Morgunblaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2014 ✝ Baldur Vil-helmsson, fyrr- verandi prestur og prófastur í Vatns- firði við Ísafjarðar- djúp, lést í Reykja- vík 26. nóvember 2014. Baldur var fædd- ur á Hofsósi 22. júlí 1929. Foreldrar hans voru Vilhelm Magnús Erlends- son, póst- og símstöðvarstjóri á Blönduósi, áður Hofsósi, f. 13. mars 1891 á Sauðárkróki, d. 3. maí 1972 og Hallfríður, f. 25. sept. 1891 á Höfða, Hofshr., Skag., d. 27. febr. 1977 í Reykja- vík, Pálmadóttir, Þóroddssonar pr. á Hofsósi. Systkini hans voru: 1) Pálmi Erlendur, f. 27. júlí 1925, d. 23. des. 2006; 2) Ásdís, f. 20. des. 1926; Birgir, f. 26. júlí 1934, d. 8. júlí 2001; Leifur, f. 26. júlí 1934, d. 11. apríl 2011. Bald- ur kvæntist 6. okt. 1958 Ólafíu f. 5. nóv. 1959 í Vatnsfirði; 4) Stefán Oddur, f. 5. apr. 1966 í Reykjavík; 5) Guðbrandur, f. 2. maí 1968 í Vatnsfirði. Hann á einn son, Stefán, f. 3. ág. 1992. Fyrir átti Ólafía eina dóttur: Ev- lalíu S. Kristjánsdóttur, f. 1. júní 1951 í Reykjarfirði. Maður Evlal- íu er Jóhann Hallur Jónsson hús- gagnasm., f. 16. sept. 1952. Hún á fjóra syni. Baldur varð stúdent frá MA árið 1950 og lauk cand. theol. prófi frá Háskóla Íslands árið 1956. Sama ár tók hann við emb- ætti sóknarprests í Vatnsfirði og gegndi því til starfsloka árið 1999. Einnig prófastur í Ísafjarð- arprófastsdæmi frá 1988. Jafn- hliða prestþjónustu og búskap sinnti sr. Baldur margvíslegum öðrum störfum. Var lengi kenn- ari og prófdómari við Héraðs- skólann að Reykjanesi og skóla- stjóri í forföllum. Sinnti jafnframt félags- og trúnaðar- störfum í heimasveit sinni og í þágu Vestfirðinga. Þá skrifaði Baldur talsvert í blöð og tímarit og lét að sér kveða á opinberum vettvangi. Útför Baldurs fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 3. desember 2014, kl. 13. Salvarsdóttur, f. 12. ág. 1931. Hún lést 21. júlí 2014. For- eldrar hennar voru Salvar Ólafsson, b. í Reykjarfirði, f. 4. júlí 1888 í Lágadal, Nauteyrarhr., d. 3. sept. 1979 og Ragn- heiður Hákonar- dóttir, handavinnu- kennari og mat- ráðskona í Héraðsskólanum í Reykjanesi, f. 16. ág. 1901 á Reykhólum, d. 19. maí 1977. Börn Baldurs og Ólafíu eru: 1) Hallfríður, bókasafnsfr., f. 25. september 1957 í Reykjavík; 2) Ragnheiður, f. 6. okt. 1958 í Vatnsfirði, bóndi þar, áður póst- meistari á Ísafirði. Maður hennar er Kristján Bj. Sigmundsson, f. 28. febr. 1956, frá Látrum í Mjóa- firði. Þeirra börn: a) Ólafía, f. 9. júlí 1985, b) Baldur, f. 15. nóv. 1988. Hann á einn son, Kristján Ólaf, f. 8. júlí 2014; 3) Þorvaldur, Fyrir jólin í fyrra hringdi í mig maður sem kynnti sig ekki. Kvaðst búa á elliheimili og hafa heyrt ljóðabók mína lesna þar eð hann væri sjónlaus sjálfur. Hrós- aði mér mikið, einkum fyrir að fanga djöfulskapinn í samfélag- inu sem væri andstyggilegt og demónískt í alla staði. (Hann er eini maðurinn sem virðist hafa skilið að bókin er tragedía en ekki kómedía.) „Sjálfur á ég ekki mik- ið eftir af þessu fordæmda jarð- lífi,“ sagði maðurinn, „mín bíður önnur vist og það verður á enn verri stað.