Morgunblaðið - 08.12.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.12.2014, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR Aldarminning MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2014 Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699-8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Ódýr blekhylki og tónerar Verslun í Hagkaup, Smáralind og Fjarðargötu 11, Hafnarfirði Blekhylki.is, sími 517 0150 Ýmislegt Elsku besta amma mín hefði orð- ið 100 ára í dag. Mig langar að minnast hennar í nokkrum orðum af því tilefni. Elsku amma, mig langar að þakka þér fyrir allar góðu stundirnar með þér. Amma mín var með hjarta úr gulli, kom til dyranna eins og hún var klædd, hreinskilin, góð og hjartahlý. Allt- af gat ég leitað til hennar með öll mál, hún átti ráð við öllu. Amma kenndi mér svo margt í lífinu og er ég ævinlega þakklát henni fyrir það, aldrei var það neitt mál. Amma dvaldi svo oft hjá mér þeg- ar ég fór að búa sjálf og áttum við yndislegar stundir saman með Bjarnveig Jakobsdóttir ✝ Bjarnveig Jak-obsdóttir fædd- ist í Unaðsdal á Snæfjallaströnd 8. desember 1914. Hún lést í Sunnu- hlíð í Kópavogi 6. mars 1999. börnunum mínum og eiginmanni og gátum hlegið að öllu og engu. Við gátum líka rifist en það stóð aldrei lengi yfir. Elsku besta amma mín, ég hugsa til þín á hverjum degi og sakna þín óendanlega mikið. Takk, elsku amma mín, fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig í gegnum árin og takk fyrir að vera frábær amma. Ég vona að þú hafir það gott þar sem þú ert, elsku amma, og til hamingju með 100 ára af- mælið þitt. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Ég elska þig, amma mín. Þín, Ragnheiður. ✝ ValgerðurGísladóttir fæddist á Helga- stöðum 6. júní 1929. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Grund í Reykjavík 1. des- ember 2014. Foreldrar hennar voru hjón- in Gísli Jónsson, f. 4. september 1889, d. 14. ágúst 1978 og Sólborg Sigmundsdóttir, f. 26. ágúst 1895, d. 16. maí 1982. Þau bjuggu allan sinn búskap á Helgastöðum í Mýrasýslu. Systkini Val- gerðar eru Friðjón, f. 24. mars 1928 d. 5. september 2014 og Eyrún, f. 12. júní 1933. Valgerður giftist 27. febrúar 1954 Bjarna Björns- syni, f. 15. ágúst 1925, d. 19. janúar 2009. Foreldrar hans voru Sigríður Jónsdóttir, f. 29. mars 1892, d. 29. nóv. 1972 og Björn Ingvar Jós- efsson, f. 11. sept. 1896, d. 4. ágúst 1971. Þau voru bændur 1960, börn þeirra eru a) Elí- as Fannar, f. 1984, sambýlis- kona Hugrún Ýr Magn- úsdóttir, f. 1991 b) Birgir Snær, f. 1992 og c) Eiður Logi, f. 1996. 4) Sigríður, f. 1964, maki Jón Orri Magn- ússon, f. 1964, börn þeirra eru a) Aron, f. 1991, sam- býliskona Andrea Kristjáns- dóttir, f. 1989 og b) Bjarki, f. 1994. Valgerður ólst upp á Helgastöðum í Mýrasýslu en fór ung að árum til Reykja- víkur. Framanaf var hún húsmóðir en starfaði síðan á Landspítalanum við Hring- braut til 65. ára aldurs. Val- gerður var ásamt eig- inmanni sínum virk í kvæða- og kvöldvökufélaginu Ljóð og Saga. Þau byggðu sum- arbústað í landi Neðri Háls í Kjós og dvöldu þar löngum stundum. Hún hafði gaman af ferðalögum og ferðuðust þau hjónin með vinafólki jafnt innanlands sem utan. Valgerður var mikil handa- vinnukona og eru mörg fal- leg verk til eftir hana. Síð- ustu þrjú æviárin var Valgerður á hjúkrunarheim- ilinu Grund í Reykjavík. Útför Valgerðar fer fram frá Bústaðakirkju 8. des. 2014 og hefst athöfnin klukkan 13. að Hrappstöðum í Víðidal á árunum 1918 til 1947. Val- gerður og Bjarni eignuðust fjögur börn: 1) Sólborg, f. 1953, maki Sig- urður Júlíus Kristinsson, f. 1953, börn þeirra eru a) Ásgeir Kristinn, f. 1980, sambýliskona Þórdís Friðsteinsdóttir, f. 1981, börn þeirra eru Bjarni Freyr f. 2009 og Kristinn Örn f. 2013 b) Hildur, f. 1982 og c) Valgerður, f. 1982, dóttir hennar er Sólborg, f. 2008. 2) Dagbjört, f. 1955, maki Páll Högnason, f. 1953, börn þeirra eru a) Sigurður Valur, f. 1975, maki Jónína Guðrún Þorvaldsdóttir, f. 1975, börn þeirra eru Reynir Páll, f. 2000, Valdís María, f. 2004 og Jón Valur, f. 2011 b) Anna Kristín, f. 1987, sambýlis- maður Hlynur Einarsson, f. 1985. 