Morgunblaðið - 08.12.2014, Síða 26

Morgunblaðið - 08.12.2014, Síða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2014 ✝ Sigríður Jóns-dóttir fæddist á Ökrum í Hraun- hreppi á Mýrum 18. janúar 1932. Hún lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 24. nóvember 2014. Foreldrar henn- ar voru Ingigerður Þorsteinsdóttir, fædd 22. maí 1898 í Háholti í Gnúpverjahreppi, dáin 3. mars 1991, og Jón Guð- jónsson, fæddur í Hjörsey á Mýrum 30. mars 1875, dáinn 27. júlí 1961. Systkini Sigríðar eru Jón Sigurðs Jónsson, f. 23. nóvember 1926, látinn, Ingi- björg Jónsdóttir, f. 23. sept- ember 1928, Sigríður Guðný Jónsdóttir, f. 31. júlí 1935, og Sesselja Ásta Jónsdóttir, f. 28. apríl 1938. Sigríður giftist 21. september 1952 Skúla M. Öfjörð, fæddum í Skógsnesi í Gaulverjabæjarhreppi 9. maí 1928, látnum 20. mars 2007. Foreldrar hans voru Þórdís Ragnheiður Þorkelsdóttir, fædd í Reykjavík 10. mars 1892, látin 15. apríl 1950, hús- freyja í Skógsnesi, Gaulverja- bæjarsókn og Magnús Þór- arinsson Öfjörð, fæddur í Austurhlíð, Gnúpverjahreppi, 1954 að Sólvallagötu 68 B. Fjölskyldan byggði sér hús í Hlaðbrekku 3 í Kópavogi á ár- unum 1959-1962. Bjuggu þar til ársins 1978 er þau hjónin slitu samvistum. Þaðan flutti Sigríður í Hlégerði 12 í Kópa- vogi. Vorið 1979 flutti Sigríður vestur á Stað í Súgandafirði og var þar í sambúð með Þórði Ágústi Ólafsyni. Átti hún þar 4 góð ár með Þórði Ágústi en hann lést í desember 1983. Sig- ríður bjó áfram í nokkur ár þar fyrir vestan. Síðar þegar heilsunni fór að hraka þá flutt- ist hún suður í íbúð sína í Hlé- gerði 12 í Kópavogi og var þar yfir vetrartímann, en fór næstu ár á eftir vestur í sauð- burðinn á vorin og var oft sumarlangt. Í janúar 1997 flutti Sigríður ásamt syni sín- um Magnúsi og tengdadóttur sinni Þórunni á Digranesheiði 23 í Kópavogi Sigríður vann á saumastofu Kaupfélags Árnesinga meðan hún bjó á Selfossi. Síðar á bú- skaparárum í Hlaðbrekku starfaði hún við skúringar og gangavörslu í Digranesskóla meðfram barnauppeldi. Með- fram bústörfum fyrir vestan, á Stað, vann hún við fiskvinnslu á Suðureyri. Sigríður var mikil handavinnukona prjónaði og heklaði og hún saumaði föt á börnin sín þegar þau voru lítil og síðar á barnabörnin. Útför Sigríðar Jónsdóttur fer fram frá Digraneskirkju í dag, 8. desember 2014, klukk- an 11. 21. júlí 1888, lát- inn 25. apríl 1958, bóndi í Skógsnesi, Gaulverjabæj- arsókn. Sigríður og Skúli slitu sam- vistum. Börn þeirra eru 1) Jón Ingi, kvæntur Gerði Helgadóttur, 2) Þórdís Kristín, gift Ingólfi Ein- arssyni, 3) Sveinn, kvæntur Helgu Hjartardóttur, 4) Þóra, í sambúð með Rík- harði Jónssyni, 5) Ingigerður, gift Hrafni Sigurðssyni og 6) Magnús Þórarinn, kvæntur Þórunni R. Sigurðardóttur. Barnabörn Sigríðar eru 18 og langömmubörnin eru orðin 27. Sigríður ólst upp í foreldra- húsum í Fíflholtum á Mýrum ásamt fjórum systkinum sínum. Haustið 1944, þegar hún var tólf ára gömul var hún send til föðursystur sinnar, Guðnýjar, í Reykjavík og gekk í Miðbæj- arskólann tvo vetur. Veturinn 1949-1950 stundaði hún nám í húsmæðraskólanum að Varma- landi í Borgarfirði. Sigríður og Skúli hófu búskap sinn á Sel- fossi haustið 1951 og síðar fluttust þau að Gaulverjabæ í Flóa. Þau fluttu síðan í Vest- urbæ Reykjavíkur í janúar Elsku mamma og tengda- mamma, mikið eigum við eftir að sakna þín. Það á eftir að vera tómlegt í húsinu okkar án þín, enda ertu búin að