Morgunblaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 33
Þjóðsaga Ármann Jakobsson, höfundur Síðasta galdrameistarans. Síðasti galdra-meistarinngerist í þjóð-sagnaheimi þar sem bregður fyrir minnum úr heiðnum sið, enda er hún byggð á Hrólfs sögu kraka – í henni koma fyrir Yrsa drottning Svía, Skuld, Aðils og Bjarki ham- hleypa og líka ber- serkir, drekar, dverg- ar og fordæður. Ármann færir söguna í þann búning sem hæfir ungum les- endum, býr til persónur og skýtur inn atvikum til að halda lesanda við efnið, en henni lýkur með Skuld- arbardaga líkt og Hrólfs sögu kraka. Söguhetja bókarinnar er Kári sem skipaður er galdrameistari konungs þegar dreki étur Hábarð ömmu- bróður hans. Kári kann ekkert fyrir sér í göldrum, en hann á góða að og er að auki hugdjarfur og hreinskipt- inn, sem kemur honum langt. Ekki er allt rökrétt og atburðarás á köfl- um ýkjukennd, en þetta er nú ein- usinni ævintýri ætlar börnum og við hæfi að í slíkri sögu gerist æv- intýralegir hlutir. Mál- far á bókinni er líka gott, utan að menn verða á köflum full- hátíðlegir, en það færir okkur líka andblæ liðins tíma. Þetta er býsna vel heppnuð bók og þannig skilið við Kára í lokin að við treystum því að hann snúi aftur, hugs- anlega í annarri forn- aldarsögu. Teikningar Bergrúnar Írisar Sævarsdóttur eru skemmtilegar og hefðu gjarnan mátt vera fleiri. Kári galdrameist- ari og kappar hans Barnabók Síðasti galdrameistarinn bbbmn Eftir Ármann Jakobsson. Bergrún Íris Sævarsdóttir mynd- skreytti. JPV útgáfa, 2014. 194 bls. ÁRNI MATTHÍASSON BÆKUR MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2014 Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík Sími 560 1010 • www.heilsuborg.is Heilsuborg ermálið þegar þú vilt: • Faglega þjónustu • Heimilislega líkamsrækt • Hreyfa þig í notalegu umhverfi • Öðlast betri heilsu í góðum félagsskap • Að lífsgleði og árangur fari saman 7 12 POWERSÝNING KL. 10 Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar 16 L MOCKINGJAY PART 1 Sýnd kl. 5:30 - 7 - 10 (p) MÖRGÆSIRNAR Sýnd kl. 5 DUMB & DUMBER TO Sýnd kl. 5:30 - 8 - 10:20 NIGHTCRAWLER Sýnd kl. 8 - 10:30 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Leikarinn Christian Bale mun hafa sagt starfsbróður sínum George Clooney að hætta að kvarta yfir svokölluðum paparazzi, laumu- ljósmyndurum, ef marka má vefinn E! Online. Bale segir gagnslaust að kvarta yfir áreiti slíkra ljósmynd- ara, það geri hann a.m.k. ekki sjálf- ur. „Það skiptir engu þó hann tali um það,“ mun Bale hafa sagt um kvartanir Clooneys og hvatt þá sem glíma þurfa við laumuljósmyndara að lifa lífinu og hætta að velta sér upp úr þessu áreiti. Bale segist hafa lent í því á Ítalíu að ókunnugur maður hafi ausið sví- virðingum yfir eiginkonu hans með það fyrir augum að reita hann til reiði. Hann hafi ekki gert mann- inum það til geðs en það hafi vissu- lega verið auðmýkjandi fyrir hann sem eiginmann að lenda í þessu. Þýðir ekki að kvarta yfir ljósmyndurum AFP Bale Lætur ekki laumuljósmyndara eyðileggja fyrir sér daginn. Sýningar eru hafnar hjá Þjóðleik- húsinu á verðlaunaleikritinu Leitin að jólunum eftir Þorvald Þor- steinsson tíunda leikárið í röð. Alls hefur verkið verið sýnt yfir 220 sinnum frá því það var frumsýnt á aðventunni 2005. „Uppselt hefur verið á nær allar sýningar fyrri ára og hafa 22.000 gestir á öllum aldri komið í leikhúsið á aðventunni í leit að jólunum. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson og með hlutverk álf- anna fara þau Arnbjörg Hlíf Vals- dóttir og Hallgrímur Ólafsson. Leitin að jólunum 10. leikárið Álfar Arnbjörg Hlíf Valsdóttir og Hall- grímur Ólafsson leika álfana í ár. Kvikmyndagerðarmaðurinn Dunc- an Campbell hreppti hin eftirsóttu bresku Turner-verðlaun, og fimm milljóna króna verðlaunafé, fyrir kvikmyndina „It For Others“. Er hann fjórði nemandinn úr Glasgow School of Art sem hreppir verð- launin á tíu árum. Að vanda voru fjórir mynd- listamenn tilnefndir og sýning með verkum þeirra sett upp í Tate- safninu. Auk Campbells voru til- nefnd þau James Richards, Ciara Phillips and Tris Vonna-Michell. Verðlaunakvikmyndin er rúm- lega 50 mínútna löng og að sögn dómnefndar „metnaðarfull og flók- in og umbunar þeim sem horfa á hana aftur og aftur“. Er hún óreiðukennd í uppbyggingu og sýn- ir meðal annars afríska list, dansa sem eru samdir undir áhrifum Karls Marx og liðsmenn IRA. Campbell hreppti Turnerinn AFP Verðlaunaverk Kona horfir á Turner-verðlaunaverk Campbells, flókna kvikmynd sem er rúmlega 50 mínútna löng og blandar saman ólíku efni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.