Fréttablaðið - 22.08.2015, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 22.08.2015, Blaðsíða 32
Síðustu daga hefur afrek maraþonkonunnar verið rifjað upp í fjölmiðlum enda er hún stödd hér á landi til að ræsa hlaupara í Reykjavíkurmaraþoninu í dag. Það eru 48 ár síðan hún skráði sig í Bostonmaraþonið og hljóp það til enda en samkvæmt reglum var hlaupið eingöngu fyrir karla. Stjórnandi reyndi að rífa skrán- ingarnúmerið af baki hennar á meðan hún var á hlaupum og þátttaka hennar í hlaupinu vakti mikil viðbrögð, til að mynda sagði yfirmaður íþróttasam- bandsins að hann myndi rassskella hana ef hún væri dóttir hans. En vegna umræðunnar var reglunum breytt fimm árum síðar og konum leyft að taka þátt í hlaupinu. Baráttu Kathrine var þó hvergi nærri lokið. Hún hefur í raun starfað við það alla tíð að fá konur til að hlaupa, fá stjórnendur íþróttasam- banda til að halda maraþon fyrir konur og á níunda áratugnum var kvennamaraþon loksins samþykkt sem ólympíugrein, sem er ekki síst góðu starfi Kathrine að þakka. En af hverju er svona mikilvægt að fá konur til að hlaupa? „Hlaup eru mikilvægur liður í jafn- Að hlaupa í sig kjark Kathrine Switzer ætlar að hlaupa Bostonmaraþonið eftir tvö ár en þá verða fimmtíu ár liðin frá því að hún hljóp fyrst. Þá verður hún sjötug. Fréttablaðið/Ernir Kathrine í Bostonmaraþoninu árið 1967. Þegar það komst upp að kona væri á hlaupabrautinni tóku stjórnendur til sinna ráða. Hér er reynt að rífa af henni númerið en Kathrine hljóp áfram. Hún hugsaði með sér að ef hún gæfist upp fengju konur aldrei að hlaupa maraþon. Það fyllti hana krafti. Þegar konur gera eitt- hvað valdeflandi fá Þær styrk, hugrekki og aukna trú á sjálfar sig. Það hjálpar Þeim að taka næsta skref áfram í lífinu. samkvæmt skilningi Þess sem hótaði að rass- skella mig á sínum tíma Þá er ég örugg- lega enn Þá óÞekk. Kathrine Switzer hljóp fyrst kvenna í Boston- maraþoninu fyrir 48 árum. Hún hefur helgað líf sitt baráttunni fyrir því að konur fái að hlaupa. Hún segir baráttuna ekki snúast um hreyfing- una heldur valdeflingu kvenna. Erla Björg Gunnarsdóttir erlabjorg@frettabladid.is réttisbaráttunni sem lýkur aldrei. Í raun snýst þetta ekki um hlaupin sjálf heldur að breyta lífi kvenna. Hlaup eru nefnilega svo valdeflandi. Og þegar konur gera eitthvað valdeflandi fá þær styrk, hugrekki og aukna trú á sjálfar sig. Það hjálpar þeim að taka næsta skref áfram í lífinu. Þannig að mín vinna í gegnum tíðina hefur verið að búa til tækifæri fyrir konur til þess að hlaupa – í þeirri von að það veiti þeim aukinn kraft í alls kyns annarri baráttu.“ Allir jafnir í hlaupum En af hverju hlaup frekar en einhver önnur íþrótt? „Í fyrsta lagi eru hlaup mjög ódýr hreyfing. Þess vegna er auðvelt og aðgengilegt að byrja að hlaupa. Allir geta hlaupið sem hafa líkamlega getu til þess. Í öðru lagi skiptir félagslegur og efnahagslegur bakgrunnur engu máli þegar það kemur að hlaupum. Þegar ég byrjaði að hlaupa, milli- stéttarháskólastúlkan, þá hljóp ég með bréfberanum og píparanum. Það var enginn munur á okkur. Öðru máli gegnir um til dæmis golf, skíði og tennis. Þar þarf pening, flutning, búnað og þjálfun til að verða mjög góður. Í þriðja lagi eru það áhrifin sem hlaupin hafa á mann. Endorf- ínið flæðir um líkamann og taktur hreyfingarinnar verður að einhvers konar hugleiðslu. Þegar maður klár- ar hlaup fær maður á tilfinninguna að maður geti allt og ekkert stoppi mann. Maður getur litið til baka og séð árangurinn svo skýrt, leiðina sem maður hljóp, tíu kílómetrana eða hringinn í kringum hverfið. Þá líður manni eins og sigurvegara.