Morgunblaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2014 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fyrirhuguð hækkun sóknargjalda er langt frá því að vera í samræmi við tillögur innanríkisráðherra um leið- réttingu gjaldanna með tilliti til verðlagsþróunar. Þetta er mat Þorvaldar Víðissonar biskupsritara. Lagt er til í fjárlagafrumvarpi 2015 að sóknargjöld til kirkjunnar hækki tímabundið um 33,4 milljónir og í heild um 50 milljónir. Á móti er lögð til 29,3 milljóna lækkun á fram- lagi til sóknargjalda. Skekkja í innbyrðis skiptingu „Í fjárlagafrumvarpinu kom fram lítils háttar skekkja á innbyrðis skiptingu sóknargjalda á fjárlagaliði og er tillögu þessari ætlað að leið- rétta það til samræmis við útreikn- ing gjaldsins,“ segir í nefndaráliti fjárlaganefndar um fjárlagafrum- varpið 2015. Þorvaldur segir mikið bil milli boðaðra hækkana og tillagna starfs- hóps innanríkisráðherra í málinu. „Við höfum farið yfir þessar tölur. Niðurstaðan er sú að þetta útspil fjárlaganefndar er ekki í takt við til- lögur ráðherranefndarinnar sem skilaði af sér í maí á þessu ári.“ Þorvaldur rifjar upp að nefnd á vegum Ögmundar Jónassonar, þá- verandi innanríkisráðherra, hafi í apríl 2012 skilað skýrslu til ráðherra þar sem komist var að þeirri niður- stöðu að sóknargjöld hefðu verið skert langt umfram það sem stofn- anir innanríkisráðherra hefðu mátt þola í kjölfar efnahagshrunsins. Næst hafi dregið til tíðinda í málinu þegar önnur nefnd á vegum fráfar- andi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, gerði tillögu til ráðherra í maí sl. um hvernig ætti að leiðrétta þessa umframskerðingu. Nefndin hafi lagt til tvær leiðir, að leiðréttingin næði fram að ganga á 3 árum annars vegar og 4 árum hins vegar. 270 einingar um land allt Hann segir sóknargjöldin mynda rekstrargrundvöll safnaðanna. „Sóknargjaldið varðar sjálfstæðar einingar kirkjunnar, sóknirnar um allt land. Þetta eru fjárhagslega sjálfstæðar einingar. Þjóðkirkjan samanstendur af um það bil 270 slík- um einingum um allt land. Þar starfa sóknarnefndir í sjálfboðavinnu við að drífa starfið áfram, barna- og æsku- lýðsstarf, forvarnastarf og tónlistar- starf, svo eitthvað sé nefnt, ásamt því að viðhalda þessum perlum, kirkjunum sem eru um allt land.“ Þorvaldur hefur ritað sóknar- nefndum, prestum, djáknum, organ- istum og öðrum þjónum kirkjunnar bréf þar sem skorað er á viðtakend- ur að koma skriflegum mótmælum á framfæri við æðstu embættismenn í fjármála- og innanríkisráðuneytinu. Sóknargjöldin hækkuð minna en boðað var  Biskupsritari segir fjárskort koma hart niður á kirkjustarfi Morgunblaðið/Ómar Vídalínskirkja Safnaðarstarf hefur liðið fyrir skerðingu sóknargjalda. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Verkfræðistofan EFLA hefur unnið tvær skýrslur um Reykjavíkurflug- völl fyrir Isavia. Annars vegar um nothæfisstuðul á grundvelli tilmæla Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO), sem eru hugsuð sem við- mið við valkosta- greiningu á nýj- um flugvöllum og hins vegar um áhrif flugbrautar 06/24 (norðaust- ur-suðvestur brautin) á not- hæfistíma þar sem metnar eru aðstæður til lend- inga sem henta þörfum áætlunar- og sjúkraflugs, samkvæmt því sem kemur fram í frétt frá Isavia. „Skýrslurnar eru unnar í kjölfar at- hugasemda Samgöngustofa við drög að áhættumati Isavia sem unnið var í kjölfar óska innanríkisráðherra um að Isavia hæfi undirbúning að lokun flugbrautarinnar. Isavia brást við ósk Samgöngustofu um frekari gögn og leitaði til verkfræðistofunnar EFLU sem óháðs aðila,“ segir í til- kynningunni. EFLA kemst að þeirri niðurstöðu að án 06/24 brautarinnar sé nothæf- isstuðull Reykjavíkurflugvallar 97%, en með 06/24 brautinni sé stuðullinn 99,4%. ICAO ráðleggur að nothæf- isstuðull flugvalla sé ekki undir 95%. Greiningar sem EFLA byggir skýrslur sínar á sýna hærri gildi en fyrri skýrslur um sama efni. Meg- inástæða þessa er að skýrslur EFLU byggjast á nákvæmari gögn- um og mælingum, samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu Isavia. Skoðaðar voru allar lending- ar Fokker 50 og Beechcraft King Air 200 á Reykjavíkurflugvelli á tveggja og hálfs árs tímabili. Lendingar Fok- ker 50 voru samtals 11.538 en af þeim voru 70 á flugbraut 06/24 eða 0,61%. Lendingar Beechcraft King Air 200 voru samtals 1.659 en af þeim voru 23 á braut 06/24 eða 1,39%. Suðvesturhornið myndi lokast Þorkell Ásgeir