Morgunblaðið - 19.12.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.12.2014, Blaðsíða 22
FRÉTTASKÝRING Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is Ákvörðunarvald einstaklinga innan hjónabands ræðst af möguleikum þeirra á vinnumarkaði. Það er nið- urstaða doktorsritgerðar hagfræð- inganna Örnu Varðardóttur og Tom- as Thörnqvist, sem Arna kynnti á fundi Seðlabankans í gær. ,,Hingað til hafa heimili og fjár- málaákvarðanir þeirra bara verið skoðuð þannig að heimilin eru skoð- uð sem ein eining. Þannig hefur ekki verið litið til þess hvernig þessar ákvarðanir eru teknar innan heim- ilisins,“ greinir Arna frá. Hún segir hugmyndina hafa kviknað út frá þeirri vitneskju að einhleypir karlar og konur taka fjár- málaákvarðanir með mismunandi hætti. „Þó svo að leiðrétt sé fyrir aldri, menntun, tekjum og eignum, sjáum við samt að konur eru var- færnari. Þær eru með dreifðari eignasöfn og fjárfesta síður beint í hlutabréfum, þær fjárfesta frekar í sjóðum. Þannig eru fjármálasöfn þeirra áhættuminni.“ Það sé í sam- ræmi við aðrar rannsóknir. „Þar af leiðandi myndum við halda að innan heimila sem samanstanda af karli og konu, séu ólíkar skoðanir þegar kemur að fjármálaákvörðun- um. Meginmarkmið rannsóknarinn- ar var að skoða hvernig þessar ólíku skoðanir koma saman og hvað ræður vægi ólíkra skoðana við ákvarðana- töku,“ útskýrir hún. Matseld ræður ekki afkomunni Hún segir konur taka ríkari þátt í mikilvægum fjármálaákvörðunum í dag en áður, svo sem vegna fjárfest- inga og lífeyrissparnaðar, þó að karl- ar séu ennþá meira áberandi. „Sumir segja að konur taki að mestu leyti ákvarðanir fyrir heimilið en það er bara þegar kemur að litlum ákvörð- unum, eins og hvað skuli vera í mat- inn. Þetta eru í raun ekki mikilvægar ákvarðanir, heldur vinna. Ákvörðun um matseld morgundagsins hefur ekki áhrif á afkomu heimilisins eftir tuttugu ár. Hins vegar getur ákvörð- un um fjárfestingu ævisparnaðarins skipt sköpum.“ Arna komst að þeirri niðurstöðu að ákvörðunarvald, það er, hversu mikið vald einstaklingur hefur um ákvörðunartöku innan heimilis, ræðst að því hvaða möguleika hann hefur utan hjónabandsins. ,,Þessi niðurstaða sýnir að heimilin eru ekki bara svartir kassar. Það er eitthvað sem gerist innan kassanna. Það er mikilvægt fyrir stjórnvöld, háskóla- samfélagið og fleiri, að skilja hvað gerist innan þessara kassa og hvern- ig fjármálaákvarðanir eru teknar.“ Hún bendir á að stefnubreytingar hins opinbera geti haft áhrif á hlut- fallslegt ákvörðunarvald hjóna og því sé mikilvægt að hafa í huga að skoðanir þeirra séu mismunandi. Arna segir máli skipta, í þessu samhengi, hversu trúverðug hótun um að fara út úr hjónabandi sé, ef öðru hjóna mislíkar ákvörðun. ,,Nið- urstöðurnar ýta enn frekar undir mikilvægi þess fyrir alla að mennta sig og geta staðið á eigin fótum.“ Hún tekur dæmi til að útskýra þetta nánar. „Vera kann að menntuð kona vinni heima en vegna þess að hún hefur möguleika á því að vinna utan heimilis, fær hún ákveðinn trú- verðugleika. Hún getur staðið á eigin fótum, því hún hefur menntun og at- vinnumöguleika. Af þeim sökum fær hún að taka meiri þátt í fjármála- ákvörðunum heimilisins.“ Þá hafi ómenntuð húsmóðir minna að segja um fjármálaákvarðanir heimilisins en útivinnandi kona. Hrunið jók áhrif kvenna Aðspurð hvort fjármálakreppan kunni að hafa haft áhrif á ákvörð- unarvald kynjanna, svarar hún: „Hlutfallslegir atvinnumöguleikar hjóna hafa áhrif á vægi hvors hjóna um sig í ákvörðunarferli heimilisins. Við hrunið á Íslandi urðu karllægar greinar á borð við fjármálagreinar fyrir þyngra höggi en aðrar. Það hafði þau áhrif að atvinnumöguleikar karla skertust almennt meira í hruninu. Þar af leiðandi kann ákvörðunar- vald karla innan heimila að hafa skerst. Mínar niðurstöður segja, að við slíkar aðstæður muni áhrif kvenna á fjármálaákvarðanir heim- ilanna aukast.