Fréttablaðið - 22.08.2015, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 22.08.2015, Blaðsíða 78
Aldís, við förum til Aserbaídsjan,“ sagði Grantas og reis upp við dogg í rúminu. Og hvað getur maður sagt annað en „já, Gran- tas, auðvitað förum við til Aserbaíd- sjan“? Svo dó hann daginn eftir – en svona loforð verður maður að efna.“ Þannig lýsir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, tildrögum þess að hún hélt langleiðina til Kaspía- hafsins nú í sumar. Formálinn var reyndar sá að hún og maður hennar, Lárus Ingi Frið- finnsson, höfðu eignast gott vinafólk í Hveragerði, hjónin Grantas Gregori- anas sem ólst upp í Bakú í Aserbaíd- sjan og Elítu Latanauskiene sem er frá Litháen. „Grantas var mjög upptekinn af því að fá að sýna okkur landið sitt og var alltaf að segja okkur sögur þaðan. Skyldfólkið hans býr nú í Nagorno Karabakh, sem er landlukt hérað inni í Aserbaídsjan en hann vildi að við kynntumst öllu þar. Við sögðum alltaf „já, já, einhvern tíma förum við þangað saman“ en í okkar huga var það bara fjarlægur draumur. En svo veiktist Grantas mjög hastarlega af krabba- meini og lést í fyrravor, aðeins sextugur að aldri. Ég heimsótti hann dauðvona á Landspítalann en hann virtist ekki alveg gera sér grein fyrir í hvað stefndi og sá enn ferðina okkar í hillingum. „Við hjónin ákváðum strax að við yrðum að fara til Karabakh með Elítu, vinkonu okkar, og vonuðum að Gran- tas yrði með okkur í anda. Elíta hafði aldrei komið til Karabakh en við byrj- uðum á að skoða landið hennar, Lithá- en, keyrðum um það þvert og endilangt og vorum í afskaplega góðu yfirlæti hjá vinum hennar og ættingjum. Þar var tekið afar vel á móti okkur, hver stór- Aldís, „Við hjónin ákváðum strax að við yrðum að fara til Karabakh með Elítu, vinkonu okkar, og vonuðum að Grantas yrði með okkur í anda,“ segir Aldís. Oft hafði Grantas Gregorianas orðað það við Aldísi Hafsteinsdóttur bæjarstjóra að þau færu með mökum sínum að skoða föðurland hans, Aserbaídsjan. Hann hnykkti á þeirri ósk daginn áður en hann dó vorið 2014. Í sumar hélt Aldís þangað í pílagrímsför. Aserbaídsjan við förum til Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is veislan rak aðra og öllum mat var skolað niður með vodka eins og þarlendra er siður.“ Aldís segir Litháen hafa komið sér á óvart enda hafi hún ekki kynnt sér það mikið fyrirfram. „Við hjónin förum yfirleitt bara á staðina og upplifum það sem við lendum í, í hverju landi fyrir sig. Stundum pöntum við ekki einu sinni hótelin fyrirfram. Við fórum til dæmis til Bosníu-Hersegovínu, Kró- atíu og Slóveníu fyrir tveimur árum og þvældumst um með bakpoka, ýmist í bílaleigubíl eða rútum og leituðum að náttstað þar sem við lentum hverju sinni. Núna vorum við aðeins skipu- lagðari og gistum líka inni á heimilum í Litháen. Landslagið þar er ekkert ósvip- að og í Danmörku, verðlagið er hlægi- lega lágt á okkar mælikvarða og þar er ótrúlega margt að sjá; kastala, kirkjur, strendur og söfn og auðvitað er alls staðar heilmikil saga. Það er full ástæða til að hvetja Íslendinga til að kynna sér Litháen betur.“ Frá Litháen flugu Aldís og ferða- félagar til Jerevan, höfuðborgar Arm- eníu. Hún segir langflesta flugfarþegana hafa verið brottflutta Armena að koma í heimsókn, klyfjaða gjöfum til ættingj- anna í heimalandinu. „Í þessum lönd- um er unga fólkið meira og minna farið til annarra landa að leita betri lífskjara og láta þá sem heima eru njóta góðs af. Jerevan er falleg borg þar sem margt er að sjá, hitinn var mikill eða um 43°C yfir daginn en loftslagið er mjög þurrt þannig að maður verður minna var við hitann en annars væri. Við leigðum okkur einfaldlega leigubíl allan daginn og bílstjórinn sýndi okkur helstu kenni- leiti borgarinnar, meðal annars Repu- blica-torgið þar sem mikil mótmæli fóru fram fyrir nokkrum vikum, risa- stóran markað, koníaksverksmiðju og kirkjur. Bílstjórinn var afskaplega Aldís og Elíta gæða sér á nýsprottnum maís í Karabakh. 2 2 . á g ú s t 2 0 1 5 L A U g A R D A g U R3 8 h e L g i n ∙ F R É t t A B L A ð i ð 2 1 -0 8 -2 0 1 5 2 2 :5 6 F B 1 1 2 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 D 9 -3 A 5 C 1 5 D 9 -3 9 2 0 1 5 D 9 -3 7 E 4 1 5 D 9 -3 6 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 1 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.