Fréttablaðið - 22.08.2015, Blaðsíða 22
Fótbolti Swansea City hefur aldrei
endað ofar í ensku úrvalsdeildinni
en á síðasta tímabili þegar liðið
náði áttunda sætinu. Íslenski
landsliðsmaðurinn Gylfi Þór
Sigurðsson átti mikinn þátt í
góðu gengi liðsins, var einn af
stoðsendingahæstum leikmönnum
deildarinnar og jafnframt einn af
markahæstu leikmönnum liðsins.
Gylfi skoraði 7 mörk og gaf 10 stoð-
sendingar en hann var mjög ofarlega
á blaði þegar kom að mörkum á móti
efstu liðum deildarinnar. Samvinna
Gylfa og Wilfrieds Bony var rómuð
framan af tímabilinu en Gylfi lagði
meðal annars upp þrjú mörk fyrir
Bony áður en Fílabeinsstrendingur-
inn var seldur til Man chester City í
janúarglugganum.
Tölfræðin sýnir það svart á hvítu að
salan á Bony hafði áhrif á frammi-
stöðu Gylfa. Gylfi nefnilega gaf átta
af tíu stoðsendingum sínum á þeim
tíma sem Bony naut við á fyrstu fimm
mánuðum tímabilsins.
Gylfi náði ekki að gefa stoðsend-
ingu í tólf deildarleikjum í röð eftir að
hann lagði upp mark fyrir Wilfried
Bony 29. nóvember 2014, eða allt til
þess að hann bjó til mark fyrir Bafe-
timbi Gomis 4. mars 2015. Síðasta
stoðsending Gylfa á tímabilinu var
síðan á Nélson Oliveira í lok apríl.
Frakkinn Bafetimbi Gomis tók
við hlutverki Wilfrieds Bony um
áramótin og er ein af nýju skyttum
Gylfa og félaga í liði Swansea. Í sumar
fékk knattspyrnustjórinn Garry
Monk síðan tvo nýja framherja til
liðsins. Þetta eru Ganamaðurinn
André Ayew, sem kom frá franska
liðinu Olympique Marseille,
og Portúgalinn Éder sem kom frá
portúgalska félaginu Braga.
Swansea hefur náð í fjögur
stig út úr fyrstu tveimur
leikjum sínum á nýju tímabili
en liðið náði jafntefli á útivelli
á móti Englandsmeisturum
Chelsea og vann 2-0 sigur
á Newcastle United í fyrsta
heimaleiknum.
André Ayew og Bafetimbi Gomis
lofa góðu en þeir hafa báðir skorað
í fyrstu tveimur leikjum sínum á
leiktíðinni. Éder þarf að bíða eftir
sínu tækifæri en hann hefur fengið
samtals 12 mínútur í fyrstu tveimur
umferðunum.
Gylfi var nálægt því að skora í
sigrinum á Newcastle United
þegar skot hans fór af slánni og
niður á marklínuna en íslenski
landsliðsmaðurinn hefur ekki
átt þátt í neinu af fyrstu fjórum
mörkum liðsins.
Fram undan er leikur á móti
botnliði Sunderland á útivelli í
dag og þá er að sjá hvort Gylfa
takist að opna marka- og
stoðsendingareikning sinn á
nýju tímabili. Hér á síðunni
skoðum við aðeins nánar nýju skyttur
Gylfa og félaga í Swansea City en
það eru helst þessir menn sem eiga
að taka við stoðsendingum Gylfa í
ensku úrvalsdeildinni í vetur. ooj@
Nýju skyttur Gylfa
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea hafa byrjað tímabilið vel. Gylfi er á
sínum stað en framherjahópurinn hefur tekið miklum breytingum á einu ári.
BafétimBi Gomis
30 ára - 1,84 m
Kom frá Lyon í lok júní 2014
Skoraði 7 mörk í 31 leik með Swansea á
síðasta tímabili.
Fimm af sjö mörkum hans komu eftir að
Bony var seldur.
Hefur skorað á móti
Arsenal, Manchester
City og Chelsea í
síðustu fimm leikjum
sínum.
Hefur skorað
í tveimur
fyrstu-deildar-
leikjum
sínum með
Swansea
á þessu
tímabili.
andré ayew
25 ára - 1,76 m
Kom frá Marseille í lok júní 2015
Á 62 landsleiki fyrir Gana.
Sonur Abedi Pele sem var á sínum tíma
kosinn besti knattspyrnumaður Afríku.
Skoraði 10 mörk og gaf 6 stoðsendingar
með Marseille í fyrra
Kom til Swansea City á
frjálsri sölu.
Hefur skorað í tveimur
fyrstu deildarleikjum
sínum með
Swansea.
éder
27 ára - 1,90 m
Kom frá Braga í lok júní 2015
Skoraði 10 mörk í 28 leikjum með Braga
á síðasta tímabili.