“ Legið dettur ekki úr konum Kathrine hefur ekki svörin á reiðum höndum þegar blaðamaður spyr af hverju í ósköpunum það hafi verið svona mikil mótstaða gegn hlaupum kvenna. „Er það ekki skrýtið?“ spyr hún og segist eingöngu geta getið sér til um ástæðurnar. „Ég held að það sé vegna þess að þetta hafði alltaf verið veldi karlanna. Að hlaupa, að svitna og púla. Að gera eitthvað erfitt – því að maraþonhlaup er langt frá því að vera auðvelt. Einnig held ég að það hafi átt að passa konurnar, að þær myndu ekki meiða sig því þær áttu að vera svo viðkvæmar og brothættar. Karlarnir vildu stjórna og vernda. Ein- hverjir héldu því fram að legið myndi detta úr þeim,“ bætir hún við hlæjandi. Hjálpum systrum okkar Í dag er öldin önnur. Hlaupasaga kvenna er í raun orðin ansi löng og góð á eingöngu fimmtíu árum. En þarf að berjast meira? Eru ekki allar konur hlaupandi úti um allar trissur? „Jú, hér á Íslandi, þar sem jafnréttið var nú næstum því fundið upp,“ segir Kathrine brosandi. „En mig langar samt að segja við íslenskar konur að þær geta náð miklu meiri árangri en þær halda og biðja þær um að halda áfram veginn. Svo vil ég líka segja þeim að þær eiga fullt af systrum úti um allan heim sem þurfa á hjálp þeirra að halda. Við eigum mikla vinnu fyrir höndum á alþjóðavettvangi, í Mið-Austurlöndum og Afríku til dæmis. Þar er minn fókus þessa dagana.“ Kathrine hefur stofnað sjóð sem ber nafnið 261 Óttalaus en Kathrine var með númerið 261 í fyrsta maraþonhlaupinu. „Sjóðurinn hefur það markmið að efla konur frá þessum svæðum í gegnum hlaup. Þetta eru konur sem fá enga menntun og mega varla fara út úr húsi. Ef þær fá að hlaupa og við náum að efla þær með því þá geta þær kannski breytt innviðum lífs síns. Styrkt stöðu sínu.“ Kathrine hefur verið í Kenía og séð áhrifin af hlaupum þar. „Í Kenía eru konur annars eða þriðja flokks borgarar með gífurlega lítil réttindi. Þær eignast mörg börn, deyja oft ungar og vinna hörðum höndum allt sitt líf án þess að fá viðurkenningu fyrir það. Svo byrjuðu konur að hlaupa í Kenía og þær urðu mjög góðar. Þær fóru að vinna peninga- verðlaun, koma með peningana inn í landið og byggja upp skóla og heilsu- gæslustöðvar. Hinar konurnar litu til þeirra og hugsuðu: „Vá, þetta gerði hún með því að setja annan fótinn fram fyrir hinn.“ Þannig fengu þær virðingu og viðurkenningu og um leið bættu þær samfélagið – stundum geta mjög einfaldir hlutir breytt heilu samfélagi.“ Er ennþá „óþekk“ Kathrine þurfti mikinn kjark til að klára Bostonmaraþonið fyrir tæpum fimmtíu árum þegar reynt var stöðva þátttöku hennar. Enn í dag þarf hún að herða upp hugann í verkefnum sínum og blaðamaður spyr hana hvort enn sé verið að hóta því að rassskella hana. Kathrine hlær dátt. „Tja, samkvæmt skilningi þess sem hótaði að rassskella mig á sínum tíma þá er ég örugglega enn þá óþekk,“ segir hún í gaman- sömum tón. „Nei, án gríns þá myndu örugglega margir frá þessum slóðum, sem ég einbeiti mér að núna, segja að ég væri mjög óþekk. Maðurinn minn er búinn að biðja mig um að vera varkára í þessum verkefnum mínum. En ég hef verið í erfiðum aðstæðum áður og ætla ekki að byrja að missa kjarkinn núna, að nálgast sjötugt.“ 2 2 . á g ú s t 2 0 1 5 L A U g A R D A g U R32 H e L g i n ∙ F R É t t A B L A ð i ð 2 1 -0 8 -2 0 1 5 2 2 :5 6 F B 1 1 2 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 D 8 -E 1 7 C 1 5 D 8 -E 0 4 0 1 5 D 8 -D F 0 4 1 5 D 8 -D D C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 1 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.