Morgunblaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2014 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Frá ársbyrjun 2011 hefur Landsbankinn selt eignarhluti í fasteignum og félögum, sem féllu bankanum í skaut eftir efnahagshrunið 2008, fyrir rúmlega 100 milljarða króna og er bókfært virði eftirstöðvanna nú um 19,6 milljarðar króna. Hlutabréfaeign bætist hér við en sala á þessum eignum styrkir fjárhagsstöðu bankans. Að sögn Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landsbankans, er nánast einvörðungu um að ræða fullnustueignir sem bankinn leysti til sín með samningum eða uppboðum. „Þetta voru eft- irmál hrunsins,“ segir Steinþór og setur eignasöl- una í samhengi. Skilar bankanum verulegum fjármunum „Ætlunin var alltaf að losa þessar eignir og þær hafa skilað okkur verulegum fjármunum. Stefna bankans hefur verið að selja frá sér eignir sem eru ekki hluti af kjarnastarfsemi og einnig allar fulln- ustueignir eins og eðlilegt er. Það er búið að gera mjög mikið. Fyrir vikið er bankinn kominn í mjög sterka stöðu með sinn fjárhag. Slíkt er afar mikil- vægt til að bankinn geti stutt við vöxt hagkerfisins og greitt hluthöfum arð. Sú varð ekki raunin þegar litið er nokkur ár aft- ur í tímann. Það hefur orðið gjörbreyting á efna- hagsreikningi bankans og hann er orðinn miklu sterkari og gæði eigna hans betri en áður.“ Hagvöxtur var fyrstu árin eftir hrun minni en aðilar vinnumarkaðarins vonuðust eftir. Hvernig hefur eignasalan gengið miðað við áætlanir? „Sum árin hefur þetta gengið hraðar en áætlað var en önnur ár hægar. Yfir línuna hefur þetta gengið mjög vel.“ Dótturfélag bankans, Hömlur, á mikið af lóðum. Hvernig hefur sala á atvinnuhúsnæði og lóðum undir slíkt húsnæði gengið að undanförnu? „Það er mjög góður gangur í þessu. Eftirspurn nú er góð, bæði eftir atvinnuhúsnæði og öðrum fasteignum. Við reynum að selja slíkar eignir eins hratt og við getum.“ Munu alltaf fá inn eignir Hvenær hefur stjórn bankans væntingar um að búið verði að hreinsa upp óseldar eignir? „Ég á ekki von á því að þetta hreinsist upp. Það koma alltaf eignir inn. Það er eðli viðskipta að þeim fylgir áhætta. Stundum lendir því miður eitt- hvað af veðum í höndum bankans sem þarf svo að vinna úr og koma þeim aftur í hendur þeirra sem geta nýtt eignirnar en við viljum sérstaklega losa meira af þessum stóru, þungu eignum, byggingar- lóðir og þróunareignir.“ Eignasala styrkir Landsbankann  Bankastjóri Landsbankans segir eignasölu síðustu ár hafa gjörbreytt efnahagsreikningi bankans  Sum árin hafi salan verið umfram áætlanir  Góður gangur er í sölu á fasteignum í eigu bankans Eftirsóttir reitir » Með þróunareignum vísar Steinþór m.a. til lóða undir fyrirhugaða Vogabyggð í Reykjavík í eigu Hamla, dóttur- félags bankans, en þar eiga að rísa 1.120 íbúðir. » Þá eiga Hömlur lóðir í Set- bergslandi í Garðabæ. » Einkaaðilar hafa rætt um að byggja allt að 630 íbúðaein- ingar í Setbergslandi. » Miðað við að lóð undir hverja einingu kosti 5 milljónir er verðmæti alls byggingar- landsins 3,15 milljarðar. „Sterkur fjárhagur eykur hæfi bankans til þess að greiða arð í framtíð.“ Steinþór Pálsson Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Lætin voru gjörsamlega yfirgengileg,“ sagði Pétur Einarsson, lögmaður á Selá við Hauganes í Eyjafirði, um fárviðrið sem gekk þar yfir aðfaranótt mánudags. Steinsteypt hlaða og fjárhús á Selá splundruðust og hurfu að miklu leyti út í buskann. Engin slys urðu á fólki. „Það var Guðs lán að þetta lenti ekki á íbúðarhús- inu þar sem við hjónin vorum.“ Húsin sem splundruðust voru byggð 1950. Hlaðan var um 150 fermetrar og fjárhúsið um hundrað fer- metrar. Í hlöðunni var sex metra lofthæð. Þar voru geymd ýmis verðmæti sem nú liggja undir veggjunum. „Það er eins og hlaðan hafi tekist á loft og stein- steyptir veggirnir fallið niður. Þakið er hreinlega horf- ið! Það er smá timburrusl og járnplötur í norðaustur frá Selá. Það er undarlegt að sjá hvernig húsið hefur losnað af undirstöðunum, færst til og fallið svo niður. Þetta eru fleiri, fleiri tonn af steinsteypu.