Morgunblaðið - 19.12.2014, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2014
✝ Guðrún Jóns-dóttir fæddist á
Auðkúlu í Arn-
arfirði 9. ágúst
1906, fjórða í röð
átta systkina. Hún
lést á Sólvangi í
Hafnarfirði 12. des-
ember 2014.
Foreldrar henn-
ar voru Jón Bjarni
Matthíasson bóndi
og skipstjóri á Auð-
kúlu og Guðmunda María Gísla-
dóttir ljósmóðir á Auðkúlu.
Guðrún giftist Gunnari And-
rew Sigurðssyni sjómanni og síð-
ar yfirfiskmatsmanni. Gunnar
lést árið 1967. Þau byrjuðu bú-
skap á Þingeyri en fluttu síðan í
Hafnarfjörð þar sem þau bjuggu
allan sinn búskap. Guðrún starf-
aði um tíma á saumastofu Vogue
á Skólavörðustíg en
tók einnig að sér
saumaverkefni
heim.
Guðrún og Gunn-
ar eignuðust fimm
börn. María, f. 1937,
maki Anton Jóns-
son. Sigurður Garð-
ar, f. 1938, maki
Magnea Gunn-
arsdóttir. Gunnar
Örn, f. 1940, maki
Guðný Ragnarsdóttir, þau
skildu. Gísli Einar, f. 1942, maki
Guðmunda Þ. Gísladóttir, þau
skildu, og Jón Bjarni, f. 1945,
maki Ingibjörg Kristinsdóttir.
Afkomendur hennar eru um
80.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 19.
desember 2014, kl. 13.
Mig langar að skrifa hér
nokkur orð til að minnast
ömmu minnar.
Þegar ég var fjögurra ára
flutti fjölskyldan á Skúlaskeiðið
í Hafnarfirði og varð þá amma
mikill hluti af lífi mínu. Ég var
svo heppin að alast upp í sömu
götu og amma, aðeins tvö hús á
milli okkar. Snemma var maður
búinn að finna út að gott var að
banka upp á hjá henni, því allt-
af átti hún eitthvað gott að
borða eða heitt súkkulaði. Einn-
ig fannst henni gott að fá hjálp
við að fægja silfrið eða að
klippa út snið. Seinna fékk
maður svo að leggja sniðin á og
kríta í kring.
Amma mín var einstök kona,
ótrúlega nútímaleg og langt á
undan sinni kynslóð. Mikil
dama sem fór ekki út með rusl-
ið nema með varalit. Alltaf á
hælaskóm þó ekki væru þeir
endilega mjög háir. Hún saum-
aði mikið af fatnaði, bæði á sig
og aðra. Sem dæmi þá eignaðist
ég fyrsta „búðar“kjólinn 18 ára.
Amma var smart kona, vel
klædd og tilhöfð. Mjög glaðlynd
og jákvæð kona sem ávallt tal-
aði vel um náungann. Hún hafði
mikinn áhuga á að ferðast bæði
innanlands og utan. Síðasta
ferðalagið sem ég deildi með
henni var á Vestfjörðum árið
2009 þegar við vorum saman á
Þingeyri. Áður fyrr gekk hún á
fjöll og í fjörur til að safna
steinum og átti töluvert safn af
fallegum steinum sem við
barnabörnin ólumst upp við að
handleika. Einnig átti hún alltaf
fallegan garð sem hún hafði
mikinn áhuga á að hirða á
Skúlaskeiðinu. Og jólaboðin á
jóladag eru eitthvað sem við
barnabörnin berum örugglega
öll frábærar minningar frá.
Hvernig við rúmuðumst öll í
þessari litlu íbúð hennar ömmu
veit ég ekki en ekki minnist ég
neinna þrengsla, aðeins gleði,
glaums og svo matarins, þar
var hún snillingur !
En það sem situr sterkast í
barnaminningunni er bókalest-
urinn því það var áhugamál
sem við amma deildum saman.
Hún var snemma farin að
gauka að mér bókum sem
kannski ekki var hefðbundið að
grunnskólabarn væri að lesa.
Guðrúnu frá Lundi afgreiddi ég
kannski 10 ára, Egilssaga var
líka snemma á lestrarlistanum,
síðan tóku við skáldsögur og
ævisögur. Seinna fór hún að
taka mig með á bókasafnið og
þar urðum við nöfnurnar þekkt-
ar fyrir að vera á undanþágu
með fjölda bóka í úttekt. Seinna
snérist dæmið við og ég fór að
sækja ömmu í bókasafnsferðir
og þá aðallega á fimmtudags-
kvöldum þegar safnið var opið
til kl. 21.
