Morgunblaðið - 19.12.2014, Blaðsíða 34
Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2014
✝ Halldór BjarniÞórhallsson
fæddist í Hofsgerði
á Höfðaströnd í
Skagafirði 5. nóv-
ember 1927. Hann
lést á heimili sínu 9.
desember 2014.
Foreldrar hans
voru Björn Þórhall-
ur Ástvaldsson
bóndi, f. 6.11. 1893
á Á í Unadal í
Skagafirði, d. 30.9. 1962, og kona
hans Helga Friðbjarnardóttir
húsfreyja, f. 7.12. 1892 í Ytra-
Brekkukoti í Blönduhlíð í Skaga-
firði, d. 20.4. 1986. Þau bjuggu
m.a. í Hofsgerði, Hvammkoti og
Litlu-Brekku á Höfðastönd.
Helga og Þórhallur bjuggu
lengst í Litlu-Brekku á Höfð-
aströnd. Halldór var 10. í röð 12
barna þeirra en þau misstu
Guðrún Jóhannsdóttir frá
Sveinatungu í Norðurárdal, f.
21. júní 1892, d. 29. september
1970. Börn þeirra eru: 1) Berg-
sveinn, smiður, f. 29.9. 1949,
kvæntur Eygló Aðalsteinsdóttur.
Þau eiga þrjú börn og sex barna-
börn. 2) Þórhallur verkfræð-
ingur, f. 13.1. 1956, kvæntur
Margréti Guðmundsdóttur. Þau
eiga tvö börn. 3) Rúnar fé-
lagsráðgjafi, f. 18.7. 1959, var
kvæntur Ágústu Þorbergs-
dóttur. Þau eiga þrjá syni og eitt
barnabarn.
Halldór fluttist til Reykjavík-
ur árið 1946. Þar lagði hann
stund á nám í húsasmíði við Iðn-
skólann í Reykjavík og fékk
meistarabréf í húsasmíði árið
1953. Halldór rak trésmíðaverk-
stæði fram til ársins 1962 með
Árna Gestssyni en eftir það fór
hann að vinna við uppbyggingu á
orlofshúsum í Ölfusborgum.
Þegar því lauk vann hann við
trésmíðar víða í Reykjavík.
Útför Halldórs verður gerð
frá Bústaðakirkju í dag, 19. des-
ember 2014, og hefst athöfnin kl.
13.
fyrsta barn sitt sem
fætt var 1916. Látin
eru Elísabet, f.
1917, d. 2003, Ósk,
f. 1918, d. 2004,
Friðbjörn, f. 1919,
d. 2003, Guðbjörg,
f. 1920, d. 2011, Ás-
dís, f. 1922, d. 2001,
Anna Guðrún, f.
1923, d. 2004, Krist-
jana, f. 1925, d.
2011, Þorvaldur, f.
1926, d. 2011, og Guðveig, f.
1929, d. 2013. Eftirlifandi er
Birna, f. 1938, búsett í Keflavík.
Halldór kvæntist hinn 28.
ágúst 1954 Guðbjörgu Berg-
sveinsdóttur, f. 30. september
1928. Foreldrar hennar voru
Bergsveinn Jónsson, f. 17. sept-
ember 1893 á Vattarnesi í Múla-
sveit, A-Barðastrandarsýslu, d.
18. október 1969, og kona hans
Veturinn var mildur þegar fað-
ir minn, Halldór Bjarni Þórhalls-
son, kom í þennan heim í Hofgerði
í Skagafirði 5. nóvember 1927.
Tíðin endurspeglaðist í sinni hans
og háttum. Hann var hæglátur og
vandaði til verka. Öllum gjöfum
heimsins og harmi var tekið með
jafnaðargeði. Og hvert sem hann
kom var eins og ský hefði dregið
frá sólu, slík var hlýjan sem frá
honum barst. Og nú hefur geislum
sólarinnar fækkað. Eftir stendur
hlýjan frá honum í minningunni.
Halldór faðir minn upplifði
miklar breytingar. Hann fæddist í
torfbæ og endaði ævina í net-
tengdu húsi. Þessi hægláti maður
kvæntist móður minni sem var
með lítinn dreng og gerði hann að
syni sínum. Fyrir þetta vil ég
þakka. Pabbi hugsaði vel um móð-
ur mína, sérstaklega síðustu árin
þar sem hann tók við heimilinu
eftir að hún veiktist.
Pabbi og mamma byrjuðu bú-
skap í Hamarsgerði 4 í Reykjavík.
Þetta var snemma á 6. áratug síð-
ustu aldar og við á meðal frum-
byggja í smáíbúðahverfinu.
