Fréttablaðið - 22.08.2015, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.08.2015, Blaðsíða 10
Íslendingar elska Skoda enda eru vandfundnari bílar sem henta íslenskum fjölskyldum betur. Þeir eru einstaklega rúmgóðir, sparneytnir, endingargóðir og frábærir í endursölu. Komdu við hjá okkur í Heklu og prófaðu skemmtilega Skoda. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði www.skoda.is Eyðsla frá 3,8 l/100 km 2CO frá 99g/km 5 stjörnur í árekstrarprófi EuroNcap SKEMMTILEGUR Á ALLA VEGU Nýr SKODA Octavia frá 3.420.000 kr. LögregLumáL Bretinn sem handtekinn var þann 6. ágúst síðastliðinn í verslun iSímans í Skipholti hefur verið úrskurð- aður í gæsluvarðhald. Maðurinn sem er breskur ríkisborgari heitir Reece Scobie og er grunaður um að hafa stundað fjár- svik hér á landi með fölsuðum kredit- kortum. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglu- stjóri á Suðurnesjum, segir manninn vera grunaðan um umtalsverð svik með kreditkortum hér á landi. „Rannsókn málsins er nú í fullum gangi og mun málið skýrast fljótlega. Á þessu stigi er ekki mikið sem ég get sagt nema að hann er grunaður um umtalsverð svik með kreditkortum hverra númer eru illa fengin,“ segir Ólafur. Scobie kom til landsins þann 17. júní síðastliðinn og var úrskurðaður í farbann skömmu síðar vegna gruns um kredit- kortasvik við farmiðakaup hjá Icelandair. Hann var því í farbanni þegar hann var handtekinn í ágúst. „Hann framdi einn- ig brot á meðan hann var í farbanni, það er alveg ljóst. Mál hans kom upp fljótlega eftir að hann kom hingað til lands. Við báðum um gæsluvarðhald yfir honum en Hæstiréttur taldi farbann nægja. Seinna kom í ljós að hann hélt áfram að brjóta af sér,“ segir Ólafur. Scobie er fæddur árið 1993 og hefur áður komið við sögu lögreglu fyrir efna- hagsbrot í Bretlandi. Fréttablaðið greindi frá því í gær að maðurinn hefði verið handtekinn í versl- un iSímans fyrir rúmum tveimur vikum. Hann hafði þá pantað tvo iPhone-far- síma og eina fartölvu að andvirði 516.000 krónur á vefverslun iSímans með þremur mismunandi kreditkortum. Tómas Krist- jánsson, eiganda iSímans, grunaði að ekki væri allt með felldu þegar þrjár pant- anir fyrir háar upphæðir komu í gegnum netverslun, allt á sama nafni, en greitt var með mismunandi kreditkortum. Tómas fékk þær upplýsingar frá Valitor að kortin væru öll hvert frá sínu landinu og hafði hann þá samband við lögreglu. Scobie stakk einnig af frá reikningi á Hótel Sögu í Reykjavík og er það mál einnig til rannsóknar. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum Fréttablaðsins notaði Scobie fölsuð kort í fleiri verslunum á landinu og lét senda vörur til sín á hótel. Upp- hæðir svikanna hlaupa á milljónum. Árið 2013 fékk Scobie 16 mánaða dóm í Bretlandi fyrir að svíkja út sjötíu þúsund pund eða rúmlega fjórtán milljónir íslenskra króna af ferðaþjónustuaðilum. Hann hafði bókað flug og hótelgistingar á lúxushótelum úti um allan heim með fölsuðum kreditkortum. Í frétt breska fjölmiðilsins The Telegraph um málið segir að í dómi sé Scobie lýst sem tækni- sérfræðingi sem nýti sér tölvukunnáttu sína til að svíkja út fé. Þá er talað um Scobie sem „Catch me if you can-glæpa- manninn“ í breskum miðlum og honum líkt við Frank Abagnale Jr. sem Leonardo DiCaprio lék í bíómyndinni Catch Me If You Can. Abagnale Jr. tókst með ein- tómum blekkingum að starfa sem læknir og flugmaður án þess að hafa nokkurn tímann farið í nám. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins hefur breska lögreglan sýnt málinu áhuga og beðið um upp- lýsingar frá lögregluyfirvöldum. „Þetta mál vekur athygli og þurfa fyrirtæki og einstaklingar í viðskiptum að varast hugsanlegt misferli með kreditkort. Í þessum málum er það gjarnan svo að númer á kreditkortum ganga raunverulega kaupum og sölum á netinu, ef þú þekkir hvert þú átt að snúa þér,“ segir Ólafur. nadine@frettabladid.is Alþjóðlegi svikarinn í gæsluvarðhaldi Breti sem grunaður er um fjársvik hér á landi með kreditkortum hefur verið úrskurðaður í gæslu- varðhald. Hefur áður komið við sögu lögreglu í Bretlandi. Var dæmdur þar fyrir að svíkja út 70 þúsund pund eða fjórtán milljónir íslenskra króna. Hér sést Scobie í öryggismyndavél verslunarinnar iSímans þar sem hann reyndi að kaupa vörur fyrir rúma hálfa milljón. Þá stakk hann af frá reikningi á Hótel Sögu. 2 2 . á g ú s t 2 0 1 5 L A u g A r D A g u r10 f r é t t i r ∙ f r é t t A B L A ð i ð 2 1 -0 8 -2 0 1 5 2 2 :5 6 F B 1 1 2 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 D 9 -1 2 D C 1 5 D 9 -1 1 A 0 1 5 D 9 -1 0 6 4 1 5 D 9 -0 F 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 1 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.