3) Hjalti, f. 1958, maki Kristín Kristjánsdóttir, f. Það eru hlýjar og notalegar minningar sem fylla hugann þegar ég hugsa til ömmu og afa í Álfalandinu. Amma að baka kleinur, kveikt á Gufunni og allt með rólegasta móti. Hjá þeim var svo sannarlega notalegt að gleyma stað og stund. Það gat komið sér vel að eiga þetta athvarf frá hraða, interneti og stressi nú- tímans ekki síst þegar kom að prófatíð. Próflestur hjá ömmu gekk alltaf sérstaklega vel fyr- ir sig. Notalegt andrúmsloft og amma passaði að námsmað- urinn hefði nóg að maula. Henni leiddist ekki að baka og það var ósjaldan bökunarilmur sem fyllti vitin í Álftalandinu. Þegar annríkið hjá barna- barninu var mikið var svo hægt að treysta á heimsendar nýbakaðar kleinur beint úr eldhúsinu hennar ömmu og auðvitað heimboð í grjónavell- ing. Amma var mikil handverks- kona og lagði sitt af mörkum til að kenna okkur barnabörn- unum eitthvað af réttu hand- tökunum. Það gekk upp og of- an þó ekki hafi vantað upp á þolinmæði hennar ömmu. Lopavettlingar, sokkar og peysur í bílförmum hafa streymt frá Álfalandinu til ættingja og vina í gegnum árin svo ekki sé minnst á handverk og útsaum. Framleiðslan var með ólíkindum og mikið sem ég þakka fyrir að eiga sýn- ishorn af þessum fallegu mun- um. Í síðasta skipti sem ég hitti ömmu var hún hress, grínaðist eins og hún átti til og var ánægð með tilveruna á Grund. Þessa minningu mun ég alltaf eiga og mér hlýnar að hugsa til þessarar stundar. Takk fyr- ir allt, elsku amma mín, ég mun ávallt minnast þín með hlýju og söknuði. Anna Kristín Pálsdóttir. Valgerður Gísladóttir Smáauglýsingar 569 1100 Það fyrsta sem ég man eftir Krist- jáni frænda mínum var að hann og Hrólfur, bróðir hans, voru að stækka túnið með Ræktunarsambandsýtunni og Kristján söng mikið og hafði auðsjáanlega mikið gaman af þessu verki. Eins minnist ég þess að pabbi fór með lömbin í slát- urhúsið á Þórshöfn og kom heim mjög ánægður og sagði að dóttir Kristjáns hefði komið heim til sín og sagt: „Hvaða karl er það sem er alveg eins Kristján Ragnarsson ✝ Kristján Ragn-arsson fæddist 27. júní 1930. Hann lést 24. nóvember 2014. Útför Krist- jáns fór fram 1. desember 2014. og pabbi?“ Pabbi taldi mikla upphefð í því að líkjast Kristjáni frænda sínum. Þegar við héld- um ættarmót af- komenda afa og ömmu í Grasgeira voru tveir menn sem virtust hafa nógan tíma til að gera það sem þurfti að gera. Það voru Krist- ján og Þorbergur Guðmunds- son. Þegar við vorum að skipta með okkur verkum tók Kristján að sér það verk sem flestir höfðu ekki mikinn áhuga á; það voru salernis- og hreinlætis- málin. Þetta voru þau mál sem best voru leyst af hendi á ætt- armótinu. Eftir að ég komst á bílpróf- saldurinn og fór að reka bílaút- gerð þurfti ekki annað en tala við Kristján ef eitthvert ólag var á bílunum, hann gat alltaf sagt hvað ég ætti að gera svo að bíllinn kæmist í lag. Úlfur Ragnarsson læknir taldi Kristján ekki minni lækni en sig því hann væri bílalækn- irinn á Þórshöfn. Nú er Ás- berg, dóttursonur Kristjáns, tekinn við því. Ég vil þakka Kristjáni fyrir alla aðstoðina um dagana og sendi eiginkonu hans og afkom- endum samúðarkveðjur. Eiríkur Kristjánsson. Ég bið þig, sendu nú vagninn þinn að sækja mig. Já, herra, sendu nú gullvagninn að sækja mig. Gættu mín, geymdu mig, gefðu mér friðinn. Langt hef ég farið og mig langar heim. (Jónas Friðrik Guðnason.) Elsku frændi minn. Það er komið að leiðarlokum, lífskertið þitt brunnið og kveikurinn slökktur. Það dimmir í hjörtum margra. Já, margra sem fengu að njóta logans, sem skein svo skært af lífs kerti þínu á meðan það var og veitti óspara birtu, hlýju og gerðir götuna greiðar fyrir okkur sem fengum notið. Söknuðurinn sár sem ávallt, þegar fara frá okkur miklir góðir menn. Minningarnar um þig eru yndislegar, brosandi glaður, alltaf traustur og góður. Einstakur. Já alltaf! Ég fékk þeirrar gæfu að njóta að fá að dvelja löngum