Morgunblaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2014 Það var alveg ljóst frá þvísveinninn Sturla sonurminn fæddist að þar værienginn venjulegur maður kominn í heiminn,“ (5) segir höfðing- inn á Grund, Sighvatur Sturluson, í upphafi Skálmaldar, nýrrar skáld- sögu Einars Kárasonar. Sturla bjó síðar á Sauðafelli og stefndi ótrauð- ur að yfirráðum á Íslandi, og beitti iðulega við það óvönduðum meðulum eins og þekkt er úr Sturlungu. Í þessari bók tekst Einar á við að lýsa aðdraganda hinna miklu átaka sem þar er fjallað um. Einar hefur áður skrifað þrjár vinsælar bækur þar sem hann segir þá sögu á persónulegan og jafnframt einfaldaðan hátt, með nútímalegu málfari og frásagnarhætti, Óvina- fagnað (2001), Ofsa (2008) og Skáld (2012) en þessi nýja saga, Skálmöld, gerist á undan hinum. Hér segir frá stigvaxandi spennu milli Sturlunga og Haukdæla, því þegar Sturla tók Gissur Þorvaldsson höfðingja Hauk- dæla höndum, og niðurlægði hann, og hvernig Gissur brást síðan við, í blóðugum átökunum sem þekkt eru sem Örlygsstaðabardagi. Í aðdraganda bardagans segir kapellánn Guðmundar góða biskups „að nú væri hin skarpa skálmöld komin.“ (151) Höfundur beitir samskonar frá- sagnartækni í Skálmöld og fyrri bókunum. Ólíkar persónur, höfð- ingjar sem almúgafólk, segja frá í stuttum og knöppum köflum; í fyrstu persónu frásögn lýsa þær fólki, andrúmslofti sem atburðum, og með hröðum skiptingum milli þeirra sem segja frá undirbyggir höfundurinn atburðarás sögunnar listavel. Sighvatur byrjar og er strax látinn varpa upp mynd af því sem mun verða, með því að lýsa hrifn- ingu sinni á öðr- um syni sínum, Sturlu. Sturla hefur orðið í næsta kafla og rifjar up atburði úr bernsku, sem varpa ljósi á karakter hans, metnað en jafnframt kjarkleysi. Þá segir Sighvatur aftur frá, því hvernig hann hlóð undir Sturlu, svo kemur að Steinvöru Sighvatsdóttur sem lýsir sinni sýn á aðdáun föður þeirra á Sturlu. Lesandinn er þar þegar kominn á kaf í frásögnina, þegar höf- undur sögunnar stígur óvænt fram og ávarpar hann í kafla með yf- irskriftina „Ek, árið 2014“. Þar út- skýrir Einar hvað fyrir honum vaki með ritun þessarar bókar og segir að ekki eigi að skilja við hálfklárað verk. Lesandinn fagnar því. Þessi „Ek“ á eftir að fleyga frásögnina tvisvar til, fyrst þar sem hann talar um ólík tök þeirra Thors Vilhjálms- sonar á Sturlu og loks þar sem hann segir: „Og lýk ek þar að segja frá Sturlungum.“ (184) Þar fljóta með tveir kaflar úr fyrra hluta Óvina- fagnaðar, til að draga nýja lesendur þar inn og tengja, sem fer vel á. En sama má ekki segja um þessi „póst- módernísku“ inngrip í frásögnina; skýringar höfundar hefðu betur átt heima í hefðbundnum inngangi eða eftirmála. Sagan þurfti ekki á þeim að halda með þessum hætti. Því sagan er æsispennandi og að- alpersónurnar lifna á síðunum; mikil er reiði Gissurar Þorvaldssonar þeg- ar hann hefur verið niðurlægður af Sturlu. „Það sem ég hef mátt kyngja miklu,“ segir Gissur. (152) Eftir að bónda í Fljótstungu dreymir fyrir mannslátum og mófuglar virðast þagna einn af öðrum, spyr Sig- hvatur, skiljanlega, hvaða óvætti þeir Sturlungar höfðu vakið upp. Og Tumi sonur hans lýsir því átak- anlega hve grimmilega hann var leikinn. Þeir sem hafa lesið fyrri bækur höfundarins um efnið mega til með að lesa þessa. Og þeir sem hafa ekki lesið hinar ættu að byrja á Skálmöld. Hér eru hinir miklu atburðir, valda- barátta og átök Sturlungu sett í rétt samhengi og það sem eftir kemur verður enn skiljanlegra fyrir vikið. Í framhaldinu væri rétt að gefa allar fjórar bækurnar út sem eitt verk og myndi sagan þá eflaust rata til enn fleiri lesenda, sem væri verðugt, því hér er sagnaarfurinn framreiddur af list sagnamannsins, á persónulegan og áhugaverðan hátt, og spennu- þrungnir atburðirnir lifna á síð- unum. Morgunblaðið/Ómar Sturlungasaga Einar Kárason vinnur með Sturlungu á áhugaverðan hátt. Nú er hin skarpa skálmöld komin Skáldsaga Skálmöld bbbbn Eftir Einar Kárason. Mál & menning, 2014. 