Morgunblaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2014 Kvennakórarnir Vox feminae og Cantabile ásamt elstu stúlkum Stúlknakórs Reykjavíkur halda sameiginlega aðventutónleika í Hallgrímskirkju í kvöld kl. 20.30 undir stjórn Margrétar Pálma- dóttur. Yfirskrift tónleikanna er Líður að helgum tíðum og eru þeir helg- aðir trúarlegri tónlist frá ýmsum tímum tileinkaðri aðventu og jól- um. „Kórfélagar eru alls um 120 talsins og flytja öll verkin acapella eða án undirleiks, í minni hópum eða allar saman. Efnisskrá tón- leikanna ber merki liðinna alda í Mið-Evrópu þar sem samhljómur raddanna naut sín til fulls í endur- ómi hljómmikilla kirkna,“ segir í tilkynningu. Margrét Pálmadóttir er stofn- andi og stjórnandi kóranna þriggja og hafa þeir allir ferðast með henni bæði innan lands og utan. Samhljómur Alls syngja 120 kórfélagar á tónleikunum í kvöld. Líður að helgum tíðum í Hallgrímskirkju Út er komin bókin Grafn- ingur og Grímsnes – Byggðasaga, vegleg bók í ritstjórn Sig- urðar Kristins Hermund- arsonar, um Grafning, sögu og mannlíf, á ár- unum 1890-2012 og Grímsnes að hluta til. Í kafla með ýmsum sögnum af svæðinu urðu þau mistök, sem beðið hefur verið um leiðréttingu á, að þátturinn „Jóra í Jórukleif og Fjalla-Margrét“ er sagður úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Hið rétta er að hann er eftir Þorstein frá Hamri og birtist í bókinni Ætternisstapi og átján vermenn. Sagnir um Grafning Andvari, rit Hins íslenska þjóðvina- félags, er komið út. Þetta er 139. ár- gangur. Aðalgrein ritsins að þessu sinni er æviágrip Lúðvíks Jóseps- sonar, alþingis- manns og ráð- herra, eftir Svavar Gestsson. Meðal annars efnis í Andvara má nefna að Hjalti Hugason skrifar um nýút- komna ævisögu Jóns Sveinssonar, Nonna, eftir Gunnar F. Guðmunds- son; Sveinn Einarsson fjallar um leikskáldið Stephan G. Stephansson og birtir áður óþekktan ljóðaleik eft- ir hann sem fjallar um „sálina hans Jóns míns“; Ástráður Eysteinsson skrifar um skáldið Edgar Allan Poe og íslenskar þýðingar á verkum hans; og Heimir Pálsson birtir grein- ina „Að læra til skálds – tilraun um nám“, en þar er fjallað um Eddu Snorra Sturlusonar sem kennslubók handa ungum skáldefnum. Ritstjóri Andvara er Gunnar Stef- ánsson. Fjallað um Lúðvík í Andvara Lúðvík Jósepsson Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Crossroads, fimmta breiðskífa tón- listarmannsins og hjartaskurð- læknisins Helga Júlíusar Óskars- sonar, kom út á haustmánuðum. Plötur Helga hafa verið ólíkar hvað varðar tónlistarstíl. Sú fyrsta, Sun For A Lifetime (2010), var til að mynda í þjóð- laga- og kántr- ístíl sem og sú næsta, Haustlauf (2011). Kominn heim (2012) var í reggístíl og í fyrra sendi Helgi frá sér blúsplötu, Í blús. En hvaða stíl má finna á Cross- roads? „Við göntuðumst með það, þegar við vorum að byrja, að þetta væri svona James Taylor-músík,“ svarar Helgi, segir stemninguna ljúfa á plötunni og að hún hafi að geyma safn rólegra laga. Crossroads var tekin upp í Stud- io Róm, Hljóðrita, Snjóhúsinu og Bústaðakirkju í fyrra og á þessu ári og um framleiðslu, upptökur og hljóðblöndun sá Kristinn Snær Agnarsson. Meðal hljóðfæraleikara á plötunni eru Davíð Sigurgeirs- son, Kristinn Snær, Þorleifur Gaukur Davíðsson, Ingi Björn Ingason, Guðmundur Pétursson, Karl Olgeirsson og Valdimar Ol- geirsson. Á efni til í fönk-, reggí- og blúsplötu „Ég bara veit það ekki, það hef- ur bara komið svona út,“ svarar Helgi þegar hann er spurður að því hvers vegna hann hafi farið þessa leið, að láta ákveðna tegund eða stefnu tónlistar ríkja á hverri plötu. „Ég hef nú oft velt því fyrir mér hvort það sé rangt, hvort ég ætti að blanda öllu saman,“ segir hann kíminn. Kannski geri hann það á næstu plötu. „Ég er með efni í bæði fönkplötu og meira reggí og blús. Ég þarf kannski að íhuga það að blanda þessu saman,“ Platan heitir sama nafni og eitt laganna á henni og spurður út í valið á titlinum segist Helgi vera á krossgötum á sínum ferli. Hann sé með Parkinsonssjúkdóminn og hafi þurft að láta af störfum sem lækn- ir. Hann hafi snúið sér að áhuga- máli sínu og ástríðu, tónlistinni. „Það koma allir að krossgötum í sínu lífi á einhverjum tíma. Þær eru misafdrifaríkar en ég held að við þekkjum það öll að við þurfum að taka ákvörðun um hvort við för- um til hægri eða vinstri á mörgum stöðum í lífinu.“ Tengdasonur og frændi hans Helgi er höfundur allra laga á plötunni og um helmings textanna. „Ég er alveg hættur að syngja sjálfur, ég söng á fyrstu plötunum svolítið sjálfur og svo söng ég á reggíplötunni,“ segir hann. Að þessu sinni hafi hann látið aðra og afar færa söngvara sjá um flutn- inginn en þeir eru Haukur Heiðar Hauksson, Jakob Mechler, Ragn- heiður Gröndal, Amit Paul, Árný Árnadóttir og Eva Björk Eyþórs- dóttir. Amit Paul og Jakob Mech- ler eru Svíar og Amit er auk þess tengdasonur Helga. „Hann er fyrr- verandi poppstjarna í Svíþjóð. Á táningsaldri var hann í hljómsveit sem var kölluð A-Teens og söng upphaflega ABBA-lög og eigið efni seinna á ferlinum. Þau voru vel þekkt á ákveðnum svæðum í heim- inum, bæði í Asíu og Suður- Ameríku og eitthvað í Bandaríkj- unum en tiltölulega lítið á okkar miðum,“ segir Helgi um Amit. Hann sé mjög góður söngvari líkt og frændi hans Mechler. „Það koma allir að krossgötum í sínu lífi á einhverjum tíma“ Morgunblaðið/Golli Krossgötur Helgi Júlíus með gítarinn. Crossroads er fimmta breiðskífa Helga og hefur að geyma safn rólegra laga.  Helgi Júlíus gefur út fimmtu plötuna, Crossroads  Stemningin ljúf að hætti James Taylor  Amit Paul, fyrrum poppstjarna í Svíþjóð, meðal söngvara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.