Morgunblaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2014 Hvað klikkaði? Stundum tökum við rangar ákvarðanir og gerum mistök. Þó mistök séu auðvitað leiðinleg meðan á þeim stendur er lærdómurinn sem af þeim hlýst afar mikilvægur. Mánudaginn 8. desember kl. 13.00–14.30 í sal Arion banka, Borgartúni 19 Skráning og nánari upplýsingar á imark.is Örfyrirlestrar um klúður í markaðsmálum Fyrirlesarar: Þorvaldur Sverrisson, stefnumótunarstjóri á auglýsinga- stofunni Jónsson & Le'macks, fjallar um markaðssetningu á fólki í fyrirlestrinum Aldrei syngja. Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustu- sviðs hjá Símanum, flytur fyrirlesturinn Allir tilbúnir – nema viðskiptavinurinn. Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN, fjallar um markaðssetningu íslenskra tónlistar- manna erlendis í fyrirlestrinum Útflutningur tónlistar. Gísli Brynjólfsson, framkvæmdastjóri Hvíta hússins, flytur fyrirlesturinn Castro, Hvíta og brjáluðu kaþólikkarnir. Sigmar Vilhjálmsson, veitingamaður, flytur fyrirlesturinn Hvað var ég að pæla? um það sem klikkaði í Miklagarði. Fundarstjóri: Þóra Tómasdóttir, stofnandi Festival of Failure sem er óður til hugmynda og vettvangur fyrir ógleymanleg mistök. Þóra Þorvaldur Birna Sigtryggur Gísli Sigmar AFP Hermenn í hátíðarbúningum ganga fylktu liði í Bang- kok til að æfa hersýningu í tilefni af 87 ára afmæli kon- ungs Taílands, Bhumibol Adulyadej, á föstudaginn kemur. Hann hefur ríkt lengur en nokkur annar kon- ungur í heiminum og nýtur mikillar virðingar í ríki sínu, er nánast tignaður sem hálfguð. Hátíð fer í hönd í Taílandi Sænskur sérfræðingur í baráttunni gegn hryðjuverkum, Magnus Rans- torp, telur að skotárás stuðnings- manna Ríkis íslams, samtaka íslam- ista, á starfsmann dansks matvæla- fyrirtækis í Sádi-Arabíu geti verið upphafið að hrinu árása á Dani. Samtök íslamistanna hafa birt myndskeið þar sem stuðningsmenn þeirra sjást skjóta á bíl Danans í árás sem gerð var 22. nóvember. Daninn særðist en er á batavegi. Myndskeiðinu fylgdi yfirlýsing þar sem leiðtogi samtakanna, Abu Bakr al-Baghdadi, hvetur stuðningsmenn þeirra til árása á Vesturlandabúa. Ranstorp telur að hætta sé á fleiri árásum á Dani í Mið-Austurlöndum, m.a. vegna teikninga af Múhameð spámanni sem danska blaðið Jyl- lands-Posten birti árið 2005. „Dan- mörk er mjög þekkt meðal íslamist- anna vegna teikninganna í Jyllands-Posten og er þess vegna táknrænt skotmark,“ hefur frétta- vefur Politiken eftir Ranstorp. „Danir hafa því táknræna þýðingu fyrir íslamistana og þetta getur verið viðvörun frá samtökunum um að Danir séu ekki öruggir.“ bogi@mbl.is Óttast árásir íslamista á Dani  Stuðningsmenn Ríkis íslams réðust á Dana í Sádi-Arabíu Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Matvælaáætlun Samein- uðu þjóðanna (WFP) hef- ur þurft að stöðva mat- vælaaðstoð við rúmlega 1,7 milljónir sýrlenskra flóttamanna í grannríkj- um Sýrlands vegna fjár- skorts. Stofnunin sagði þetta nauðsynlegt vegna þess að ríki heims hefðu ekki orðið við beiðni hennar um framlög að andvirðri 64 milljóna Bandaríkjadala, jafnvirði 7,9 milljarða króna, til að aðstoða flóttafólkið í des- ember. Um það bil 3,2 milljónir Sýrlend- inga hafa flúið til annarra landa og 7,2 milljónir flóttamanna til viðbót- ar eru enn í Sýrlandi, samkvæmt skrám Sameinuðu þjóðanna. Mat- vælaáætlun SÞ hefur nú þegar þurft að minnka matarskammta flóttafólks í Sýrlandi vegna fjár- skortsins. Milljónir