Morgunblaðið - 19.12.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.12.2014, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2014 ✝ Jónína MargrétIngibergsdóttir frá Sandfelli, Vest- mannaeyjum, fæddist 6. júní 1931 á Grímsstöðum við Skólaveg 27. Hún lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 8. desember 2014. Foreldrar henn- ar voru Ingibergur Gíslason, skipstjóri frá Sjávargötu á Eyrarbakka, f. 16.1. 1897, d. 15.1. 1987 og Árný Guðjónsdóttir frá Sandfelli, Vest- mannaeyjum, f. 8.9. 1906, d. 10.8. 1943. Fósturmóðir Jónínu var Lovísa Guðrún Guðmundsdóttir frá Vorsabæjarhjáleigu í Flóan- um, f. 30.9. 1910, d. 29.5. 2000. Börn Ingibergs og Árnýjar, önn- ur en Jónína, eru Þorvaldur, f. 7.10. 1926, d. 15.2. 1927. Guðjón, sjómaður, f. 25.9. 1928, d. 16.11. 1989. Matthías, útgerðarmaður, f. 22.1. 1933, d. 31.10. 2006. Inga Hallgerður, verkakona, f. 21.5. 1937, d. 11.12. 1990 og Árný, f. 20.6. 1943, d. 2.5. 1989. Dætur Ingibergs og Lovísu eru Guðrún, f. 20.12. 1944 og Guðmunda, f. 2.9. 1948. Jónína giftist Hilmari þau einn son. Sigurbjörn á þrjú fósturbörn og eitt barnabarn. 2) Kristján Ólafur, sjómaður, f. 25.10. 1955, eiginkona hans er Heiðrún Björk Guðbrandsdóttir, verkakona, f. 10.6. 1955. Þeirra börn eru þrjú, barnabörnin eru átta og eitt barnabarnabarn. 3) Katrín Guðný, verkakona, f. 30.7. 1960, eiginmaður hennar er Baldur Pálsson, bifreiðasmiður, f. 11.4. 1964. Börn þeirra eru þrjú, barnabörnin eru fjögur. 4) Árni Guðjón, sjómaður, f. 21.4. 1962, eiginkona hans er Sesselja Jónsdóttir, húsmóðir, f. 16.8. 1965. Börn þeirra eru þrjú, barnabörnin eru tvö. Jónína var 17 ára þegar hún hóf störf sem hjúkrunarkona á spítalanum í Vestmannaeyjum og sinnti hún því starfi af mikilli kostgæfni. Í gosinu flytur hún og er um stund í Reykjavík en flytur svo vestur í Stykkishólm. Bjó hún þar í Norska húsinu með yngri börnin sín og vann þar sem fiskverkunarkona. Síðar, um haustið 73, flytur Jónína til Þor- lákshafnar og svo loks til Vest- mannaeyja og er hún með þeim fyrstu sem flytja heim eftir gos og hóf hún þá störf í Vinnslustöð Vestmannaeyja þar sem hún vann til ársins 1982. Jónína var alla tíð mjög trúrækin kona og myndarleg húsmóðir. Útför Jónínu verður gerð frá Landakirkju í dag, 19. desember 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Sigurbjörnssyni, út- gerðarmanni frá Staðarhúsi í Stykk- ishólmi, f. 8.10. 1928, d. 21.5. 2006. Hann var sonur hjónanna Sigurbjörns Krist- jánssonar, sjómanns frá Eyði í Eyr- arsveit, f. 2.8. 1889 og Soffíu Páls- dóttur, húsmóður frá Höskuldsey á Breiðarfirði, f. 7.7. 1907. Jónína og Hilmar byrjuðu sinn búskap hjá Jönu og Ingólfi, múrara á Há- steinsvegi, svo í Bergholti við Vestmannabraut, keyptu svo hús- ið Gamlaberg og fluttu það að Vesturvegi 23b árið 1961. Síðan flutti Jónína á Herjólfsgötu 7 eft- ir að Hilmar féll frá og bjó hún þar til ársins 2012 en þá flutti hún á Dvalarheimilið Hraunbúðir. Jónína og Hilmar eignuðust fjög- ur börn, þau eru: 1) Sigurbjörn, stýrimaður, f. 3.1. 1954. Fyrri kona hans var Hafdís Andersen, f. 21.12. 1949, d. 11.11. 1997. Börn þeirra eru þrjú, barnabörn- in eru fjögur. Núverandi kona Sigurbjarnar er Sóley María Haf- steinsdóttir, f. 28.8. 