Amma á Skúló eins og mín
fjölskylda talar um hana hefur
ætíð reynst mér og mínum mik-
ill klettur í gegnum árin. Rúm-
lega sjötug tók hún að sér yngri
systur mína við fráfall móður
okkar og bar hitann og þungan
af uppeldi hennar. Einnig skaut
hún skjólshúsi yfir mig og dótt-
ur mína þá 1 árs í nokkrar vik-
ur þá komin hátt í áttrætt. En
aldur var alltaf bara tala þegar
amma var annars vegar!
Ég kveð ömmu með gleði í
hjarta því ég veit að nú eru
amma og afi loks saman eftir
langa bið hjá afa. Hún hefur
margoft sagt mér að afa væri
farið að lengja eftir henni. Fal-
leg kona, bæði að utan og innan
sem reyndist mér og mínum
mikil stoð.
Farðu í friði, elsku amma
mín, njóttu nú samverunnar
með afa í Sumarlandinu.
Þín elskandi sonardóttir
Guðrún María Gísladóttir.
Elsku fallega amma mín,
loksins kom kallið þitt sem þú
varst búin að bíða eftir. Þú
nefndir það nokkrum sinnum
hvort Guð hefði gleymt þér en
auðvitað var það ekki þannig,
ég held að hann hafi bara verið
svo góður við okkur sem áttum
þig að, að leyfa okkur að hafa
þig svona lengi hjá okkur. Það
á eftir að vera svolítið skrítið að
hafa þig ekki lengur hjá okkur,
þú varst límið sem tengdir okk-
ur saman, ég hitti frænkur og
frænda þegar ég kom í heim-
sókn til þín og auðvitað líka í
afmælum hjá þér því þú áttir
svo mörg stórafmæli.
Takk, elsku amma mín, fyrir
öll góðu gildin sem ég lærði af
þér, alla ástina og kærleikann
sem ég fékk frá þér. Þú varst
alltaf svo ljúf og góð og mér
leið alltaf eins og ég væri fal-
legust, best og merkilegust eft-
ir að hafa verið hjá þér. Nú ert
þú búin að hitta afa og alla þá
sem voru búnir að kveðja for-
eldra, systkini og vini, ég veit
að þú saknaðir þeirra.
Ég er svo þakklát fyrir að
hafa átt þig að í lífinu og fengið
að njóta þín svona lengi.
Með söknuði og þakklæti
kveð ég þig að sinni, elsku ynd-
islega amma mín, ég veit að þú
átt eftir að fylgjast með okkur
og halda verndarhendi yfir okk-
ur öllum sem þú unnir svo
heitt.
Ragnheiður Gunnarsdóttir.
Guðrún Jónsdóttir
✝ Marý ValdísJónsdóttir
fæddist í Byrgi í
Glerárþorpi 29.
október 1927. Hún
lést á Hrafnistu,
Boðaþingi í Kópa-
vogi 7. desember
2014.
Foreldrar henn-
ar voru Jón Guð-
mann Sig-
urjónsson, f. 20.
júní 1892, d. 12. apríl 1987, og
Anna Steinunn Árnadóttir, f. 9.
nóvember 1894, d. 15. febrúar
1955. Látin systkini Valdísar
eru Árni Jónsson, f. 1912, d.
1987, Sigurjón Jónsson, f. 1913,
d. 1914, Snorri Jónsson, f. 1915,
d. 1984, og Sigríður G. Jóns-
dóttir, f. 8. september, d. 12. júní
2009.
Valdís eignaðist
eina dóttur með
Jóni Ingimund-
arsyni vélstjóra, f.
26. janúar 1925, d.
28. október 2003.
Dóttir þeirra,
Anna Steinunn
Jónsdóttir, eign-
aðist þrjú börn með
fyrri manni sínum,
Gylfa Sæmunds-
syni. Þau eru Gylfi
Steinar, f. 1975, Einar Örn, f.
1982, og Marý Valdís, f. 1988.
Langömmubörnin eru orðin níu.
Valdís starfaði lengst af sem
sjúkraliði og aðallega á geðdeild
Borgarspítala
Útför Valdísar fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 19. des-
ember 2014, og hefst athöfnin
kl. 15.