“ Ég vissi ekki hverju ég ætti að svara svo að hann hélt áfram: „Ég kynnti mig ekki áðan. Ég geri það aldrei fyrr en í lok samtals. Ég heiti Baldur Vil- helmsson og starfaði lengst af við prestskap vestur á fjörðum. Og vertu nú sæll og gangi þér vel.“ Nú þegar mér berast fregnir af vistaskiptum míns góða síma- vinar hlýt ég að óska honum all- nokkuð meiri sælu og velgengni en hann spáði sér sjálfur. Bjarki Karlsson. Séra Baldur Vilhelmsson er látinn. Ég kynntist séra Baldri fyrst á árunum kringum 2007, en þá kom hann iðulega í spjallhópinn okkar á Kaffi París í Reykjavík er hann átti leið í bæinn frá Vestfjörðum, þar sem hann bjó. Snemma kom á daginn að hann vissi vel hver ég var, enda hafði hann um árabil fylgst með greinum mínum og ljóðum í Morgunblaðinu; og jafn- vel greinum mínum í DV þar áð- ur. Upphafið að því hafði verið er ég hafði sótt um kennarastarf á Vestfjörðum 1985, þar sem hann hafði setið í skólanefnd; og verið þá sá eini þar sem vildi gefa þess- um rithöfundi, mannfræðingi og kennara, færi á að spreyta sig þar. Séra Baldur reyndist enda vera sérlegur áhugamaður um bókmenntir og þjóðleg menning- armál; og fékk hann nú frá mér að minnsta kosti eina ljóðabók. Margir þekktu séra Baldur, og vil ég því ekki lýsa honum frekar; enda birtist á þessum tíma við- talsþáttur við hann í Ríkissjón- varpinu, þar sem honum var lýst í þaula. Kunningsskapur hans við suma félagana á Kaffi París hélt áfram; þar á meðal við mig. En mér er einna minnisstæð- ast er ég sat eitt sinn í sumarblíðu á bekk við Reykjavíkurtjörnina og var að horfa á andfuglana; og kemur hann þá aðvífandi og sest hjá mér. Var hann þá að koma úr jarðarför; og spurði mig nú um hvað ég héldi um þá hlið mála. Svaraði ég þá snúðuglega sem svo, að ég þakkaði bara fyrir á meðan ég þyrfti ekki að mæta í mína eigin. Þagnaði hann þá þykku hljóði. Svo svaraði hann af tilfinningu: Já; við erum víst allir að bíða eftir Godot! En hann var þá að vísa í leikritið Beðið eftir Godot eftir Samuel Beckett. Mér þótti og vænt um að hann hafði orðið stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri; líkt og fað- ir minn á undan honum, og ég síð- ar meir. Í ljósi sameiginlegs bók- menntaáhuga okkar ætla ég að kveðja hann með broti úr ein- hverju eigin ljóði. En það er svona: Og er þá dauður hlutur hlutur ef við erum ekki þar til að upplifa hann? Eru hlutirnir til án mannanna? Getur þú verið til án mín? Að sjálfsögðu; því annars væri ég sem sköpunarguð. Jafnvel í augum eilífs guðs; sem mun sakna þess að lífið sjálft er einungis skammvinnt fyrirbæri í geiminum; og mun sakna jafnt nashyrninga sem manna; þá hefur öll tilveran tilgang í sjálfri sér; allavega til skamms tíma litið; en hann er að vera hún sjálf! Tryggvi V. Líndal. Kom að því með séra Baldur í Vatnsfirði sem aðra dauðlega menn að kveðja þetta jarðarkíf. Fáir í mannheimi eru jafnsprell- lifandi fyrir hugskotssjónum og séra Baldur. Ég veit ekki hvaða greiningu séra Baldur hefði feng- ið ungur í dag. Líklega næðu eng- ir skalar yfir slíkan mann. Næmi hans var ótrúlegt