Morgunblaðið - 03.12.2014, Side 9

Morgunblaðið - 03.12.2014, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2014 VERTU VAKANDI! blattafram.is 54% þolenda kynferðislegs ofbeldis verða fyrir misnotkun oftar en einu sinni. SÉRSTAKAR ÞARFIR. EINFALDAR LAUSNIR. FÆST Á REDKEN HÁRGREIÐSLUSTOFUM GET INSPIRED. SEE YOUR STYLIST. Dreifing: HÁR EHF s. 568 8305 | har@har.is REDKEN Iceland á vertu vinur SÖLUSTAÐIR REDKEN FAGFÓLK SALON REYKJAVÍK SENTER SCALA SALON VEH PAPILLA KÚLTÚRA LABELLA MEDULLA N-HÁRSTOFA HÖFUÐLAUSNIR HJÁ DÚDDA MENSÝ OZIO REDKEN hárvörurnar gera hárið heilbrigt, fallegt og fyllir það lífi Blonde Idol FYRIR LJÓST HÁR All Soft FYRIR ÞURRT HÁR Curvaceous FYRIR KRULLAÐ HÁR Smooth Lock FYRIR ÚFIÐ HÁR Color Extend Magnetics FYRIR LITAÐ HÁR Body Full FYRIR FÍNGERT HÁR Diamond Oil FYRIR LÍFLAUST/ SKEMMT HÁR High shine FYRIR LÍFLAUST/ FÍNGERT HÁR Cerafill FYRIR HÁRLOS OG ÞUNNT HÁR Extreme FYRIR SKEMMT HÁR Color Extend Sun FYRIR HÁR Í SÓL OG SJÓ Clear Moisture FYRIR ÓLITAÐ HÁR www.leikfangaland.is netverslun — Sími 824 1010 endalausar hugmyndir af leikföngum fyrir börn og jólasveininn hefur þú kíkt á Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Vertu vinur okkar á Facebook Gjafabréfin okkar eru vinsæl jólagjöf Silfur 925, ykkar teikning. Verð 19.800 kr. Laugavegi 63 • S: 551 4422 Peysuúrval - Blúndublússur Sparibolir - Loðskinnskragar Kasmírtreflar - Hanskar Gjafakort o.m.fl. Gjafainnpökkun Vandaðar jólagjafir konunnar Skapti er upplýsingafulltrúi Skapti Örn Ólafsson, upplýsinga- fulltrúi Samtaka ferðaþjónust- unnar, var í blaðinu í gær ranglega titlaður framkvæmdastjóri samtak- anna. Beðist er velvirðingar á mis- tökunum. LEIÐRÉTT Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Í nóvember mældist hæsti meðal- hiti frá því mælingar hófust í Grímsey. Spanna mælingarnar yfir 141 ár en aðeins í Stykkishólmi hóf- ust veðurmælingar fyrr. Bjarni Magnússon í Grímsey segir að íbú- ar í eyjunni, sem eru 70-80 yfir vetrarmánuðina, hafi verið í skýj- unum vegna þessarar fordæma- lausu veðurblíðu. „Þetta hafði mjög góð áhrif hérna. Sjómennirnir eru búnir að mokfiska því það var ekk- ert mál að róa í þessu veðri,“ segir Bjarni. Ekki vindur frekar en vanalega Eins og landsmenn urðu flestir varir við minnti veturinn hressilega á sig um og eftir helgina þegar djúp lægð gekk yfir landið. Bjarni segir að Grímseyingar hafi þó ekki orðið varir við hana. „Hér hreyfir ekki vind frekar en vanalega,“ segir Bjarni hress í bragði. Á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að austlægar áttir voru ríkjandi lengst af mánuðinum. Kuldakast gerði í fáeina daga í kringum 10., en annars var óvenju- hlýtt á landinu öllu, og mánuðurinn meðal hlýjustu nóvembermánaða frá upphafi mælinga. Mánaðarmeðalhitinn í Reykjavík var 5,5°C sem er 4,3 gráðum hlýrra en meðaltal árin 1961-1990 og 3,2 gráðum yfir meðaltali síðustu 10 ár. Mánuðurinn er þar með í 2. sæti yf- ir hlýjustu nóvembermánuði frá upphafi samfelldra mælinga en hlýjastur var nóvember 1945, 6,1°C. Á Akureyri var mánaðarmeðal- hitinn 3,4 stig sem er 3,7 stigum yf- ir meðalhitanum 1961-1990 og 3,1 stigum yfir meðalhita í nóvember síðustu 10 ár. Víða nærri hitameti Eins kemur fram að mánuðurinn var sá hlýjasti í nóvember á Teigar- horni (5,5°C). Á Dalatanga var með- alhitinn 5,7°C sem er jafnhátt hæsta mánaðarmeðalhita í nóvem- ber til þessa. Mánuðurinn var einn- ig annar hlýjasti nóvember á Stór- höfða, Hveravöllum og sá hlýjasti í Árnesi. Ljósmynd/Helga Mattína Grímsey Bjarni Magnússon í Grímsey á góðri stund fyrir nokkrum árum. Hann segir einmuna veðurblíðu í nóvember hafa farið vel í íbúa eyjunnar. Í skýjunum með nóvemberblíðuna  Hæsti meðalhiti í Grímsey í 141 ár Fram kemur á vef Veðurstof- unnar að fyrstu 11 mánuðir ársins hafa verið óvenjuhlýir, í Reykjavík og Stykkishólmi jafnhlýir og þeir hafa hlýj- astir orðið áður frá upphafi mælinga. Jafnhlýtt var 2003. Á Akureyri hefur árið til þessa verið 0,1 stigi kaldara en hlýjast hefur orðið til þessa (2003). Í Grímsey, á Teigarhorni og Stórhöfða í Vestmanna- eyjum hafa 11 fyrstu mánuðir ársins aldrei verið hlýrri en nú. Mælt hefur verið á stöðvunum þremur frá því fyrir 1880. Á Stórhöfða er hitinn nú 0,1 stigi hærri en hæst hefur áður orðið, í Grímsey 0,3 stigum og 0,5 stigum á Teigarhorni. Óvenjuhlýir 11 mánuðir HLÝTT Í REYKJAVÍK mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.