Morgunblaðið - 08.12.2014, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2014
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Aðventuljósin í Grafarvogskirkju voru tendruð
við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Fór þar fram
fyrsta aðventuhátíð vetrarins, en henni var
frestað í síðustu viku vegna veðurs. Ferming-
arbörn sóknarinnar fluttu helgileik og kveiktu
svo á fyrstu tveimur kertunum á aðventukrans-
inum; spádómskertinu og hirðakertinu, með að-
stoð sr. Vigfúsar Þórs Árnasonar. Gærdagurinn
var annar sunnudagur í aðventu.
Kveikt á spádómskerti og hirðakerti
Morgunblaðið/Kristinn
Fermingarbörn tendruðu aðventuljósin í Grafarvogskirkju í gærkvöldi
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Þingflokkur sjálfstæðismanna sam-
þykkti að senda frumvarp um nátt-
úrupassa til þinglegrar meðferðar
þótt skoðanir væru skiptar um mál-
ið. Þingflokksfundir verða haldnir í
dag og stendur til að þingflokkur
Framsóknarflokksins afgreiði málið
til þinglegrar meðferðar. Þá verður
ekkert því til fyrirstöðu að leggja
frumvarpið fram á Alþingi.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, for-
maður þingflokks sjálfstæðismanna,
sagði að skiptar skoðanir væru í
þingflokki Sjálfstæðisflokksins um
málið. En eru þær afdráttarlausar
með og á móti frumvarpinu?
„Þær eru kannski hvorki með né á
móti. Sitt sýnist hverjum. En engu
að síður þótti okkur ástæða til að
málið færi frá okkur og að það yrði
sent til umsagnar,“ sagði Ragnheið-
ur. Hún sagði að með því móti færi
málið til atvinnuveganefndar.
Nefndin mundi svo fá umsagnirnar
til skoðunar og vinna út frá þeim.
Brynjar Níelsson, alþingismaður
Reykjavíkurkjördæmis norður, taldi
að þingmenn væru ekki búnir að
setja sig almennilega inn í málið,
enda hefði það borið fremur brátt að.
Frumvarpið hefði verið kynnt í þing-
flokknum en ekki farið nákvæmlega
yfir það. „Ráðherrann lagði áherslu
á að þetta fengi þinglega meðferð og
það er óþarfi að standa í vegi fyrir
því. Svo kemur bara í ljós þegar mál-
ið verður skoðað betur í nefndinni
hvort eitthvert vit er meira í öðrum
leiðum,“ sagði Brynjar. Aðspurður
kvaðst hann ekki hafa tekið afstöðu
til málsins.
„Mér finnst þetta mjög snjallt,“
sagði Pétur H. Blöndal, alþingismað-
ur Reykjavíkurkjördæmis suður,
þegar hann var inntur eftir afstöðu
til frumvarpsins.
Jón Gunnarsson, alþingismaður
Suðvesturkjördæmis og formaður
atvinnuveganefndar, sagði að ekki
lægi fyrir tímaáætlun varðandi máls-
meðferð frumvarpsins. Hann sagði,
líkt og fleiri þingmenn Sjálfstæðis-
flokks, að skiptar skoðanir væru um
málið í þingflokknum, en samþykkt
hefði verið að það færi til þinglegrar
meðferðar og að atvinnuveganefnd
yrði falið það.
Aðspurður um afstöðu til málsins í
þingflokknum sagði Jón að menn
hefðu kastað á milli sín ýmsum atrið-
um eins og því sem sneri að fyrirhug-
uðu fyrirkomulagi innheimtu og eft-
irlits, einnig kostnaði og umfangi
vegna náttúrupassans og hvort þetta
færi mögulega of mikið í sjálft sig.
Hann sagði að þessi atriði þyrfti að
skoða betur.
„Við afgreiddum málið þannig að
það gæti farið inn í þingið. Svo tekur
við vinna nefndarinnar við að fá af-
stöðu hagsmunaaðila og athuga
hvort ekki er hægt að ná niðurstöðu
sem flestir geta verið sáttir við,“
sagði Jón.
Ekki á einu máli um passa
Sitt sýnist hverjum í þingflokki sjálfstæðismanna um náttúrupassafrumvarp
Það fær þinglega meðferð og fer fyrir atvinnuveganefnd sem leitar umsagna
„Við afgreiddum
málið þannig að
það gæti farið inn í
þingið.“
Jón Gunnarsson
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Það er reiknað með því að Harpa
eins og önnur hús sem standa á fyll-
ingu úti í sjó sígi og lyfti sér örlítið
eftir sjávarstöðu (virkar svona eins
og gormur). Harpa sjálf er mjög stíft
hús og þessar hreyfingar skaða hana
ekki. Það er ekki neitt sem bendir til
þess að hún sé að síga umfram það
sem eðlilegt er en ef svo væri ættu
að sjást ummerki þess, sem við höf-
um ekki orðið vör við.“
Þetta kemur m.a. fram í svari
Halldórs Guðmundssonar, forstjóra
Hörpu, við fyrirspurn Morgunblaðs-
ins um hvort tónlistarhúsið sé eitt-
hvað farið að síga, eins og blaðið
fékk ábendingar um.
