Morgunblaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2014 Fregnir af því að meirihluti atvinnu- veganefndar Alþingis hyggist leggja til að átta orkukostir verði færðir úr biðflokki í nýtingarflokk ramma- áætlunar hafa sums staðar vakið hörð við- brögð. Því er jafnvel haldið fram að með þessu verði rofin „sátt“ um þennan málaflokk. Sú sátt var hins vegar rofin í ágúst 2011. Í janúar 2013 var síðan geng- ið enn lengra gegn meintri sátt um málaflokkinn. Tillagan sem nú er til umræðu miðar að því að færa rammaáætlun aftur í átt að þeirri sátt sem hún átti að geta orðið, eftir að verkefnisstjórn 2. áfanga skilaði sínum faglegu niðurstöðum. Eftir um átta ára faglega vinnu skilaði verkefnisstjórn 2. áfanga af sér röðun 69 orkukosta til tveggja ráðherra í ágúst 2011. Efst var raðað þeim kostum sem taldir voru vænlegastir til orkunýtingar, neðst þeim sem helst var talin ástæða til að vernda. Í verkefnisstjórninni sátu fulltrúar mismunandi aðila og á vegum hennar störf- uðu fjórir faghópar. Fagleg niðurstaða verkefnisstjórnar var forsenda sáttar. Nú átti einungis eftir að raða kostunum í nýt- ingarflokk, biðflokk og verndarflokk. Sáttin rofin Í lokuðu ferli innan tveggja ráðuneyta var kostunum raðað í flokka. Ekki varð þó niðurstaðan þannig að efstu kost- irnir færu í nýtingarflokk, neðstu í verndarflokk og afgangurinn, úr miðjunni, í biðflokk. Nei, tólf af þessum 69 kostum rötuðu á ein- hvern hátt niður listann. Kostir sem raðað hafði verið ofarlega (frá sjónarhorni orkunýtingar) af verk- efnisstjórn höfnuðu í biðflokki, jafnvel í verndarflokki. Einn kost- ur sem raðað hafði verið fremur neðarlega hafnaði í biðflokki, ann- ars færðust orkukostirnir (tólf) eingöngu niður listann. Þarna var sáttin rofin. Í janúar 2013 samþykkti Alþingi síðan sex breytingar á þeim drög- um að röðun í flokka sem getið er hér að framan. Sex orkukostir voru færðir úr nýtingarflokki í bið- flokk. Enginn var færður í aðra átt. Ljóst er að Alþingi fer með það vald að raða orkukostum í flokka. En forsenda sáttar um málið hlýt- ur að vera fólgin í því að Alþingi fylgi faglegum tillögum verkefnisstjórnar. Það var ekki gert í janúar 2013, heldur höfðu þá fyrst tólf og síðar sex kostir verið færðir niður listann, í átt frá orku- nýtingu. Sú tillaga sem nú er til umræðu snýst um að hverfa aftur í átt að niðurstöðu verkefnisstjórnar 2. áfanga rammaáætlunar, sem byggðist á faglegri vinnu til átta ára. Það væri stórt skref í átt til sáttar um málið. Aftur í átt til sáttar Eftir Gústaf Adolf Skúlason » Tillagan snýst um að hverfa aftur í átt að faglegri niðurstöðu verkefnisstjórnar 2. áfanga rammaáætlunar, sem var afurð átta ára faglegrar vinnu. Gústaf Adolf Skúlason Höfundur er framkvæmdastjóri Sam- orku, samtaka orku- og veitufyrir- tækja. Brestir, heimildaþáttur fréttastofu á Stöð 2 hefur náð að hrista upp í landanum. Í þeim síðasta var viðtal við konur sem þurfa að lifa á um 50- 80 þús. kr. á mánuði. Mér finnst að alþingismenn ættu að horfa á þátt- inn. Reykvíkingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Góðir þættir Mæðrastyrksnefnd