Í dag kveðjum við hana Val-
dísi frænku mína. Margar minn-
ingar leita á hugann, þú varst
alltaf svo góð við mig og við töl-
uðum oft og mikið saman í sím-
ann. Í lokin sagðirðu alltaf:
„Takk fyrir að nenna að tala við
svona gamalmenni.“ Valdís var
mikill fagurkeri. Núna ertu
komin til ömmu Rúnu og núna
getið þið aldeilis spjallað eins og
forðum. Minningin um góða og
hlýja konu lifir.
Góða minning að geyma
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir streyma.
Þér munum við ei gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Höf. ók.)
Þín frænka,
Guðrún Þráinsdóttir.
Kynni okkar Valdísar hófust
fyrir u.þ.b. átta árum. Þá var
hún að nálgast áttrætt. Ég
skynjaði fljótt að þarna fór
merkileg kona með mikla lífs-
reynslu að baki þó ekki verði
hún tíunduð hér. Hún hafði
sjálfstæðar skoðanir á mönnum
og málefnum líðandi stundar og
hvikaði hvergi.
Það var mér verulegt ánægju-
efni að ræða við hana og kynn-
ast með því fortíð vinnandi fólks
sem naut þess að þjóna öðrum
og gerði litlar kröfur til sjálfs
sín.
Valdís var skemmtileg í allri
viðkynningu, rökföst og afar
stéttvís.
Henni varð tíðrætt um hluti
sem við sem yngri erum teljum
sjálfsagða eins og hreint loft,
vatn og rafmagn sem hún taldi
réttilega „mikil gæði“ eins og
hún orðaði það jafnan.
Valdís var mikill unnandi
skáldskapar Davíðs Stefánsson-
ar.
Ég kveð hana með ljóðinu Við
dánarbeð eftir hann.
Við sjáum, að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festing færist nær
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo brjóstið þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og
hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumarnótt
og svanur á bláan voginn.
Ég votta ástvinum hennar
samúð mína. Hún hvíli í friði.
Einar Magnússon.
Elsku Valdís mín. Mig langar
að minnast þín með nokkrum
orðum.
Við kynntumst fyrir rúmum
30 árum og hafa tengsl okkar
verið afar sterk öll árin. Þú
hafðir miklar skoðanir á bæði
mönnum og málefnum og stóðst
ávallt með sjálfri þér. Stuðn-
ingur þinn og væntumþykja
gagnvart mér og mínu fólki hef-
ur verið ómetanlegur. Ég þakka
þér samfylgdina. Sofðu rótt,
elsku Valdís. Þín
Guðbjörg.
Marý Valdís
Jónsdóttir
✝ Eysteinn LeóJónsson fædd-
ist í Vest-
mannaeyjum 9. júlí
1936. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans 11. des-
ember 2014.
Foreldrar hans
voru hjónin Jón
Árni Benedikt Þor-
steinsson, f. 31.
október 1909 á
Djúpalæk í Bakkafirði, d. 6.
febrúar 1989, og Jóhanna Ey-
steinsdóttir, f. 18. febrúar 1906
í Tjarnarkoti í Landeyjum, d. 5.
júní 1993. Systkini Eysteins eru
Birgir Jónsson, f. 1. ágúst 1938,
og Elínborg Nanna Jónsdóttir,
f. 10. ágúst 1944.
Eysteinn kvæntist 3. október
Jón Björn múrarameistari, f.
1961, maki Margrét Káradóttir,
f. 1964, sonur Ágúst Björn, f.
2003. 3) Sigrún viðskiptafræð-
ingur, f. 1964, maki Hlynur
Geir Guðmundsson, f. 1962,
dætur Hrefna Rós, f. 1994,
maki Karl Kristjánsson, og
Hildur Edda, f. 2004. 4) Sigríð-
ur næringarfræðingur, f. 1965,
maki Sigurður Gunnar Mark-
ússon, f. 1966, synir Markús
Andri, f. 1992, og Brynjar Ingi,
f. 1998.
Eysteinn ólst upp í Reykjavík
og gekk í Miðbæjarskólann.
Hann lærði bifreiðasmíði í Iðn-
skólanum í Reykjavík og starf-
aði við þá iðn í níu ár hjá Bíla-
smiðjunni. Árið 1963 hóf hann
störf hjá Ottó Michelsen hjá
Skrifstofuvélum hf. sem síðar
varð Nýherji hf. Eysteinn starf-
aði hjá Nýherja sem raf-
eindavirki þar til hann lét af
störfum árið 2001.
Útför Eysteins fer fram frá
Lindakirkju í dag, 19. desember
2014, og hefst athöfnin kl. 13.