Halldór hefur það eftir verkfræð-
ingi hússins að fyllingin undir Hörpu
hafi staðist öll tilskilin próf.
Austur- og vesturhús Hörpu eru
samkvæmt svari Halldórs misþung
og á þau verka mismunandi upp-
lyftikraftar frá sjónum á flóði og
fjöru. Af þeim sökum eru húsin m.a.
aðskilin með lóðréttri þenslufúgu
sem liggur þvert í gegnum bygg-
inguna.
„Fræðilega séð, segja mér verk-
fræðingar, getur orðið þar tíma-
bundin mismunafærsla upp á ein-
hverja millimetra eða jafnvel
sentimetra við sérstakar aðstæður
en við höfum ekki orðið vör við neina
varanlega og merkjanlega færslu,“
segir Halldór í svarinu til Morg-
unblaðsins.
Getur sigið og risið eftir sjávarstöðu
Morgunblaðið/Júlíus
Við höfnina Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa stendur á uppfyllingu við
Reykjavíkurhöfn og er hannað til að geta staðist áhrif af sjávarstöðu.
Fyllingin undir Hörpu stóðst öll próf
Engin ummerki um varanlegt sig
Nokkuð er um að
fólk falsi strætó-
miða til að láta á
það reyna að
komast ferða
sinna frítt. Hafa
vagnstjórar orðið
varir við þetta,
meðal annars
þegar miði sem
settur er í bauk-
inn er aðeins
merktur á annarri hliðinni.
„Þetta eru fyrst og fremst krakk-
ar að svindla sér í strætó,“ segir Ást-
ríður Þórðardóttir, sitjandi fram-
kvæmdastjóri Strætó bs. Hún segir
þetta ekki mikið vandamál, en vissu-
lega komi þetta upp annað slagið.
„Það eru einhverjir miðar í um-
ferð en það virðist óverulegt sam-
kvæmt okkar talningum. Þetta hefur
ekki haft stór áhrif á söluna,“ segir
hún.
Ástríður segir vagnstjóra fyrst og
fremst verða vara við þetta, en einn-
ig komi öðru hverju falsaðir miðar til
baka úr baukunum. Þá sé yfirleitt
haft samband við lögreglu þegar
slíkt svindl kemst upp, en eins og
stendur eru tvö mál á borði lögreglu
af þessu tagi. „Það er í rútínu hjá
okkur að stoppa svona þegar það
kemur upp en við lítum ekki á þetta
sem stórfellt svindl,“ segir Ástríður.
Þá segir hún að með tilkomu hinnar
nýju tækni, sem gerir fólki kleift að
borga í strætó með símanum sínum,
séu möguleikarnir á fölsunum afar
takmarkaðir. if@mbl.is
Reyna að
svindla sér
í strætó
Strætó Sumir
reyna að svindla.
Tvö mál hjá lög-
reglu um falsaða miða
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
fékk seint á laugardagskvöld til-
kynningu um slagsmál í Breiðholti
og lék strax grunur á að eggvopnum
hefði verið beitt. Óskaði lögreglan
því eftir aðstoð frá sérsveit ríkislög-
reglustjóra.
Alls voru fjórir karlmenn hand-
teknir og var einn þeirra fluttur í
fangageymslur lögreglu en flytja
þurfti hina þrjá á slysadeild til að-
hlynningar. Samkvæmt upplýs-
ingum frá lögreglu er málið nú í
rannsókn. Þá voru tilkynntar tvær
líkamsárásir í gær; önnur í Breið-
holti en hin í Vesturbæ.
Sérsveitin í
Breiðholtið
Veðurstofan hef-
ur varað við suð-
austan stormi
eða roki, 20-28
metrum á sek-
úndu, sem geng-
ur yfir landið í
kvöld og nótt.
Fyrst suðvestan-
og vestanlands
með snjókomu eða slyddu. Snýst
síðan í mun hægari suðvestanátt
með éljum, fyrst suðvestantil í nótt
en norðaustantil í fyrramálið. Búast
má við miklum vindhviðum við fjöll,
40-45 metrum á sekúndu. Þessu
fylgir talsverð úrkoma sunnan- og
vestanlands og jafnvel mikil suð-
austanlands.
Vegagerðin varaði í gær við
hálku á Hellisheiði og í Þrengslum.
Hálka eða snjóþekja var víða á Suð-
urlandi. Nokkur hálka var á stofn-
brautum á höfuðborgarsvæðinu, á
Reykjanesbraut og á Suðurnesjum.
Varað við stormi
í kvöld og nótt