Skjólstæðingar hennar eru margir. Morgunblaðið/Golli Albert Schweitzer, hinn heimsfrægi mannvinur, fæddist 1875, varð doktor í heimspeki 1899 og doktor í guðfræði 1900. Hann starfaði í báðum greinum en var jafnframt org- anisti. Svo tilkynnti Schweitzer það snjall- ræði 1905 að hann vildi sinna mann- úðarmálum sem trúboðslæknir í Afríku. Þá var hann þrítugur að aldri eða þar um bil. Hann lauk síð- an læknisprófi og varð doktor í læknisfræði 1913. Schweitzer starf- aði lengi í Gabon-héraði í Frönsku Mið-Afríku fyrir lágt kaup en lækn- isstörf eru jafnan hugsjónastarf að hluta, jafnvel hér á landi, og mætti mörgum þakka. Hann hlaut síðan friðarverðlaun Nóbels árið 1952 vegna starfa sinna í þágu bræðra- lags þjóða. Hann dó 1965, um ní- rætt. Hefði Schweitzer ekki haft þýsk- an ríkisborgararétt á sínum tíma heldur íslenskan rík- isborgararétt, nú þeg- ar grundvallarbreyt- ingu á jafnrétti til náms er laumað inn í fjárlagafrumvarp, án umræðu eða með lítilli umræðu í þjóðfélaginu, mundi hann fá svarið: Albert Schweitzer – læknisfræði, nei takk, þú ert orðinn 25 ára en þú mátt borga sjálfur eins og svo margir sem fresta námi af ýmsum ástæðum, t.d. fremstu íþróttamenn þjóðarinnar. Skrifar einhver undir þetta frum- varp? Albert Schweitzer – læknisfræði, nei, takk Eftir Jón Ögmund Þormóðsson Jón Ögmundur Þormóðsson »Hann hlaut síðan friðarverðlaun Nób- els árið 1952 vegna starfa sinna í þágu bræðralags þjóða. Höfundur er höfundur bókarinnar Peace and War: Niagara of Quota- tions. Opið virka daga 10 -18, laugardaga 11- 16. – www.rafkaup.is PERLA dyrasímasett Handfrjálst dyrasímasett. Litir: hvítt. svart. Verð: 46.985 Tilboðsverð 37.588.- Ármúla 24 • S: 585 2800 PERLA dyrasímasett Handfrjálst dyrasímasett með mynd í lit Skjár: 3,5 LCD litaskjár. Litir: hvítt. svart. Verð: 124.500 Tilboðsverð 99.600.- Tilboð á dyrasímum 20% afsláttur af völdum tækjum – komdu og skoðaðu úrvalið Í sambandi við spurningu sem Gúst- af Níelsson spyr nú- verandi og fyrrver- andi formann Félags múslima á Íslandi er nóg að vitna í það sem haft var eftir Salmann Tamimi í viðtali frá 8. október 2010, sem Gústaf Níelsson vitnar í, og er svona: „Ef við ætlum að hafa mosku verður hún að vera gerð á íslenskum forsendum. Um leið og maður missir sjónar á því hvaðan fjármagnið fyrir henni kemur eða afhendir stjórntaumana einhverjum aðilum út í heimi missir maður tök- in á því sem skeður í framhaldinu,“ segir Salmann. Þarna er ekkert sagt um erlenda fjármögnun öðruvísi en ég hef orð- að það, við tökum ekki við fjármagni sem við vitum ekki hvaðan kemur eða felur í sér að við missum fulla stjórn á moskunni hvað varðar stefnu, útgáfu eða val á Imam. Það er enginn ágreiningur okkar á milli varðandi fjármögnun mosk- unnar. Það er svo fremur pirrandi að ætlast skuli vera til þess af okkur að við hlaup- um upp til handa og fóta og svör- um allri þeirri vitleysu sem stöðugt vellur upp úr fordómafullum kján- um þessa lands. Gústafi svarað Eftir Sverri Agnarsson Sverrir Agnarsson Höfundur er formaður Félags múslima á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.