Morgunblaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2014 Eftirlitsnefnd Félags fasteignasala hefur svipt fimm fasteignasala lög- gildingu, tímabundið í 12 vikur. Þetta kemur fram í Lögbirtinga- blaðinu. Sviptingin er byggð á 2. mgr. 21. gr. laga nr. 99/2004 en þar segir að hafi fasteignasali ekki skilað yfirlýs- ingu löggilts endurskoðanda um fjárvörslu viðskiptamanna sinna undangengið reikningsár sé heimilt að svipta fasteignasalann löggild- ingu. Þurfa fasteignasalar að skila þessu ár hvert fyrir 1. september. Hafi það ekki gerst þá, fá þeir tveggja vikna frest hjá eftirlits- nefndinni. Hafi engin yfirlýsing bor- ist 1. október er gripið til sviptingar. Þórður Bogason hrl. er formaður eftirlitsnefndarinnar. Hann segir að því miður sé um árvissan viðburð að ræða. Fasteignasölum eigi að vera vel kunnugt um frestinn til að skila inn yfirlýsingu um fjárvörslu. Þórð- ur segir mismunandi ástæður liggja að baki seinaganginum, í einhverjum tilvikum séu fasteignasalar hættir. Um leið og yfirlýsingin skilar sér í hús til eftirlitsnefndar er sviptingin felld úr gildi. bjb@mbl.is Fast- eignasal- ar sviptir  Missa leyfið tíma- bundið í 12 vikur Stefán Konráðs- son, fram- kvæmdastjóri Ís- lenskrar getspár, er nýr formaður íþróttanefndar ríkisins, en skip- unartími síðustu nefndar rann út 30. september síðastliðinn. Illugi Gunnars- son, mennta- og menningarmála- ráðherra, hefur skipað í nefndina til næstu fjögurra ára og er Stefán skipaður formaður án tilnefningar. Aðrir í stjórn eru Sigríður Jóns- dóttir, tilnefnd af stjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Björg Jakobsdóttir, tilnefnd af stjórn Ung- mennafélags Íslands, Ingvar S. Jónsson, tilnefndur af stjórn Sam- bands íslenskra sveitarfélaga og Hafþór B. Guðmundsson, tilnefndur af Menntavísindasviði Háskóla Ís- lands. Ráðgefandi nefnd Greint er frá þessu á vef ráðu- neytisins. Þar kemur jafnframt fram að hlutverk íþróttanefndar er að veita ráðuneytinu ráðgjöf í íþrótta- málum, gera tillögur um fjárframlög til íþróttamála í fjárlögum og um út- hlutun fjár úr Íþróttasjóði. Stefán nýr formaður íþróttanefndar Stefán Konráðsson Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Ég spurði Rögnu hvort það væri að líða yfir hana. „Ég held það bara, svei mér þá!“ sagði hún. Henni varð svo mikið um þetta símtal,“ segir kona um áttrætt í Reykjavík sem óskar nafnleyndar um samtal sitt við Rögnu Er- lendsdóttur um hádegisbilið í gær. Rann til rifja hin þrönga staða Konan, sem býr nú á elliheimili, las viðtal við Rögnu, einstæða tveggja barna móður sem er komin á götuna, í Morgun- blaðinu í gær. Fram kom í viðtalinu við Rögnu að tveir ókunnugir einstaklingar hefðu haft samband við hana og boðið henni og tveimur dætrum hennar að dvelja í íbúðum í þeirra eigu án endurgjalds. Buðu þeir henni íbúðirnar eftir að hafa lesið viðtal við Rögnu í Morgunblaðinu í fyrradag. Ragna kom sér fyrir í annarri íbúðinni sem er í Vesturbænum í gær. Hún hafði þá dvalið á gistiheimili yfir eina nótt eftir að hafa misst húsnæði sem hún hafði til bráðabirgða. Konan fann til með Rögnu, fékk símanúmerið hjá Morgunblaðinu og setti svo sig í samband við hana og bauð hálfa milljón króna í styrk. Geymir hlutina ekki til morguns „Ég er búin að leggja inn hjá henni. Ég er ekki að geyma það til morguns sem er hægt að gera í dag,“ segir konan sem vill ekki koma fram undir nafni. Hún vann nýverið tugi millj- óna í lottóinu. Það leynir sér ekki þegar rætt er við konuna að lífið brosir við henni. Hún hlær og gerir að gamni sínu meðan á samtalinu stendur. Henni þykir miður að ekki sé hægt að gera meira fyr- ir fólk í sömu stöðu og Ragna. „Ég er eiginlega að þakka fyrir að ég hef aldrei þurft að standa í þessum sporum. Ég var svo ánægð þegar ég var búin að fara í bankann að millifæra þetta. Það var eitt af því dásamlegasta sem ég hef gert um dagana. Það er sælt að þiggja en líka sælt að gefa,“ segir konan sem var að strauja gardínur þegar blaðamaður sló á þráðinn. Gaf Rögnu hluta af lottóvinningnum  Eldri borgari fann til með einstæðri móður í vanda  Lagði hálfa milljón inn á reikning konunnar Ragna Erlendsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.