Morgunblaðið - 19.12.2014, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2014
Draghálsi 14 - 16
110 Reykjavík
Sími 4 12 12 00
www.isleifur.is
Sófasett, svefnsófar, hvíldarstólar ofl.ofl
Opið
laugardag 11 - 18
sunnudag 14 - 16
Roma 3 – 1 – 1 tau sófasett. Indo hvíldarst. m/skammel Tokio rafm.liftu stóll Tungu sófar m. svefnplássi og rúmfatag.
Sófab.Sandra 120 x 80 Hornb. Sandra 60 Camilla sjónv.skápur 150 cm. Torino sjónv.skápur 135 cm. Sófab. Sharon 120 x 75 x 50
Teg. Mary 3 – 1 – 1 Teg. Giulia 3 – 1 – 1
Mál Heiðars Más Guðjónssonar, eig-
anda fjárfestingafélagsins Ursus,
gegn Eignasafni Seðlabanka Íslands
(ESÍ) og Seðlabanka Íslands var
fellt niður að hans eigin kröfu í gær-
morgun. Heiðar hefur þegar höfðað
nýtt mál með hærri bótakröfu.
Í upphaflega málinu krafðist
Heiðar þess að fá greiddar bætur
upp á rúmlega 1,4 milljarða króna
vegna tjóns sem hann varð fyrir við
söluferli Sjóvá á árinu 2010. Í samtali
við mbl.is í gær sagðist Heiðar þegar
hafa sent frá sér nýja stefnu þar sem
krafist er tæplega tveggja milljarða
króna í bætur.
Samkvæmt úrskurði Héraðsdóms
Reykjavíkur í gærmorgun þarf
Heiðar þó að greiða málskostnað er
nemur um 1,1 milljón króna þar sem
hann felldi niður málið.
Málatilbúnaðurinn er sá sami og í
fyrra máli. Hann byggist á því að
bindandi samkomulag hafi náðst við
ESÍ 10. júlí 2010 um að hópur fjár-
festa, sem Ursus fór fyrir, keypti til-
tekinn fjölda hluta í Sjóvá á fyrir-
fram ákveðnu gengi. Auk þess hafi
fylgt réttur til að kaupa fleiri hluti í
Sjóvá. Ekki hafi verið staðið við
þetta samkomulag.
Aðspurður hvers vegna hann sé að
hækka bótakröfuna segir Heiðar að
ekki hafi verið tekið tillit til heildar-
tjónsins í fyrri stefnu. „Mér fannst
algjör óþarfi að sleppa þeim með
þennan hálfa milljarð,“ segir Heiðar.
Þá segist hann hafa þurft að senda
inn fyrri stefnu fyrir þinghlé þar sem
málið hefði að öðrum kosti fyrnst.
Seðlabankinn og ESÍ féllu frá því
að staðfesta söluna á Sjóvá til fjár-
festahóps sem Ursus fór fyrir haust-
ið 2010 vegna þess að bankinn væri
að rannsaka meint brot Ursusar á
lögum og reglum um gjaldeyrismál.
Bankinn gaf sig ekki og sáu fjárfest-
arnir sig knúna til þess að segja sig
frá viðskiptunum. Sérstakur sak-
sóknari féll frá rannsókninni á hin-
um meintu brotum Ursusar. Stað-
festi ríkissaksóknari þá ákvörðun.
Heiðar Már krefst
1,9 milljarða
Hefur höfðað nýtt mál gegn SÍ
Ursus Heiðar Már Guðjónsson.
Isavia hefur undirritað fimm millj-
arða króna lán frá Norræna fjárfest-
ingabankanum (NIB), til að fjár-
magna framkvæmdir og endurbætur
á Keflavíkurflugvelli sem eiga að
auka afköst flugvallarins.
Lánsfjárhæðina á nánar til tekið
að nota til kaupa á nýjum flugvernd-
arbúnaði, stækkun komu- og innrit-
unarsvæða, flugvélastæða, endur-
bótum flugbrauta og leiðsögukerfa
auk annarra framkvæmda.
