Fréttablaðið - 22.08.2015, Blaðsíða 108
2 2 . á g ú s t 2 0 1 5 L A U g A R D A g U R68 L í f i ð ∙ f R É t t A B L A ð i ð
„Við verðum allir á landinu á meðan við
erum að endurnýja atvinnuleyfið úti
sem er bara kærkomið enda með nóg
af boltum á lofti sem þarf að sinna hér
heima, svo sem tvær heilar plötur í far-
vatninu ásamt öðrum verkefnum sem
þola dagsljósið betur á næstunni,“ segir
Ásgeir Orri Ásgeirsson, einn þríeykisins
StopWaitGo sem nú kemur til með að
halda til á klakanum að minnsta kosti
fram yfir jól, eftir dágóðan tíma í Banda-
ríkjunum.
Þeir Pálmi Ragnar Ásgeirsson og
Sæþór Kristjánsson hafa dvalið vestan
við hafið síðastliðið eitt og hálft ár,
þar sem þeir hafa haft í nógu að
snúast, og Ásgeir duglegur við að hoppa
milli heimsálfa. Líkt og alþjóð veit hefur
StopWaitGo getið sér gott orð fyrir
framleiðslu slagara og haft býsna næmt
auga fyrir hæfileikaríkum söngvurum.
Sem dæmi má nefna Glowie, eða Söru
Pétursdóttur sem hefur átt eitt vin-
sælasta lag sumarsins hér á landi, No
More, og hefur þegar náð athygli banda-
rískra plötuframleiðenda. Hún hyggst
fara utan með haustinu þar sem hún
kemur til með að funda með stórlöxum.
Þá flutti María Ólafsdóttir lag runnið
undan rifjum þremenninganna í Euro-
vision líkt og frægt er orðið, og hafa
auk þess tvö ný lög komið frá henni í
samvinnu við hópinn.
Því til viðbótar er Friðrik Dór í
StopWaitGo-fjölskyldunni, sem keppti
jú til úrslita í undankeppni Eurovision á
móti Maríu, en lagið Haltu í höndina á
mér tröllreið íslensku útvarpi svo ekki sé
dýpra í árinni tekið, í byrjun árs. Þá má
ekki gleyma Öldu Dís, sigurvegara
Ísland Got Talent, sem í vikunni
sendi frá sér nýtt lag, beint frá Los
Angeles, Rauða nótt.
Óhætt er því að segja að
félagarnir hafi puttana á púls-
inum og ansi naskir á rísandi
stjörnur. „Við vorum til dæmis
búnir að vinna lengi með Maríu
áður en hún tók þátt í keppninni.
Það er gríðarlega gaman að fylgjast
með hverju fram vindur, og gaman
að sjá hvað gerist í framhaldinu hjá
hverjum og einum,“ bendir Ásgeir á,
en þeir hyggja sannarlega á frekari
landvinninga erlendis þegar tilskilin
leyfi detta í hús. „Það er aldrei dauð
stund,“ segir hann en StopWaitGo-fjöl-
skyldan mun koma saman um helgina
í Hljómskálagarðinum í tilefni Menn-
ingarnætur, og útilokar Ásgeir ekki að
úr verði eitt allsherjaratriði með öllum
hópnum.
gudrun@frettabladid.is
Sinna Íslendingum meðan
beðið er atvinnuleyfisins
StopWaitGo-þremenningar sameinaðir á Íslandi fram að jólum þar
til leyfismál komast á hreint. Gríðar margt í farvatninu á meðan.
Hamra járnið meðan það er heitt. Strákarnir þykja hafa gott auga fyrir rísandi stjörnum og kunna að nýta tækifærin. Fréttablaðið/GVA
María
ÓlafsdóttirSmellaframleiðSlu maSkÍnan StopWaitGo
glowie No More
María Ólafsdóttir Unbroken
frikki Dór Síðasta skipti
Unnsteinn Manuel Lokalag
áramótaskaupsins 2014, Klappa
Steindi Jr. og Guðmundur Pálsson Loka lag
áramótaskaupsins 2013, springum út
steindinn okkar Djamm í kvöld
Blaz Roca og frikki Dór Keyrum’etta
í gang
steindinn okkar Geðveikt
fínn gaur
Kristmundur Axel og Elín
Lovísa Birtir alltaf til
Alda
Dí s
Glowie
Frikki
Dór
titillinn vísar
til þess að ég er
flottur gaur og nettur náungi.
Stafsetningin vísar til eins konar
atlanta-framburðar á orðinu
strákur og má segja að það
sé birtingarmynd þess
sem við stöndum fyrir;
eitthvað nýtt og í takti
við það nýja sem er að
gerast í Bandaríkjunum.
Árni Páll Árnason, betur þekktur
sem Herra Hnetusmjör, gefur
út sína fyrstu breiðskífu, Flottur
skrákur, á afmælisdaginn sinn
þann 31. ágúst.
lífið í
vikunni
16.08.15-
21.08.15
aShley madiSon-lekinn
Hakkarar komust í
gögn framhjáhalds
síðunnar Ashley
Madison og birtu
þau á miðvikudag.
128 notendur skráðir á Íslandi fund
ust í gagnagrunninum sem hakkararnir
komust yfir.
Alls komust hakkararnir yfir nöfn og
upplýsingar um
37 milljóna notenda.
BollyWood-leikari hrifinn
Farið var fögrum orðum um Ísland í
indverska miðlinum Bollywood Pres
ents og þar sagt frá ferðalagi leikarans
Aamirs Khan sem komið hefur til
landsins að minnsta kosti tvisvar.
Aamir Khan er ein skærasta stjarna
Bollywood og er
handhafi Padma
Bhushanorð
unnar sem
er þriðja
æðsta orða
sem ind
verskum
borgurum er
veitt.
StreSSaðri á ÍSlandi
Hljómsveitin Of Monsters and Men
spilaði á tvennum tónleikum í Hörpu
í vikunni. Voru þetta fyrstu tónleikar
sveitarinnar á Íslandi í tvö ár. „Það er
alltaf gaman að koma heim og spila,
það fylgir því ákveðin spenna sem
maður finnur ekki fyrir annars staðar.
Maður verður aðeins stressaðri,
sem er gott. Heldur
manni á tánum,“
segir Ragnar Þór
hallsson, annar
söngvari og
einn gítarleikari
hljómsveitar
innar.
Fyrir þínar
bestu stundir
Afgreiðslutími
Mán. til fös. frá kl. 10–18
Laugardaga frá kl. 11–16
www.dorma.is
Holtagörðum
512 6800
Dalsbraut 1, Akureyri
558 1100
Þú finnur
bæklinginn á dorma.is
MEIRA Á
dorma.is
JACKPOT
tungusófi
Aðeins 99.900 KR.
Slitsterkt áklæði, grátt eða antrasite.
Hægri og vinstri tunga.
Fullt verð: 119.900
JACKPOT
horntungusófi
Aðeins 129.900 KR.
Slitsterkt áklæði, grátt eða antrasite.
Hægri eða vinstri tunga.
Fullt verð: 159.900
JACKPOT
U-sófi
Aðeins 149.900 kr.
Slitsterkt áklæði, grátt eða antrasite.
Hægri eða vinstri tunga.
Fullt verð: 189.900 kr.
20
3
cm
276 cm
197 cm
23
0
c
m
208 cm
15
0
c
m
2
1
-0
8
-2
0
1
5
2
2
:5
6
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
5
D
8
-F
F
1
C
1
5
D
8
-F
D
E
0
1
5
D
8
-F
C
A
4
1
5
D
8
-F
B
6
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
1
2
s
C
M
Y
K