vera svo stór partur af lífi okkar. Við erum svo þakklát fyrir svo margt þó við séum afskaplega sorgmædd yfir því að þú sért búin að kveðja. Við erum þakklát fyrir að hafa feng- ið að búa í svona mikilli návist við þig, hvað þú gafst okkur mik- inn kærleika, ást og umhyggju. Við erum þakklát fyrir það hvað þú varst stelpunum okkar ynd- isleg amma, blíð, góð, umhyggju- söm, gefandi og einstaklega þol- inmóð þegar spyrja þurfti ömmu um hin ýmsu málefni. Það var svo gott að vera í kringum þig, við þurftum ekki endilega að vera að spjalla út í eitt, heldur var svo notalegt að sitja niðri hjá þér, leggja með þér kapal, horfa á sjónvarpið eða spá í krossgát- ur, en svo gátum við nú líka talað út í eitt ef sá gállinn var á okkur og þess vegna langt fram á nótt. Það eru afskaplega margir sem eru að missa svo mikið nú þegar þú ert búin að kveðja, enda var yndislegt að vera í ná- vist þinni. Þú varst svo góður hlustandi og sagðir aldrei neitt illt um aðra manneskju. Það er búið að vera notalegt að skoða allar gömlu myndirnar undanfarið af þér og fjölskyld- unni og rifja upp allar góðu stundirnar sem eru svo óteljandi margar. Við erum búin að vera að rifja upp æskuminningar, börnin þín og tengdabörn, sem eru svo skemmtilegar, og alveg yndislegt hvað þetta er góður og samrýmdur hópur. Þú tókst tengdabörnunum þínum alltaf eins og þau væru börnin þín, enda sagðir þú oft við okkur að þú hefðir grætt sex aukabörn þegar þau bættust í hópinn. Mamma, þú ert hetjan mín. Þú fegrar og þú fræðir. Þú gefur mér og græðir. Er finn ég þessa ást, þá þurrkar þú tárin sem meg’ ekki sjást. Mamma, ég sakna þín. Mamma þú ert hetjan mín. Þú elskar mig og nærir. Þú kyssir mig og klæðir. Ef brotinn ég er þú gerir allt gott. Með brosi þú sorg minni bægir á brott. Mamma, ég sakna þín. Ég finn þig hjá mér hvar sem er. Alls staðar og hvergi – þú ert hér. Þú mér brosir í mót, ég finn þín blíðuhót. Alvitur á allan hátt, þó lífið dragi úr þér mátt. Við Guð og menn þú sofnar sátt. Þú vakir líka er ég sef. Að nóttu og degi – þig ég hef. Þú berð ætíð höfuð hátt, veist svo margt en segir fátt. Gleður mig með koss á kinn. Mér finnst ég finna faðminn þinn, og englar strjúki vanga minn. (Ingibjörg Gunnarsdóttir) Við trúum því að það sé líf eft- ir þetta líf, trúum því að við eig- um eftir að hitta þig og aðra ást- vini sem á undan okkur eru gengnir í Sumarlandinu þegar þar að kemur. Þangað til ertu í hjarta okkar alla daga, elsku mamma og tengdamamma. Guð geymi þig, gullið okkar, við elsk- um þig. Magnús (Dói) og Þórunn. Hann heilsaði okkur með ynd- islegum haustblæ dalurinn fagri er við mæðgur fórum í Staðar- kirkjuna okkar til að sameinast í bæn og þakklæti til þín. Túnin voru enn græn og sauðfé á beit báðum megin árinnar og hress- andi skítailmur fyllti loftið. Von um gróanda og fagurt líf að vori. Já, þú hefðir áreiðanlega kunnað að meta það eins og þú hreifst strax af Dalnum og Dal- urinn af þér er þú komst til föður míns fyrir 39 árum. Hann hafði þá misst sína yndislegu konu hana móður mína nokkrum árum áður og hefði ég þá alls ekki trú- að að ég fagnaði nýrri konu hon- um til handa svona skilyrðislaust og með opnum örmum. En þú hreifst okkur strax með þinni yndislegu framkomu, svo blátt áfram hress og hlýleg án þess að gera neinar kröfur þér til handa. Sveitalífið átti svo sannarlega vel við þig, þú hafðir sérstakt yndi af því að sinna um