Morgunblaðið - 19.12.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.12.2014, Blaðsíða 28
BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Umhverfisstofnun hefurauglýst tillögu að nýjustarfsleyfi fyrir Primexehf. Núverandi starfsleyfi rennur út á næsta ári en það var gefið út í febrúar 2003. Samkvæmt tillög- unni er fyrirtækinu heimilt að hreinsa kítín eða skel úr auka- afurðum úr rækjuvinnslu og fram- leiða kítósan úr kítíninu. Hámarksframleiðsla miðast við allt að 500 tonn af kítósan á ári, en ár- leg framleiðsla fyrirtækisins til þessa hefur ekki farið yfir 200 tonn, þannig að hún er langt undir viðmið- unarmörkum. Í ár er áætlað að út- flutningsverðmæti frá Primex verði um 700 milljónir króna og þar starfa 14 manns. Primex er dótturfyrirtæki Ramma hf. á Siglufirði og segir Ólaf- ur Marteinsson framkvæmdastjóri að fyrirtækið hafi leitað ýmissa leiða til að fá meira hráefni til vinnslu. Primex kaupir nú skel af flestum rækjuverk- smiðjum hér á landi en innflutningur er ekki einfaldur að sögn Ólafs. Um- fang hráefnisins er mikið, en nýtingin lítil, auk þess sem efnið þolir illa með- höndlun. Unnið er að því að finna leið- ir til þess að koma hráefninu til vinnslunnar með viðunandi kostnaði. Primex hefur síðustu ár náð góð- um árangri í markaðsstarfi og fer langmest af framleiðslunni til frekari vinnslu erlendis undir vörumerkinu Liposan, en einnig ChitoClear. Þess- ar afurðir eru notaðar í margvísleg fæðubótarefni, heilsu-, snyrti- og lyfjavörur. Miklar endurbætur Í frétt á vef Umhverfisstofnunar segir að við gerð starfsleyfisins hafi helstu umhverfisþættir hennar verið skoðaðir, sem eru að mati stofnunar- innar fráveita og hætta á lykt- armengun. Þá var skoðað hvaða þörf gæti verið á umhverfisvöktun vegna hennar og í tillögunni er lagt til að rekstraraðili geri eina ítarlega botn- rannsókn rétt við útrásarop fráveit- unnar á næsta ár. Umhverfisstofnun meti þörf á frekari rannsóknum í framhaldi af rannsókninni. Í gögnum með umsókn Primex kemur fram að ýmsar breytingar hafa verið gerðar á tækjabúnaði og mannvirkjum á síðustu árum á tíma gildandi starfsleyfis. Þannig var frá- veita Primex endurnýjuð vegna skemmda sem urðu á henni. Nú er raforka notuð við framleiðsluna í stað jarðefnaeldsneytis sem áður var brennt í katli, sem þó er enn til staðar og er notaður sem varaaflgjafi. Öryggisþró hefur verið komið upp við tank sem geymir vítissóda sem varnar því að sódinn komist út í umhverfið verði bilun á tanknum. Primex er með slíkar öryggisþrær í kringum þá tanka sem geyma salt- sýru og vítissóda. Lögn neðanjarðar Lögð var sérstök neðanjarðar- lögn frá rækjuvinnslunni Ramma yfir til Primex þar sem úrgangi frá rækjuskel er nú dælt beint yfir til Primex ásamt vinnsluvatni frá Ramma. Breytingar á lyktarmengun vegna þeirra breytinga á tækjabún- aði verksmiðjunnar með tilkomu fyrrnefndrar neðanjarðarlagnar fyrir rækjuskel og hlutfallslegrar aukn- ingar á móttöku þurrkaðrar skeljar, eru til minnkunar ef eitthvað er, segir í gögnum frá Primex. Ástæðan er að báðar þessar breytingar minnka hlutfallslega mik- ið það magn af ferskum rækjuskelj- arúrgangi sem flutt er með bíl til verksmiðjunnar, en slík skel er oftar en ekki nokkurra daga gömul við komu til Primex með tilheyrandi lykt. Varan orðin eftirsótt, en vantar meiri rækjuskel AFP Vantar hráefni Úr skel rækjunnar eru unnin verðmæt efni til marg- víslegra nota. Hér við land hefur dregið úr rækjuveiðum. Sækja um GMP-vottun » Primex er með á áætlun að sækja um GMP-vottun á framleiðslu fyrirtækisins á næstu tveimur árum. Breyt- ingar vegna þessa eru hafnar á nokkrum framleiðslustigum vinnslunnar sem og umbætur á gæðakerfi fyrirtækisins til að mæta auknum kröfum sem GMP-vottun væntir. Fyrirtæki hasla sér völl í líftækni » Á undanförnum árum hafa nokkur fyrirtæki verið að hasla sér völl í líftækni, sem byggist á fiskafurðum. Auk Pri- mex má nefna Genís, Kerecis, Lipid Pharmaceuticals, Icepró- tein, MPF Ísland, Codland og Zymetech. » Þessi fyrirtæki vinna af- urðir úr rækjuskel, roði, fiski- olíu og aukafurðum þorsks og hafa flest átt í nánu samstarfi við Matís. 