Morgunblaðið - 19.12.2014, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2014
HÁR
Dreifingaraðili
Skemmtilegt í jólapakkann
bæði fyrir dömur og herra
Hús verslunarinnar, Kringlunni 7 – har@har.is – s. 568 8305 – Vertu vinur okkar á
BEAUTY
INSIDERS´CHOICE
W I N N E R
COSMETIC EXECUTIVE
WOMEN UK
2014 Rótarlitun
Strípur
WOW Þekur grá hár • Lýsir dökka rót • Fljótlegt • Endist á milli þvotta • 6 litir
Sölustaðir
WOW
Kúltúra
Hjá Dúdda
Salon Veh
Papilla
Labella
Höfuðlausnir
Fagfólk
Flóki
Scala
Gott Útlit
Modus
Medúlla
Amber
Hársaga
Hjá Ernu
Stjörnusól
Hair brush
Senter
Ozio
Hársetrið
Klippart
SVIÐSLJÓS
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Skoðanakannanir hafa bent til þess
að þorri kjósenda í Bandaríkjunum
sé hlynntur því að landið taki upp
stjórnmálasamband við Kúbu að
nýju. Mikil andstaða hefur þó verið
við það meðal repúblikana og marg-
ir af forystumönnum þeirra hafa
mótmælt harðlega samkomulagi
sem forsetar Bandaríkjanna og
Kúbu hafa náð um að koma sam-
skiptum landanna í eðlilegt horf eft-
ir 54 ára fjandskap. Þar sem repú-
blikanar eru með meirihluta í
báðum deildum þingsins er talið lík-
legt að það samþykki ekki tillögur
um að draga úr viðskiptaþvingunum
eða aflétta viðskiptabanninu á Kúbu
áður en kjörtímabili Baracks
Obama forseta lýkur eftir tvö ár.
Nokkrir af forystumönnum repú-
blikana brugðust reiðir við ræðu
Baracks Obama í fyrradag þegar
hann tilkynnti að hann hygðist
koma á stjórnmálasambandi að nýju
við Kúbu og beita sér fyrir því að
þingið drægi úr viðskiptaþving-
unum og ferðatakmörkunum til að
koma samskiptum landanna í eðli-
legt horf. Repúblikanarnir sögðust
ætla að koma í veg fyrir að stefnu-
breyting forsetans næði fram að
ganga á þinginu og sögðu að hún
myndi aðeins torvelda Bandaríkja-
mönnum að knýja fram lýðræði á
Kúbu.
Repúblikaninn Marco Rubio, ann-
ar þingmanna Flórída í öldunga-
deildinni, segist ætla að beita öllum
tiltækum ráðum til að hindra
stefnubreytinguna, m.a. að beita sér
fyrir því að þingið neiti að veita fé
til nýs bandarísks sendiráðs í Ha-
vana. Demókratinn Patrick Leahy,
öldungadeildarþingmaður frá Ver-
mont, gerði lítið úr þessari hótun og
sagði að þingið hefði þegar sam-
þykkt fjárveitingar til utanríkis-
þjónustunnar, m.a. til sérstakrar
deildar sem á að gæta bandarískra
hagsmuna í Havana. Forystumenn
repúblikana íhuga nú að beita sér
fyrir því að þingið hafni fjárveitingu
til sendiráðs í Havana á næsta ári
þegar fjárlagafrumvarp stjórn-
arinnar verður afgreitt á þinginu.
Obama hyggst tilnefna sendi-
herra í Havana en öldungadeildin
þarf að staðfesta val hans og gert er
ráð fyrir því að Rubio verði formað-
ur nefndar sem á að fjalla um til-
nefninguna. Hann segist ætla að
hafna hverjum þeim sem forsetinn
tilnefndir í sendiherrastöðuna.
Obama boðaði nokkrar ráðstaf-
anir til að draga úr ferðatakmörk-
unum og viðskiptaþvingunum, m.a.
að heimila bandarískum ferðamönn-
um að nota greiðslukort á Kúbu og
rýmka heimild kúbverskra Banda-
ríkjamanna til að senda ættingjum
sínum á Kúbu peninga. Forsetinn
viðurkenndi hins vegar að hann
hefði takmarkað svigrúm í þessum
efnum og hvatti þingið til að aflétta
viðskiptabanninu. Ólíklegt er þó að
það verði gert á kjörtímabilinu.
