Morgunblaðið - 19.12.2014, Blaðsíða 26
Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2014
Julius K-9 hafa verið kosin bestu beislin
frá 2010 af leiðandi hundatímaritum í Evrópu
Fæst í öllum betri gæludýraverslunum
Finndu okkur á facebook
Julius K-9 Ísland
Lýsa ímyrkri!
NÝTT
• Julius K-9 beislin eru notuð af lögreglu- og
björgunarsveitum víðsvegar um heiminn.
• Julius K-9 hefur skapað nýjar stefnur í heimi
hunda og tísku.
• Þekktasta vörumerkið, K-9 Power harness,
hefur sett mark sitt á hundaheiminn.
• Julius K-9 hefur í meira en 10 ár verið í fremstu
röð fyrirtækja í Evrópu á sviði íþrótta hunda,
þjónustu hunda, fjölskyldu hunda, búnaði og
öðrum aukabúnaði.
• Á þessum tíma hefur félagið náð leiðandi stöðu
meðal framleiðenda.
• Vörur Julius K-9 eru framleiddar í löndum ESB.
• Julius K-9 notar hluta af tekjum sínum til ýmissa
hjálpar- og líknarstarfa, tengt hundum.– FULLT HÚS ÆVINTÝRA
REYKJAVÍK • Fiskislóð 1
AKUREYRI • Tryggvabraut 1-3
ellingsen.is
Munið
gjafabréfi
n!
DEVOLD DUO ACTIVE JUNIOR
Blátt og rautt, stærðir 10–16
7.990 KR.
Jólagjöfin fæst
í Ellingsen
DEVOLD DUO ACTIVE JUNIOR
Blátt og rautt, stærðir 10–16
7.990 KR.
DEVOLD POLAR BABY
Blátt og bleikt, stærðir 74–98
13.990 KR.
Hlýjar
jólagjafir
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
1
4
4
1
5
9
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Vladímír Pútín, forseti Rússlands,
viðurkenndi á blaðamannafundi í gær
að landið stæði frammi fyrir erfiðum
efnahagsvanda en kvaðst vera viss
um að Rússum tækist að rétta efna-
haginn við áður en langt um liði.
Hann gaf til kynna að hann hygðist
ekki breyta stefnu sinni í Úkraínu-
deilunni og sagði að enginn fótur
væri fyrir vangaveltum um að hann
væri að missa stuðning yfirstéttar-
innar.
„Jú, þetta eru ekki auðveldir
tímar,“ sagði Pútín á þriggja og hálfr-
ar klukkstundar löngum blaða-
mannafundi í Moskvu. Hann bætti
við að Rússar myndu laga sig að lágu
olíuverði sem hefur orðið til þess að
gengi rúblunnar hefur fallið og tekjur
ríkisins minnkað til mikilla muna.
„Þetta ástand gæti staðið í tvö ár. Það
gæti þó batnað fyrr,“ sagði forsetinn.
Engin hallarbylting í nánd
Pútín hló þegar hann var spurður
hvort hann óttaðist að honum yrði
steypt af stóli. „Hvað spurninguna
um hallarbyltingu varðar, þá skulum
við róa okkur niður,“ sagði hann. „Við
erum ekki í höllum og þess vegna
verður engin hallarbylting. Við erum
með opinberan bústað í Kreml og
hann nýtur öruggrar verndar.“
Pútín lagði áherslu á að hann nyti
enn mikils stuðnings meðal almenn-
ings. „Fólkið veit að við höfum hags-
muni þorra íbúa landsins að leiðar-
ljósi.“
Sakar Bandaríkin um hræsni
Forsetinn sagði að „25 til 30 pró-
sent“ af efnahagsvanda Rússlands
stöfuðu af refsiaðgerðum vestrænna
ríkja vegna stuðnings Rússa við upp-
reisnarmenn í austanverðri Úkraínu.
Hann neitaði því að rekja mætti
gengisfall rúblunnar til innlimunar
Krímskaga í Rússland í mars.
„Þetta snýst á engan hátt um
Krím,“ sagði forsetinn og líkti Rúss-
landi við björn í baráttunni við
vesturveldin sem vildu grafa undan
sjálfstæði landsins. „Þegar þau hafa
rifið út klærnar og tennurnar er eng-
in þörf fyrir björninn lengur – þau
stoppa hann bara upp,“ sagði hann.
„Markmið okkar er að vernda sjálf-
stæði okkar, fullveldi og tilverurétt.“
Pútín kvaðst vona að samkomulag
næðist um frið í Úkraínu og hvatti
stjórn landsins og uppreisnarmenn-
ina í austurhéruðunum til að semja
um fangaskipti fyrir jól.
Hann sakaði ennfremur stjórnvöld
í Bandaríkjunum um hræsni, sagði að
Rússar væru aðeins með tvær her-
stöðvar utan landamæra sinna en
bandarískar herstöðvar væru „úti um
allan heim“.
Kveðst viss um að Rússar
geti rétt efnahaginn við
Pútín neitar því
að pólitísk staða
sín sé orðin veik
AFP
Upp með hendur Vladímír Pútín, forseti Rússlands, horfir á blaðamenn sem rétta upp hönd í von um að fá að leggja
spurningu fyrir hann á árlegum blaðamannafundi forsetans í Moskvu í gær. Hann ræddi m.a. efnahagsvanda Rússa.
Heimild : Yahoo Finance
Gagnvart Bandaríkjadollar
70
Gengi rúblunnar
60
50
40
30
Jan. Mars Júní Sept. Des.
67,88
16. des.
32,70 rúblur
2. janúar
47,28
17. nóv.
54,63
12. des.
60,73
17. des.
Rússar of háðir olíu-
og gasútflutningi
» Vladimír Pútín forseti viður-
kenndi á blaðamannafundinum
að efnahagur Rússlands væri
of háður útflutningi á olíu og
jarðgasi og stjórninni hefði
ekki tekist að skjóta fleiri stoð-
um undir hann.
» Um 50% af tekjum rúss-
neska ríkisins koma frá olíu-
og gasvinnslu.
» Um 68% af útflutnings-
tekjum Rússa koma frá sölu á
olíu og gasi, þar af 33% frá út-
flutningi á hráolíu, einkum til
Evrópu.
Breska konungs-
fjölskyldan íhug-
ar nú að láta fjar-
lægja nokkra
veiðigripi af
heimili Elísabet-
ar II. Bretlands-
drottningar í
Sandringham-
höll. Á meðal
gripanna eru fíla-
tennur og uppstoppaðir nashyrn-
ingar og er óttast að tilvist þeirra
geti leitt til deilna við Evrópusam-
bandið um lögmæti þeirra.
Talsmenn Buckingham-hallar
sögðu í gær að konungsfjölskyldan
væri tilbúin til þess að fjarlægja
hvaða hluti úr safninu sem gætu
brotið í bága við reglur sambandsins
um dýr í útrýmingarhættu, en safnið
er opið almenningi um sumartímann.
Dýrin í safninu voru öll skotin af
meðlimum konungsfjölskyldunnar á
árunum frá 1870 til 1941, og er þar
meðal annars að finna uppstoppuð
ljón, tígrisdýr og skinn af hlébörð-
um. Tilvist safnsins er þó talin koma
sér sérstaklega illa fyrir Vilhjálm
prins, sem hefur verið talsmaður
herferðar gegn ólöglegum veiðum og
smygli á tegundum í útrýmingar-
hættu.
Íhuga að
fjarlægja
veiðigripi
Vilhjálmur prins