Morgunblaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2014 Styrmir Gunnarsson skrifar áEvrópuvaktina:    Finnland er aðverða „hinn sjúki maður Evr- ópu“, eins og það er orðað í Financial Times.    Yfirstandandi ár er hið þriðja íröðinni, þegar kemur að minnkandi vergri landsframleiðslu.    Verði hagvöxtur í Finnlandi ánæsta ári verður hann vart sjáanlegur, segir blaðið.    Þingkosningar fara fram í aprílnk.    FT segir að staðan í Finnlandikippi stoðunum undan kenn- ingum um að vandi evrusvæðisins væri bundinn við Suður-Evrópu en í norðri væru ríkin, sem stæðu sig efnahagslega.    Alexander Stubb, forsætisráð-herra Finnlands, hefur líkt ástandinu í Finnlandi við hinn týnda áratug Japana.    Hér á Íslandi hefur Finnlandiverið hampað undanfarin ár sem lýsandi dæmi um kosti þess að taka upp evru.    En fleira kemur til sögunnar enevran.    Fall Nokia kemur við sögu svoog lægð í pappírsframleiðslu. Efnahagsvandamál Rússa skipta máli vegna þess að Rússar eru mikilvægasta viðskiptaþjóð Finna. Opinbera kerfið í Finnlandi tekur til sín um 57,8% af vergri lands- framleiðslu. Alexander Stubb Frændi vor leggst STAKSTEINAR Veður víða um heim 2.12., kl. 18.00 Reykjavík 3 skýjað Bolungarvík 3 skýjað Akureyri 8 rigning Nuuk -5 skýjað Þórshöfn 7 skýjað Ósló 0 alskýjað Kaupmannahöfn 2 skýjað Stokkhólmur 2 skýjað Helsinki 2 skýjað Lúxemborg 0 snjókoma Brussel 1 súld Dublin 5 léttskýjað Glasgow 3 upplýsingar bárust ek London 7 skúrir París 2 súld Amsterdam 2 þoka Hamborg -2 alskýjað Berlín -2 alskýjað Vín 2 skúrir Moskva -10 þoka Algarve 17 heiðskírt Madríd 12 léttskýjað Barcelona 15 léttskýjað Mallorca 13 skýjað Róm 13 léttskýjað Aþena 18 léttskýjað Winnipeg -21 léttskýjað Montreal -12 léttskýjað New York 3 alskýjað Chicago -1 léttskýjað Orlando 25 skýjað 3 up lýsingar bárust ekki Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 3. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:52 15:45 ÍSAFJÖRÐUR 11:28 15:18 SIGLUFJÖRÐUR 11:13 14:59 DJÚPIVOGUR 10:28 15:07 Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „ÍR gerði samning við borgina í upp- hafi þessa árs. Hluti af því var að hér yrði lagður fyrsti félagsvöllurinn fyrir frjálsar íþróttir í borginni,“ segir Haukur Þór Haraldsson, fram- kvæmdastjóri ÍR. Borgarráð sam- þykkti nýverið að hafinn yrði undir- búningur að hönnun frjáls- íþróttavallar ÍR í Suður-Mjódd og útboðsgögn undirbúin með það að markmiði að hefja framkvæmdir á næsta ári. Borgarráð samþykkti jafn- framt að 50 milljónum kr. yrði varið í framkvæmdaáætlun 2015 vegna verkefnisins. Völlurinn verður lagður vestur af aðalknattspyrnuvelli félags- ins og mun hann uppfylla allar kröfur Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins fyr- ir félagsvöll. „Ég held að það geti allir verið sam- mála um það að það er mikil þörf fyrir svona völl hérna í Reykjavík. Það er vissulega ágætis völlur í Laugardaln- um en aðgengi að honum er orðið svo rosalega takmarkað,“ segir hann og bætir við að völlurinn sé gerður fyrir frjálsar íþróttir í heild sinni í borginni og hann muni verða opinn öllum frjálsíþróttamönnum Reykjavíkur. Frjálsíþróttavöllur lagður í Breiðholti  Svæði ÍR í Suður-Mjódd mun uppfylla kröfur Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins Morgunblaðið/RAX Mjódd Fyrsti félagsvöllurinn fyrir frjálsar íþróttir lagður í Reykjavík. Ársþing Sjómannasambands Ís- lands verður haldið á Grand Hótel Reykjavík á morgun og föstudag og þá tilkynnir Sæv- ar Gunnarsson að hann ætli ekki að gefa áfram kost á sér sem formaður sambandsins. Eyjafréttir greindu frá því fyrir skömmu að þar sem Sævar ætlaði ekki að halda áfram í for- ystu fyrir Sjó- mannasambandið hefði Valmundur Valmundsson, gjaldkeri þess og for- maður Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum, ákveðið að gefa kost á sér í embætti formanns. Sævar segir að á stjórnarfundi hafi verið ákveðið að hann segði frá framgangi málsins á ársþinginu. „Ég ætla að standa við það,“ segir hann, en neitar ekki fréttum þess efnis að hann ætli að stíga til hliðar eftir að hafa gegnt formennsku í 20 ár og einn mánuð. Tvö stórmál Áður en Sævar var kjörinn for- maður Sjómannasambands Íslands 1994 var hann formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur í 15 ár. Hann segir að tvö stórmál þarfn- ist úrlausnar í kjarasamningum sjó- manna við útvegsmenn. Krafa út- gerðarmanna hafi verið um háar fjárhæðir til að borga veiðileyfagjöld og hækkaðan olíukostnað. „Nú hafa veiðileyfagjöld lækkað um 50% og olían líka en krafan stendur,“ segir hann og áréttar að veiðileyfagjöld eigi ekki að koma niður á kjörum sjómanna. Hann bætir við að ástandið varðandi verð- myndun á fiski sé óleyst og þar sé sama stríð og verið hafi um aldamót. Færri slys Sævar segist vera einna stoltastur af því hvað gengið hafi vel með Slysavarnaskóla sjómanna, þar sem Sjómannasamband Íslands hafi átt hlut að máli í um tvo áratugi. Tekist hafi að ná niður slysatíðni og dauðs- föllum úti á sjó og það sé einkar ánægjulegt. Námskeið fyrir ófag- lært fólk hafi líka verið af hinu góða. „Mér finnst það segja sína sögu um að ég hafi gert eitthvað rétt að ég hef aldrei fengið mótframboð, hvorki í Grindavík né hjá Sjómanna- sambandinu,“ segir Sævar sem leit- ar nú á önnur mið. steinthor@mbl.is Sævar Gunnarsson Breytingar hjá Sjó- mannasambandinu  Sævar hættir sem formaður Hverfisgata 4 101 Reykjavík s: 537 4007 info@hverfisgalleri.is www.hverfisgalleri.is opið 11-17 þri-fös & 13-16 lau Georg Guðni Jeanine Cohen Guðjón Ketilsson Kristinn E. Hrafnsson Guðný Rósa Ingimarsdóttir Magnús Kjartansson Harpa Árnadóttir Sigtryggur Bjarni Baldvinsson Hildur Bjarnadóttir Sigurður Árni Sigurðsson Hrafnhildur Arnardóttir Tumi Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.