Morgunblaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2014 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Þó að finna megi lækninguvið ebólunni og komast aðrótum vandans er skaðinnmikill,“ segir Hlín Bald- vinsdóttir. „Faraldurinn kom fyrst upp í Gíneu í mars á þessu ári og náði fljótlega til Síerra Leóne og Líberíu. Þar og víðar hefur orðið mikið bakslag í samfélaginu; fjöldi barna er munaðarlaus, starfsemi skóla og fleiri stofnana hefur lagst af og úti í sveitunum kemst fólk ekki á akrana svo uppskeran bregst. Ég óttast að margt í þessum Afríku- löndum færist svo sem tíu ár aftur í tímann, því langan tíma tekur að vinna upp það sem glatast hefur. “ Á dögunum kom Hlín Baldvins- dóttir, einn reyndasti sendifulltrúi Rauða kross Íslands úr sínu síðasta úthaldi á vegum samtakanna. Lætur hún nú af störfum, sjötug að aldri. Síðustu mánuði hefur hún staðið vaktina í Vestur-Afríku, en álfan öll hefur verið starfsvettvangur hennar mörg undanfarin ár. Lokasprettur- inn var verkefni í Gíneu og nærliggj- andi löndum, sem nefnd eru hér að framan. Þar hafa á síðustu misserum þúsundir látist af völdum hinnar skæðu ebólu. Viðskiptabannið beit í Írak Eftir að hafa starfað sem hótel- stjóri um árabil, fyrst hér heima og síðar í um 20 ár í Kaupmannahöfn kaus Hlín Baldvinsdóttir að róa á ný mið. Hefur frá 1999 staðið vaktina í ýmsum löndum þar sem Alþjóða Rauði krossinn hefur komið að mál- um. Fyrsta árið var Hlín í Írak, en þá var staðan þar orðin bág því lang- varandi viðskiptabann vestrænna þjóða á Íraka var farið mjög að bíta. Hlín kom á svæðið sem almennur sendifulltrúi, en svo atvikaðist að hún tók mjög fljótlega við yfirstjórn skrifstofu sendinefndar Alþjóða Rauða krossins í landinu. „Þarna voru í gangi þrjú verk- efni; dreifing lyfja á 21 sjúkrahús, sendingar matvæla til ungbarna og viðgerð á 20 heilsugæslustöðum. Með þessu náðist heilmikill árangur, þó að hann hafi ef til vill ekki vegið mjög þungt í hinu stóra samhengi,“ segir Hlín. Samhjálpin í Afríkulöndum er sterk Í framhaldi af verunni í Írak var Hlín sendifulltrúi í mörgum fleiri löndum. Frá 2005 til 2009 var hún á vegum kanadíska Rauða krossins í Síerra Leóne, Malí, Madagaskar og Tógó. Þar var áherslan á aðgerðir gegn malaríu, sem kemur til af biti moskítóflugunnar. Í öðrum löndum voru aðgerðir vegna kóleru viðfangs- efni hennar. Síðasta langa úthald Hlínar í hjálparstarfi hófst árið 2014. Kom þá til að Rauði kross Íslands hafði skuldbundið sig til þess að senda fulltrúa til Síerra Leóne, Níger og Gíneu – til að fylgja eftir kóleruverk- efni þar í löndum sem þá þegar hafði verið ýtt úr vör. Kólera er mjög skæð í fjölda Afríkulanda og á oft upptök sín í bakteríum í óhreinu vatni. Niðurgangur og uppköst eru helstu birtingarmyndir sjúkdómsins sem er þó auðlæknanlegur fái sjúkir salt og sykurupplausn að drekka. „Verkefni sendifulltrúa Rauða krossins er fyrst og fremst að horfa á stóru myndina, og fylgja eftir þeim áherslum sem hafa verið mótaðar. Landsfélögin í Afríku eru yfirleitt Telja ebóluna vera sótt hvíta mannsins Hlín Baldvinsdóttir, sendifulltrúi Rauða kross Íslands, er komin í heimahöfn eftir 15 ár í alþjóðlegu hjálparstarfi. Hlín hefur starfað um alla Afríku en síðustu mánuðina var hún í Vestur-Afríku þar sem ebólufaraldur hefur geisað. Hún segir þennan faraldur hafa valdið miklu bakslagi í samfélaginu á svæðinu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sendifulltrúi Hlín Baldvinsdóttir hefur starfað sem