sauðfé, fjárglögg og natin og sauðburðurinn var þitt uppáhald. Enda hélstu því eins lengi og þú mögulega gast að koma á vorin að Stað til Þor- valdar bróður og Rósu konu hans. Fjallið eins og þú kallaðir svo fyrir ofan Stað heillaði þig með sínum brekkum og berjabreið- um. Þar sástu líka álfabyggð enda óvenjunæm á aðrar víddir og hjálpaðir ótal mörgum með fyrirbænum og nýrri von en faðir minn var alltaf hræddur um að þú gengir þar of nærri þér. Þið nutuð ykkar sérstaklega vel saman í heimsóknum til vina og í móttöku gesta heima á Stað. Þú varst skýrleikskona og vel hag- mælt enda bættist skáldskapur pabba mjög við komu þína. Já, þið áttuð sannarlega vel saman og þó að árin ykkar yrðu ekki mörg saman þá var það yndisleg- ur tími en því erfiðara var það þegar hann skyndilega kvaddi fyrir aldur fram. En þú hélst ótrauð áfram að sinna búinu all- an veturinn með aðstoð tveggja drengja um fermingu. Þegar Þorvaldur bróðir og Rósa fluttu aftur heim á Stað hélstu áfram veru þinni á Stað og að reynast þeim mikil hjálparhella í bú- skapnum og á heimilinu. Þú varst svo sannarlega Sigga á Stað eða Sigga amma sem allir dáðu og elskuðu. Þegar við kveðjumst nú um sinn vil ég senda þér mínar hugljúfustu kveðjur og þakkir fyrir allt og allt. Þín Þóra frá Stað og fjölskylda. Elskuleg tengdamóðir mín hefur yfirgefið þessa jarðvist eft- ir skyndileg veikindi. Ég kynntist henni fyrst árið 1968 þegar við Jón Ingi, elsti sonur hennar, fórum að stinga saman nefjum. Þá var ég í Kenn- araskólanum og hann í Sjó- mannaskólanum. Sigga var ljúf og góð þegar við hittumst fyrst, eins og allar götur síðan og tók vel á móti feiminni stúlku. Hún var mjög handlagin, heklaði, prjónaði og saumaði, heklaði t.d. fallega ungbarna- kjóla á allar dætur okkar. Þegar ég útskrifaðist sem kennari vorið 1971 hafði maður lítil auraráð svo ég keypti efni í dragt. Tengdó bauðst til að sauma og fannst lítið mál og úr varð falleg útskriftardragt sem ég klæddist þakklát, sæl og ánægð. Síðar um haustið fluttum við Jón Ingi í Kópavog, í næsta ná- grenni við Siggu. Þetta sama haust steig ég mín fyrstu skref í kennslu og tók hún að sér að gæta dóttur okkar, Jónu Maríu sem þá var tveggja ára, á meðan ég kenndi. Þetta gerði hún næstu árin og taldi það ekki eftir sér, þó að flest barna hennar væru enn í heimahúsum og nóg að gera á stóru heimili. Var það ómetanleg hjálp fyrir unga móð- ur og sjómanninn hennar. Þess má geta að tengdamóðir mín var aðeins 37 ára þegar Jóna María, fyrsta barnabarnið fæddist og foreldrarnir kornungir. Það var gaman að koma í Hlaðbrekkuna. Oft var hlegið og gantast við eldhúsborðið og mik- ið líf og fjör þegar margir voru heima. Yfirleitt lá opin bók á eld- húsbekknum, enda var Sigga mjög bókhneigð og las margs konar bækur, skáldsögur, ljóð, fræðibækur og bækur um andleg málefni. Hún virtist alltaf geta fundið sér tíma til lestrar, þrátt fyrir annríki. Einnig var hún ágætlega hagmælt, samdi ljóð og heilu ljóðabálkana. Á hverju ári, þegar hún dvaldi fyrir vestan á bænum Stað, samdi hún annál í bundnu máli fyrir þorrablótið í sveitinni. Þennan annál las hún eða söng við góðan hljómgrunn viðstaddra og reyndar næstu ár- in fór hún á þorrablótin með nýj- an, frumsaminn annál. Margt fleira gæti ég rifjað upp um þessa einstöku konu, en læt þetta nægja. Tengdamóðir mín var mjög ljúf og góð kona, hæversk, hljóð- lát og einstaklega hæfileikarík. Ég