Haftastefnan batt hendur fólks í
framkvæmdahug enda efni og
gæðum skammtað. Byggingar-
efnið í Hamarsgerðið var tak-
markað og sagði pabbi oft frá því
að hann hefði átt að fá járn á að-
eins hálft húsþak en ekki heilt eins
og þurfti. Þrátt fyrir þetta annríki,
að koma sér upp fjölskyldu,
byggja yfir hana og stunda vinnu
gaf pabbi sér ætíð tíma til að rétta
öðrum hjálparhönd. Um svipað
leyti reisti hann annað hús í
Grundargerði 4 fyrir tengdafor-
eldra sína. Hús sem þau pabbi og
mamma fluttu síðar sjálf í. Eitt af
hans síðustu verkum tengdum því
var að skipta um þakjárn í sumar,
taka það gamla af sem hann setti
sjálfur og setja nýtt í staðinn.
Hann kom að báðum verkum á öll-
um stigum. Slík var gleði smiðsins
að hann virtist sem þrítugur á ný
en ekki næstum níræður þar sem
hann fór upp og niður pallana utan
á húsinu með hamar í hönd og
sveigði og beygði þakjárnið.
Við feðgarnir ferðuðumst tölu-
vert saman. Nokkrar veiðiferðir
fórum við og reyndum við laxinn í
Norðurá. Við fórum líka nokkrum
sinnum norður til Hofsóss að lag-
færa Staðarbjargir, litla húsið
sem foreldrar hans, afi og amma,
keyptu og fluttu í eftir að þau
hættu búskap árið 1953. Þar hitt-
ust bræðurnir þrír úr tólf barna
hópi: pabbi, Bjössi og Valdi og
einnig mágur þeirra Axel.
Ein eftirminnilegasta ferðin
sem við fórum og ein af þeim síð-
ustu var þegar við fórum tveir
vestur á Strandir. Í ferðinni gist-
um við í fellihýsi og lifðum eins og
kóngar. Pabbi minntist oft á þessa
ferð og það þegar við grilluðum
stórsteikur á kvöldin og skáluðum
í koníaki á eftir.
Nú er erindi pabba hér lokið og
hann farinn í aðra ferð, á vit for-
eldra sinna og systkina sem geng-
in eru.
Ég vil þakka bræðum mínum
fyrir alla aðstoðina og stuðninginn
sem þeir hafa veitt foreldrum okk-
ar. Með tár á hvarmi vil ég kveðja
pabba með kvæði eftir ömmu
minni í móðurlegg, tengdamóður
hans.
Hann gekk hér um að góðra drengja sið,
gladdi mædda, veitti þreyttum lið.
Þeir fundu best sem voru á vegi hans
vinarþel hins drenglundaða manns.
Þó ævikjörin yrðu máski tvenn,
hann átti sættir við Guð og menn.
(G.J. frá Brautarholti.)
Bergsveinn Halldórsson.
Elsku pabbi minn. Nú verða
okkar samverustundir ekki fleiri
um sinn. Þú ert horfinn í hvíldina
löngu sem okkar allra bíður. Þú
fæddist í torfbæ og ólst upp í
stórum sytkinahópi. Af því sem þú
sagðir af þínum uppvexti er mér
ljóst að oft hefur verið þröngt í búi
og lítið að bíta og brenna. Með
handaflið, verklagni, útsjónarsemi
og eljusemi að vopni var barist
harðri lífsbaráttu.
Ungur maður lagðir þú land
undir fót, yfirgafst Skagafjörðinn
sem var þér svo kær, fórst í höf-
uðstaðinn á vit ævintýra og til að
menntast. Útskrifaðist sem húsa-
smíðameistari. Ég man að oft sat
ég lítill hnokki og horfði hugfang-
inn á hann pabba minn handleika
hamarinn. Ég hef ekki tölu á
hversu oft þú komst á heimili mitt,
eftir að ég fluttist úr foreldrahús-
um, með hamar og sög að vopni.
Eyddir tugum klukkustunda við
smíðar og lagfæringar. Og hvílík
listasmíð. Margir hafa dáðst að
handbragði þínu sem á heimili
mitt hafa komið. Ég gat aldrei
fullþakkað þér þetta. Og nú get ég
ekki þakkað lengur – á bara minn-
ingarnar um allar þessar stundir,
vinnusemina, fórnfýsina þína og
eftir stendur listasmíðin.
Elsku pabbi minn.
Ég veit að síðustu ár voru þér
afar erfið þegar hugur mömmu
Bubbu hvarf æ meir í dulúðuga
þoku og handverk hennar brast.
Þú barðist með verklagnina, út-
sjónarsemina og eljuna að vopni.
