Morgunblaðið - 03.12.2014, Side 27

Morgunblaðið - 03.12.2014, Side 27
uppliðum margvísleg ævintýri.“ Að loknu BA-náminu fór Birna til Miami í Flórída og lék með Barry University, en lærði jafnframt undir- stöðuatriðin í ljósmyndun og mynd- vinnslu, aflaði sér köfunarréttinda og fór til Bonaire undan ströndum Vene- súela til að kafa og taka neðansjávar- ljósmyndir. Úr knattspyrnu í útivist Birna sneri heim vorið 2001 eftir fjögur viðburðarík ár og var þá búin að fá nóg af knattspyrnunni. Hún lagði takkaskóna á hilluna, reimaði á sig gönguskóna og hélt upp á íslenskt hálendi þar sem hún fann sér ný ævintýri. Næstu sumur var hún leið- sögumaður ferðamanna við Mývatn og nágrenni og ökuleiðsögumaður víðsvegar um landið ásamt því að stunda útivistina af kappi sjálf. Birna hélt svo til Spánar einn vetur til þess að læra spænsku við háskól- ann í Alicante, en haustið 2003 settist hún aftur á skólabekk, nú í HR og lauk þaðan MBA-prófi tveimur árum síðar. Frá 2005 var hún verkefna- stjóri á markaðssviði Símans og árið 2009 varð hún markaðsstjóri hjá kaf- bátafyrirtækinu Hafmynd, seinna Teledyne Gavia, íslensku fyrirtæki sem þróar og framleiðir sjálfstýrða kafbáta. Hún hefur síðan verið mark- aðs- og verkefnastjóri hjá hugbúnað- arfyrirtæki og hvataferðafyrirtæki. Síðustu árin hefur hún þó helgað sig að mestu börnunum sem fædd eru í apríl 2011, en stúlkan fæddist með hjartagalla og var mikið lasin fyrstu tvö árin. „Það er svo magnað að sjá hvað er hægt að gera í dag með að- stoð læknavísindanna og það er alveg ólýsanlegt að horfa upp á hvað lífs- gæði hennar breyttust mikið við að fara í hjartaþræðingu rétt fyrir tveggja ára afmælið sitt,“ segir Birna um dóttur sína, Alexöndru Líf. „Fyrir það erum við afskaplega þakklátar, því heilsan er það mikilvægasta sem við eigum í þessu lífi.“ Þessa dagana starfar Birna María með sambýliskonu sinni, Siggu Bein- teins, að undirbúningi og framkvæmd jólatónleika hennar sem nú verða haldnir í sjötta sinn og í fyrsta sinn í Eldborg í Hörpu. Uppselt er í Hörpu en tónleikarnir verða einnig haldnir á Akranesi þann 13.12. nk. Síðan eru ýmis önnur verkefni sem bíða. Fjölskylda Maki Birnu Maríu er Sigríður M. Beinteinsdóttir, f. 26.7. 1962, söng- kona. Foreldrar hennar eru Bein- teinn Ásgeirsson, f. 28.11. 1932, vegg- fóðrara- og dúklagningarmeistari í Kópavogi, og Svava Jóna Markús- dóttir, f. 28.6. 1933, d. 20.1. 2007, hús- freyja. Börn Birnu Maríu og Sigríðar eru Alexandra Líf Birnudóttir, f. 24.4. 2011, og Viktor Beinteinn Birnuson, f. 24.4. 2011. Systkini Birnu Maríu eru Viggó Björnsson, f. 28.5. 1970, bílaréttinga- maður í Garðabæ; Freyr Björnsson, f. 13.12. 1976, bílasprautari og eigandi Viking Prestige Body Repairs, Gold Coast í Ástralíu; Árni Björnsson, f. 21.11. 1985, bifvélavirki og nemi í kerfisfræði við HR, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Birnu Maríu eru Björn Viggósson, f. 29.7. 1946, fram- kvæmdastjóri, og Hallveig Björns- dóttir, f. 8.3. 1945, sjúkraliði og hús- freyja. Úr frændgarði Birnu Maríu Björnsdóttur Birna María Björnsdóttir Una Guðrún Einarsdóttir húsfr. í Hraunfelli Guðjón Árnason b. í Hraunfelli Kristrún Árný Guðjónsdóttir húsfr. í Neskaupstað Björn Ólafur Ingvarsson útgerðarm. og skipstj. í Neskaupstað Hallveig Björnsdóttir sjúkraliði og húsfr. í Rvík Margrét Guðmundína Finnsdóttir húsfr. í Neskaupstað Ingvar Pálmason alþm. og útvegsb. á Ekru í Norðfirði, af Skeggstaðaætt Fanney Kristín Ingvarsdóttir húsfr. í Norðfirði Sveinn E. Ingvarsson, forstjóri Viðtækjaverslunar ríkisins Andrés Fjeldsted Sveinsson símamálafulltrúi Ingvar Gíslason alþm. og ritstj. í Rvík Sigríður Bjarnadóttir húsfr. í Sauðanesi, á Hnausum og víðar Björn Kristófersson b. að Holti í Hjaltabakkasókn Ása Sigríður Björnsdóttir húsfr. í Rvík Viggó Einar Gíslason vélstj. í Rvík Björn Viggósson framkv.st. í Rvík Ástrós Jónasdóttir húsfr. í Rvík Gísli Guðmundsson trésmiður í Rvík Fjallageitin Birna María er mikið fyrir fjallgöngur og aðra útivist. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2014 Gunnlaugur Valgardsson Cla-essen yfirlæknir fæddist áSauðárkróki 3.12. 