28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ SamkomulagBaracksObama Bandaríkja- forseta við Raúl Castro, leiðtoga Kúbu, um að færa samskipti ríkjanna í eðli- legra horf markar töluverð tímamót eftir rúmlega hálfr- ar aldar fjandskap og við- skiptabann. Því viðskipta- banni hefur að vísu ekki verið sópað út af borðinu því að slíkt krefst aðkomu Bandaríkjaþings sem alls óvíst er að muni fallast á breytingar. Bandaríkja- forseti hefur hins vegar tök á því að minnka vægi við- skiptabannsins og í sam- komulaginu felst að leyfilegt er fyrir brottflutta að senda meira fé heim til ættingja á Kúbu, sem munar verulega um í eymdinni þar í landi, og nú verður mögulegt fyrir Bandaríkjamenn að gera sér dagamun með Kúbuvindlum án þess að fara á svig við lög. Bandaríkin voru fyrir byltinguna á Kúbu mesta viðskiptaland eyjarinnar, enda stutt að fara og við- skiptatækifærin mikil. Nú eru Bandaríkin neðarlega á lista viðskiptalanda Kúbu og innflutningur þaðan til Bandaríkjanna, fyrir utan þann sem fer undir rad- arinn, er enginn. Þetta þýðir þó ekki að Kúba eigi ekki í neinum utanríkisvið- skiptum. Venesúela á til að mynda í miklum viðskiptum við Kúbu og hefur tekið við því hlutverki Sovétríkjanna að styðja við efnahag Castro-bræðra og félaga. Þá er Evrópusambandið stór viðskiptavinur og sama má segja um Kína og Kanada. Byltingarleiðtogarnir á Kúbu hafa þrátt fyrir þetta notað viðskiptabann Banda- ríkjanna sem afsökun fyrir því að efnahagur landsins er jafn bágborinn og raun ber vitni og kjör landsmanna rýr. Ekki síst af þessum sökum er jákvætt að afnema viðskiptabannið, því að það mun afhjúpa þennan mál- flutning og draga fram hina raunverulegu ástæðu fyrir ástandinu, sem er sameign- arstefnan sem Fidel Castro og svo yngri bróðir hans Raúl, 83 ára gamall, hafa staðið fyrir. Þessari stefnu hefur fylgt hefðbundin kúg- un almennings og pólitískar fangelsanir eins og þekkst hafa í öllum ríkjum með samskonar stjórnarfar. Lækkandi olíu- verð er sennilega ein af ástæðum þess að stjórn- völd í Havana hafa nú viljað samkomulag við Bandaríkin, því að þau sjá fram á að stuðningurinn frá Venesúela fari mjög minnk- andi eða muni hverfa á næstunni. Þar í landi hefur vafasamri stjórnarstefnu verið haldið uppi með olíu- sölu, en nú stefnir þar í verulega efnahagslega erf- iðleika og augljóst að landið verður tæpast aflögufært þó að viljann til að styðja póli- tíska samherja á Kúbu skorti ekki. Deilan í Bandaríkjunum um afstöðuna til við- skiptabannsins gagnvart Kúbu í framhaldi af sam- komulagi Obama við Castro er rétt að hefjast en þegar er ljóst að hún verður hörð. Obama mun ekki síst sæta gagnrýni fyrir að eiga í samningaviðræðum við stjórnvöld sem hafa komið jafn illa fram við þegna sína og stjórnvöld í Havana hafa gerst sek um, auk þess sem ríkið hefur verið á lista yfir ríki sem stutt hafa við hryðjuverkastarfsemi. Obama vill nú taka Kúbu af þeim lista og taka upp eðlileg pólitísk samskipti við Castro og félaga, meðal ann- ars með því að opna sendi- ráð á Kúbu. Opnun sendi- ráðs verður þó ekki þrautalaus því að bandarísk- ir þingmenn hafa hótað því að beita sér gegn fjárveit- ingum til slíkrar starfsemi