Morgunblaðið - 08.12.2014, Side 14

Morgunblaðið - 08.12.2014, Side 14
14 VIÐSKIPTIViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2014 Bílaverkstæði Jóa býður upp á alla almenna þjónustu fyrir flestar gerðir bifreiða. Er kominn tími á að smyrja bílinn þinn Opið: mánud. – fimmtud. 8-17 föstudögum 8-15 með allt fyrir bílinn Dalvegi 16a - 201 Kópavogi | Sími: 564 5520 | bilajoa@bilajoa.is | www.bilajoa.is Að smyrja bílinn reglulega er hagkvæm og ódýr leið til þess að tryggja betri og lengri endingu vélarinnar. 564 5520 bilajoa.is Nýjustu mælingar á bandaríska vinnumark- aðinum komu fjárfestum skemmtilega á óvart á föstudag. Urðu til 321.000 ný störf í nóvember en samkvæmt könnunum höfðu markaðsgreinendur að meðaltali reiknað með um 230.000 störfum. Þá voru mælingar fyrir september og októ- ber endurskoðaðar og bætti það við 44.000 störfum. Ef marka má atvinnutölurnar hefur banda- rískt atvinnulíf verið á góðri siglingu á árinu en síðustu tíu mánuði hafa að lágmarki bæst við 200.000 ný störf í mánuði hverjum. Mar- ketWatch segir slíka fjölgun starfa síðast hafa sést árið 1994. Samtals hafa 2.,65 millj- ónir nýrra starfa orðið til í Bandaríkjunum það sem af er ári og mögulegt að þriggja milljóna markinu verði náð þegar endanlegar tölur desembermánaðar liggja fyrir. Ekki ætti að koma óvart að hlutabréfa- vísitölurnar vestanhafs tóku kipp við frétt- irnar. Dow Jones vísitalan hækkaði um 0.33% og stóð í 17.958,79 stigum við lokun markaða á föstudag. Vantar agnarögn upp á að 18.000 stiga markinu sé náð. S&P 500 vísitalan styrktist um 0.17% á föstudag og mælist nú 2.075,37 stig. Nasdaq vísitalan hækkaði um 0,24% og stendur í 4780,76 stigum. Dollar í hæstu hæðum Jafnframt hækkaði ICE-dollaravísitalan um 0,86%. Vísitalan mælist nú 89,36 stig og hefur ekki verið hærri síðan 2006. Naut ICE- vísitalan góðs af veikingu bæði evru og jap- anska jensins. FT greinir frá að Alþjóðagreiðslubankinn í Basel (BIS) vari við áframhaldandi styrkingu bandaríkjadals kunni að hafa truflandi áhrif á nýmörkuðum þar sem fyrirtæki hafa mörg tekið að láni stórar fjárhæðir, bundnar við dollar. ai@mbl.is Sterkar atvinnutölur ýta hlutabréfum upp á við  Styrking dollars gæti bitnað á nýmörkuðum AFP Uppgangur Hasar á gólfinu hjá NYSE. Stóru vísitölurnar þrjár hækkuðu á föstudag. Breski viðskiptajöfurinn Richard Branson opnaði á dögunum nýjustu viðbótina við Virgin-fjölskylduna. Er um að ræða skemmtisiglinga- fyrirtæki, Virgin Cruises, með höfuðstöðvar í Miami. Businessweek greinir frá að til standi að hanna frá grunni og smíða tvö ný skip sem munu hvort um sig rúma 4.200 farþega og sigla um Karíbahafið. Nú þegar hefur Virgin- samsteypan gerst aðsópsmik- il í ferðageiranum, með flug- félagarekstri, lestarfyrirtæki og geimferðalögum. Þá verð- ur fyrsta Virgin-hótelið opnað í Chicago í byrjun næsta árs. Businessweek hefur eftir innanbúðarmönnum hjá Virg- in að skemmtisiglingar hafi verið lengi á kortinu en það hafi ekki verið fyrr en nú að ímynd Virgin-vörumerkisins þótti vera nægilega vel mótuð á Bandaríkjamarkaði til að takast á við verkefnið. Banda- rískir ferðalangar bera nán- ast uppi skemmtisiglingageir- ann en af þeim 22 milljónum farþega sem fara í siglingar ár hvert er um helmingurinn Bandaríkjamenn. Næstfjöl- mennastir um borð eru Bret- ar, þá Írar og loks Þjóðverjar. Í dag skipta þrjú stór fyr- irtæki á milli sín um 80% af skemmtisiglingamarkaðinum. Virgin Cruises hyggst reyna að höfða til yngri hópa skemmtisiglingafólks með „fjörugum“ og „orkuríkum“ siglingum sem munu spanna frá fjórum og upp í sjö daga. ai@mbl.is Virgin spreytir sig á skemmtisiglingum  Lætur hanna og smíða tvö risavaxin skip AFP Metnaður Richard Branson rekur mikið veldi. Stutt er síðan fyrirtæki hans varð fyrir áfalli þegar tilraunaflaug brotlenti. Við lokun markaða vestanhafs á föstudag mældist markaðsvirði Wells Fargo & Co 285,5 milljarðar dala, með 5,19 milljarða útistandandi hluti þann 31. október. Að sögn Bloomberg sló bankinn með þessu fyrra met Citigroup sem verðmætasti bankinn. Var Citigroup hæst metið á 283,4 milljarða dala þann 5. febrúar 2001. Berkshire Hathaway, fjárfest- ingafyrirtæki Warren Buffett, er stærsti hluthafi Wells Fargo. Bank- inn tvöfaldaði stærð sína árið 2008 með kaupum á Wachovia Corp og sneri þar á Citigroup sem einnig hafði áhuga á kaupunum. Á þessu ári hefur Wells Fargo hækkað um 21% sem er mun betri árangur en 7,7% meðatalshækkunn 24 stærstu lánafyrirtækja Banda- ríkjanna. ai@mbl.is AFP Mídas Berkshire Hathaway, fyrirtæki Warren Buffett, á mikið í Wells Fargo. Wells Fargo slær bandarískt met  Hæsta markaðsvirði sögunnar Matsfyrirtækið Standard & Poors lækkaði á föstudag lánshæfiseinkunn ítalska ríkisins. Lækkaði einkunnin úr BBB/A-2 niður í BBB-/A-3 með stöðugum horfum, aðeins einu þrepi ofar en svokallaður ruslflokkur. Lækkunin kemur til vegna lélegs hag- vaxtar í landinu, sem matsfyrirtækið segi að „grafi undan sjálfbærni opinberra skulda“. MarketWatch segir lækkunina áfall fyrir Matteo Renzi sem settist í forsætisráð- herrastólinn fyrr á árinu. Renzi hefur reynt að gera breytingar á vinnulöggjöf Ítalíu en S&P gagnrýnir mjög rekstrarumhverfi landsins og segir kerfið bæði hefta sam- keppni og fæla frá erlenda fjárfestingu. Dómskerfið sé svifaseint og launatengd gjöld mjög há. ai@mbl.is S&P lækkar lánshæfi Ítalíu AFP Ólga Ekki hafa allir brugðist vel við tilraunum Matteo Renzi til að breyta vinnulöggjöf Ítalíu. Frá mótmælum í Róm í síðustu viku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.