1972 og eiga Ég sit hérna heima í Grindavík og skrifa niður nokkra punkta við kertaljós á aðventunni. Með hafsjó af yndislegum minningum um dásamlega móður og vin. Vin allra, góð við alla, börn og dýr. Gefa öllum að borða, mátti ekkert aumt sjá eins og flestallir Sandfellingarnir, laðaði alla að sér eins og hunangsfluga. Það hlýtur líka að vera partí þarna í efri byggðum þegar síð- asti laukurinn kvaddi. Þá meina ég síðasta barn systranna frá Sandfelli, börn Ingveldar og Guð- jóns. Mamma var mjög söngelsk eins og allt hennar fólk. Við börn- in og sérstaklega ömmubörnin minnumst hennar úr eldhúsinu syngjandi og spilandi ólsen-ólsen við kertaljós. Og þau kunna flest- öll og muna öll uppáhaldslögin hennar, sérstaklega er okkur minnisstætt Dísa í Dalakofanum, Heyr mína bæn og fleira, svo sagði hún alltaf í lokin „búið bi bi dí ba bi dí bú“. Það fór mjög illa í mömmu þegar vinir og fjölskyldumeðlim- ir fóru að týna tölunni einn af öðr- um, af hverju tekur guð mig ekki, sagði hún oft. Fjölskyldan var henni mjög mikilvæg, það sá maður alltaf betur og betur. Pabbi og bræður mínir voru mjög duglegir að koma með fisk heim í soðið og mamma bað alltaf um meira, þeir sögðu oft í gamni „er allur fiskurinn búinn sem ég kom með heim í gær“ og hún sagði bara já. Hún þurfti að deila með sér. Einu sinni fórum við öll vestur í Stykkishólm til afa og ömmu til að fagna stórafmæli og pabbi var beðinn um að kaupa og koma með veigarnar úr höfuðborginni. Svo var gestunum boðið upp á drykk sem enginn þáði, þá var komið til mömmu og sagt: „Nína mín, þetta er agalegt, það vill enginn drekka þennan græna fjanda.“ Mamma hellti í fullt af glösum, setti á bakka og labbaði inn í stofu og sagði svo: „Má ekki bjóða ykkur að gjöra svo vel, ég er hér með góðan drykk, franskt vín frá Spáni.“ Og viti menn, pip- armyntulíkjörinn kláraðist. Mamma var einu sinni á balli, hún vann þá á gamla sjúkrahús- inu og átti heima í Villunni fyrir ofan líkhúsið og þarna var ungur myndarlegur maður sem vildi fylgja henni heim eftir ballið, vin- ur bræðra hennar. Mömmu fannst það óþarfi, það væri svo stutt upp í Villu, en það var ekki hægt að snúa herramanninum svo að það varð úr að hann fylgdi henni. Þegar kom að kveðjustund þá sýndi hann ekkert fararsnið á sér svo mamma opnar hurðina, nefnir nafnið hans og spyr: Kanntu að læðast? Já, segir hann, þá segir mamma þessa fleygu setningu: „Læðstu þá heim til þín.“ Ég á óteljandi sögur um þig og undurfagrar minningar, elsku mamma mín. Ég ætla að eiga þær í hjarta mínu og handa afkom- endum okkar í framtíðinni. Og öll bréfin geymi ég eins og gull, þú varst pennavinur minn nr. 1 þeg- ar ég bjó í Þýskalandi. Ég þakka skaparanum fyrir að hafa átt þig að og þetta lengi, þú áttir þína mömmu bara til 12 ára aldurs og sagðir mér oft hvað það var erfitt og hvað þú saknaðir hennar sárt. Af því, held ég, að þú varst al- veg eins og þú varst alltaf góð, dásamleg móðir og amma. Takk fyrir mig og mína, kysstu pabba frá mér. Þín dóttir, Katrín. Elsku amma, nú hefur þú kvatt þennan heim og ert farin á vit nýrra ævintýra, komin til frelsara þíns sem þú elskaðir af öllu hjarta og varst alltaf í góðu sambandi við, þú kenndir okkur að fara með bænirnar og hafa þær með okkur í hjarta okkar og að við gætum alltaf leitað til Jesú ef eitthvað bjátaði á. Elsku amma, við minnumst allra stundanna sem við áttum með hlýju og þökk. Við vorum svo heppin að búa í kjallaranum hjá þér og afa og þess vegna var ekki langt að fara bara upp stigann og alltaf þegar við systkinin komum varst þú að baka eða eitthvað að bardúsa en þú hafðir alltaf tíma til að taka okkur í fangið og syngja og dansa við okkur eða segja okkur sögur. Og ekki þótti þér það neitt til- tökumál þegar maður kom í þrjú- kaffi með alla krakkana úr