Fréttablaðið - 22.08.2015, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.08.2015, Blaðsíða 8
Stjórnmál Guðmundur Steingrímsson hættir sem formaður Bjartrar fram­ tíðar þann 5. september næstkomandi þegar ársfundur flokksins verður hald­ inn í Reykjavík. Róbert Marshall mun einnig segja af sér sem þingflokksfor­ maður flokksins. Er þetta sameiginleg ákvörðun þeirra og vilja þeir með þessu veita öðrum svigrúm til að stýra flokknum. Síðastliðinn fimmtudag hélt flokk­ urinn fund þar sem staða flokksins var rædd. Um sjötíu manns mættu á fund­ inn og þar tilkynnti Guðmundur að hann myndi ekki bjóða fram krafta sína áfram sem formaður flokksins. „Þetta var góður fundur þar sem við ræddum saman um hvernig við vildum sjá flokk­ inn okkar þróast,“ segir Guðmundur. „Mér finnst skynsamlegt að stíga til hliðar í forystunni og leyfa öðrum að spreyta sig í því. Menn eiga ekki að vera meira til í það í íslenskri pólitík, hún á ekki að snúast um einhverja titla,“ segir Guðmundur. „Við tókum þessa ákvörðun í sameiningu, ég og Róbert, og ég held mér sé óhætt að gefa þá yfir­ lýsingu fyrir hans hönd.“ Samkvæmt heimildum Frétta­ blaðsins var rætt um það á fundinum hvort Brynhildur Pétursdóttir væri ekki ákjósanlegasti einstaklingurinn til að leiða flokkinn áfram. „Það var hent upp fullt af nöfnum, það er mikið af góðu fólki í flokknum sem getur tekist á við þetta hlutverk,“ segir Brynhildur. Hún segist ekki ganga með formann flokks­ ins í maganum en geti alveg hugsað sér að skoða það. „Ég er alveg tilbúin til að skoða slíkt ef vilji flokksmanna er á þá leið og að ég geti hjálpað flokknum að ná fyrri styrk.“ Hugmynd Guðmundar Steingrímssonar um að emb­ ætti innan flokksins færist á milli manna verður lögð fram á aðalfundi flokksins. „Það eru margir jákvæðir fyrir henni, aðrir hafa efa­ semdir og enn aðrir eru mótfallnir henni. Það er bara eins og gengur. En það er vilji af minni h á l f u t i l a ð breyta forystunni hvort sem við gerum það með formlegri róteringu eða ekki. Þetta verður bara rætt og tekin afstaða til hugmyndarinnar,“ segir Guðmund­ ur. „Nú verður bara spennandi að vera óbreyttur þingmaður. Við höfum ein­ valalið í þingflokki og sveitarstjórnum og nú velja bara flokksmenn nýjan for­ mann.“ sveinn@frettabladid.is Dell mælir með Windows advania.is/skoli Guðrúnartúni 10, Reykjavík og Tryggvabraut 10, Akureyri Opið mánudaga til föstudaga frá 8 til 17 í skólanum an Heitasta Skoðaðu úrvalið af flo um DELL tölvum á vefnum okkar, verð frá 69.990 kr. Auglýsing um drög að tillögu um aðalskipulag Keflavíkurflugvallar 2013–2030 Skipulagsyfirvöld Keflavíkurflugvallar auglýsa hér með drög að tillögu um aðalskipulag Keflavíkurflugvallar í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Drög aðalskipulagsins eru aðgengileg á heimasíðu Keflavíkurflugvallar: www.kefairport.is/Flytileidir/Um-felagid/Skipulagsmal/ Megináherslur skipulags eru á breytt flugbrautarkerfi, stækkun flugþjónustusvæðis, aðkomu að flugstöð, ný atvinnusvæði og umhverfisskýrslu. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta gefst kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að gera athugasemdir rennur út 21. september 2015. Skila skal skriflegum athugasemdum og/eða ábendingum til: Skipulagsfulltrúi Keflavíkurflugvallar, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli eða sveinn.valdimarsson@isavia.is. HeilbrigðiSmál Reykingar íslenskra 10. bekkinga hafa dregist saman um 75 prósent á síðustu tveimur áratug­ um. Reykingar í þessum aldurshópi eru nú jafn sjaldgæfar og kannabis­ neysla. Árið 1995 sagðist fimmtungur 10. bekkinga reykja að staðaldri en sá hópur er nú aðeins um fimm prósent af heildinni. „Ánægjulegar niðurstöður,“ segir Ársæll Már Arnarsson, prófessor í sálfræði við Háskólann á Akureyri, en þær koma fram í könnunum á vegum ESPAD (European school survey pro­ ject on alcohol and other drugs) sem vísindamenn við Háskólann á Akur­ eyri halda utan um hér á landi. Könn­ unin hefur verið lögð fyrir íslensk 15 ára ungmenni á fjögurra ára fresti frá árinu 1995. Einnig kemur fram að áfengis­ drykkja íslenskra grunnskólabarna hefur minnkað mjög. Fyrir 20 árum hafði yfir helmingur skólabarna drukkið áfengi síðustu þrjátíu dagana áður en rannsóknin var lögð fyrir. Sá hópur er nú innan við tíu prósent af heildinni. „Rannsóknir sýna að því seinna sem byrjað er að reykja því meiri líkur eru á að einstaklingurinn byrji aldrei að reykja. Einnig hefur komið fram að því fyrr á ævinni sem byrjað er að neyta áfengis eða annarra vímu­ efna því meiri skaði fyrir einstak­ linginn og samfélagið,“ segja Rafn Jónsson og Sveinbjörn Kristjánsson, sérfræðingar hjá Embætti landlæknis. Ársæll Már segir fjölmarga þætti liggja að baki þróuninni, svo sem almenn viðhorfsbreyting í samfé­ laginu og aukið samstarf foreldra og skóla. Mikilvægt sé að halda áfram því góða forvarna­ og heilsueflingar­ starfi sem eigi sér stað í grunn­ og framhaldsskólum landsins.“ Ársæll segir sama árangur ekki hafa náðst við að minnka kannabis­ neyslu og telur að önnur meðul þurfi þar. Kannabisnotkun íslenskra ung­ linga sé með því minnsta sem gerist í heiminum, en hafi ekki minnkað til jafns við reykingar og áfengisneyslu. – sa Reykingar eru orðnar jafn sjaldgjæfar og kannabisneysla Reykingar íslenskra 10. bekkinga hafa minnkað um 75 prósent á síðustu tveimur áratugum. NordicPhotos/AFP Leiðtogar láta af störfum hjá Bjartri framtíð Guðmundur Steingrímsson formaður og Róbert Marshall, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, ætla ekki að bjóða fram krafta sína áfram á ársfundi flokksins eftir tvær vikur. Segja það sameiginlega ákvörðun þeirra að veita öðrum svigrúm. Róbert Marshall Ég er alveg tilbúin til að skoða slíkt ef vilji flokksmanna er á þá leið og að ég geti hjálpað flokknum að ná fyrri styrk. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar Guðmundur Steingrímsson 2 2 . á g ú S t 2 0 1 5 l A U g A r D A g U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A ð i ð 2 1 -0 8 -2 0 1 5 2 2 :5 6 F B 1 1 2 s _ P 1 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 D 9 -1 7 C C 1 5 D 9 -1 6 9 0 1 5 D 9 -1 5 5 4 1 5 D 9 -1 4 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 1 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.