1881. Hann var sonur Jean Valgards van Deurs Claessens sem var verslunar- stjóri á Hofsósi, kaupmaður á Sauðárkróki og síðar landsféhirðir í Reykjavík. Móðir Gunnlaugs var Kristín Eggertsdóttir Claessen, f. Briem, dóttir Eggerts Briem, sýslu- manns á Reynistað, bróður Jóhönnu Briem, ömmu Hannesar Hafstein, skálds og ráðherra, og bróður Ólafs Briem, föður Haraldar, langafa Dav- íðs Oddssonar Morgunblaðs- ritstjóra. Meðal systkina Gunnlaugs voru Eggert Claessen, lögmaður, banka- stjóri og stjórnarformaður Eim- skips; Ingibjörg, kona Jóns Þorláks- sonar forsætisráðherra, og María Kristín, móðir Gunnars Thoroddsen forsætisráðherra. Eiginkona Gunnlaugs var Þórdís Björnsdóttir Claessen húsfreyja, dóttir Björns Jónssonar, aðjunkts við Lærða skólann í Reykjavík, og k.h., Henriette Louise Hendriks- dóttur Jensen húsfreyju. Dætur þeirra voru Anna, löggiltur skjala- þýðandi og dómtúlkur í ensku, í Holte í Danmörku, og Þórdís, hús- freyja í Lemvig á Jótlandi. Gunnlaugur lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum 1901, embætt- isprófi í læknisfræði frá Hafnarhá- skóla 1910, dr. med.-prófi frá Karol- inska Institutet í Stokkhólmi 1928 og var viðurkenndur sérfræðingur í geislalækningum af Læknafélagi Ís- lands 1923. Hann fór auk þess fjölda námsferða í geislalækningum, m.a. til Stokkhólms, Lundúna og Kaup- mannahafnar. Gunnlaugur var brautryðjandi í geislalækningum og röntgentækni hér á landi, merkur vísindamaður á því sviði og kennari í röntgen- og ljóslækningum. Hann var starfandi læknir hér á landi frá 1913-30, for- stöðumaður Röntgenstofnunar HÍ frá 1914 og radíumlækninga frá 1919 og yfirlæknir á röntgendeild Land- spítalans frá 1931 og til æviloka. Gunnlaugur lést 23.7. 1948. Merkir Íslendingar Gunnlaugur Claessen 85 ára Ásdís Sigríður Þorsteinsdóttir Erla Sigrún Sigurðardóttir Gísli Hvanndal Jónsson Guðjón Sveinbjörnsson Kristín María Hartmannsdóttir 80 ára Ólafur Tryggvason Elíasson Sigríður Jónsdóttir 75 ára Hafsteinn Hafsteinsson Perla Guðmundsdóttir 70 ára Árni Friðrik Markússon Elín Jónsdóttir Grétar Guðmundsson Ingimundur Axelsson Jón Ívarsson Linda Dionisio Caamic Margrét A. Halldórsdóttir Selma Hrólfdal Eyjólfsdóttir 60 ára Bogi Eggertsson Guðbjörg Sveinsdóttir Kristinn Sigurður Steinþórsson Rudolf Jóhannsson Sigrún Anna Jónsdóttir Sigrún Jóhannesdóttir Þorgeir Kolbeinsson 50 ára Annie Teoda Manzo Ásbjörg Björgvinsdóttir Benedikt Guðni Gunnarsson Gróa Linddís Dal Haraldsdóttir Guðmundur Björgvin Helgason Guðríður Arney Magnúsdóttir Kristín Kristjánsdóttir Sigurlaug Björg Baldursdóttir 40 ára Aðalheiður Gísladóttir Ágúst Ársælsson Árni Freyr Elíasson Barbara Wójcik Birkir Freyr Matthíasson Björgvin Narfi Ásgeirsson Egill Orri Hólmsteinsson Einar Már Hólmsteinsson Haraldur Unnar Guðmundsson Jónas Þór Jónasson Jósep Benjamín Helgason Lára Elín Guðbrandsdóttir Úlfar Jacobsen Þorleifur Jón Hreiðarsson 30 ára Eiður Ottó Bjarnason Flavia Beatrice Bon Hjalti Ásgeirsson Mikael Leó Brennan Milosz Marek Hodun Zoltan Rostas Til hamingju með daginn 30 ára Sigurður ólst upp á Sauðárkróki, býr þar, lauk stúdentsprófi frá FNV og er verslunar- maður hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Maki: Saga Sjöfn Ragn- arsdóttir, f. 1991, starfs- maður hjá Loðskinni. Foreldrar: Sigríður Krist- ín Jónsdóttir, f. 1963, sjúkraliði, og Gunnar Val- garðsson, f. 1961, verk- stjóri á bílaverkstæði. Þau búa á Sauðárkróki. Sigurður Birkir Gunnarsson 30 ára Hildur býr í Reykjanesbæ, lauk próf- um frá Keili og stundar nú nám í viðskiptafræði við HR og starfar hjá UPS. Maki: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson, f. 1980, tölvu- og tæknifræðingur hjá ITS. Dætur: Alda Kristín, f. 2006, og Aþena Mist, f. 2013. Foreldrar: Alda Sæunn Björnsdóttir, f. 1952, og Ríkarður Owen, f. 1947. Hildur Margrét Ríkarðsd. Owen 30 ára Sigurbjörn ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk prófi í læknisfræði frá háskólanum í Dedre- cen í Ungverjalandi og er læknir við LSH. Systkini: Magnús, f. 1991, og Guðmundur, f. 1994. Foreldrar: Magnhildur Sigurbjörnsdóttir, f. 1960, viðskiptafræðingur, og Þór Hauksson, f. 1959, sóknarprestur í Árbæjar- pestakalli. Sigurbjörn Þór Þórsson 415 4000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.