og tilfinning fyrir aðstæðum hverju sinni. Ekki endilega að hann brygðist við af manngæsku eða umburð- arlyndi en nam kringumstæður í einu örskoti. Ekki síst ef honum sýndist eitthvað spaugilegt sem honum fanns reyndar oftast. Minnist þess vestur á Barða- strönd eftir Alþýðubandalags- fund á Birkimel að við vorum staddir í sveitaverslun einni þar á Ströndinni. Séra Baldur hafði hugmynd um að kaupmaðurinn væri hallur undir íhaldið, gretti sig og glennti á hann skjáina svo segjandi upp úr eins manns hljóði: Heyrðu góði, ég skal sjá til þess að þér verði þyrmt þegar byltingin verður um garð gengin. Mér fannst kaupmaður taka þessu all-feginsamlega og vera heldur þakklátur séra Baldri fyr- ir lífgjöfina. Svona gat presturinn fært upp leikrit á stundinni og öll búðin hló á sólríkum sunnudegi á Barðaströnd. Séra Baldur í Vatnsfirði tók prestsstarfið alvarlega og lík- amnaðist í þann íslenska sveita- prest sem mest mátti verða. Ýmsir pólitískir samherjar hans í kommó véfengdu ef til vill stað- festu klerks eða skildu ekki að einn og sami maðurinn gæti þjón- að guði og sósíalismanum og trúr báðum. En séra Baldur átti auð- velt með að greina þarna á milli. Hjá honum var kristindómurinn bara önnur deild. Ekkert bull um þá gömlu klisju að Kristur hefði verið sósíalisti eða þvíumlíkt. Kenndi bara samkvæmt hand- bókinni og mat auðugt skáldamál Biblíunnar. Minnisstætt þegar ár var liðið frá snjóflóðunum í Súðavík að efnt var til minningarstundar sem ungviðið í brotinni Súðavík stóð að. Séra Baldur flutti hug- leiðingu við gafl pósthússins í þorpinu við týru af ljósakrossi. Þegar til stóð að taka þetta upp á segulband, spurði útvarpsmaður- inn klerk þar sem hann stóð á sokkaleistunum og í hempunni innan dyra, hvort hann ætlaði ekki að hafa einhverja blaðsnepla sér til halds og traust. Séra Bald- ur var fljótur til svars: Hvern andskotann heldurðu að þýði að hafa einhver blöð, það er myrkur. En myrkrið varð séra Baldri ekki til fötlunar og hann flutti mál sitt af festu og innlifun og lagði út af spekiorðum Predikar- ans í Gamla testamentinu: ... áður en silfurþráðurinn slitnar og gullskálin brotnar og skjólan mölvast við lindina og hjólið brotnar við brunninn og moldin hverfur aftur til jarðar- innar þar sem hún áður var og andinn til guðs sem gaf hann. Og stundin varð þrungin og áhrifamikil ... Hugur okkar Hansínu er hjá börnum og barnabörnum séra Baldurs sem sáu á eftir góðri móður og ömmu, henni Ólafíu Salvarsdóttur, óvænt í sumar og nú séra Baldri Vilhelmssyni á haustdögum. Finnbogi Hermannsson. Baldur Vilhelmsson ✝ Þór Guðjóns-son, M.S. fyrrv. veiðimálastjóri, f. 14. nóvember 1917, andaðist að morgni mánudagsins 24. nóvember. Foreldrar hans voru Guðjón Guð- laugsson, trésmiður og Margrét Einars- dóttir, húsmóðir á Lokastíg í Reykja- vík, en þau áttu ættir að rekja í Árnes- og Rangárvallasýslur. Maki. Dr. phil. h.c. Elsa E. Guð- jónsson, M.A. fyrrv. deild- arstjóri textíl- og búingadeildar Þjóðminjasafns Íslands, f. 1924, d. 2010. Börn. Stefán Þór, áfengis- ráðgjafi, f. 1946, Elsa