Morgunblaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 11
AFP Hjálparstarf Læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk berst um víða veröld gegn þeim vágesti sem ebólan er. öflug og skipuð traustum mannskap og flestir íbúa þekkja eitthvað til samtakanna. Þá er samhjálpin í þessum löndum yfirleitt mjög sterk. Aðstæður hafa einfaldlega krafist þess að fólk í þessum löndum standi saman að lausn verkefna,“ segir Hlín. Á síðast ári, 2013, var Hlín á vegum Alþjóða Rauða krossins í Níger og Kamerún við undirbúnings verkefnis Global Fund. Í krafti þess skuldbundu ríkisstjórnir víða um heim sig til þess að leggja baráttunni gegn malaríu, alnæmi og berklum lið. Það verkefni stendur enn, þó að kólerufaraldurinn og mótleikir gegn honum séu jafnan efst á baugi. Raunhæft að útrýma kólerunni „Stundum er sagt að kóleran sé eins og kreppan: komi á sjö ára fresti. Sjálfsagt er sannleikskorn í því,“ segir Hlín. „Með meira hrein- læti mætti þó ná miklum árangri. En þá þarf fólk að hafa aðgang að hreinu vatni og fólk þarf að vita mikilvægi þess að vernda mat frá flugum og óhreinindum, þvo hendur og gæta allmens hreinlætis. Og dropinn holar steininn og við verðum að vænta ár- angurs. Í mörgum ríkjum hefur það markmið verið sett að kóleru skuli hafa verið útrýmt árið 2020 sem ætti að vera vel raunhæft í ákveðnum til- vikum. En fórnirnar eru miklar. Árið 2012 smituðust meira en 30 þúsund manns af kóleu í Síerra Leóne og Gí- neu og þar af létust 3,7% þjóðarinnar af völdum sóttarinnar, að stórum hluta fólk sem hefði mátt bjarga með skjótum og einföldum aðgerðum.“ Með ebólunni sló nokkuð í bak- segl hjálparstarfs í Afríku. Hlín var nýkominn til Síerra Leóne snemma á þessu ári þegar henni bárust skila- boð frá samstarfsmanni Rauða krossins í Gíneu um að torkenni- legur faraldur hefði komið upp þar í landi og fjöldi fólks væri látinn. Fljótlega skýrðist hvers kyns sóttin væri, það er ebólan. Faraldurinn kom fyrst upp í suðausturhluta Gí- neu, sem liggur að landamærum Síerra Leóne og Líberíu. Þar sem landamæri ríkja á þessum slóðum eru óskýr og fólk mikið á ferðinni varð útbreiðsla sjúkdómsins hröð. „Þegar komið var fram í maí versnaði ástandið í Síerra Leóne og Líberíu og nú eru ebólutilfellin þess- um löndum orðið miklu fleiri en í Gí- neu,“ útskýrir Hlín. Hún segir hjálp- arstarfið í þessum löndum ganga út á að koma hinum sjúku sem fyrst í einangrun í stöðvum sem komið hafi verið upp á vegum samtakanna Læknar án landamæra og nú Rauða krossins. Árangur af starfi þeirra sé ágætur – svo langt sem það nái. Al- mennt sé ekki auðvelt að veita við- eigandi þjónustu þar sem einn til tveir læknar sinni 200 til 300 þúsund manns. Tortryggnin vinnur gegn okkur „Jarðneskar leifar látinna eru sýklagildra og smithættan mikil. Í Gíneu er nú svo komið að sjálfboða- liðar Rauða krossins sjá um greftrun 97% allra sem látast af völdum eból- unnar. Og við sjáum að starfið ber árangur, en tortryggni fólksins í þessum löndum vinnur gegn okkur. Fáfræði og trú á hindurvitni ráða því að sumir telja sjúkdóminn vera sótt hvíta mannsins, sem sæki hinn sjúka sem svo ekki á afturkvæmt. Sjálf- boðaliðar hafa oft verið grýttir, tekn- ir höndum og ógnað. En allt þokast samt í rétta átt og stuðningur úr sjóði Evrópuráðins, það er ECHO – European commission for humanit- arian aid and civil protection hafa nýst vel, rétt eins og frjáls framlög almennings,“ segir Hlín sem nú er komin í friðarhöfn heima á Íslandi. Útilokar ekki að fara í fleiri verkefni á vegum Rauða krossins á næstu misserum, þótt starfsaldursreglur ráði því að aðkoma hennar þá verði eitthvað önnur en verið hefur til þessa. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2014 Ítölsku hljóðfæraleikararnir Danilo Cartia og Letizia Sampaolo efna til tónleika í Bíó Paradís í kvöld. Tví- menningarnir hafa verið framarlega í bluegrass-tónlistarsenunni í heima- landi sínu síðasta áratuginn. Þau spila á ýmis hljóðfæri og má þar nefna banjó og gítar auk annarra strengjahljóðfæra. Tvíeykið Brynja og Ósk kemur einn- ig fram á tónleikunum en þær flytja frumsamda gítartónlist auk þess að syngja. Brynja hefur meðal annars ferðast mikið um Evrópu með tónlist sína en Ósk hefur oft verið í hennar samfylgd. Tónleikarnir hefjast klukk- an 20 í kvöld en Bíó Paradís stendur við Hverfisgötu 54. Fyrir þá sem ekki þekkja til, þá er bluegrass-tónlistar- stefna undirtegund kántrítónlistar sem hefur hingað til mest verið áber- andi í Banadríkjunum. Hún á þó ræt- ur sínar að rekja til þjóðlagatónlistar í Skotlandi og Englandi. Boðið upp á Bluegrass-tónlist í kvöld Morgunblaðið/Golli Tónleikar Bíó Paradís stendur við Hverfisgötu 54 en þar mun bluegrass- tónlistin óma í kvöld. Danilo Cartia og Letizia Sampaolo munu þá koma fram. Ítalska tvíeykið Danilo Cartia og Letizia Sampaolo í Bíó Paradís Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Desembertilboð – á völdum postulínsborðbúnaði, glösum og hnífapörum Komdu í verslu n RV og sjáð u glæsil egt úrval af borðbún aði RV 2014/11 Verslun RV er opin virka daga kl 8-18 og laugardaga kl 10 -16 Tryggir fullkomna mælingu á margskiptu gleri Skjár sem sýnir þér nýju gleraugun frá öllum hliðum Fljótlegt og einfalt ferli Skilar þér fullkomnu gleri fyrir þína sjón BYLTINGARKENND NÝJUNG í mælingum á margskiptum glerjum HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 OPIÐ: VIRKA DAGA 9:30-18 LAUGARDAGA 11:00- 14:00 TRAUS T OG GÓ Ð ÞJÓNU STA Í 18 ÁR Við kaup á nýjum Essilor glerjum* færðu önnur frítt með. *Á við um öll venjuleg og margskipt gler. Gildir til 20. desember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.