Þú fórst að elda mat, þvo þvotta
og stundum lagði vöffluilm að vit-
um þegar ég kom í heimsókn og
þú hafðir þá verið að baka og vöffl-
urnar runnu svo ljúflega niður
með þeyttum rjóma og rabarbara-
sultunni sem þú hafðir búið til. Þú
sem aldrei hafðir að eldhúsverk-
um komið áður. Svo sýndirðu mér
eitthvað sem þú hafðir verið að
skoða í tölvunni þinni. Þú sem ólst
upp í torfbæ þar sem kolaeldavél
var eina tækniundrið.
Í lok síðasta dagsins stóðst þú
einn með handaflið og skófluna að
vopni. Að moka snjó og krap svo
elsku Bubba þín, sem var þér svo
ofur kær, gæti stigið sem örugg-
ustum fótum gangstíginn þegar
hún kæmi með bílnum heim úr
Fríðuhúsi. Þá brast þig þrekið og
nú er hvíldin þín.
Elsku pabbi minn.
Fyrir þína hönd vil ég þakka
þeim vinum og ættingjum sem
undanfarna mánuði og ár sýndu
þér trygglyndi og voru þér stuðn-
ingur og stoð með heimsóknum og
símtölum. Þið eruð og verðið alltaf
perlur í mínum huga því ég veit
hversu mikils virði þetta var hon-
um pabba mínum.
Í tárvotum huga á ég nú bara
eina ósk. Að sönn sé trúin um að
þegar að hvíldinni löngu kemur
hittum við á ný ástvini sem horfnir
eru. Huggun mín og bæn er að þú
sitjir nú með foreldrum þínum og
systkinum sem til hvíldar eru
gengin og með ykkur ríki sú ein-
læga kátína og gleði sem ríkti er
þið öll hittust á árum áður.
Þinn sonur,
Rúnar.
Fráfall míns elskulega tengda-
föður bar snöggt að, fyrirvarinn
var enginn.
Þannig hugsa ég að hann hefði
viljað hafa það, það átti enginn og
mátti enginn hafa neitt fyrir hon-
um. Hins vegar var hann sjálfur
boðinn og búinn að aðstoða við
ýmis verk stór og smá.
Í upphafi búskapar okkar Þór-
halls keyptum við Reyðarkvíslina
sem var þá langt frá því að vera
íbúðarhæf. Þá var gott að eiga
Halldór að. Þeir feðgar unnu í
sameiningu að endurbótum og
mér fannst þeir báðir alltaf njóta
þess vel að vinna saman, spá og
spekúlera. Halldór var mættur
þar til vinnu á kvöldin og um helg-
ar í langan tíma, oft á undan okk-
ur yngra fólkinu. Ekki má heldur
gleyma allri hjálpinni með sum-
arbústaðinn en vinnuferðirnar
norður voru ófáar og alltaf var
Halldór tilbúinn að koma með
okkur.
Halldór hafði hlýlegt yfir-
bragð, var glettinn til augnanna
og vinalegt blikk var einkenni
sem alltaf vermdi. Hann hafði
stórar, vinnulúnar hendur og í
þéttu handtakinu streymdi hlýja
og kærleikur, hann hafði svo góða
nærveru. Það er skrýtið að hugsa
til þess að sætið hans verði autt
um jólin en í yfir tuttugu ár höfum
við notið samveru hans um jól og
áramót.
Þegar ég hugsa til baka, til
allra samverustundanna, er mér
þakklæti efst í huga.
Margrét.
Elsku afi. Það er ótrúlegt að
hugsa til þess að þú sért farinn frá
okkur svona skjótt og án nokkurs
fyrirvara. Síðustu daga hafa allar
góðu minningarnar um þig hrann-
ast upp í huga okkar. Alltaf vorum
við velkomin í Grundargerðið þar
sem þið amma áttuð alltaf eitt-
hvert góðgæti og að sjálfsögðu
fórum við ekki heim nema fá að
minnsta kosti eina fílakaramellu í
nesti. Þar ræddum við um allt
mögulegt enda varstu alltaf með
nýjustu fréttirnar á hreinu og bú-
inn að lesa nýjustu bækurnar.
Ávallt vorum við kvödd með opnu
faðmlagi og þéttingsföstu hand-
taki, en í gegnum þykku sterku
hendurnar streymdi hlýja og
kærleikur. Ófáar og dýrmætar
minningar eigum við um þig á
sumrin þegar farið var í veiðitúra
en þar naustu þín úti í náttúrunni
með veiðistöngina. Við gleymum
því aldrei þegar við sátum í mat-
arboðum sem krakkar og okkur
leiddust samræður fullorðna
fólksins. Þá fengum við oft á tíð-
um lítið blikk frá þér, þú brostir
hlýlega og það brá fyrir glettni í
augunum. Þú skildir hvernig okk-
ur leið. Þú hafðir yndi af tónlist og
söng og þegar við vorum yngri
sátum við ósjaldan í kjöltunni
þinni og sungum hátt og snjallt
upp úr Vísnabókinni með þér.
