Morgunblaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2014
!"#
$%
$"
""#
#"
%
$!
%%
#!
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
%
%
$%#!
$
"
##
"%
$"
%$
#!
"
!%
$%%
$ "
" %
$%
""!
$!$
%$%!
#%
$ "
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Viðskiptajöfnuður mældist hag-
stæður um 48 milljarða króna á þriðja
ársfjórðungi en á sama tíma árið 2013
var afgangurinn hins vegar 63,5 millj-
arðar. Þetta kemur fram í bráðabirgða-
tölum frá Seðlabanka Íslands um
greiðslujöfnuð við útlönd og erlenda
stöðu íslenska þjóðarbúsins.
Án áhrifa innlánsstofnana í slita-
meðferð þá mældist viðskiptaafgang-
urinn 57,4 milljarðar miðað við ríflega
72 milljarða króna afgang á þriðja fjórð-
ungi 2013. Á öðrum fjórðungi 2014 var
viðskiptajöfnuðurinn hins vegar hag-
stæður um 15,6 milljarða.
Afgangur af viðskipta-
jöfnuði 48 milljarðar
● Íslensk stjórnvöld hafa áritað FATCA-
samning (e. Foreign Accounts Tax
Compliance Act) við bandarísk stjórn-
völd, sem kveður á um skyldu fjár-
málastofnana utan Bandaríkjanna til að
senda árlega upplýsingar um tekjur og
eignir bandarískra skattgreiðenda
beint til bandarískra skattyfirvalda, að
viðlögðum 30% afdráttarskatti á allar
fjármagnstekjur sem viðkomandi fjár-
málastofnun og viðskiptavinir hennar fá
frá Bandaríkjunum. Mun ríkisskattstjóri
hafa milligöngu um upplýsingaskiptin.
Beri að upplýsa banda-
rísk yfirvöld
STUTTAR FRÉTTIR ...
FRÉTTASKÝRING
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Straumur fjárfestingabanki hyggst
sækja sér um fimm hundruð milljónir
króna í nýtt hlutafé í þessum mánuði.
Hlutafjáraukningin kemur í kjölfar
kaupa á hlut í MP banka og Íslensk-
um verðbréfum (ÍV). Á hluthafafundi
14. nóvember sl. samþykkti stjórn
Straums heimild til að hækka hlutafé
um allt milljarð króna að nafnvirði.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins hófst hlutafjárútboð á
fimmtudaginn í síðustu viku. Jakob
Ásmundsson, forstjóri Straums, segir
í samtali við Morgunblaðið að hluta-
fjáraukningin standi yfir til 20. des-
ember næstkomandi og nú þegar sé
búið að ganga frá skuldbindandi
hlutafjárloforðum fyrir talsverðar
fjárhæðir. Stefnt sé að því að auka
hlutafé bankans um 400 til 500 millj-
ónir í þessari fyrstu lotu. Ekki er hins
vegar útilokað, að sögn Jakobs, að
hlutafé Straums verði aukið enn frek-
ar á grundvelli þeirrar heimildar sem
stjórn félagsins hefur samþykkt en
hún fellur niður í árslok 2015.
Gert er ráð fyrir því að þeir sem
taki þátt í hlutafjáraukningunni komi
úr núverandi hlutahafahópi en í þeim
hópi eru meðal annars margir af
starfsmönnum Straums. Samtals eiga
þeir um 35% hlut í bankanum og er
hlutur Jakobs 9,5%. Lögð hefur verið
áhersla á að helstu lykilstarfsmenn
Straums taki þátt í útboðinu, sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins.
Nýir meirihlutaeigendur komu að
Straumi í lok júlí þegar hópur fjár-
festa keypti 65% af eignaumsýslu-
félaginu ALMC. Hefur hópurinn ver-
ið leiddur af viðskiptafélögunum
Finni Reyr Stefánssyni og Tómasi
Kristjánssyni, eigendum fjárfestinga-
félagsins Siglu. Finnur er stjórnarfor-
maður Straums. Auk Siglu fara félög-
in Ingimundur hf., Varða Capital ehf.
og Eignarhaldsfélagið Mata hf. öll
með 16,175% hlut hvert í bankanum.
Síðustu mánuði hefur Straumur,
líkt og flest önnur smærri fjármála-
fyrirtæki, kannað möguleika á sam-
einingum í því skyni að ná fram hag-
ræðingu á fjármálamarkaði. Tilraunir
til að hefja formlegar samrunavið-
ræður við MP banka sl. sumar runnu
út í sandinn. Nokkrum mánuðum síð-
ar keypti Straumur hins vegar
19,54% hlut í bankanum af Joseph
Lewis og Rowland-fjölskyldunni.
Gæti tekið út níu milljarða
Rétt eins og Morgunblaðið greindi
frá 7. nóvember sl. eignaðist Straum-
ur einnig meirihluta í félaginu Gunner
ehf. sem átti 64,3% hlut í Íslenskri
eignastýringu en það félag fer fyrir
21,83% hlut í ÍV. Aðeins ellefu dögum
áður hafði MP banki, ásamt meðal
annars Lífeyrissjóði verslunarmanna,
keypt 27,5% eignarhlut Íslandsbanka
í ÍV. Forstjóri Straums hefur sagt að
kaup bankans í ÍV hafi verið „óháð“
kaupum MP banka.
