Fréttablaðið - 22.08.2015, Blaðsíða 28
Þröstur var kominn á sjóinn ungur að árum og kunni því vel. „Mér fannst æðislegt að vera kominn inn á pöbb í Hull að fá mér bjór með köllunum þegar ég var sextán ára. Fannst líka bara
æðislegt að vera kominn til sjós – kunni
vel við verkin hvort sem það var að
beita eða eitthvað annað. Ég fann bara
að þetta var eitthvað sem átti við mig.
Þegar ég kom heim úr túrnum sex
tán ára gamall þá fékk ég meira að segja
toll. Fjóra kassa af bjór og fjórar vodka
og tollarinn fyrir vestan sagði bara: „Þú
lofar mér að þú lætur pabba þinn hafa
þetta.“ En pabbi drakk ekki og er algjör
bindindismaður og það vita nú allir í
þessu litla plássi. En heima hugsar fólk
um hvert annað og mér finnst gaman
að hafa alist upp úti á landi. Ég á lítið
hús niðri í fjöru og krökkunum mínum
finnst æðislegt að vera á Bíldudal.
Þangað förum við þegar við getum því
þarna er gott að vera og horfa út á sjó
inn enda ætla ég að verða gamall fyrir
vestan, það er löngu ákveðið.“
Mamma og leiklistin
Þó svo Þröstur hafi kunnað vel við sjó
mannslífið átti samt fyrir honum að
liggja að verða leikari. „Ég var alltaf
eitthvað að fíflast og mamma ýtti mér
út í þetta. Ætli hún hafi ekki viljað ná
mér af sjónum. Ég fór á leiklistarnám
skeið hjá Helga Skúlasyni heitnum.
Það var frábær maður sem átti eftir
að reynast mér vel. Þarna var fullt af
krökkum sem voru að miða á það að
komast inn í leiklistarskólann en slíkt
hafði nú ekki hvarflað að mér. Ég satt
best að segja vissi ekki einu sinni að
það væri til slíkur skóli í Reykjavík.
Ég sló til eftir hvatningu frá Helga
og hann lét mig hafa einleik til þess
að læra og leika í inntökuprófinu. Það
var úr Húsverðinum eftir Pinter og ég
botnaði ekkert í þessu en lærði textann
og svo voru góð ráð dýr. Þannig að ég
hringdi í Helga og sagði honum að ég
vissi ekkert hvað ég væri að gera. Hann
var uppi í Þjóðleikhúsi og sagði mér að
koma – hann væri að fara í hádegismat
og ætlaði að hjálpa mér. Ég mætti og
hann dró mig inn í einhverja kompu
og sagði mér til á korteri og ég komst
áfram. Pabbi var nú orðinn hálfpirr
aður á þessum inntökuprófum því
þau taka heila eilífð og ég átti að vera
kominn heim. Hann var alltaf að panta
og afpanta flug vestur og sagði við mig:
„Hvað er þetta eiginlega, geta þeir ekki
bara ákveðið sig?“ En ég komst inn á
endanum og átti góðan tíma í skól
anum.“
Þröstur fékk verkefni eftir skólann
en segist ekki hafa haft nokkra trúa
á því að það yrði eitthvað meira svo
hann sneri heim til Bíldudals. „Þá
hringdi Kjartan Ragnarsson og spurði
hvort ég væri til í að koma en ég var
nú alveg á báðum áttum með það. En
þegar ég kom heim þá var mamma
búin að pakka. Hún hefur stundum
tekið ákvarðanir fyrir mig og það hefur
reynst mér ákaflega vel. Mamma veit
lengra en nef hennar nær.
Fjölskyldan og leikhúsið
Ég er fæddur og uppalinn á Bíldudal og
á þarna fjölskyldu. Mamma býr þarna
og tveir bræður mínir og það er gott að
geta komist heim og hugsað um eitthvað
annað en leikhúsið. Ég á fjögur börn með
fyrri konunni minni, Írisi Guðmunds
dóttur, og eitt með Helgu Sveindísi
Helgadóttur, seinni konunni minni, og
hún átti tvö fyrir þannig að þetta er stór
og fjörugur hópur. Þau eru reyndar öll
að verða uppkomin nema tíu ára stelpa
sem við seinni konan mín eigum saman.
En mér finnst æðislegt þegar allur þessi
hópur kemur saman og maður áttar sig
Tekur ekki lífinu sem gefnu
Þröstur Leó
Gunnarsson, leik-
ari og sjómaður,
er á núllpunkti í
lífi sínu eftir erfitt
sjóslys í sumar.
Þröstur Leó Gunnarsson hefur átt glæsilegan feril í íslensku leikhúsi og kvikmyndum en engu að síður yfirgefur hann á
stundum menningarheiminn og fer aftur í sjómennskuna heima á Bíldudal. Í sumar lenti Þröstur í sjóskaða þar sem hann
náði að bjarga tveimur skipsfélögum sínum en sá fjórði lét lífið í slysinu. Í haust snýr Þröstur aftur á leikhúsfjalirnar.
aðeins á stærðinni þegar maður tekur
upp á því að hringja og segja þeim að
koma í mat með tengdasyni og allt heila
klabbið og þarf að fara og kaupa þrjú
læri til þess að hafa oní hópinn. Það er
frábært. Ég kem úr stórri fjölskyldu, á
sex systkini og finnst gott að hafa mikið
af fólkinu mínu í kringum mig.“
Þröstur hefur átt gifturíkan feril í
leikhúsinu en þrátt fyrir það fær hann
reglulega nóg af því lífi, snýr vestur og fer
aftur á sjóinn. „Síðastliðinn vetur fór ég á
Hvammstanga og fór til sjós hjá tengda
syni mínum, áður en ég fór á Bíldudal.
Þá fann ég vel hvað það er æðislegt að
geta verið heima hjá sér á kvöldin og um
helgar. Að geta átt sér eitthvert líf fyrir
utan vinnuna.
Svo fæ ég bara stundum nóg af leik
húsinu. Leikhúsið er stundum svo
Ég satt best að segja vissi ekki einu
sinni að það væri til slíkur skóli í
reykjavík.
Magnús
Guðmundsson
magnus@frettabladid.is
Fréttablaðið/Ernir
2 2 . á g ú s t 2 0 1 5 L A U g A R D A g U R28 H e L g i n ∙ F R É t t A B L A ð i ð
2
1
-0
8
-2
0
1
5
2
2
:5
6
F
B
1
1
2
s
_
P
0
9
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
8
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
D
9
-0
8
F
C
1
5
D
9
-0
7
C
0
1
5
D
9
-0
6
8
4
1
5
D
9
-0
5
4
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
1
1
2
s
C
M
Y
K