Morgunblaðið - 19.12.2014, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2014
Bering
31.150
Bering
19.900Tissot jólatilboð
39.500 kr..
Tissot jólatilboð
36.990 kr.
Úr skart
& skrín
Sign hringur
17.900
Sign hringur
29.900
Sign hálsmen
29.900
Vera hálsmen
19.500
Vera armband 59.900
Bankastræti 12 | 101 Reykjavík | Sími 551 4007
fallegar gjafir í
jólapakkann
Vínrautt skrín 19.900
Svart skrín 17.800
skartgripirogur.is
Ballerína skrín
4.200
Dagur B. Egg-
ertsson, borg-
arstjóri Reykja-
víkur, skrifaði í
gær undir samn-
ing um áfram-
haldandi aðkomu
borgarinnar að
markaðs-
verkefninu Ís-
land allt árið út
árið 2016. Farið
var fyrst af stað
með verkefnið árið 2011 með það
að markmiði að efla heilsárs-
ferðaþjónustu á Íslandi.
Samningurinn gildir til ársloka.
Í tilkynningu frá Höfuðborg-
arstofu segir að ríkið leggi til allt
að 200 milljónir króna á ári gegn
jafn háu mótframlagi frá öðrum að-
standendum verkefnisins. Þeir eru,
ásamt Reykjavíkurborg, Ice-
landair, Landsbankinn og Samtök
ferðaþjónustunnar. „Ein af meg-
instoðum ferðamálastefnu Reykja-
víkurborgar er að kynna Reykjavík
sem vetraráfangastað sem er í al-
gjörum samhljómi með áherslum
Íslands – allt árið,“ segir í tilkynn-
ingunni. Þá segir að gistinóttum ut-
an háannatíma á höfuðborgarsvæð-
inu hafi fjölgað um 81,4% á þremur
árum, frá 2010 til 2013. ash@mbl.is
Efla ferða-
þjónustu
allt árið
Reykjavík kemur
áfram að verkefninu
Gisting Aukningin
er mikil utan
háannatíma.
Skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli
við Dalvík var opnað formlega í
gær, fimmtudag. Til stóð að hafa
opið frá kl. 17-20. Má segja að
með opnun svæðisins í Böggviss-
taðafjalli hafi skíðavertíðin á
Norðurlandi hafist formlega.
Dagana 20.-21. desember verður
opið frá kl. 11-15 og dagana
26.-29. frá kl. 11-16. Fjallið
verður opnað að nýju 2. janúar.
Skíðabrekkurnar í Hlíðarfjalli
fyrir ofan Akureyri verða svo opn-
aðar kl. 16 í dag, föstudag. Snjó
hefur kyngt niður í Eyjafirði síð-
ustu vikuna eftir snjólaust haust,
sem stóð raunar fram í desember.
Fýkur jafnóðum niður í bæ
„Já, það má segja að þetta sé
ýmist of eða van. Það hefur þó
ekki fest mikinn snjó hér í fjall-
inu. Þetta fýkur allt jafnóðum nið-
ur í bæ en það hefur verið kalt og
við höfum því getað látið snjó-
byssurnar ganga viðstöðulaust til
að búa til gott skíðafæri,“ er haft
eftir Guðmundi Karli Jónssyni,
forstöðumanni skíðasvæðisins, í
tilkynningu frá Akureyrarbæ.
„Hér er því fönn, fönn, fönn, ekta
íslensk fönn, eins og Stuðmenn
sungu um árið,“ segir Guð-
mundur.
Opið verður í Hlíðarfjalli frá kl.
16-19 á föstudaginn og frá 10-16 á
laugardag og sunnudag. Á mánu-
dag verður opið frá 12-19 en lokað
á Þorláksmessu.
Skíðasvæði opnuð nyrðra
Ljósmynd/Auðunn Níelsson
Hlíðarfjall Búast má við mikilli aðsókn strax fyrsta daginn sem opið verður.
Snjóbyssurnar hafa gengið viðstöðulaust í Hlíðarfjalli
Guðmundur
Magnússon, for-
seti bæjarstjórnar
Seltjarnarness,
baðst lausnar frá
störfum bæj-
arfulltrúa á bæj-
arstjórnarfundi á
mánudaginn.
Á fundinum var
tekið fyrir bréf frá
Guðmundi þar
sem hann óskar eftir lausn úr sveit-
arstjórn samkvæmt 30. gr. sveit-
arstjórnarlaga, þar sem hann sé að
flytja úr bæjarfélaginu og missi því
kjörgengi samkvæmt hefðbundnum
reglum. Guðmundur og fjölskylda
hans hyggst flytja til Reykjavíkur.
Guðmundur hefur verið bæj-
arfulltrúi í fimm ár og skipaði hann 2.
sætið á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir
síðustu kosningar. Í fundarlok færðu
bæjarfulltrúar Guðmundi þakkir fyr-
ir samstarfið og óskuðu honum vel-
farnaðar.
Bjarni Torfi Álfþórsson var kjörinn
forseti bæjarstjórnar í stað Guð-
mundar. Sæti Guðmundar Magn-
ússonar í bæjarstjórn tekur Magnús
Örn Guðmundsson og varabæjar-
fulltrúar verða Karl Pétur Jónsson og
Katrín Pálsdóttir.
Baðst lausnar
frá störfum
bæjarfulltrúa
Guðmundur
Magnússon