sendifulltrúi Rauða krossins undanfarin 15 ár en er nú komin í friðarhöfn heima á Íslandi. Sem fyrr stendur listamannsrekna sýningarrýmið Kunstschlager fyrir listamanni vikunnar en að þessu sinni er það Selma Hreggviðsdóttir. Selma er búsett í Glasgow þar sem hún lauk nýverið MFA-námi í Glasgow School of Art. Þar áður lauk hún gráðu við Listaháskóla Íslands og vinnur hún með ýmisleg form, þar á meðal mynd- bandsverk og innsetningar. Selma hef- ur sýnt verk sín um allan heim og má þar nefna Svíþjóð, Bretland, Þýska- land, Hong Kong og Noreg. Verk Selmu munu standa til 5. desember en þeir sem komast ómögulega á Rauð- arárstíg 1, þar sem Kunstschlager er til húsa, geta gluggað í verk Selmu á vefsíðunni selmahregg.is og fundið þar hugarfró. Vefsíðan www.selmahregg.is Ljósmynd/Kunstschlager Myndlist Selma Hreggviðsdóttir er listamaður vikunnar í Kunstschlager. Listamaður vikunnar sýnir verk Hönnunarmiðstöð Íslands stendur fyrir aðventufögnuði í húsnæði sínu í Vonarstræti 4b á morgun og býður gesti og gangandi velkomna. Á viðburðinum, sem stendur á milli kl. 17 og 19, kennir ýmissa grasa og verður sería meðal annars straumlögð, ljúfir tónar óma auk þess sem veigar munu væta kverk- ar. Samkvæmt tilkynningu er einn- ig von á stórum nöfnum innan hönnunar- og arkitektúrsamfélags Íslands. Það eru Hönnunarmiðstöð Íslands, Hönnunarsjóður Auroru, Arkitektafélag Íslands, Kraumur tónlistarsjóður og Velgerðarsjóður Auroru sem standa fyrir viðburð- inum. Endilega … … kíkið í Vonarstrætið Morgunblaðið/Kristinn Aðventufögnuður Seríur verða tendraðar í Vonarstrætinu á morgun. Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju heldur áfram í dag með hádegistón- leikum Schola cantorum. Viðburður- inn, sem ber yfirskriftina Kom þú, kom vor Immanúel, er sá fyrri af tvennum aðventutónleikum Schola cantorum í desember en kórinn mun bjóða upp á fagra kórtónlist tengda aðventu og jólum. Kennir ýmissa grasa á efnisskránni og má þar nefna verk á borð við Slá þú hjartans hörpustrengi eftir J.S. Bach, aðventusálma og jólasálma eftir Hafliða Hallgrímsson og Ave Maríu eftir Sigvalda Kaldalóns. Hörð- ur Áskelsson er stjórnandi tónleik- anna auk þess að sjá um orgelleik og einsöngvari verður Hildigunnur Ein- arsdóttir. Þetta er tíunda skiptið sem Listvinafélagið stendur fyrir Jóla- tónlistarhátíð. Sem áður verður boð- ið upp á fjölbreytta dagskrá viðburða og stendur hátíðin til 31. desember. Viðburðurinn stendur á milli klukkan 12 og 12.30 en nánar má lesa um hann á vefsíðunni listvinafelag.is. Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju í algleymingi J.S. Bach og Hafliða Hallgríms- syni gert hátt undir höfði Morgunblaðið/Golli Hátíð Hörður Áskelsson er stjórnandi og orgelleikari hádegistónleika Schola cantorum í Hallgrímskirkju í dag. Fluttir verða tónar tengdir aðventu og jólum. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. • Konica Minolta fjölnotatækin (MFP) eru margverðlaunuð fyrir hönnun, myndgæði, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika. • Bjóðum þjónustusamninga, rekstrarleigusamninga og alhliða prentumsjón. • Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. • Kjaran er viðurkenndur söluaðili á prentlausnum af Ríkiskaupum. Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is • BLI A3 MFP Line of the Year 2013 • BLI A3 MFP Line of the Year 2012 • BLI A3 MFP Line of the Year 2011 bizhub margverðlaunuð fjölnotatæki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.