast hans með þakklæti. Geir Guðmundsson var afreksmaður í íþróttum og margsinnis Íslandsmeistari með sínu félagi í knattspyrnu og handknattleik, þar á meðal meistari í fyrsta Íslandsmótinu sem haldið var í handknattleik árið 1940. Geir var svo sann- arlega einn af máttarstólpum félagsins, flinkur leikmaður og seinna meir mjög hæfur þjálfari og stjórnarmaður. Geir gaf sér alltaf tíma, og átti alltaf eitt- hvað uppbyggilegt að segja við unga leikmenn, hann var hvetj- andi og um leið alltaf agaður. Við ungu mennirnir bárum ómælda virðingu fyrir þessum eldri afreksmönnum félagsins sem höfðu svo stórt Valshjarta og voru ávallt vaktir og sofnir yfir velferð félagsins. Geir starfaði lengst af í miðborginni og það var ávallt gaman að hitta hann í erli dagsins. Þakklæti er mér efst í huga um leið og ég sendi innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu og vina. Fyrir hönd fulltrúaráðs Vals, Halldór Einarsson. Geir Guðmundsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi, nú ert þú kom- inn til Guðs og búinn að hitta ömmu Heklu. Ég bið að heilsa henni og ég veit þú munt fylgjast með mér eins og þú hefur alltaf gert. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Þín, Hekla Þórunn. Ýmislegt Ódýr blekhylki og tónerar Verslun í Hagkaup, Smáralind og Fjarðargötu 11, Hafnarfirði Blekhylki.is, sími 517 0150 TILBOÐ - TILBOÐ - TILBOÐ Vandaðir dömuskór úr leðri. Stakar stærðir. Tilboðsverð: 3.500. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Klapparstíg 44 • Sími 562 3614 Jólaóróar frá PLUTO Margar gerðið Verð kr. 1.795 Teg. 2975 Einstaklega vandaðir og þægilegir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36-41. Verð: 16.800 Teg. 2921 Einstaklega vandaðir og þægilegir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36-41. Verð: 15.670 Teg. 2921 Einstaklega vandaðir og þægilegir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36-41. Verð: 15.670 Teg. 2881 Einstaklega vandaðir og þægilegir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36-41. Verð: 15.800 Teg. 2942 Einstaklega vandaðir og þægilegir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36-41. Verð: 15.800 Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Smáauglýsingar 569 1100 Okkar ástkæra, ÞÓRUNN ANNA SIGURÐARDÓTTIR, Hjarðarhaga 42, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 20. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeir sem vildu minnast hennar eru vinsamlegast beðnir að láta krabbameinsdeild Landspítalans njóta þess. . Stefán Þór Ragnarsson, Sigríður Sigurðardóttir, Guðmundur Kristjánsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Benedikt Þórðarson, Elísabet Karlsdóttir, Anna Andrésdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.