Morgunblaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 337. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Ókunnugt fólk bauð Rögnu íbúðir 2. Úrskurðaður látinn í Keflavík 3. Börnum ruglað á fæðingardeild 4. Mummi aftur kominn á götuna »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tónlistarvefurinn The Line of Best Fit, sem þykir með þeim áhrifameiri í heiminum, hefur birt lista yfir 50 hljómplötur sem gefnar voru út á árinu og eru í sérstöku uppáhaldi hjá ritstjórninni. Á listanum eru tvær ís- lenskar, annars vegar Silkidrangar hljómsveitarinnar Samaris og In the Silence með Ásgeiri. Myndin var tek- in á tónleikum Samaris á Iceland Airwaves í síðasta mánuði. Morgunblaðið/Eggert Samaris og Ásgeir á lista Line of Best Fit  Tríó Tómasar R. Einarssonar heldur tónleika með söng- konunni Sigríði Thorlacius á Björtu- loftum í Hörpu í kvöld kl. 21, á veg- um Jazzklúbbsins Múlans. Auk Tóm- asar leika í tríóinu þeir Gunnar Gunn- arsson og Sigtryggur Baldursson. Flutt verða lög eftir Tómas af nýjustu plötu hans Mannabörn, auk annarra. Tríó Tómasar og Sig- ríður á Björtuloftum  Sálumessa Mozarts verður flutt í Langholtskirkju eftir miðnætti á morgun, kl. 00.30, af sinfóníu- hljómsveit, Óperukórnum í Reykjavík og fjórum söngvurum. Stjórnandi er Garðar Cortes og munu dóttir hans og sonur, Nanna María og Garðar Thor, syngja í messunni með Hönnu Dóru Sturlu- dóttur og Kristni Sig- munds- syni. Sálumessa með úrvalssöngvurum Á fimmtudag Suðvestlæg átt, 5-10 m/s, skýjað með köflum og dálítil él, en yfirleitt þurrt austanlands. Frost víða 1 til 10 stig. Á föstudag Norðlæg átt, 8-13 m/s og dálítil él norðan- og austan- lands, en annars hægari og bjart. Frost 2 til 12 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 8-15 og víða dálítil él, þurrt og bjart að mestu norðaustantil. Hiti kringum frostmark. VEÐUR „Við sögðum það strax þeg- ar hann sagði að hann væri jafnvel hættur í landsliðinu að ef hann spilaði vel með sínu liði þá gæti hann spilað aftur með landsliðinu,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari meðal ann- ars þegar Morgunblaðið ræddi við hann um möguleg félagaskipti Eiðs Smára Guðjohnsen til Bolton. Allar líkur eru á að Eiður sé að ganga til liðs við félagið. »1 Gæti spilað aftur með landsliðinu Kvennalandsliðið í handknattleik spilar mikilvægan leik í undankeppni heimsmeistaramótsins í Laugardals- höllinni í kvöld þegar það mætir Makedóníu. Íslenska liðið þarf eitt stig út úr tveimur leikjum á móti Makedóníu til að tryggja sér sæti í umspili um sæti í úrslitakeppni HM en þjóðirnar eigast aftur við í Skopje á laugardaginn. »4 Mikilvægur leikur hjá stelpunum í kvöld ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Magnús Jónsson hefur kennt á námskeiðum um Íslendingasögur hjá Endurmenntunarstofnun Há- skóla Íslands undanfarin 14 ár. Hann tók við af Jóni Böðvarssyni og var honum áður til aðstoðar um árabil, meðal annars í ferðum á söguslóðir, en er nú hættur og var honum sérstaklega þakkað fyrir góð störf í Salnum í Kópa- vogi í gær. „Maður þarf að þekkja sinn vitjunartíma,“ segir hann kankvís og bætir við að nú taki eitthvað annað skemmtilegt við. Helsta markmið námskeiðanna hefur verið að láta þátttakendur njóta sagnanna. „Ég hef reynt að skyggnast inn í þetta samfélag eins og hægt er út frá sagnfræði- legum, félagsfræðilegum og mannfræðilegum sjónarhornum,“ segir Magnús. Ég hef líka reynt að rýna í þessar sögur út frá bók- menntalegum forsendum og borið sögurnar og persónur í þeim sam- an við aðrar frásagnir og heim- ildir.