“ En hvernig var að vera inni í bænum í veðrinu? „Maður var hræddur um það á tímabili að sjálft íbúðarhúsið gæti fokið,“ sagði Pétur. Íbúðarhúsið er steinhús og það nötraði í veðurofsanum. Viðbyggt er gamalt fjós og hlaða. Þessar byggingar sluppu við skemmdir. „Það var hérna gamalt reykhús sem stóð ekki langt frá bænum. Það hvarf veg allrar veraldar. Þetta var mikið fárviðri,“ sagði Pétur. Mesti hvellurinn stóð frá miðnætti til klukkan átta á mánudagsmorgun. „Þetta var skrítið veður. Það var ekki samfelldur vind- ur heldur rosalegir hvellir og nánast logn á milli. Ég er að verða sjötugur og hef aldrei upplifað svona veðurfar á Íslandi áður. Ég hef upplifað fárviðri en ekki svona veður. Þetta var eins og skothríð. Ákaflega undarlegt veður.“ Pétur sagði að það hefði verið mikið lán í óláni að ekkert af fjúkandi brakinu hefði lent á húsum á Hauga- nesi. Í gær voru björgunarsveitarmenn að taka saman járnplötur og annað sem hafði fokið. Sumar þakplöt- urnar höfðu stungist djúpt í jörð og Pétur barði upp gikkfastan timburbút sem hafði stungist um 40 senti- metra niður í svörðinn. Hann sagði að túnið væri allt upptætt eftir drasl sem hefði tekið þar niðri á leið sinni til sjávar. Heyrúllur voru á túni á næsta bæ. Töluvert af þeim endaði niðri í fjöru eða úti í sjó. „Lætin voru gjörsam- lega yfirgengileg“  Steinsteypt hlaða og fjárhús á Selá við Hauganes splundruðust í veðurofsanum aðfaranótt mánudags Ljósmynd/Pétur Einarsson Selá við Hauganes Steinsteypt fjárhús og hlaða splundruðust og hrundu í veðurofsanum aðfaranótt mánudags. Ljósmynd/Ingvi Rafn Ingvason Bæjarhúsin á Selá Húsin sem splundruðust sjást til hægri. Þau voru byggð 1950 og létu undan ofsanum. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Áætlað er að samanlagt tap Íbúða- lánasjóðs (ÍLS) á árunum 2009 til 2015 nemi 59,2 milljörðum. Þetta kemur fram í nefndaráliti meiri- hluta fjárlaganefnd- ar vegna fjárlaga- frumvarpsins 2015. Segir þar að framlög til sjóðsins hafi numið 53,5 milljörðum frá 2009 og „að öllu óbreyttu verði framlögin 5,7 milljarðar kr. á árinu 2015“. „Að þeim meðtöldum hafa framlög- in frá árinu 2009 numið svipaðri fjár- hæð og byggingarkostnaður nýs Landspítala,“ segir í álitinu. Eygló Harðardóttir, félags- og hús- næðismálaráðherra, bendir aðspurð á að hluti af framlaginu sé vegna skuldaleiðréttingarinnar. „Þetta er tvískipt. Annars vegar fjármagn sem fer í að bæta upp áætl- aðan tapaðan vaxtamun vegna leið- réttingarinnar og hins vegar fjár- magn sem fer í að styrkja eigið fé sjóðsins. Áður var búið að áætla að leggja þyrfti sjóðnum til 1,3 milljarða vegna tapaðs vaxtamunar. Það þurfti að hækka það til að mæta flýtingunni og er nú 2,4 milljörðum króna bætt við.“ 16 milljarðar bættust við Með flýtingu vísar Eygló til þeirrar ákvörðunar stjórnvalda að láta niður- færslu höfuðstóls verðtryggðra íbúðalána koma til framkvæmda fyrr og spara þannig ríkinu milljarða í vaxtakostnað hjá fjármálastofnunum. Bættust við 16 milljarðar í fjárauka- lögum vegna þessa. Samanlagt fær sjóðurinn 3,7 milljarða til að mæta töpuðum vaxtamun. „Við erum að vinna að breytingum á sjóðnum og teljum mjög mikilvægt að það verði farið í þær breytingar á húsnæðiskerfinu sem nauðsynlegar eru, þar á meðal til þess að mæta vanda Íbúðalánasjóðs. Hluti af því ferli er að selja þær eignir sem sjóð- urinn á og fá sem mest fyrir þær.“ Eygló vísar m.a. til þeirrar ákvörð- unar stjórnar sjóðsins fyrr á þessu ári að setja 400 íbúðir í sölu. Yfir 30 tilboð bárust og er nú verið að meta þau. Stór hluti íbúðanna er úti á landi. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er fasteignamat þessara eigna um 6,5 milljarðar. Tapið áætlað 5,7 milljarðar 2015 Eygló Harðardóttir  59 milljarða tap ÍLS árin 2009-2015 Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is Ketilbjöllur þriðjud. og fimmtu d. kl 12:00 Cross train Extre me XTX Mánud. þriðjud. o g fimmtud. kl. 17. 15 Laugardagar kl.10 .00 Spinning mánudaga, miðvik udaga og föstudaga kl. 12:0 0 og 17:15 Opnir tímar: Frír prufutími Persónulegt þjónusta og vinalegt umhverfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.