Hefur skorað 1 mark í 18 landsleikjum
með Portúgal.‘
‘Eina landsliðs-
mark hans tryggði
Portúgal 1-0 sigur á
Ítölum.
Swansea borgaði
sjö milljónir evra
fyrr hann.
Fæddur í
Gínea-Bissá
en flutti til
Portúgals
sem barn.
Gylfi og félegar heimsækja sunderland
í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Fréttablaðið/Getty
frjálsar Usain Bolt hefur verið
fljótasti maður heims í sjö ár
og stefnir enn á ný á toppinn á
heimsmeistaramótinu í frjálsum
íþróttum sem hefst í Peking í Kína í
dag. Bolt sló í gegn í fuglahreiðrinu
í Peking árið 2008 þegar hann
vann þrjú gull og setti þrjú
heimsmet á Ólympíuleikunum í
Peking. nú mætir þessi eldfljóti
29 ára gamli Jamaíkamaður aftur
á staðinn þar sem hann heillaði
heiminn upp úr skónum í
ágústmánuði fyrir sjö
árum.
Usain Bolt hélt upp á afmælið
sitt í gær og það er óhætt að
segja að afmælismánuðurinn
hafi gefið honum gull og græna
skóga síðustu árin enda fara
stórmótin í frjálsum vanalega fram
á þessum tíma. Bolt hefur alls
unnið 14 gull á Ólympíuleikum og
heimsmeistaramótum frá 2008
og hann er ríkjandi heims- og
Ólympíumeistari í bæði 100 og
200 metra hlaupi.
Það mun hins vegar reyna á
kappann að þessu sinni enda ein
stór hindrun á gullinni braut
hans. Það
bíða nefnilega margir spenntir eftir
einvígi Usains Bolt við Justin Gatlin
sem hefur fallið tvisvar á lyfjaprófi
á ferlinum en er nú kominn aftur
betri en nokkurn tíma. Þetta einvígi
hefur verið sett upp sem einvígi
góðs og ills enda stærsta stjarnan
að glíma við einn af svörtu sauð-
unum. Bolt hefur ekki tapað í 100
og 200 metra hlaupi á stórmóti
frá ÓL 2008 fyrir utan það þegar
hann þjófstartaði á Hm 2011 en
Bandaríkjamaðurinn Gatlin hefur
ekki tapað í 27 hlaupum í röð og
hefur hlaupið á 9,74 sekúndum
á þessu tímabili. Gatlin hefur því
hlaupið hraðar en Bolt á þessu ári
og það verður því spenna í loftinu
þegar ræst verður í úrslitahlaupið
á morgun klukkan 13.15 að
íslenskum tíma. – óój
Einvígi góðs og ills í Fuglahreiðrinu
2 2 . á G ú s t 2 0 1 5 l A U G A R D A G U R22 s p o R t ∙ F R É t t A b l A ð i ð
Skrall í
Skaftahlíð
á laugardag
– þúsundir gesta komu
við í fyrra
Götumarkaðurinn Skrall í Skaftahlíð
verður endurtekinn á laugardaginn í
Skaftahlíð á milli Lönguhlíðar og Stakka-
hlíðar frá kl. 13 til 16. Þúsundir gesta
mættu á götumarkaðinn í fyrra og
nýttu margir tækifærið til að hefja
göngu í miðbæinn á Menningarnótt
með því að leggja í bílastæðum við
Kennaraháskólann.
Á markaðinum verður notað og nýtt í
boði á allskyns verði, veitingar, tónlistar-
atriði, kompudót, götukaffihús með
heimilisveitingum, pylsur og fleira.
Íbúar við Skaftahlíð og nærliggjandi
götum standa að götumarkaðinum sem
var haldinn í fyrsta sinn á sama tíma í
fyrra. Þá tókst svo vel til að fleiri þúsundir
gesta komu á markaðinn sem skartaði
tugum sölustaða og skapaðist stór-
skemmtileg stemmning. Í ljósi reynslu-
nnar er rétt að minna fólk á að hafa með
sér reiðufé, því kortaposar eru sjaldséðir
á götumarkaðinum.
Skaftahlíð, frá Lönguhlíð að Stakkahlíð
verður lokuð frá kl. 11-18 þennan dag
vegna markaðsins.
Allar nánari upplýsingar má finna á
Facebook undir „Skrall í Skaftahlíð“
viðburðinum.
2
1
-0
8
-2
0
1
5
2
2
:5
6
F
B
1
1
2
s
_
P
0
9
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
8
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
D
9
-0
D
E
C
1
5
D
9
-0
C
B
0
1
5
D
9
-0
B
7
4
1
5
D
9
-0
A
3
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
1
1
2
s
C
M
Y
K