Margrét, fatahönnuður, leikmyndateikn- ari og listmálari, f. 1949 og Kári Halldór, leikstjóri og leik- listarkennari, f. 1950. Þór tók stúdentspróf 1938 og veturinn eftir var hann skráður í læknadeild við Háskóla Ís- lands og lærði einkum efna- fræði. Hann starfaði síðan á skrifstofu í tvö ár, en hélt til náms í fiskifræði við Washing- hafrannsóknaráðsins allan starfstíma sinn og sat einnig í ráðgjafarnefnd alþjóðlegra lax- verndunarstofnana. Hann lagði fram fjölda vísindalegra rit- gerða á ráðstefnum erlendis og flutt marga fyrirlestra m.a. í boði erlendra félaga og stofn- ana, auk þess að rita fjölda greina í blöð og tímarit. Þór hlotnaðist fjölmargar viðurkenningar fyrir störf sín, m.a. Sankt Olavs riddaraorðu Noregskonungs árið 1974 og Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 1990. Rannsókn- arráð ríkisins heiðraði Þór árið 1987 fyrir brautryðjendastarf í þágu veiðimála á ráðstefnu sem efnt var til í tilefni af 50 ára af- mæli rannsókna í þágu atvinnu- veganna. Þór lagði ýmsum öðrum góð- um málum lið, m.a. með þátt- töku í Lionshreyfingunni þar sem hann tvívegis var umdæm- isstjóri þeirra samtaka hér á landi, en hreyfingin heiðraði Þór með að veita honum Kjar- ansorðuna á síðast liðnu ári. Og sem ungur maður stóð Þór að stofnun Farfuglahreyfingar- innar á Íslandi ásamt tveimur félögum sínum. Útför Þórs fer fram frá Foss- vogskapellu í dag, 3. desember 2014, og hefst athöfnin kl. 13. tonháskóla í Seattle 1941. Þar naut hann hand- leiðslu hins heims- virta vísinda- manns dr. Donaldson. Þór lauk mastersprófi í fiskifræði með vatnalíffræði í öndvegi 1945. Þór var veiðimálastjóri frá 1946 til 1986 og lagði áherslu á skipulag veiðimála og gagnasöfnun í þágu veiði og fiskræktar, en sú gagnasöfnun var einstæð meðal laxveiðiþjóða á þeim tíma. Þá þótti skipulag veiðimála á Ís- landi til fyrirmyndar meðal er- lendra áhuga- og kunnáttu- manna um veiðimál. Einnig lagði Þór áherslu á að Veiði- málastofnun byggi að góðu bókasafni erlendra bóka og rita, sem sum hafa reynst fá- gæt, en erlendar stofnanir leit- uðu ósjaldan eftir að fá ljósrit úr þessum ritum. Þór sat sem fulltrúi landsins á alþjóðlegum fundum um lax- eldis- og veiðimál; átti sæti í Lax- og silungsnefnd Alþjóða Kveðja frá Veiðimálastofnun Með hlýhug og virðingu minn- umst við Þórs Guðjónssonar og hans ómetanlega framlags til veiðimála. Þór kom til starfa sem veiðimálastjóri árið 1947 og gegndi embætti veiðimálastjóra í 40 ár, en lét þá af embætti sök- um aldurs. Þór kom á ákveðnu skipulagi í veiðimálum, sem meðal annars fól í sér hófsemi í nýtingu og góða skráningu á veiði. Þetta gekk ekki alltaf átakalaust en tókst með þraut- seigju og mikilli staðfestu. Nið- urstaðan varð góð, eigendur veiðiréttar njóta nú mikils arðs af veiði, staða fiskistofna í ám og vötnum landsins er almennt góð og í mun betra ástandi en gerist í öðrum löndum. Fyrir þetta mikilvæga framlag verður Þórs minnst en fyrir störf sín hlaut Þór margar viðurkenningar. Auk þessa hafði Þór mikinn áhuga á rannsóknum og byggði upp góðan kost