þakka samfylgdina gegnum árin og kveð Siggu okkar allra með söknuði, virðingu og þökk. Nú er hún komin í sumarlandið góða með ættingjum og vinum. Gerður Helgadóttir. Sigga systir. Þú horfin ert í himnasali, hér er lokið jarðvist þinni. Enginn ræður ævi sinni, eða hvenær henni linni. Sumir hverfa allt í einu, aðrir þurfa lengi að þreyja. Hugann þjakar lífsins leiði, langar helst til þess að deyja. Horfinn ertu hér úr heimi, hvergi er spurt hvort vilji, hafni. Þín skín stjarna Guðs í geimi, góða ferð í Jesú nafni. Hugann þjakar þrá og leiði, þegar rofnar systrabandið. Vertu sæl og Guð þér greiði, góða ferð í Sumarlandið. Þú sást fyrir Sumarlandið, sátt því héðan farið hefur. Aldrei slitnar ættarbandið, ævin tekur bæði og gefur. (G.J.) Kveðja, Guðný systir. Þegar ég hugsa um ömmu Siggu skýtur alltaf upp í huga mínum sama minningarbrotinu. Þetta er ekki besta eða merkasta minningin sem ég á um hana, þær eru margar, en þetta er sú sem ég hugsa oftast um ekki síst á síðastliðnum vikum. Ég er svona 7-9 ára og amma er að de- dúa í eldhúsinu í gula húsinu sínu í Kópavogi. Hún lítur á mig þar sem ég stend í dyragættinni og segir: „Ætlar þú ekki úr skón- um, ljósið mitt?“ Þessum orðum, „ljósið mitt“ fylgir hálfgert blást- urs-flaut sem í mínum huga ein- kennir ömmu Siggu framar öllu, það og þessi orð, „ljósið mitt“. Eftir því sem ég best veit kallaði hún okkur þetta öll, í tíma og ótíma en það dró ekkert úr mik- ilvægi þess í huga mér. Þetta gerði orðin í raun enn mikilvæg- ari. Í afmælinu hans Kára Snæs í sumar heyrði ég út undan mér ömmu segja við Kára Snæ, syst- urson minn, þegar hann hljóp fram hjá henni með krakkaskar- ann á eftir sér: „Er gaman, ljósið mitt?“ Hann heyrði, held ég, ekki í henni en ég var strax kom- in aftur í dyragættina í gula hús- inu, inni á skónum. Ég þakka þér, amma mín, samfylgdina og vona að það sé ekki of mikið að gera hjá þér í sumarlandinu. Ég á þessa minning, hún er mér kær. Og ennþá er vor og þekjan grær og ilmar á leiðinu lága. Ég veit að hjá honum er blítt og bjart og bærinn hans færður í vorsins skart í eilífðar himninum bláa. (Oddný Kristjánsdóttir) Þín, Inga Þóra. Elsku amma mín. Nú ertu far- in og við kveðjum þig með sökn- uð í hjarta. Minningarnar sem ég á um þig eru margar og hellast yfir mann á þessari stundu. Þú náðir oft að hughreysta mig, eins og til dæmis þegar ég var lítil, hrædd og gat engan veginn sofið ein, þá sagðir þú við mig að ég þyrfti ekkert að óttast vegna þess að það væru svo margir að gæta mín. Mér leið alltaf vel í kringum þig, við gát- um bæði setið saman og spjallað eða setið saman í þögn. Ég man sérstaklega eftir einni helgi, þegar mamma og pabbi fóru í ferðalag og þú varst fengin til að vera hjá mér. Við leigðum okkur Lord of the Rings (fyrstu myndina) og þú komst með fullt af staurum með þér. Afi Skúli kom í heimsókn um kvöldið og þið töluðuð heillengi saman. Ég fékk að byrja á myndinni og fá staur með. Þegar afi fór þá komstu til mín, ég sagði þér frá því helsta sem gerst hafði í myndinni og svo horfðum við saman og þú prjónaðir sokka á meðan. Það var alltaf svo gaman að fylgjast með þér prjóna og þú gerðir alltaf sérstakt flaut á með- an þú prjónaðir, það var eitthvað svo róandi við þetta hljóð. Takk fyrir, elsku amma, og takk fyrir allar góðu stundirnar í gegnum tíðina og takk fyrir alla skóna sem ég fékk frá þér í gegnum tíðina. Mér þykir svo vænt