Fréttablaðið - 22.08.2015, Blaðsíða 59
| atvinna | LaUGaRDaGUR 22. ágúst 2015 17
ATVINNA
RAFVIRKI
Vanur rafvirki sem getur unni sjálfstætt óskast til starfa.
Mikil vinna.
Umsóknir berist á netfangið
a.oskarsson@simnet.is eða í síma 892 3427.
VERKAMENN
Verkamenn óskast til eftirlits og umhirðu með færibandakerfi.
Unnið er á 12 tíma vöktum frá kl. 05:00 – 17:00.
Unnið er samkvæmt vaktakerfinu 2-2-3.
Umsækjendur þurfa að vera líkamlega hraustir
og góðir í mannlegum samskiptum.
Umsóknir berist á netfangið
a.oskarsson@simnet.is eða í síma 892 3427.
Umsækjendur þurfa að geta staðist bakgrunnsskoðun til að
mega vinna innan haftasvæðis Keflavíkurflugvallar.
A. Óskarsson verktaki ehf
Reykjanesbæ
Starf skipulags- og
byggingarfulltrúa.
Grundarfjarðarbær auglýsir starf byggingar- og
skipulagsfulltrúa laust til umsóknar.
Um er að ræða mjög spennandi starf í áhugaverðu samfélagi.
Leitað er eftir öflugum og metnaðarfullum einstaklingi sem er
reiðubúinn að þróa starfið á traustum grunni. Byggingarfulltrúi
ber m.a. ábyrgð á skráningu mannvirkja, úttektum, staðfestingu
eignaskiptayfirlýsinga, gjaldtöku, skráningu, varðveislu og miðl-
un upplýsinga um mannvirki til íbúa.
Um er að ræða 100% starf og er
umsóknarfrestur til og með 3. september nk.
Samkvæmt auglýsingunni er starfssvið byggingarfulltrúa
eftirfarandi:
• Framkvæmd skipulags- og byggingarmála.
• Áætlanagerð og eftirfylgni, mælingar, úttektir og
útreikningar.
• Undirbúningur- og eftirfylgni funda skipulags- og
bygginganefndar.
• Samstarf við aðila utan og innan stjórnsýslunnar,
sem sinna verkefnum á sviði byggingarmála.
• Yfirumsjón framkvæmda og eignasýslu í sveitar-
félaginu.
• Önnur verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Menntun á sviði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og
skipulagslaga nr. 123/2010, er nauðsynleg.
• Reynsla af stjórnun æskileg.
• Þekking og reynsla af úttektum og mælingum.
• Þekking á lögum um mannvirki, skipulagslögum og
byggingarreglugerð.
• Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur.
• Hæfni í mannlegum samskiptum, góðir samstarfs- og
samskiptahæfileikar.
• Hæfni til þess að tjá sig í ræðu og riti á íslensku.
• Góð almenn tölvukunnátta.
Umsókn á að fylgja greinargóð starfsferilsskrá og kynningar-
bréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og
rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum stéttarfélaga við
Samband íslenskra sveitarfélaga.
Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn á netfangið
thorsteinn@grundarfjordur.is, eigi síðar en 3. september nk.
Einnig er óskað eftir að umsækjendur tilgreini a.m.k. tvo
umsagnaraðila í umsókn sinni. Nánari upplýsingar veitir
Þorsteinn Steinsson, bæjarstjóri Grundarfirði í síma 4308500
eða tölvupósti: thorsteinn@grundarfjordur.is.
Grundarfjarðarbær
Landspítali er lifandi og fjölmennur vinnustaður með um 5.100 starfsmenn.
Hann er aðalsjúkrahús landsins og miðstöð menntunar og rannsókna í heil -
brigðisvísindum. Á Landspítala er lögð áhersla á öryggi, jafnrétti, ábyrgan
rekstur, góðan starfsanda og bættan húsakost.
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR
Skurðlækningadeild
Helstu verkefni og ábyrgð
• Ákveða, skipuleggja og veita
hjúkrunarmeðferð í samráði við
skjólstæðing og bera ábyrgð á
meðferð
• Skipuleggja og veita fræðslu til
sjúklinga og aðstandenda
• Þátttaka í teymisvinnu
Við sækjumst eftir hjúkrunarfræðingum sem búa yfir þekkingu og reynslu sem og
nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum á bráðaskurðdeild.
Kjörið tækifæri til að kynnast hjúkrun sjúklinga sem þurfa mikla og flókna umönnun.
Boðið verður upp á sérstakt starfsþróunarár fyrir nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga næsta
haust í formi fyrirlestra, umræðufunda, handleiðslu og ráðgjafar.
Hæfnikröfur
• Faglegur metnaður og ábyrgð í
starfi
• Jákvætt viðmót og góðir
samskiptahæfileikar
• Íslenskt hjúkrunarleyfi
Nánar upplýsingar veitir Elín
María Sigurðardóttir, deildarstjóri,
(elinmsig@landspitali.is, 825 5914).
Umsóknarfrestur er til
og með 7. september 2015.
Starfshlutfall er 50-100% og eru
störfin laus frá 15. sept. 2015 eða
eftir nánara samkomulagi.
Laun skv. kjarasamningi fjár-
málaráðherra og stéttarfélags. Sótt
er um starfið rafrænt á;
www.landspitali.is, undir „laus
störf“. Öllum umsóknum verður
svarað. Tekið er mið af jafnréttis-
stefnu LSH við ráðningar á
spítalanum. Umsókn fylgi náms-
og starfsferilskrá.
HLUTI AF BYGMA
ALLT FRÁ GRUNNI AÐ GÓÐU HEIMILI
SÍÐAN 1956
HÚSASMIÐJAN Í BORGARNESI
LEITAR AÐ ÖFLUGUM
LIÐSMANNI
Umsóknir berist fyrir 31. ágúst n.k.
til Gauta Sigurgeirssonar, rekstrarstjóra verslunarinnar á
netfangið gauti@husa.is eða í síma 660 3019.
Öllum umsóknum verður svarað.
Viljum ráða metnaðarfullan og
þjónustulundaðan starfmann til sölu- og
afgreiðslustarfa í verslun okkar í Borgarnesi
Um er að ræða fullt starf og þarf viðkomandi að geta hafið
störf sem fyrst.
Ábyrgðarsvið
• Sala, afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini
• Önnur tilfallandi störf
Hæfniskröfur
• Reynsla af afgreiðslustörfum kostur
• Þekking á málningar- og múrefnum kostur
• Samskiptahæfni, sjálfstæð og vönduð vinnubrögð
Metnaður
Þjónustulund
Sérþekking
Húsasmiðjan leggur metnað sinn í að
veita fyrsta flokks þjónustu og hafa gott
aðgengi að vörum sínum og starfsfólki.
Það sem einkennir starfsmenn
Húsasmiðjunnar eru eftirfarandi gildi:
SÖLUMAÐUR MAZDA
Sölumaður fyrir nýja og notaða Mazda bifreiðar óskast til starfa
hjá Brimborg í Reykjavík. Krefjandi, fjölbreytt og spennandi starf
fyrir metnaðarfullan og drífandi einstakling.
Kynntu þér starfið nánar og sæktu um í dag á www.brimborg.is
Umsóknarfrestur er til 4. september 2015.
2
1
-0
8
-2
0
1
5
2
2
:5
6
F
B
1
1
2
s
_
P
0
6
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
5
4
K
_
N
Ý.
p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
D
9
-4
4
3
C
1
5
D
9
-4
3
0
0
1
5
D
9
-4
1
C
4
1
5
D
9
-4
0
8
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
1
1
2
s
C
M
Y
K