fræðirita auk þess sem hann keypti rannsókn- artæki. Fjárskortur hamlaði hins vegar lengi vel rannsókn- um. Hann barðist einnig fyrir þróun fiskræktar og stofnsetti Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði árið 1961 þar sem mikilvægt rannsókna- og þróunarstarf var unnið í fiskrækt og fiskeldi. Smám saman jukust rann- sóknir og Þór notaði nafnið Veiðimálastofnun fyrir þá starf- semi. Þegar sá sem þetta ritar hóf þar störf árið 1983 hófust kynni okkar Þórs. Þór var traustur maður og formfastur embættismaður. Sumum fannst hann nokkuð stífur. En þegar kom að rannsóknum og að ræða þær lifnaði yfir honum, hann hreifst með og lagði traust á sína menn. Þegar Þór lét af störfum þá hélt hann áfram að koma á stofnunina og sinnti þar ýmsum ritverkum sem ólokið var. Þá var sem oki embættisins væri lyft af honum og hann varð einn af okk- ur strákunum en í þá daga var Veiðimálastofnun karllægur vinnustaður. Minnist ég margra góðra stunda í starfi og leik. Eina gjöf færði Þór mér þegar hann lét af embætti. Það var vandaður áttaviti. Ég hef ætíð litið á það sem táknræna gjöf. Mikilvægt er í veiðimálunum að halda áfram á þeirri traustu og góðu braut sem mörkuð var í tíð Þórs. Við kveðjum nú góðan og traustan félaga, þökkum sam- fylgdina og vottum fjölskyldu hans innilega samúð okkar. Blessuð sé minning Þórs Guð- jónssonar. Sigurður Guðjónsson. Með þökk og virðingu kveðj- um við mætan mann, Þór Guð- jónsson fiskifræðing og fv. veið- málastjóra. Efst í huga mér á kveðjustundu eru góðar minn- ingar um samvinnu og samveru með þeim sómahjónum Þór og Elsu E. Guðjónsson, sem lést fyrir fjórum árum. Eftir andlát Elsu tók við traust samvinna Þjóðminjasafns Íslands við Þór í tengslum við útgáfu rits Elsu um íslenskan refilsaum frá miðöld- um sem Lilja Árnadóttir hefur faglega umsjón með fyrir hönd safnsins og hafði áður unnið með Elsu að. Þór og Elsa voru bæði ötulir fræðimenn og mikilsvirt á sínu sviði. Heimsóknir á menningar- heimili þeirra hjóna á liðnum ár- um eru eftirminnilegar. Heimili þeirra bar vitni yfirgripsmiklum fræðistörfum hjónanna og virð- ingu fyrir handverki hvers konar enda Elsa frumkvöðull á sviði textílrannsókna. Heimili hjónanna bar merki um einstaka samvinnu samhentra hjóna. Þar ríkti gagnkvæmt traust og virð- ing. Við Lilja, samstarfskona mín, áttum þar indælar stundir þar sem Þór bar á borð veitingar og gætti þess að vel færi um alla. Þá var spjallað um fræðin og rætt um málefni líðandi stundar með kímnina skammt undan. Þessar stundir mun ég varðveita í minningunni. Með þakklæti verður mér sömuleiðis hugsað til gefandi funda á liðnum árum með Þór sem hvatti og studdi við útgáfuverkefnið af tryggð og staðfestu. Með dyggum stuðn- ingi Kára sonar síns og fjöl- skyldu var Þór vakinn og sofinn yfir framgangi þessa mikilvæga verkefnis, trúr hugsjón konu sinnar sem einnig var hans. Fag- mennska, hlýja og umhyggja einkenndi öll þau samskipti og hafði Þór sannarlega góða yf- irsýn allt til hinsta dags. Með þakklæti og af heilum hug votta ég fjölskyldu Þórs mína innilegustu