hverf- inu, allir fengu að drekka hjá ömmu Nínu en það var hún köll- uð af krökkunum, allir fengu kleinur og brúnkökuna góðu sem var rifist um, en amma sá um að allir fengju nóg og enginn færi svangur út að leika. Þannig var amma alveg fram á síðustu stundu alltaf að hugsa um hvort maður væri svangur. Ég minnist göngutúranna okk- ar og oftast varð fyrir valinu að labba út á skans, þá leyfðir þú mér að tína skeljar og krabba, það fannst mér svo gaman, einnig löbbuðum við um bæinn og þá voru sagðar sögur af gamla tím- anum. Göngutúrarnir okkar urðu margir og þegar ég átti fyrsta barnið mitt komst þú oft með mér í göngu og þú keyrðir vagninn og sýndir öllum vinkonum þínum, svo stolt varst þú að vera orðin langamma. Eða þegar Himmi var lítill og hljóp um hverfið á aðvent- unni og kom svo og lét þig vita að þú yrðir að vera fyrst til að láta aðventuljósið út í glugga og alltaf settir þú það út í glugga þó að þér fyndist það of snemmt, þá gerðir þú það fyrir Himma þinn. Elsku amma, samband okkar var alveg sérstakt, þú stóðst allt- af eins og klettur við hlið okkar þegar eitthvað bjátaði á í lífi okk- ar, þú varst svo hjartahlý og góð, elsku amma, þú máttir ekkert aumt sjá þá varst þú fyrsta manneskja boðin og búin til að hjálpa til eftir fremsta megni. Við viljum þakka þér frá okkar dýpstu hjartarótum fyrir alla þá ást og hlýju sem þú sýndir okkur og börnunum okkar. Elsku amma okkar, við kveðj- um þig með söknuð í hjarta en minning þín mun lifa í hjörtum okkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Þín barnabörn, Hilmar og Sigurfinna. Elsku amma mín, nú ertu komin til frelsarans þíns. Þegar ég lít yfir og hugsa til baka er mér efst í huga þakklæti. Er svo þakklát að hafa fengið þig í ömmulottóinu, bestu ömmu sem barn getur hugsað sér, hlýjan faðm til að leita í, nóg af kökum, fullt af spólum til að horfa á og voðalega sjaldan sagt nei. Er mikið þakklát fyrir hversu mikl- um tíma ég eyddi hjá ykkur afa sem barn. Alltaf mátti maður gista í flatsæng hjá þér og saman fórum við með bænirnar og manni leið svo vel á eftir. Ég fer með þetta inn í mitt uppeldi, við Hilmar Ingi förum saman með faðirvorið á kvöldin og hann dreymir betur á nóttunni segir hann. Það eru mikil forréttindi að hafa haft ömmu sína í næsta húsi alla sína ævi, fyrst á Vesturveg- inum og svo á Herjólfsgötunni. Í gamla daga fór maður yfir til þín ef eitthvað bjátaði á og amma reddaði málunum, svo líka bara ef það var vont í matinn þá var alltaf betra hjá þér. Seinna meir urðum við miklar vinkonur og þú leitaðir til mín alveg eins og ég leitaði til þín. Elsku amma, ég held fast í all- ar minningarnar um þig og þá dýrmætu minningu síðan í sumar þegar þú varst viðstödd brúð- kaup okkar Vignis, þú skemmtir þér svo vel og ætlaðir ekki að vilja fara heim. Svo í lokin segi ég eins og ég sagði alltaf við þig: „amma, I love you“, og þú svaraðir svo skemmtilega: „love you too“. Nú ferð þú í gegnum Guðs vors hlið, og taka englar heims þér við. Þegar ég leggst undir mína sæng, veit ég að þú tekur mig undir þinn verndarvæng. Þín Inga Sigurbjörg Árnadóttir. Elsku amma mín, þessi ynd- islega góða, duglega og sterka kona, er farin frá okkur. Það er erfitt að hugsa til þess að ég eigi ekki eftir að fá að sjá hana aftur, en ég get hugsað til allra góðu minninganna um hana elsku ömmu mína. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Nú ertu komin í faðm frelsara þíns elsku amma mín. Elska þig, þín nafna, Jónína Margrét. Jónína Margrét Ingibergsdóttir ✝ Baldvin Stein-dórsson fædd- ist 20. janúar 1928 í Bolungavík. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Eir 13. desember 2014. Foreldrar hans voru Sigþrúður Jakobína Halldórs- dóttir húsmóðir, f. 1895, d. 1972, frá Berjadalsá á Snæ- fjallaströnd og Steindór Ingi- mar Karvelsson sjómaður, f. 1889, d. 1934, frá Bæjum á Snæfjallaströnd. Baldvin var næstyngstur af sjö systkinum. Systkini hans voru Sigríður, f. 1916, d. 1916, Steindór Ingi- mar, f. 1917, d. 1989, Karvel Halldór, f. 1918, d. 1992, Sigríð- ur Margrét, f. 1921, d. 1984, Sigurborg, f. 1923, d. 1923, þau eru öll látin, yngst er Petrína Kristín, f. 1931 og lifir hún Lárusdóttir húsmóðir, f. 1895, d. 1953 og Magnús Þórarinn Einarson sjómaður og harðfisk- kaupmaður, f. 1884, d. 1951. Baldvin og Lilja bjuggu öll sín búskaparár í Reykjavík. Börn þeirra eru 1) Guðbjörn, f. 1946, kvæntur Ingibjörgu Þ. Sigurð- ardóttur, f. 1947. Börn þeirra eru a) Sigrún Lilja, f. 1964, b) Hafþór, f. 1969, c) Baldur Ingi, f. 1976. 2) Lilja, f. 1952, gift Hans Gíslasyni, f. 1949 (1971- 1986). Synir þeirra eru a) Bald- vin, f. 1972, b) Björgvin, f. 1973, c) Davíð, f. 1980. Maki Lilju er Þorbjörn Viggósson, f. 1955. 3) Kristján Árni, f. 1953, kvæntur Halldóru Kristbergsdóttur, f. 1954, (1974-1996). Börn þeirra eru a) Pétur Geir, f. 1977, b) Ragna Björk, f. 1981, c) Árni Björn, f 1987. Maki Kristjáns Árna er Bryndís Ottósdóttir, f. 1957. 4) Magnús Þórarinn, f. 1958, kvæntur Ástu Bryndísi Schram, f. 1958 (1979-1988). Börn þeirra eru a) Lilja Dögg, f. 1981, b) Gunnhildur Hlíf, f. 1985. Kvæntur Kathryn Denise, f. 1968 (1991-2006). Dóttir þeirra er Arianna Kathryn, f. 1993. Maki Magnúsar Þórarins er Bettina Wilhelmi, f. 1975. 5) Halldór, f. 1965, kvæntur Katr- ínu Garðarsdóttur, f. 1967. Börn þeirra eru a) Andrea Rut, f. 2001, b) Jóhann Frank, f 2004. Barnabarnabörnin eru tuttugu og sex. Baldvin starfaði lengstum sem rafvirkjameistari. Þau hjónin stofnuðu Lampagerðina Bast, og síðar Skermahúsið, þar sem þau framleiddu raf- lampa og skerma í yfir tuttugu ár. Síðustu tuttugu starfsár sín starfaði Baldvin sem sölumaður og síðar sölustjóri hjá Múla- lundi í Reykjavík. Hann var virkur í starfi Kristniboðssambandsins. Hann var lengi í stjórn félagsins og hafði brennandi áhuga á kristniboði. Hann var einnig í Kristniboðsfélagi karla og gegndi formennsku þar í þrjá- tíu og fimm ár. Hann stjórnaði sunnudagaskóla Kristniboðs- sambandsins í mörg ár. Síðast- liðin tvö ár hafa Baldvin og Lilja dvalist á hjúkrunarheim- ilinu Eir. Útför Baldvins fer fram frá Háteigskirkju í dag, 19. desem- ber, klukkan 13. systkini sín. Sex ára gamall missti Baldvin föð- ur sinn úr krabba- meini. Móðir hans var ein með þau systkinin í nokkur ár eftir lát eig- inmanns síns en giftist svo Kristjáni Árna Stefánssyni, f. 1885, d. 1971, sem gekk þeim í föðurstað. Baldvin bjó í Bolungavík þar til um tvítugt og vann þá hjá Einari Guðfinnssyni. Hann fór suður til Reykjavíkur í Iðnskól- ann og lærði þar rafvirkjun og öðlaðist skömmu síðar réttindi sem rafvirkjameistari. Baldvin kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Lilju Magn- úsdóttur, f. 1929, frá Bol- ungavík, 20. janúar 1950. For- eldrar hennar voru Kristín Kallið er komið og við kveðj- um nú kristniboðsvininn Bald- vin. Allt frá bernskuárum minn- ist ég hans og óbilandi áhuga hans á kristniboðinu og starfi Kristniboðssambandsins hér á landi. Baldvin var kristniboðs- vinur af lífi og sál. Hann var virkur í starfi Kristniboðsfélags karla