stundum á þínu heimili, bæði sem barn og svo eldri, og alltaf var sami kær- leikurinn og elskan. Já, Krist- ján, það er mannbætandi að hafa fengið að una í ykkar hlýja skjóli. Ykkur á ég mjög margt að þakka. Elsku Edda mín, Áshildur, Ragnar og Freyr, mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Elsku frændi minn, takk fyrir allt og allt. Ég efast ekki um að það er gott land og góðir endurfundir sem bíða þín á æðri stigum. Og fallegur gljáandi gullvagninn er þinn! Þín frænka, Ásrún. Ég kynntist Sig- urði Baldurssyni ungur að árum en ég og yngsti sonur hans, Ingvar, höfum verið bestu vinir síðan leiðir okkur lágu saman fyrir allt of mörgum árum. Siggi, eins og hann var jafnan kallaður, var einkar duglegur að gera eitthvað með strákunum sín- um, þeim Baldri og Ingvari. Veiði- mennska hefur löngum verið stórt áhugamál hjá þeim feðgum og þeir voru duglegir að láta að sér kveða í bæði stangveiði og skotveiði. Oftar en ekki var mér boðið með í þessa veiðitúra þeirra feðga og hafði ég mikið gaman af. Í menntaskóla fékk Ingvar þá flugu í hausinn að hann vildi byrja í hestamennsku. Siggi sagði yngsta barninu að fara hægt í sakirnar. Hann hringdi í mig og bað mig vin- samlegast um að sýna Ingvari allar leiðinlegustu hliðar hestamennsk- unnar. Ég lét Ingvar fá skóflu um leið og við mættum upp í hesthús og hann sá um að moka flórinn þennan daginn. Allt kom fyrir ekki Sigurður Baldursson ✝ Sigurður Bald-ursson fæddist 30. september 1952. Hann lést 20. október 2014. Útför Sigurðar fór fram 7. nóvember 2014. og fjórum vikum síð- ar voru þeir feðgar búnir að fjárfesta í myndarlegu, tuttugu hesta stóði. Við strákarnir brölluðum ýmislegt á okkar yngri árum, misgáfulegt að sjálf- sögðu. Við áttum það til að gjörsamlega of- bjóða foreldrum okk- ar með allskyns vit- leysu sem var oft á tíðum rædd á leiðinni í hesta- eða veiðiferðir um helgar. Siggi var þá jafnan í bílnum með okkar og hló manna hæst að vitleysunni í okkur. Fullorðið fólk gleymir því oft að leyfa börnunum sínum að vera bara unglingar. Ég verð Sigurði ævinlega þakklátur fyrir það að hafa leyft okkur strákunum að vera bara vitlausir unglingar í blóma lífsins, í staðinn fyrir að segja okk- ur að hætta þessum fíflalátum og reyna að fullorðnast. Siggi var góður maður, góður faðir og einstaklega virkur þátttak- andi í lífi þeirra sem stóðu honum næst. Ég mun sakna hans og ég votta þeim Hönnu, Jóhönnu Maríu, Ernu, Baldri og Ingvari mína dýpstu samúð og bið góðan guð að styrkja þau á þessum erfiðu tím- um. Bjarni Helgason. Elsku langamma okkar, það er sárt að missa eins flotta og góða langömmu og þig. Það er ekki hægt að segja að komið hafi verið að tómum kofum hjá þér hvort sem um var að ræða bakkelsi eða sögusagnir. Kærar þakkir fyrir allar þær stundir sem við áttum með þér, hlát- urinn og vináttuna, knúsaðu langafa frá okkur. Ingveldur Jónasdóttir ✝ Ingveldur Jón-asdóttir fædd- ist í Garðhúsum á Eyrarbakka 29.10. 1917. Hún lést í Seljahlíð, heimili aldraðra, 23. októ- ber 2014. Útför Ingveldar fór fram frá Foss- vogskirkju 31. október 2014. Þá vill Axel Gerðar þakka fyrir þolinmæðina og móttökurnar þegar hann og þá aðallega Sigrún vinkona hans komu í heim- sókn til þín en stundum voru það aðrir vinir líka. „Hún amma mín sagði mér sögur er skráðust í huga minn inn, sumar um erfiðu árin, aðrar um afa minn. Og þá var sem sól hefði snöggvast svift af sér skýjahjúp því andlitið varð svo unglegt og augun svo mild og djúp.“ (Rafnar Þorbergsson) Hvíl í friði, elsku langamma okkar. Harpa Lind og Axel Gerðar. Elsku Kittý og fjölskylda. Við vottum ykkur dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur og blessa á þessum erfiðu tímum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, Helgi Hemmert Sigurjónsson ✝ Helgi Hemmert Sig-urjónsson fæddist 29. ágúst 1951. Hann lést 5. nóvember 2014. Helgi var jarðsunginn 13. nóvember 2014. margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Haraldur og Guðný.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.