Morgunblaðið - 19.12.2014, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.12.2014, Blaðsíða 40
40 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2014 Z-Brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - z.is 20% afsláttur af jólaköppum Falleg og mjúk handklæði í jólapakkann Úrval - gæði - þjónusta Kolbeinn Óttarsson Proppé er kominn í ferðamannabransann.Hann hefur ásamt félaga sínum, Ólafi Guðmundssyni, stofn-að fyrirtæki sem mun lóðsa ferðamenn um borgina á raf- magnsþríhjólum. „Þessar vespur eru með farþegarými fyrir sex manns, hjólin eru flutt inn frá Hollandi og eru með gæðastimpil frá Evrópusambandinu sem þýðir að það má keyra þau hvar sem er inn- an ESB. Fyrirtækið heitir Tuk Tuk Tours og heimasíða okkar er ný- komin í loftið, ttt.is, ef menn vilja kynna sér hana. Þetta er ný og umhverfisvæn leið til að sjá Reykjavík, fara um þröng stræti sem stærri farartæki komast ekki, en lagt verður upp frá Hörpu. Hjólin koma til landsins með vorinu.“ Kolbeinn hefur verið í lausamennsku undanfarna mánuði en þar áður var hann upplýsingafulltrúi hjá Strætó. „Ég missti vinnuna í haust og það hefur verið mikil gæfa þar sem ég hef getað snúið mér að skemmtilegum og krefjandi verkefnum. Ég hef verið að þýða og stundað blaðamennsku fyrir ýmis félagasamtök. Svo les ég bækur fyrir Hljóðbókasafn Íslands, sem ég hef gert reglulega í 20 ár, mis- mikið þó eftir því hvað ég hef verið að gera. Það er mjög skemmti- leg vinna, maður fær borgað fyrir að lesa jólabækurnar. Af nýju bókunum sem ég hef lesið er ég hrifnastur af Kötu eftir Steinar Braga og Öræfum eftir Ófeig Sigurðsson.“ Kolbeinn á tvö börn, Óttar 16 ára og Áróru Elí 11 ára. Kolbeinn Óttarsson Proppé er 42 ára Ljósmynd/Axel Sigurðarson Á Hljóðbókasafninu Kolbeinn við innlestur á hljóðbók. Lóðsar ferðamenn um á þríhjólum Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Reykjavík Jasmín Arya Tangolamos fæddist 28. júní 2014 kl. 14.23. Hún vó 3.246 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Amita Niraula og Eric T. Baldvinsson. Nýir borgarar Kópavogi Logi Snær Magnússon fæddist 27. mars 2014 kl. 9.28. Hann vó 14 merkur og var 48 cm langur. For- eldrar hans eru Lilja Íris Gunnars- dóttir og Magnús Már Guðmunds- son. B erglind Ósk fæddist í Reykjavík 19.12. 1964 en flutti til Eskifjarðar 1966 og til Fáskrúðs- fjarðar 1970. Hún var í Grunnskóla Fáskrúðs- fjarðar, Alþýðuskólanum á Eiðum 1980-81, Lýðháskólanum í Skálholti 1982-83, Fjölbrautaskólanum í Ár- múla 1983-86, stundaði nám við Tónlistarskóla Garðabæjar 1983-89 og við Fósturskóla Íslands frá 1986 og lauk þaðan prófum 1989. Á unglingsárunum starfaði Berg- lind í fiski á Fáskrúðsfirði. Hún var búsett í Reykjavík á árunum 1986- 2006, var leikskólakennari í leik- skólanum Álftaborg í Reykjavík og síðan leikskólstjóri við sama leik- skóla. Hún flutti á Fáskrúðsfjörð 2006 og er þar leikskólakennari og tón- listarkennari auk þess að vera verk- efnastjóri og staðarleiðsögumaður hjá Tanna Travel. Berglind sat í kjörstjórn Félags leikskólakennara í nokkur ár, í Berglind Ósk Agnarsdóttir, kennari og leiðsögumaður – 50 ára Sagnaþulir Frá vinstri: Sigurbjörg Karlsdóttir, sagnakona úr Garðabæ, Joe Brennan, sagnamaður frá Írlandi, Ína Dagbjörg Gísladóttir, sagnakona frá Neskaupsstað, Berglind sjálf í miðjunni, Hilde Hanssen, sagnakona frá Noregi, Signý Ormarsdóttir, menningarfulltrúi Austurlands, og Ragnheiður Þóra Grímsdóttir, sagnakona fá Akranesi. Sagnaþula af lífi og sál Efnileg börn Unnar Ari og Ellen Rós, börn Berglindar og Hans Óla. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.