Jóhannsson, yfir- flugstjóri hjá Mýflugi, sem annast sjúkraflug að stórum hluta með Beechcraft King Air 200 segir að í sínum augum skipti það engu máli þótt greiningar EFLU sýni hærra gildi en fyrri skýrslur. „Það má lesa það út úr þessum prósentutölum þar sem fram kemur að á tveimur og hálfu ári lenti vélin okkar í 23 skipti eða 1,39% tilvika á norðaustur-suð- vestur brautinni, að það hefði ekki mikil áhrif þótt flugbrautinni yrði lokað. En raunveruleikinn er samt sem áður sá að þegar við hjá Mýflugi erum að koma suður í sjúkraflugi, jafnvel í veðrum, þegar innanlands- flug að öðru leyti liggur niðri, þá hef- ur það gerst að við höfum orðið að nota þessa flugbraut. Ef hún hefði ekki verið til staðar hefðum við ein- faldlega ekki komist suður. Þá væri suðvesturhornið bara í lás fyrir okk- ur en meðferðin sem sjúklingurinn þarf að fá er þarna við Hringbraut- ina. Þetta hefur gerst og mun alltaf gerast endrum og sinnum. Mikil- vægið felst því ekki í tíðni flugferð- anna, heldur í hverju einstöku tilviki, þar sem á þetta reynir,“ sagði Þor- kell í samtali við Morgunblaðið. Segir hvert einstakt tilvik mikilvægt  Verkfræðistofan EFLA segir nothæfisstuðul Reykjavíkur- flugvallar án NA-SV brautar 97% en 99,4% með henni Morgunblaðið/RAX Reykjavíkurflugvöllur Norðaustur-suðvestur brautin er fyrir miðri mynd. 1. mars 2012 til 1. september 2014 Fjöldi lendinga alls Lendingar á braut 06/24 Hlutfall lendinga á braut 06/24 Flugbraut 11.538 70 0,61% Fokker 50 1.659 23 1,39% Beechcraft Þorkell Ásgeir Jóhannesson „Við vonumst til að einhver starf- semi hefjist aftur og húsið muni nýtast samfélaginu. Það er dapur- legt að horfa á það grotna niður,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, formað- ur bæjarráðs Hafnarfjarðar, um auglýsingu um sölu fasteigna St. Jósefsspítala og læknastofanna. St. Jósefsspítali er mikið og fal- legt hús á góðum stað í Hafnarfirði. Þar var rekinn spítali í áratugi en húsið hefur staðið ónotað frá árinu 2011. Mikill áhugi hefur verið á því í Hafnarfirði að fá heilbrigðisþjón- ustu í húsið á ný. Í auglýsingu um sölu hússins er tekið fram að við mat á tilboðum verði horft til hag- stæðasta tilboðs og fleiri þátta. Jafnframt er óskað eftir að tilboðs- gjafar taki fram hvaða starfsemi fyrirhugað er að hefja í fasteigninni. Ekki eru skilyrði um að þar verði veitt heilbrigðisþjónusta en tekið fram að við mat á tilboðum sé heim- ilt að horfa til þess hvort starfsemi í húsinu til framtíðar tengist heil- brigðisþjónustu. Bæjarbúar áhugasamir Rósa segir að vegna sögu hússins sé mikill áhugi á því í samfélaginu að heilbrigðistengd starfsemi komi í húsið. Nefnir hún að stofnuð hafi verið hollvinasamtök spítalans. „Það væri ánægjulegt ef einhverjir aðilar kæmu með slíka starfsemi en aðal- atriðið er að aftur færist líf í þetta hús,“ segir Rósa. St. Jósefsspítali stendur á eignar- lóð og eins læknastofurnar sem standa í húsinu á móti, við Suður- götu 44. Húsin eru auglýst til sölu sitt í hvoru lagi en seljendur áskilja sér rétt til að meta saman hag- kvæmni tilboða í bæði húsin. Ekki er annað vitað en að St. Jós- efsspítali sé í þokkalegu ásigkomu- lagi, að utan jafnt sem innan. Læknastofurnar eru hins vegar verr farnar og þarf að leggja í kostnað við að endurbæta þær. Heimilt er að rífa húsið á bak við læknastofurnar og þar eru vissir uppbyggingarmöguleikar, sam- kvæmt upplýsingum Ríkiskaupa. Tilboðsfrestur til 27. janúar Ríkissjóður á 85% eignanna og Hafnarfjarðarbær 15%. Að auki á ríkissjóður byggingarlóðina Suður- götu 43 sem er við spítalalóðina. Gefinn er frestur til að gera tilboð til 27. janúar næstkomandi. Ekki er gefið upp verðmat við söluna en bent á fasteigna- og brunabótamat eignanna. Fasteigna- mat beggja fasteignanna er um 470 milljónir og brunabótamat samtals rúmar 560 milljónir kr. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg St. Jósefsspítali Húsið var upphaflega byggt 1926 en byggt var við það 1973 og 2006. Það er á góðum útsýnisstað í hjarta Hafnarfjarðar. Vonast eftir að líf færist í húsið á ný  St. Jósefsspítali auglýstur til sölu Kringlan 4-12 | s. 577-7040 • loccitane.com Jólatilboð: 6.350 kr. Andvirði: 7.520 kr. Handkrem 30 ml - 1.250 kr. | Fótakrem 30 ml - 1.250 kr. Sturtukrem 75 ml - 990 kr. | Húðmjólk 75 ml - 1.390 kr. Handsápa 500 ml - 2.640 kr. SHEA BUTTER GJAFAKASSI SVÍFÐU INN Í JÓLAHÁTÍÐINA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.