og munu margir reyna að þvælast fyrir forseta sínum með öllum öðrum tiltækum ráðum. Vissulega er skiljanlegt að þeir vilji sem minnst sam- skipti hafa við hin miður geðfelldu stjórnvöld í Ha- vana. Á hinn bóginn ættu þeir að styðja aukin við- skipti á milli landanna, ann- ars vegar til að fækka afsök- unum bræðranna fyrir hörmungarástandinu á eyj- unni og hins vegar til að reyna að stuðla að auknum samskiptum sem gætu orðið til þess að flýta falli bylting- arstjórnarinnar. Eftir rúm- lega hálfrar aldar við- skiptaþvinganir er í það minnsta ljóst að sú aðferð er óþarflega seinleg og full ástæða til að láta reyna á aðrar leiðir. Þrátt fyrir stjórn- völd á Kúbu er já- kvætt að stuðla að auknum viðskiptum eyjarinnar við Bandaríkin} Nýr kafli í Kúbudeilu E nginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Það eru vissulega orð að sönnu. Margir átta sig þó sennilega ekki á því fyrr en þeir reka sig á það. Stundum harkalega. Kannski þegar það er orðið of seint að standa vörð um það sem kann að hafa glatazt. Við erum oft of upptekin held ég af því neikvæða í lífinu. Því sem við viljum að sé öðruvísi og betra en það er. Við gleymum fyrir vikið held ég oft því góða og jákvæða. Það fellur í skuggann. Við höfum jú ákveðna tilhneigingu til þess að taka því góða sem sjálfsögðum hlut. Við kunnum kannski að meta það í fyrstu en þeg- ar við höfum vanizt því verður það venjulegt. En það neikvæða er alltaf álitið neikvætt. Eðlilega. Við mættum kannski staldra oftar við og hugsa um það góða sem lífið hefur upp á að bjóða. Ég er ekki þar með að leggja til einhvern Pollýönnu- hugsunarhátt þar sem helzt má ekki ræða það neikvæða heldur einbeita sér að því jákvæða. Meira að ekki sé einblínt svo á það neikvæða að það jákvæða gleymist. Flestir eða allir þekkja það vafalaust að vera svolítið uppteknir af því neikvæða í lífinu. Ekki sízt einhverjum verkefnum sem þarf að leysa og maður vildi gjarnan vera laus við. En svo staldrar maður alltaf sem betur fer reglulega við og þakkar Guði fyrir það hvað maður hefur það í raun gott á heildina litið. Ekki sízt það að eiga góða að. Yndislega fjölskyldu og góða ættingja og vini. Ekki má heldur gleyma þeirri blessun að eiga heima í landi þar sem friður ríkir og velsæld. Það er svo sannarlega langt í frá sjálfsagt. Það má vissulega margt betur fara hér á Íslandi en það er líka mjög margt gott og jákvætt við það að eiga heima hér. Glöggt er gestsaugað eru líka orð að sönnu. Stundum áttar maður sig ekki á því hvað maður hefur það í raun gott fyrr en manni er bent á það af einhverjum utan- aðkomandi sem býr kannski ekki við eins góðar aðstæður. Mér varð til að mynda hugsað til þess eftir samskipti við vest- uríslenzka ættingja mína í haust sem búsett- ir eru í Manitoba í Kanada. Þar hlakkar fólk ekki beinlínis til vetrarins enda fer frost þar gjarnan niður í 20-40 stig. Fólk fer þá helzt ekki út úr húsi ótilneytt. Veturnir hér geta verið leiðinlegir á köflum en það verður þó sjaldnast eða aldrei svona kalt. Bara svo dæmi sé tekið. Manni verður líka hugsað til þess á ferðalögum er- lendis þegar til að mynda er ekki hægt að fara í kran- ann og ná sér þar í kalt og gott vatn. Víðast hvar í heiminum er það ekki sjálfsagður munaður. Jafnvel í ýmsum af löndunum í kringum okkur. Svona mætti lengi halda áfram. Ég held að það sé klárlega mikill styrkur fólginn í því að muna eftir því jákvæða í lífinu þegar tekizt er á við það neikvæða. Vil annars bara nota tækifærið og óska landsmönnum gleðilegra jóla! hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Gleymum ekki því jákvæða STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.