“ Njáll, Gísli og Grettir Magnús vill ekki gera upp á milli sagnanna. „Mér finnst alltaf skemmtilegust sú saga sem ég er með hverju sinni,“ segir hann. „En Njála er náttúrlega einstök og eins hefur verið gríðarlega gaman að fara í gegnum Gísla sögu Súrssonar og Grettis sögu. Og svo má lengi telja.“ Magnús segir að þótt menn lesi og túlki sögurnar með misjöfnum hætti séu þær alltaf þær sömu. „Fólk hefur alltaf áhuga á að finna ákveðnar hliðstæður úr sög- unum við nútímann og það er af- skaplega auðvelt, hvort sem rætt er um Sturlungu og Sturlungaöld eða Bandamannasögu og banka- kerfið, svo dæmi séu tekin. Og ekki má gleyma húmornum.“ Að loknu hverju námskeiði hef- ur Magnús yfirleitt boðið upp á ferðir á söguslóðir, bæði innan- lands og utan. Hann hefur nánast farið um alla Evrópu og austur- hluta Kanada og Grænlands með hópa og nær eingöngu með Íslend- ingasögurnar að leiðarljósi. „Þær hafa verið okkar helsta ferða- handbók,“ segir hann. Síðasta námskeið hans var um Orkney- ingasögu og verður hann með ferðir á slóðir sögunnar í vor og næsta haust. „Ég held að fólk hafi verið mjög ánægt með þetta, en það er kominn tími á mig og ég er mjög ánægður með að fá Ármann Jakobsson til þess að halda kyndlinum áfram á lofti.“ Sagnaþulur stígur til hliðar  Magnús Jóns- son, sérfræðingur í Íslendingasögum Morgunblaðið/Kristinn Salurinn Magnús Jónsson afhenti Ármanni Jakobssyni kennaraprikið góða í gær og óskaði honum velfarnaðar sem eftirmanni við námskeiðahaldið, en Ármann ætlar að taka fyrir Egils sögu í janúar og hlakkar til. Óbilandi áhugi á Íslendinga- sögum leiddi Magnús Jónsson út á kennslubrautina við Endur- menntun Háskóla Íslands. Hann hefur haldið 62 námskeið og undanfarin misseri verið með þrjá hópa í gangi í hverri viku, alls um 270 manns, en 4.725 skráningar hafa samtals verið á námskeiðin. Sami kjarni fólks hefur mætt á námskeiðin ár eftir ár. Yfirleitt hefur Magnús kennt eina sögu á önn, en stundum hefur hann tek- ið þær fyrir á tveimur önnum, til dæmis Njálu og Landnámu. Í öðr- um tilfellum hefur hann kennt tvær til þrjár styttri sögur á sömu önninni. Ármann Jakobsson, prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands, tekur við af Magnúsi og byrjar hann með Eg- ils sögu eftir áramót. Aðstoðarkennarar hans verða Kolfinna Jónatansdóttir og Þór- dís Edda Jóhannesdóttir, doktors- nemar í íslenskum bókmenntum. Ármann tekur við af Magnúsi VINSÆL ENDURMENNTUNARNÁMSKEIÐ Íslandsmeistarar KR hafa byrjað leik- tíðina í Dominos-deild karla á því að vinna alla átta leiki sína, rétt eins og í fyrra. Það má meðal annars þakka Michael Craion, „skrímsl- inu“ í teignum, eins og Helgi Már Magnússon, liðsfélagi hans, lýsir honum, en Cra- ion hef- ur skar- að fram úr í vet- ur. » 2 Fullkomin byrjun með „skrímsli“ í teignum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.