manna þurfa hjálp Talið er að um 4,25 milljónir manna þurfi á matvælaaðstoð að halda innan landamæra Sýrlands. Matvælaáætlunin hefur einnig séð sýrlenskum flóttamönnum í grann- ríkjunum fyrir matarmiðum sem þeir geta notað til að kaupa mat- væli í verslunum. Nú hefur stofn- unin þurft að stöðva þá aðstoð vegna fjárskortsins. „Þetta hefði ekki getað komið á verri tíma,“ sagði Antonio Guterres, flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna. „Ég brýni fyrir alþjóða- samfélaginu að styðja WFP núna, að afstýra því að flóttafólkið svelti.“ Embættismenn Matvælaáætlun- ar Sameinuðu þjóðanna segja að fjárskorturinn komi meðal annars niður á börnum í Líbanon og Jórd- aníu sem þurfi að þrauka harðan vetur í tjöldum, án vetrarfatnaðar. Guterres sagði að tugir þúsunda fjölskyldna væru algerlega háðir al- þjóðlegri matvælaaðstoð. Ertharin Cousin, framkvæmda- stjóri Matvælaáætlunar SÞ, sagði að líf og heilsa meira en 1,7 millj- óna flóttamanna væri í hættu ef ekki fengist nægilegt fé til að hefja matvælaaðstoðina að nýju. Hún bætti við að neyðin meðal flótta- fólksins gæti valdið aukinni spennu og grafið undan friði í grannríkj- unum. „Þessi lönd hafa þegar þurft að axla þungar byrðar vegna neyð- arástandsins.“ Matarhjálp hætt vegna fjárskorts  Illa hefur gengið að fá fé til að hjálpa flóttamönnum í grannríkjum Sýrlands AFP Stríðsböl Læknir saumar sár á höfði pilts sem særðist í loftárás í Sýrlandi á dögunum. Þingmenn Svíþjóðardemókratanna tilkynntu síðdegis í gær að þeir hygðust greiða atkvæði gegn fjár- lagafrumvarpi minnihlutastjórnar Jafnaðarmannaflokksins og Um- hverfisflokksins. Mattias Karlsson, starfandi leiðtogi Svíþjóðardemó- kratanna, sagði á blaðamannafundi í gær að flokkurinn hygðist styðja fjárlagafrumvarp mið- og hægri- flokkanna sem voru við völd á síðasta kjörtímabili en biðu ósigur í þing- kosningunum í september. Þar með fella Svíþjóðardemókrat- arnir minnihlutastjórnina. Að sögn Dagens Nyheter er þetta í fyrsta skipti í nútímasögu Svíþjóðar sem fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar er fellt. Samið við borgaralega flokka? Svíþjóðardemókratarnir komust í oddastöðu á sænska þinginu í kosn- ingunum í september. Mattias Karlsson sagði að Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, gæti sjálfum sér um kennt þar sem hann hefði ákveðið að sniðganga þriðja stærsta flokkinn á þinginu. Karlsson lagði áherslu á að nauðsynlegt væri að breyta stefn- unni í málefnum innflytjenda vegna mikillar fjölgunar þeirra og sagði að kostn- aðurinn vegna hennar væri meiri en gert væri ráð fyrir í stjórnarfrum- varpinu. Áður hafði Löfven sagt að stjórnin myndi segja af sér ef þingið sam- þykkir fjárlagafrumvarp mið- og hægriflokkanna. „Ég ætla ekki að fylgja eftir fjárlögum annarra. Það væri heimskulegt,“ sagði Löfven í viðtali við Dagens Nyheter í gær. Löfven sagði að ef til vill yrði efnt til kosninga vegna fjárlagadeilunnar. Hugsanlegt er þó einnig að minni- hlutastjórnin segi af sér til að forseti þingsins geti hafið viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Lík- legra er þó að hann reyni að semja við einn eða fleiri borgaralega flokka um nýtt fjárlagafrumvarp, hugsan- lega með það fyrir augum að mynda stærri samsteypustjórn. bogi@mbl.is Ætla að fella ríkisstjórn Svíþjóðar  Svíþjóðardemókratar styðja fjár- lagafrumvarp stjórnarandstöðunnar Stefan Löfven

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.