“ Rannsókn Örnu var allítarleg en hún skoðaði skattagögn allrar sænsku þjóðarinnar í sjö ár. Úrtakið var þannig tíu milljónir manna. „Gögnin innihalda mjög ítarlegar upplýsingar um fjármálaákvarðanir þeirra og ég gat séð allar fjárfest- ingar þeirra, sparnað, eignir og margt fleira.“ Hún skoðaði fjárfest- ingar einhleypra karla og kvenna, sem eru mjög ólíkar og bar þær sam- an við fjárfestingar hjóna. Arna telur enga ástæðu til að ætla að niðurstaðan yrði öðruvísi, yrði hún framkvæmd á Íslandi. „Enginn hefur áður skoðað fjármálaákvarð- anir með þessum hætti en niðurstöð- urnar styðja aðrar rannsóknir sem lúta að svipuðum hlutum.“ Þá bendir hún á, að sökum tak- markaðs aðgangs að ítarlegum gögnum, væri ekki hægt að fram- kvæma slíka rannsókn á Íslandi. Rannsóknin beindist eingöngu að giftum körlum og konum, þar sem erfitt reyndist að afla nákvæmra upplýsinga um sambúð fólks. „Við búumst ekki við því að staðan sé öðruvísi hjá sambúðarfólki en giftu fólki. Ef sambandinu er ætlað að endast, má ætla að fólk hegði sér al- veg eins og gift hjón.“ Efnahagslegt sjálfstæði ræður valdi til ákvarðana Fjármálaákvarðanir Arna kynnti niðurstöður sínar um ákvörðunarvald hjóna í tengslum við fjármálaákvarðanir.  Mikilvægt að gift fólk geti staðið fjárhagslega á eigin fótum, segir doktor í hagfræði Akvörðunarvald hjóna » Arna Varðardóttir, doktor í hagfræði, rannsakaði vægi ólíkra skoðana á fjármála- ákvörðunum innan hjónabanda og hvað ráði vægi þeirra. » Því meiri möguleika sem einstaklingur hefur á atvinnu- markaði, því meiri áhrif hefur hann á fjárhagslegar ákvarð- anir heimilisins. Morgunblaðið/Þórður 22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2014 Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022 | www.dyrabaer.is – fyrir dýrin þín Loppuhlífar 100% náttúrulegt gúmmí Umhverfisvænar, margnota,vatnsheldar, þægilegar, veita góða vörn í snjó, salti, bleytu og sandi Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð um miðjan desember 2014, er 120,9 stig, en miðað er við að vísitalan í des- ember 2009 hafi verið 100. Þetta jafn- gildir hækkun vísitölunnar um 0,1% frá nóvembermánuði. Verð á innlendu og innfluttu efni hækkaði hins vegar um 0,2% á milli mánaða. Áhrif á vísitölu vegna þessa eru 0,1%. Vísitalan gildir í janúar 2015. Vísitala byggingarkostn- aðar hækkar lítillega ● Verðmæti afla í september 2014 var 18,1% minna en í sama mánuði í fyrra. Þegar litið er til tólf mánaða tímabils, þ.e. frá október 2013 til september 2014, hefur aflaverðmæti dregist sam- an um 12,5% miðað við sama tímabil ári fyrr. Aflaverðmæti flestra tegunda dróst saman á þessu tímabili, þó að aflaverðmæti þorsks hefði aukist um rúm 10% og makríls um tæp 17%. Aflaverðmæti dregst saman á milli ára                                    ! "" ##" !$   %$ ! $ #"# %%$# &'()* (+(    ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 %$ !" #!  #   $$ #$% % # # $ %$ % !#% #% #$"  % $!$ ## ! #"# %%% "!% Rekstrar- stöðvun útgerð- arinnar Vísis, sem átti sér stað í maí síð- astliðnum, fól í sér brot á kjarasamningi Starfsgreina- sambandsins og Samtaka at- vinnulífsins. Þetta er nið- urstaða Félags- dóms í máli stéttarfélagsins Fram- sýnar gegn Vísi. Dómurinn féllst á að ekki væri um tímabundna rekstrarstöðvun að ræða, þar sem til stæði að leggja starfsemi Vísis á Húsavík niður. Var Vísir dæmdur til að greiða 400.000 kr. í máls- kostnað. Frá þessu er greint á heimasíðu Framsýnar. brynja@mbl.is Rekstrar- stöðvun Vísis ólögmæt Vísir Fiskvinnslan er nú í Grindavík. ● N1 hefur selt fasteignafélaginu Opusi fasteignina á Bíldshöfða 9 þar sem Bílanaust var eitt sinn með versl- un sína. Opus er í eigu fagfjárfesta- sjóðs í rekstri hjá fjármálafyrirtæk- inu Gamma, að því er fram kemur í til- kynningu til Kauphallarinnar. Bílanaust var áður dótturfélag N1 en í fyrra seldi N1 reksturinn til Lárusar Blöndal Sigurðssonar og annarra fjár- festa. N1 selur fasteignina á Bíldshöfða 9 Sala Opus keypti fasteignina af N1. STUTTAR FRÉTTIR ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.