Telja bannið tilgangslaust
Margir demókratar á þinginu
telja að viðskiptabannið sé orðið til-
gangslaust og torveldi jafnvel til-
raunir til að knýja fram lýðræði á
Kúbu. Hillary Clinton, fyrrverandi
utanríkisráðherra, segir að stefnu-
breytingin geti stuðlað að „raun-
verulegum og varanlegum umbót-
um“ á Kúbu.
Rubio neitaði þessu. „Öll þessi
stefnubreyting byggist á blekkingu
og lygi, þeirri lygi og blekkingu að
meiri viðskipti og aðgangur að pen-
ingum og vörum leiði til pólitísks
frelsis þjóðarinnar á Kúbu,“ sagði
Rubio. „Allt þetta gefur stjórn
Castros, sem stjórnar öllum þáttum
þjóðlífsins, tækifæri til að nýta sér
breytingarnar til að halda völdunum
til eilífðar.“
Á meðal þeirra sem hafa gagn-
rýnt stefnubreytinguna er Jeb
Bush, fyrrverandi ríkisstjóri Flór-
Líklegt að
þíðan þurfi
að bíða
Ólíklegt að Bandaríkjaþing aflétti
viðskiptabanni á Kúbu á kjörtímabilinu
AFP
Sögulegt samkomulag Konur í Havana fylgjast með sjónvarpsávarpi forseta Kúbu, Raúls Castro, þegar hann
skýrði frá því að náðst hefði samkomulag um að koma á stjórnmálasambandi að nýju milli Kúbu og Bandaríkjanna.
Stærð: 106.404 ferkm
JAMAÍKA
100 km
HAVANA
Santa Clara
Santiago de Cuba
Varadero
Cienfuegos
Kúba
Íbúafjöldi: 11,26milljónir
11,2
2005
12,1
2006
2,7*
2011
7,3
2007
1,4
2009
Efnahagur
Verg lands-
framleiðsla
68,23 milljarðar $
Framleiðsla
á mann
6.051 $
Hagvöxtur
%
*Skv. síðustu hagtölum Alþjóðabankans
2010
Pólitískir fangar
2011 2012 2013
Fjöldi fanga sem hnepptir hafa
verið í skammtímafangelsi
2.074
4.123
6.602 6.424
Prósentuhlutfall kvenna sem
eiga sæti á þjóðþinginu
49
Önnur lönd til samanburðar:
*Hæsta hlutfallið skv. gögnum
Alþjóðabankans
Rúanda .............................64*
Suður-Afríka.....................45
Frakkland..........................26
Bandaríkin........................18
Rússland............................14
Brasilía.................................9
Ungbarnadauði
Undir 5 ára aldri/ á hver
1.000 börn sem fæðast/ á ári
6Kúba
Japan 3
Haítí 73
Gínea 101
Víetnam 24
Bandaríkin 7
Netnotendur
25,7
á hverja
hundrað
íbúaSkv. upplýsingum sem óháð
mannréttindahreyfing á Kúbu
hefur safnað (Mannréttinda-
og sáttanefnd Kúbu, CCHRNR) Heimildir: Alþjóðabankinn/CCHRNR
Frans páfi
var á meðal
þeirra sem
fögnuðu
sam-
komulagi
forseta
Bandaríkj-
anna og
Kúbu um að
koma samskiptum ríkjanna í
eðlilegt horf. Páfi hafði milli-
göngu um viðræðurnar sem
hófust í Kanada og Páfagarði
snemma á síðasta ári.
Stjórnin á Kúbu hefur reitt
sig á stuðning Venesúela á síð-
ustu árum en talið er að efna-
hagskreppa þar í landi vegna
lágs olíuverðs hafi stuðlað að
því að Raúl Castro forseti
féllst á að semja við stjórn
Obama.
Páfi hafði
milligöngu
VIÐRÆÐUR Í PÁFAGARÐI
Frans páfi