samúð. Heiðr- uð sé minning Þórs Guðjónsson- ar. Margrét Hallgrímsdóttir. Í dag kveðjum við Þór Guð- jónsson, fyrrverandi veiðimála- stjóra, sem lést 24. nóvember. Af því tilefni viljum við, sem vorum nánir samstarfsmenn Þórs í ára- tugi, nefna helstu verkefni Þórs á þessu 40 ára tímabili. Þór gegndi starfi veiðimála- stjóra frá 1946 til 1986 og sinnti því stjórnsýslu og rannsóknum í lax- og silungsveiðimálum í 40 ár. Embætti veiðimálastjóra þró- aðist síðan í Veiðimálastofnun, sem unnið hefur að rannsókna- og ráðgjafarstarfi í málaflokkn- um allt fram á þennan dag. Í byrjun taldi Þór mikilvæg- ast að koma á lögbundnu skipu- lagi veiðimála og vinna að rann- sóknum á laxi og silungi auk erlendra samskipta innan ICES og NASCO. Mikilvægustu verk- efnin tengdust uppbyggingu veiðifélaga, skráningu á veiði og friðunarákvæðum gagnvart neta- og stangaveiðum. Þór sá að vísindalegar upplýs- ingar voru grunnur að nýting- arstjórnun og sinnti því rann- sóknum af mikilli elju. Flestar rannsóknir voru algjört braut- ryðjendastarf og skiluðu mikil- vægri þekkingu. Þegar á leið réði Þór sérfræðinga til að sinna ýmsum rannsóknum og lagði með því grunninn að rannsókna- starfi í lax- og silungsveiðimál- um. Þór hafði mikinn áhuga á fisk- rækt og fiskeldi. Árið 1961 hóf- ust rannsóknir í fiskeldi og haf- beit í Kollafirði, sem var brautryðjendastarf í þróun fisk- ræktar- og hafbeitar. Sleppt var í sjó gönguseiðum til að kanna heimtur og byggja upp sérvalinn laxastofn. Um miðjan sjöunda áratuginn gengu nokkur hundr- uð laxar árlega í stöðina og voru yfir 20.000 þegar best lét. Hér var m.a. lagður grunnur að haf- beit í Lárósi á Snæfellsnesi og þeirri laxarækt, sem nú er stunduð í Rangánum og víðar. Miklar framfarir urðu á ferli Þórs sem veiðimálastjóra og fé- lagslegur rammi veiðimálanna batnaði með fjölgun veiðifélaga. Útleiga á stangaveiði var að verða verðmæt tekjulind fyrir bændur við veiðiár, sem að hluta kom til vegna bættrar skráning- ar og skýrslugerðar. Vegna þessa er veiðiskráning hér á landi betri en gerist meðal ann- arra þjóða og verðmæti veiði- hlunninda meiri. Oft er umdeilt þegar innleiða á nýjar reglur um nýtingu auð- linda. Þór sinnti viðkvæmum málaflokki veiðimála og þurfti oft að fást við erfið mál. Segja má að Þór hafi verið farsæll sem embættismaður, bæði fylginn sér þegar á móti blés en að sama skapi réttsýnn og samviskusam- ur. Þar nýttist honum vel ein- stök prúðmennska, agaður vís- indalegur bakgrunnur og yfirgripsmikil þekking. Eftir að starfi lauk vann Þór úr ýmsum gögnum, sem hann hafði áður aflað, og gaf út grein um gerð fiskvega á Íslandi fram til 1970 en Þór studdi dyggilega við gerð þeirra á starfstíma sín- um. Þór starfaði mikið að fé- lagsmálum, meðal annars í Lionshreyfingunni og var m.a. umdæmisstjóri hennar. Árið 1974 hlaut hann norsku St. Olavs-orðuna og var í lok starfs- ferils síns sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu. Að lokum viljum við þakka Þór fyrir gott og náið samstarf Þór Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.