þar sem hann var formað- ur í rúm 30 ár og í stjórn Kristniboðssambandsins sat hann í 16 ár sem ritari og vara- formaður. Baldvin tók þátt í fundum, fjáröflun, framkvæmd- um, samkomum og öðru starfi, fyrst í kristniboðshúsinu Bet- aníu og síðan Kristniboðssaln- um. Hann átti mikinn þátt í að standsetja þann sal undir lok 9. áratugarins og fór fyrir góðum hópi sjálfboðaliða í því efni. Baldvin átti einnig drjúgan þátt í að afmælisritið Lifandi steinar kom út árið 1989, á 60 ára af- mæli Kristniboðssambandsins. Eftir að erfiðara reyndist að fara um kom hann samt áfram á skrifstofuna og sótti umslög og skilaði síðan frímerkjaklipp- um sem seldar voru til fjáröfl- unar starfsins. Hann var að svo lengi sem kraftarnir leyfðu og áhuginn alltaf óbilandi. Annars er erfitt að telja upp allt það mikilvæga starf sem Baldvin vann, svo margslungið og fjölbreytt var það á löngum tíma. Hann var einstaklega ábyggilegur og sinnti mjög vel öllu sem hann tók að sér. Alltaf mátti treysta því að allt væri vel gert hjá Baldvini. Margir eiga honum mikið að þakka, ekki síst sá fjöldi fólks sem fékk að heyra fagnaðar- erindið á fjarlægum slóðum vegna þess að Baldvin skipaði sér í röðina ásamt fleirum sem sendu kristniboðana út, báðu fyrir þeim, gáfu fjármuni til starfsins og tóku þátt í marg- víslegri fjáröflun. Sjálf vorum við hjónin eins og aðrir kristni- boðar í hópi þeirra sem nutu fyrirbænar Baldvins, Lilju og svo ótal margra. Sú þjónusta er starfinu afar mikilvæg, mikil- vægari en nokkur gerir sér grein fyrir. Framlag Baldvins til ís- lenskrar kristni og trúfesti hans við kristniboðið verður seint fullmetið. Megi Drottinn blessa minningu hans og gefa okkur marga aðra slíka. Drott- inn huggi og styrki ástvini alla. Ragnar Gunnarsson. „Til himinsala mín liggur leið, þar ljúft er heima að búa (sr. Fr. Fr.) söng vinur okkar Baldvin Steindórsson oft á langri lífsgöngu sinni. Nú er hann kominn heim til himinsala á fund frelsara síns, Jesú Krists. Í byrjun manndómsára sinna gáfust Baldvin og hans góða kona, Lilja Magnúsdóttir, Jesú Kristi og héldu tryggð við hann allar götur síðan. Fljótlega eftir afturhvarf sitt, fundu þau hjónin sitt and- lega heimili í Kristniboðssam- bandinu. Baldvin var skjótt kallaður til ábyrgðarstarfa, sat um árabil í stjórn Kristniboðs- sambandsins og var um rúm- lega þriggja áratuga skeið for- maður í Kristniboðsfélagi karla. Í félaginu var Baldvin fremstur meðal jafningja, mild- ur og umhyggjusamur, brenn- andi fyrir málefninu. Orð sem honum voru kær eru í Ef. 2.8-10; „Því að af náð eruð þér hólpnir orðnir fyrir trú. Þetta er ekki yður að þakka. Það er Guðs gjöf. Ekki byggt á verkum, enginn skal geta mikl- ast af því. Vér erum smíð Guðs, skap- aðir til góðra verka, sem hann hefur áður fyrirbúið, til þess að vér skyldum leggja stund á þau.“ Já, Baldvin var frelsaður af náð og skapaður af Guði til góðra verka hér í heimi. Hann hélt utan um félagið okkar af sérstakri natni og ábyrgðartil- finningu. Hann naut dyggrar aðstoðar sinnar einstöku konu í öllu því sem málefninu viðkom. Marga fundi héldu þau á heimilinu sínu fyrir okkur félagsmenn og þá var ekkert til sparað í veit- ingum og rausnarskap. Við félagar í Kristniboðs- félagi karla kveðjum í djúpri þökk og virðingu félaga okkar Baldvin Steindórsson og biðjum Guð að blessa minningu hans. Ástvinum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Halldór Konráðsson og Bjarni Árnason. Baldvin Steindórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.