192 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Heimildarmyndin Biophilia Live sem fjallar um tónleika Bjarkar sem haldnir voru í kjölfar áttundu hljóðversskífu hennar Biophiliu, er komin út á mynddiski á vegum út- gáfunnar One Little Indian. Myndin kemur út á DVD og Blueray-formi og fylgir með m.k. aukaefni sem tekið var upp á meðan Biophilia var sýnd í Miraikan-safninu í Japan, að því er fram kemur í tilkynningu. Myndin skjalfestir flutning Bio- philu-tónleikanna í Alexandra Pa- lace í London og eru höfundar hennar Nick Fenton og Peter Strickland. Myndin innifelur einnig vísindi og náttúruleg fyrirbæri sem eru innblástur texta og tónlistar Biophiliu, eins og því er lýst í til- kynningu og segir þar að þessi óendanlega skapandi ferð kynni af- rakstur vinnu sem sé ein frumleg- asta tónlistartilraun okkar kyn- slóðar. Útgáfan inniheldur einnig plötuna á geisladiski og er platan ennfremur fáanleg á vínylformi. Ljósmynd/Saga sig Lofsungin Björk á Biophiliu-tónleikum. Biophiliu-verkefni Bjarkar hefur hlotið mikið lof og umfjöllun víða, líkt og heimildarmyndin Biophilia Live sem nú er komin út á diski. Biophilia Live gefin út á mynddiski Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 6/12 kl. 13:00 27.k. Fös 26/12 kl. 16:00 Lau 17/1 kl. 13:00 Sun 7/12 kl. 13:00 28.k. Lau 27/12 kl. 13:00 Sun 18/1 kl. 13:00 Lau 13/12 kl. 13:00 29.k. Sun 28/12 kl. 13:00 Lau 24/1 kl. 13:00 Sun 14/12 kl. 13:00 30.k. Lau 3/1 kl. 13:00 Sun 25/1 kl. 13:00 Lau 20/12 kl. 13:00 Aukas. Sun 4/1 kl. 13:00 Lau 31/1 kl. 13:00 Sun 21/12 kl. 13:00 31.k. Lau 10/1 kl. 13:00 Fös 26/12 kl. 13:00 Sun 11/1 kl. 13:00 Sterkasta stelpa í heimi á Stóra sviði Borgarleikhússins! Bláskjár (Litla sviðið) Þri 3/2 kl. 20:00 Mið 4/2 kl. 20:00 Fyrsta verðlaunaleikritið sem gerist í Kópavogi Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 6/12 kl. 20:00 Lau 27/12 kl. 20:00 Fös 16/1 kl. 20:00 Sun 7/12 kl. 20:00 Fös 9/1 kl. 20:00 Lau 13/12 kl. 20:00 Lau 10/1 kl. 20:00 Nýjar aukasýningar komnar í sölu! Beint í æð (Stóra sviðið) Fim 4/12 kl. 20:00 20.k. Fös 12/12 kl. 20:00 Lau 20/12 kl. 20:00 aukas. Fös 5/12 kl. 20:00 21.k. Lau 13/12 kl. 20:00 aukas. Lau 27/12 kl. 20:00 aukas. Lau 6/12 kl. 20:00 22.k. Sun 14/12 kl. 20:00 aukas. Sun 7/12 kl. 20:00 23.k. Fös 19/12 kl. 20:00 aukas. ATH janúar sýningar komnar í sölu! Jesús litli (Litla sviðið) Mið 3/12 kl. 20:00 3.k. Fös 12/12 kl. 20:00 7.k. Sun 28/12 kl. 20:00 Fim 4/12 kl. 20:00 4.k. Sun 14/12 kl. 18:00 aukasýning Mán 29/12 kl. 20:00 Fös 5/12 kl. 20:00 5.k. Sun 14/12 kl. 20:00 8.k. Fim 11/12 kl. 20:00 6.k. Sun 28/12 kl. 18:00 aukasýning Fimm stjörnu mannbætandi leikhúsupplifun! Jólahátíð Skoppu og Skrítlu (Nýja sviðið) Lau 6/12 kl. 13:00 4.k. Lau 13/12 kl. 13:00 aukas. Lau 20/12 kl. 13:00 Lau 6/12 kl. 15:00 5.k. Lau 13/12 kl. 15:00 Lau 20/12 kl. 15:00 aukas. Sun 7/12 kl. 13:00 aukas. Sun 14/12 kl. 13:00 Sun 21/12 kl. 13:00 Sun 7/12 kl. 15:00 Sun 14/12 kl. 15:00 aukas. Sun 21/12 kl. 15:00 aukas. Bestu vinkonur barnanna koma okkur í hátíðarskap Beint í æð! –★★★★ , S.J. F.bl. ★★★★ – SGV, MblHamlet – Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Ævintýrið um Augastein (Aðalsalur) Lau 6/12 kl. 17:00 Sun 7/12 kl. 17:00 Sun 14/12 kl. 14:00 MP5 (Aðalsalur) Fös 5/12 kl. 20:00 Fös 12/12 kl. 20:00 Mán 15/12 kl. 20:00 Útlenski drengurinn (Aðalsalur) Fim 4/12 kl. 20:00 Lau 6/12 kl. 20:00 Lífið (Aðalsalur) Sun 7/12 kl. 13:00 Sun 18/1 kl. 13:00 Sun 18/1 kl. 15:00 Lísa og Lísa (Aðalsalur) Fös 9/1 kl. 20:00 Fös 16/1 kl. 20:00 Fös 23/1 kl. 20:00 Lau 10/1 kl. 20:00 Lau 17/1 kl. 20:00 Lau 24/1 kl. 20:00 Aðventa (Aðalsalur) Sun 7/12 kl. 20:00 Sun 14/12 kl. 20:00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.