um þig, elsku amma, og á eftir að sakna þín mjög mikið. Þín. Guðbjörg Ýr. Elsku amma Sigga okkar, nú kveðjum við þig í síðasta skiptið og langar okkur til að minnast þín með nokkrum orðum. Það fyrsta sem okkur dettur í hug voru mjúku pakkarnir á jól- unum sem innihéldu ullarsokka og var mikil tilhlökkun að fá þá og vorum við fljót að fara í þá strax eftir að pakkinn var opn- aður. Einnig var alltaf jafn ofsa- lega gaman að fá þig í heimsókn þegar við vorum lítil, þegar við læddumst fram á gang til að njósna um þig halda miðilsfundi og oftar en ekki var okkur boðið að taka þátt, sem var mikil upp- lifun fyrir unga krakka. Gaman er að minnast áramót- anna þegar þú og amma Gógó skemmtuð ykkur með okkur fjöl- skyldunni og flissuðuð og döns- uðuð eins og unglingsstelpur. Þú varst frábær langamma sem tókst þig ekki of hátíðlega, eins og til dæmis þegar við vorum í sumarbústaðarferð, fyrir ekki svo löngu síðan og þú settir á þig skærgræna hárkollu og fíflaðist með langömmubörnunum þínum. Þú varst yndisleg manneskja sem alltaf var hægt að leita til og maður var alltaf velkominn. Mik- ið sem við systkinin vildum að við hefðum verið í meira sam- bandi við þig síðustu ár og sökn- um við þín afskaplega mikið. Njóttu þín í Sumarlandinu, elsku amma okkar. Þangað til síðar, Jón Ingi, Katrín, Ingi- björg og Jóhanna. Elsku amma okkar. Mikið rosalega er erfitt að hafa þig ekki hérna hjá okkur. Maður er ekki ennþá búinn að átta sig á að þú ert farin í Sumarlandið. Þeg- ar við kíkjum niður til þín og sjáum að þú ert ekki þar líður manni bara eins og þú sért ein- hvers staðar fyrir austan eða vestan, eða jafnvel bara á Kan- aríeyjum, en samt er ekki hægt að hringja í þig. Síðastliðna daga erum við búnar að vera að skoða myndir og rifja upp liðna tíma. Við minn- umst þess hversu heppnar við vorum að hafa þig hjá okkur á uppvaxtarárum okkar. Ferðalög- in okkar voru alltaf jafnskemmti- leg, og á ferðinni fundum við okkur alltaf einhvern móa til að stoppa í og tína ber, ef sá var árstíminn. Við gátum alltaf leitað til þín, sama hvað á bjátaði, og aldrei varðstu reið við okkur heldur sýndir okkur alltaf skiln- ing. Þú ert yndislegasta mann- eskja sem við höfum kynnst og við erum mjög heppnar að hafa fengið að hafa þig fyrir ömmu okkar, jafnvel þótt það væri í styttri tíma en við hefðum óskað okkur. Það þykir svo mörgum af- skaplega vænt um þig og þú gerðir svo sannarlega þitt fyrir heiminn og meira en það. Við munum ávallt hafa þig í hjörtum okkar og þótt þú sért horfin héð- an ertu aldeilis ekki horfin frá okkur, við vitum að þú fylgist með okkur og passar upp á okk- ur. Takk fyrir að vera alltaf til staðar, tíminn sem við fengum með þér er ómetanlegur. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. Gef ég verði góða barnið, geisli þinn á kalda hjarnið. (Ásmundur Eiríksson) Við elskum þig. Guðfinna Ósk og Sigrún Þóra. Nú er hún Sigga mín búin að kveðja þennan heim og farin í þann heim sem hún þekkti öðr- um betur, enda hjálpaði hún mörgum að ná samband við þá sem farnir voru yfir móðuna miklu. Sigga var mér mjög kær enda nokkurskonar amma eða stjúp- amma, göntuðumst við oft með það að hún væri „amma hvað?“ Mig minnir að hún hafi byrjað á því sjálf og höfðum við báðar Sigríður Jónsdóttir Að skrifa minningagrein Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánudag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.