Mig vantar orð til að þakka þér,
í þögninni geymi ég bestu ljóðin,
gullinu betra gafstu mér,
göfuga ást í tryggða sjóðinn
og það sem huganum helgast er,
hjartanu verður dýrasti gróðinn.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Guð geymi þig elsku afi. Takk
fyrir allt og allt. Við söknum þín.
Valdís og Halldór.
Halldór Bjarni
Þórhallsson
HINSTA KVEÐJA
Hann gekk hér um að góðra
drengja sið,
gladdi mædda, veitti þreyttum
lið.
Þeir fundu best sem urðu á vegi
hans
vinarþel hins drenglundaða
manns.
Þó ævikjörin yrðu máski tvenn,
hann átti sættir jafnt við Guð og
menn.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Ein fegursta setning á
tungu feðranna er: „Hann
var drengur góður.“ Í 60
ára nánum kynnum varð
aldrei vík á milli vina.
Ingibjörg og Magnús.
Fleiri minningargreinar
um Halldór Bjarni Þórhalls-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Elskulegur faðir okkar, sonur, bróðir
og mágur,
JÓN ÁSBJÖRN GRÉTARSSON
netagerðarmeistari,
lést á Landspítalanum miðvikudaginn
17. desember.
.
Aron Gunnar Jónsson,
Rebekka Lind Jónsdóttir,
Grétar Þórðarson, Katrín B. Jónsdóttir,
Hjörtur Grétarsson, Helga Jóhannesdóttir.
Móðir okkar,
SOFFÍA ZOPHONÍASDÓTTIR
leikskólakennari,
Sigtúni 37,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi
í Hafnarfirði miðvikudaginn 17. desember.
Útför verður auglýst síðar.
.
Karl Friðjón Arnarson,
Úlfar Snær Arnarson.
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við fráfall elskulegs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa
og langafa,
EINARS ÓLAFSSONAR,
Smáragötu 9,
Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir góða umönnun og
elskulegt viðmót.
.
Viktoría Ágústa Ágústsdóttir,
Ólafur Ágúst Einarsson, Halla Svavarsdóttir,
Agnes Einarsdóttir, Kári Þorleifsson,
Viðar Einarsson, Dóra Björk Gunnarsdóttir,
Hjalti Einarsson, Dagmar Skúladóttir,
afa- og langafabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við
fráfall og útför elskulegs eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður og afa,
ÞORKELS FJELDSTED
í Ferjukoti.
Heba Magnúsdóttir,
Magnús Fjeldsted, Margrét Helgadóttir,
Heiða Dís Fjeldsted, Þórður Sigurðsson,
Elísabet Fjeldsted, Axel Eiríksson,
Björgvin Fjeldsted
og barnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, fósturfaðir, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
TÓMAS B. A. HÖGNASON,
lést laugardaginn 6. desember á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð.
Berta Guðrún Björgvinsdóttir,
Jón Pálsson, Jóna Rakel Ólafsdóttir,
Guðný Tómasdóttir, Þórhallur Einarsson,
Svanhvít Tómasdóttir,
Ásta Tómasdóttir,
Svanur Örn Tómasson, Sigríður Michelsen,
Rúnar Tómasson, Mary Þorsteinsdóttir,
Birkir Tómasson, Bóel Þórisdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
BALDUR G. GUÐLAUGSSON
sjómaður,
Sólgarði,
Borgarfirði eystri,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans
þriðjudaginn 16. desember.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
mánudaginn 29. desember kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið.
Sesselja Einarsdóttir,
Guðlaugur Baldursson, Helga Kristín Gilsdóttir,
Jóna Soffía Baldursdóttir, Bjarki Jóhannsson,
Kristbjörg Baldursdóttir, Bernharð K. Ingimundarson,
og barnabörn.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma
og langalangamma,
GUÐRÚN Þ. JÓNSDÓTTIR KRATSCH,
Dalbraut 14,
Reykjavík,
lést á Landspítala Fossvogi
fimmtudaginn 11. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu. Þeim sem vilja minnast hennar
er bent á Hjartavernd.
Ellý Kratsch, Þröstur Jónsson,
Þorsteinn Óli Kratsch, Rósa Friðriksdóttir,
Jón Aðalbjörn Kratsch, Unnur Óladóttir,
ömmubörn, langömmubörn
og langalangömmubörn.