1959 Sigríði Guð-
mundu Jónsdóttur
sjúkraliða, f. á Ísa-
firði 29. febrúar
1940. Börn þeirra
eru: 1) Jóhanna,
bókari, f. 1960,
maki Pétur Steinn
Sigurðsson, f. 1961,
börn þeirra eru a)
Margrét, f. 1979,
maki Arnar Bjarkl-
ind, börn þeirra
eru Aron og Sara, b) Kristinn,
f. 1985, maki Halldóra Guð-
laugsdóttir, barn þeirra Guð-
laugur Benjamín, c) Ægir
Freyr, f. 1986, maki Anna Jak-
obína Guðjónsdóttir, d) Vilborg,
f. 1989, maki Sigurður Gunnar
Þorsteinsson, e) Linda, f. 1993,
maki Matthías Grétarsson. 2)
Elsku Eysteinn afi. Við hefð-
um ekki getað hugsað okkur
betri afa en þig. Þú varst okkur
svo miklu meira en bara afi.
Fyrirmynd, vinur, stoð og stytta,
það var alltaf hægt að leita til
þín með spurningar og alltaf var
nóg um svör og gott betur en
það. Já afi, þú vissir allt og gast
alltaf aðstoðað okkur.
Við eigum endalaust af góðum
minningum um þig. Þegar þú
settir þig í hlutverk jólasveinsins
Gauragangs og tókst okkur litlu
jólasveinana með að heimsækja
alla ættingjana á aðfangadag.
Þú gafst frá þér svo mikla ást
og kærleik og minntist oft á það
hversu stoltur þú værir af okkur
og ánægður með fjölskylduna.
Þú kenndir okkur margt, að fjöl-
skyldan væri það mikilvægasta
sem við ættum og að við ættum
að vera stolt af sjálfum okkur og
ófeimin.
Þú verður alltaf ofarlega í
huga okkar og allar minningarn-
ar sem við eigum um þig sjá til
þess að við munum aldrei
gleyma þér.
Við kveðjum þig með kossi á
báðar kinnar eins og þú varst
vanur að kveðja okkur.
Hvíldu í friði elsku afi okkar,
við vitum að þú ert á góðum stað
núna og getur gert alla þá hluti
sem þig langar til, þar til við
hittumst aftur.
Þín barnabörn
Markús Andri, Linda,
Hrefna Rós og
Brynjar Ingi.
Eysteinn var mikill bókaorm-
ur og var nánast alæta á þeim
vettvangi. Hann hafði gott minni
og var því hafsjór af fróðleik,
enda naut hann sín í góðum fé-
lagsskap þar sem frásagnargleði
hans fékk að njóta sín.
Við urðum samstarfsfélagar
vorið 1975, er ég réð mig til
Skrifstofuvéla hf. en þar starfaði
Eysteinn sem rafeindavirki. Með
okkur tókst strax góð vinátta.
Báðir höfðum við mikinn áhuga
á steinasöfnun og strax fyrsta
sumarið fórum við að leita fanga
í Hvalfirði, reyndar með afar
takmarkaða þekkingu á við-
fangsefninu. Þekkinguna öðluð-
umst við ekki fyrr en okkur var
boðið að gerast stofnfélagar að
Félagi áhugamanna í steinda-
fræði. 1983. Félagið hafði aðset-
ur í húsakynnum Náttúrufræði-
stofnunar Íslands og naut
leiðsagnar forstöðumanns jarð-
fræðideildarinnar. Ég tel að dr.
Sveini P. Jakobssyni hafi tekist
allsæmilega með að troða vissum
þáttum steindafræðinnar í haus-
inn á okkur Eysteini.
Engin steinaferð var annarri
lík. Haustferð í Hoffellsdal þar
sem stjörnuhrap lýsti upp allt
umhverfið. Ferð að Stóru-Borg
undir Eyjafjöllum þar sem við
söfnuðum steind (vivianít) mynd-
aðri úr lífrænum efnum. Kletta-
klifur í Esjunni sem endaði með
handarbroti og legu á Borgar-
spítalanum. Eysteini þótti ég
eitthvað slakur í klettaklifrinu
og vildi sýna mér hvernig maður
skyldi bera sig að, strunsaði upp
fyrir mig en kom að vörmu spori
til baka, fljúgandi, lenti í urðinni
fyrir neðan, spratt upp eins og
gorkúla og kallaði „slapp með
skrekkinn“ hneig síðan niður,
sárkvalinn. Keyrður í bæinn í
grjóthastri jeppabifreið, það var
erfið ferð.