Á meðal stærstu hluthafa ÍV er Líf-
eyrissjóður Vestfirðinga með 10,33%
hlut en sjóðurinn á einnig 14,28% í Ís-
lenskri eignastýringu. Við samein-
ingu við Gildi lífeyrissjóð, sem tekur
gildi 1. janúar 2015, þykir líklegt að
fjármunir sem sjóðurinn er nú með í
eignastýringu ÍV – um níu milljarðar
– verði færðir yfir í stýringu til Gildis,
samkvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins. Ekki hefur þó verið tekin endan-
leg ákvörðun í þessum efnum en fjár-
hæðin er tæplega 10% af
heildareignum ÍV í stýringu.
Straumur stefnir á um 500
milljóna hlutafjáraukningu
Morgunblaðið/Kristinn
Straumur Stjórnin hefur samþykkt að hækka hlutafé um allt að milljarð.
Núverandi hluthafar og starfsmenn taka þátt Meirihlutaeign í ÍV í pípunum
Nordea bankinn, stærsti banki
Norðurlanda, tilkynnti í gær stof-
unun nýrrar sjávarútvegsdeildar,
sem mun taka til allra viðskipavina
bankans í sjávarútvegi en þeir eru
staðsettir um gjörvallan Noreg, á
Íslandi, í Færeyjum, Kanada, Ír-
landi, Danmörku og Bandaríkjun-
um. Frá þessu var greint á frétta-
vefnum Intrafish.
Sjávarútvegsdeildin verður í Ála-
sundi og Björgvin í Noregi og er til-
koma hennar þáttur í yfirlýstu
markmiði Nordea um að auka hlut-
deild sína í sjávarútvegi.
Brynjolv Anke, forstöðumaður
fyrirtækjasviðs bankans, sagði af
þessu tilefni að sérstök sjávarút-
vegsdeild væri fyrsta skrefið í að
bankinn yrði með bestu lausnirnar
fyrir sjávarútveginn.
Heildarverðmæti lána bankans til
sjávarútvegsins nema nú þegar um
22 milljörðum norskra króna, sem
jafngildir um 390 milljörðum ís-
lenskra króna.
Eins og greint var frá í Við-
skiptaMogganum í haust hefur ann-
ar norrænn banki, norski bankinn
DnB NOR, látið sífellt meira að sér
kveða á íslenskum markaði að und-
anförnu, meðal annars í tugmillj-
arða króna fjárfestingum sem fram-
undan eru í tengslum við nýsmíði
skipa á komandi árum. Samkvæmt
upplýsingum blaðsins hefur DnB
Nor sett sér það óformlega mark-
mið að ná allt að 20% markaðs-
hlutdeild í lánum til íslenskra sjáv-
arútvegsfyrirtækja.
brynja@mbl.is
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Banki Nordea hyggst auka hlut-
deild sína í lánum til sjávarútvegs.
Nordea með nýja
sjávarútvegsdeild
Stefna á að auka
hlutdeild sína í
sjávarútvegslánum
GÓÐGERÐASTOFNUN KENNETH COLE HEFUR Í 30 ÁR SKULBUNDIÐ SIG AÐ STYÐJA ÞÁ SEM ÞURFA AÐSTOÐ.
Straumur mun að öllum líkindum
stíga inn í kaup MP banka á 27,5%
hlut Íslandsbanka í ÍV á grundvelli
forkauspréttarákvæðis. Sú heimild
rennur út eftir þrjár vikur.
Aðspurður segir Jakob „mjög
líklegt“ að félagið nýti sér for-
kaupsréttinn. Bankinn hefur
sömuleiðis í hyggju að kaupa 8,8%
hlut Eignsasafns Seðlabanka Ís-
lands (ESÍ) í ÍV en eftir þau kaup
mun Straumur fara með hreinan
meirihluta í félaginu. Hlutur Seðla-
bankans var nýlega færður úr
Hildu, félagi sem er einnig í eigu
Seðlabankans, yfir í ESÍ en við það
myndaðist forkaupsréttur sem
Straumur áformar að nýta sér. Var
hlutur ESÍ bókfærður á gengi sem
verðmetur ÍV á talsvert hærra
verði borið saman við það verð
sem MP banki greiddi fyrir hlut Ís-
landsbanka, að sögn kunnugra.
Með kaupum MP banka á 27,5%
hlut í ÍV, í samfloti með næst-
stærsta lífeyrissjóði landsins,
stóðu vonir hluthafa til þess að
hægt yrði að kanna á ný samruna
við Virðingu. Markmiðið væri að
koma á fót næststærsta fyrirtæki
landsins á sviði eignastýringar.
Fátt bendir til að þau áform gangi
nú eftir. Í samtali við Morgun-
blaðið 7. október sl. sagði Helgi
Magnússon, varaformaður Lífeyr-
issjóðs verslunarmanna, spurður
um hvaða skoðun sjóðurinn hefði á
kaupum Straums: „Við kunnum
ekki að meta það þegar sam-
keppnisaðili læðist svona aftan að
okkur. Það er ekki góður svipur á
því. Við spyrjum að leikslokum.“
Hyggjast nýta sér forkaupsrétt
LÍKLEGT AÐ STRAUMUR KAUPI HLUT ÍSLANDSBANKA OG ESÍ