Til stendur að fjárfesta fyrir alls
15 milljarða króna til ársins 2016.
Að sögn Henrik Normanns, for-
stjóra NIB, mun fjármagn frá bank-
anum koma til móts við aukna eft-
irspurn eftir þjónustu á flugvellinum
vegna aukins farþegafjölda og auka
möguleika á samkeppni flugfélaga í
flugi til og frá Íslandi.
Björn Óli Hauksson, forstjóri
Isavia, segir miklar fjárfestingar
nauðsynlegar á Keflavíkurflugvelli,
til að mæta síauknum kröfum um
aukna þjónustu og afkastagetu.
Áætlað sé að gerð aðalskipulags og
þróunaráætlunar fyrir flugvöllinn
verði lokið á næsta ári. Þá skýrist
betur hvaða leið verður farin til þess
að mæta langtímaþörfum flugvallar-
ins og notenda hans. Hann fagnar
samstarfinu við NIB og telur það
Isavia til framdráttar. brynja@mbl.is
Isavia fær 5 milljarða lán
Norræni fjárfestingarbankinn fjármagn-
ar framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli
Morgunblaðið/Sigurgeir
Framkvæmdir Til stendur að fjár-
festa fyrir 15 milljarða til 2016.
Miðað við að áætlaður afgangur á
fjárlögum ríkissjóðs á árinu 2015 er
aðeins 0,2% af landsframleiðslu má
ætla að markmið stjórnvalda sé
fyrst og fremst að skila hallalausum
rekstri, í stað þess að greiða niður
skuldir eða skapa svigrúm til að
lækka álögur.
Þetta kemur fram í greiningu
efnahagssviðs Samtaka atvinnulífs-
ins (SA) – Fjárlög 2015: Hefur um-
fang ríkisins aukist til frambúðar? –
á nýsamþykktum fjárlögum ríkisins.
Er það mat greinenda SA að lítið
megi út af bregða til að ríkissjóður
verði á ný rekinn með halla. Bent er
á að umsvif ríkisins aukist talsvert á
þessu ári og því næsta og það stefni í
að ríkisútgjöld verði orðin hærra
hlutfall af landsframleiðslu en
nokkru sinni fyrir bankahrun.
Í greiningu SA er gagnrýnt að
þessi stefna sé mörkuð á sama tíma
og skuldastaða ríkisins hefur sjaldan
verið alvarlegri og vaxtakostnaður
er einn stærsti útgjaldaliður ríkis-
sjóðs. Eigi að takast að draga úr
þeirri byrði er það mat greinenda
SA að nauðsynlegt sé að líta til sölu
á eignum ríkisins samhliða hagræð-
ingu í rekstri.
Í greiningunni er sett fram sviðs-
mynd sem gerir ráð fyrir eignasölu
ríkisins sem gæti skilað 410 millj-
örðum á árunum 2015 til 2017. Þann-
ig yrði 35% hlutur í Landsbankanum
seldur miðað við fullt bókfært eigin-
fjárvirði; endurgreiðsla á helmingi
af 480 milljarða gjaldeyrisforð-
alánum Seðlabankans; og sala á 35%
hlut ríkisins í Landsvirkjun á geng-
inu 1,3 miðað við bókfært eigið fé.
Miðað við þessa sviðsmynd gæti
skuldahlutfall ríkisins farið niður í
ríflega 40% á árinu 2018. Uppsafn-
aður vaxtasparnaður ríkissjóðs við
slíka eignasölu væri um 60 millj-
arðar á næstu fjórum árum.
Nauðsynlegt að
líta til eignasölu
Gæti þýtt 60 milljarða vaxtasparnað
Morgunblaðið/Þórður
Fjárlög Ásdís Kristjánsdóttir er forstöðumaður efnahagssviðs SA.