Okkar sameiginlegu steina-
ferðum lauk um 1985, þegar Ey-
steinn varð fyrir öðru líkamlegu
áfalli.
„Ertu lagari?“ spurði þriggja
ára dóttir mín Eystein, fyrir
nokkrum áratugum, og ekki að
ástæðulausu, þegar hann birtist
með verkfæratöskuna sína, einu
sinni sem oftar. Hann var ein-
staklega bóngóður, mættur á
staðinn ef ég, með alla mína
þumalputta, þurfti á einhverri
aðstoð að halda, Hann smíðaði
fyrir mig millivegg í stofu og
vinnuborð í bílskúr, setti upp
fyrir mig loftljóst, og skipti um
ótal perur í bifreiðum mínum svo
lítið eitt sé upptalið, með öðrum
orðum, algjör bjargvættur. Það
mætti segja mér að hann væri
þegar búinn að opna töskuna og
farinn að smyrja Gullna hliðið
hjá honum Pétri.
Um árabil stunduðum við lax-
veiði saman ásamt Benedikt,
fyrrverandi samstarfsfélaga
okkar, í Hvítá við ósa Brúarár.
Framan af var veiðin mjög við-
unandi, meðalþyngdin um 12
pund, en þegar á leið fór hún
dvínandi vegna breyttra að-
stæðna. Eysteinn sá um elda-
mennskuna, því að hann gaf sér
meiri tíma á bakkanum en ég og
Benedikt. Jú, jú, pulsur, dósa-
matur, pakkamatur og stundum
öllu blandað saman. Á kvöldin
þurfti ég að hlusta á frásagn-
arlist þeirra félaga, sem gat ver-
ið ansi fjörug og fræðandi, en
stundum eilítið lýjandi, sat sjálf-
ur hljóður hjá, enda afar van-
máttugur í þessari listgrein.
Þetta voru ánægjulegar ferðir,
sem við Eysteinn rifjuðum oft
upp.
Við hjónin vottum Sigríði,
börnum og öllum afkomendum
þeirra dýpstu okkar samúð.
Hermann Tönsberg.
Eftir nokkuð milda vetrartíð
hafa síðustu vikur minnt okkur á
gang árstíðanna. Og það var ein-
mitt á vetrarlegum desem-
berdegi, nú stuttu fyrir sólstöð-
ur, að heilsu Eysteins fór ört
hrakandi í kjölfar erfiðra veik-
inda.
Eysteinn Jónsson var traust-
ur maður, vinmargur og velvilj-
aður. Hann var ræðinn og
áhugasamur um nánast allan
þann fróðleik sem yfir mátti
komast. Reyndar er það svo að
Eystein má telja til þeirra víð-
lesnustu manna sem nokkur get-
ur á ævinni hitt. Hann hafði til-
einkað sér þekkingu á ótal
fræðasviðum og gat munað öll
þau smáatriði sem þeim tengd-
ust. Minni Eysteins var enda
einstakt og margur hefði feginn
viljað búa yfir slíkri náðargáfu.
Þrátt fyrir hrakandi heilsu
virtist sem áhugi Eysteins á
fróðleik og atburðum líðandi
stundar færi síst minnkandi. Það
gerði það að verkum að erfiðara
en ella reyndist að gera sér
grein fyrir bágri heilsu hans og
að erfið tíð væri í vændum. En
hinn kaldi dagur kom og Ey-
steinn kvaddi farinn að kröftum
þótt hugurinn væri skýr.
Sé litið til baka þá voru sam-
tölin mörg og heimsóknirnar
ófáar. Flestar tengdust þær
heimili dóttur hans Sigrúnar og
Hlyns bróður míns í gegnum ár-
in, boðum hjá þeim hjónum Ey-
steini og Sigríði í Hnjúkaseli og
svo Látraseli, og veislum á heim-
ili foreldra minna í Fossvogin-
um.
Fjölskyldan að Lálandi 6
sendir innilegar samúðarkveðjur
til barna og barnabarna Ey-
steins. Sérstakar samúðarkveðj-
ur sendum við Sigríði, sem stað-
ið hefur þétt við hlið manns síns
í erfiðum veikindum og verið
lífsförunautur hans í meira en 50
ár.
Ólafur Reynir
Guðmundsson.
Eysteinn Leó
Jónsson
HINSTA KVEÐJA
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa)
Ágúst Björn Jónsson.