Fréttablaðið - 22.08.2015, Blaðsíða 63
| atvinna | 21
Starfsmaður óskast
Vantar vanan mann til viðgerða á
kæliskápum og þvottavélum.
Upplýsingar í síma 892-9345 milli kl. 17 – 20
eða á netfangið: agustr@simnet.is
Sinnum er þjónustufyrirtæki sem hefur það að leiðarljósi að bjóða upp á fjölþætta
velferðarþjónustu til einstaklinga sem vegna aldurs, fötlunar, heilsubrests eða annarra
persónulegra aðstæðna þurfa á þjónustu og aðstoð að halda við daglegt líf. Sinnum
leggur ríka áherslu á persónulega, einstaklingsmiðaða og sveigjanlega þjónustu með það
að markmiði að mæta þörfum einstaklingsins í því umhverfi sem hann er í hverju sinni.
Viltu vinna í hvetjandi og
skemmtilegu starfsumhverfi ?
Vegna aukinna umsvifa vantar okkur að ráða fólk í
eftirfarandi störf:
Starfsfólk í almenna heimaþjónustu
Um er að ræða skemmtileg og fjölbreytileg verkefni, fullt
starf eða hlutastarf, dagvinnu og/eða kvöld- og helgarvinnu.
Starfsfólk í teymi sem annast umönnun hjá langveikum
einstaklingi
Við leitum að einstaklingum sem eru eldri en 25 ára og hafa
reynslu af umönnun.
Um er að ræða hlutastörf og getur vinnutíminn verið
sveigjanlegur en er þó aðallega á tímabilinu 09.00–14.00 á
virkum dögum.
Starfsfólk í liðveislu
Um er að ræða fjölbreytt verkefni sem fela í sér persónu-
legan stuðning og aðstoð við einstaklinga innan og utan
heimilis.
Um er að ræða hlutastörf í dagvinnu og/eða kvöld- og
helgarvinnu. Kjörið fyrir skólafólk meðfram námi.
Við leitum að áreiðanlegum einstaklingum sem hafa jákvætt
viðhorf, lipurð í mannlegum samskiptum og hafa ánægju af
því að sinna fólki. Í öllum störfum þarf að hafa bíl til afnota.
Sinnum leggur ríka áherslu á uppbyggilegt og hvetjandi
starfsumhverfi og sveigjanleika í starfi.
Umsóknir má senda á netfangið sinnum@sinnum.is eða
skila inn á heimasíðu Sinnum, www.sinnum.is
Nánari upplýsingar fást í síma 519-1400
www.gardabaer.is
Fræðslu- og menningarsvið
Laus er til umsóknar 100% staða verkefnastjóra á
skóladeild fræðslu– og menningarsviðs
Verkefnastjóri á skóladeild hefur umsjón með
starfi daggæslu og leikskóladeildar og stýrir þeim
verkefnum sem undir verkefnastjóra heyra.
Verkefnastjóri starfar að faglegri þróun og ráðgjöf
og tekur þátt í stefnumótun skólamála með
deildarstjóra, sviðsstjóra, skólastjórnendum og
skólanefndum.
Helstu verkefni:
• Hefur umsjón með daggæslu, innritun barna í
leikskóla og leikskólavistun
• Sinnir eftirliti með starfi leikskóla og daggæslu
• Sinnir ráðgjöf, stýrir þróunarstarfi, skipuleggur
sí og endurmenntun.
• Hefur umsjón með sérverkefnum og
þróunarverkefnum.
• Vinnur að gerð fjáhagsáætlana í samráði við
deildarstjóra, sviðstjóra, fjármálastjóra og
skólastjórnendur.
Menntunar og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun á sviði leikskólakennarafræða
og eða uppeldis og menntunarfræða
• Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi æskileg
• Reynsla af starfi í leikskóla
• Góð tök á íslensku og ensku
• Góð tölvukunnátta
• Frumkvæði, samskiptahæfni og sjálfstæði í
vinnubröguðum
Áhersla er á fagleg vinnubrögð, skipulagshæfileika,
samstarfsvilja og samskiptahæfni. Viðkomandi þarf
að vera drífandi leiðtogi í samstarfi við
leikskólastjórnendur samhliða því að geta unnið
náið með öðrum aðilum innan skólasamfélagsins í
Garðabæ.
Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um
starfið.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands
íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi
stéttarfélög.
Umsóknarfrestur er til og með 2 september
nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að
sækja um starfið á heimasíðu Garðabæjar,
www.gardabaer.is.
Umsókninni skal fylgja greinargóð skýrsla um störf
umsækjanda og menntun, reynslu og verkefni sem
hann hefur unnið að og geta varpað ljósi á færni
hans til að sinna starfi verkefnisstjóra á skóladeild
Nánari upplýsingar um starfið veitir Katrín
Friðriksdóttir deildarstjóri skóladeildar
(katrinf@gardabaer.is) eða Margrét Björk
Svavarsdóttir (margretsv@gardabaer.is) eða í síma
5258500
VERKEFNASTJÓRI Á SKÓLADEILD
Í Garðabæ eru starfandi 11 leikskólar, 7 grunnskólar og einn tónlistarskóli. Skólar í Garðabæ
mynda samstæða heild til að tryggja að samræmi og samhengi sé í menntun barna og ungmenna.
Við óskum eftir ábyrgðarfullu og kraftmiklu starfsfólki í vaktstjórn
og við almenna afgreiðslu á þjónustustöðvum Olís um allt land.
Störfin fela í sér almenna afgreiðslu,
áfyllingar vöru, vörumóttöku, þrif,
þjónustu við viðskiptavini og annað
tilfallandi.
Áhersla er lögð á ríka þjónustulund,
stundvísi, snyrtimennsku og hæfni
í mannlegum samskiptum.
Unnið er á tvískiptum vöktum.
Skilyrði er að umsækjendur hafi
hreint sakavottorð og séu reyklausir.
Aðeins er hægt að sækja um störfin
á vefsíðunni olis.is/atvinna.
OLÍS VILL FJÖLGA
Í GÓÐUM HÓPI STARFSFÓLKS
Hjá Olís er lögð áhersla á góðan aðbúnað starfsfólks,
stuðning til náms og heilsueflingar, heiðarleika í
samskiptum, snyrtimennsku og fagleg vinnubrögð.
radum.is
Við finnum rétta starfsfólkið
2
1
-0
8
-2
0
1
5
2
2
:5
6
F
B
1
1
2
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
D
9
-5
C
E
C
1
5
D
9
-5
B
B
0
1
5
D
9
-5
A
7
4
1
5
D
9
-5
9
3
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
1
1
2
s
C
M
Y
K