Fréttablaðið - 22.08.2015, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 22.08.2015, Blaðsíða 20
Blikar með aðra hönd á Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi-deild kvenna Hreint mark í 1.010 mínútur Hallbera Guðný Gísladóttir og félagar hennar í vörn Breiðabliksliðsins fengu síðast á sig mark í Pepsi-deild kvenna í maí. Hallbera sést hér í sigurleiknum mikilvæga á móti Stjörnunni í Garðabænum í gær sem færði Blikaliðinu sjö stiga forskot á toppnum . Fréttablaðið/Anton Um helgina Pepsi-deild karla ÍBV 1 – 1 KR 1-0 Jose Enrique (41.), 1-1 Gunnar Þór Gunnarsson (73.). KR-ingar tóku bara eitt stig með sér úr Eyjum og eru því fimm stigum á eftir toppliði FH. Gunnar Þór bætti fyrir mistökin í marki ÍBV með því að skora jöfnunarmarkið. Pepsi-deild kvenna Stjarnan 0 – 1 Breiðablik 0-1 Fanndís Friðriksdóttir (49.). Fanndís tryggði Blikum ellefta sigurinn í röð og sjö stiga forskot á Stjörnuna á toppi deildarinnar. Blikarkonur héldu hreinu ellefta leikinn í röð í Pepsi-deildinni og Fanndís skoraði sitt 15. mark. 11.45 Man Utd – Newcastle Sport 2 14.00 Sunderland - Swansea Sport 2 16.00 Verona - Roma Sport 17.00 Wyndham Championship Golfstöðin 11.30 Formúla 1 - Belgía Sport 12.30 West Brom - Chelsea Sport 2 15.00 Everton - Man City Sport 2 16.30 Ath. Bilbao - Barcelona Sport 17.00 Wyndham Championship Golfstöðin 18.30 Sporting Gijón - Real Madrid Sport 18.45 Fiorentina - AC Milan Sport 3 Nýjast Hvernig eru reglurnar hjá KSÍ, megum við spila með @fanndis90 í næsta leik?? Atli Sigurjónsson, @AtliSigurjons íSlenSkur SiGur á Hollandi Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann Holland, 67-65, í öðrum leik sínum á æfingamóti í Eistlandi í gær. Íslenska liðið lék án Jóns Arnórs Stefánssonar og Hauks Helga Pálssonar í gær en það kom ekki að sök. Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur í íslenska liðinu með 20 stig en Logi Gunnarsson kom næstur með 16 stig. Pavel Ermolinskij átti einnig góðan leik með átta stig, tíu fráköst og fjórar stoðsendingar. Ísland mætir Filippseyjum í lokaleik sínum á mótinu klukkan 14:30 í dag. Hetjan áfram á neSinu Hin fimmtán ára gamla Lovísa Thompson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Íslands- og bikarmeistara Gróttu í handbolta. Lovísa sló eftirminnilega í gegn á síðasta tímabili en hún skoraði sigurmark Gróttu í leik fjögur gegn Stjörnunni í lokaúrslitunum sem tryggði Gróttu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. KR var að kaupa veðurfræðing. Það er vel gert. Allir léttir eða hvað. Eina. Guðjón Guðmundsson, @gaupinn hAndBolti „Við ferðuðumst nú ekk- ert með verðlaunapeningana. Settum þá bara upp er við komum hingað," segir brosandi Ómar Ingi Magnússon, ein af hetjum U-19 ára landsliðsins sem tryggði sér brons á HM í Rúss- landi. Strákarnir fengu höfðinglegar móttökur er þeir komu til landsins í gær er fjöldi vina og ættingja tók á móti þeim í höfuðstöðvum Arion banka. „Þetta er mjög óvænt. Ég átti alls ekki von á neinu svona stóru. Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að haga mér. Þetta er virkilega gaman og við fundum vel fyrir því hvað það voru margir að fylgjast með okkur úti.“ Árangur strákanna var frábær og þegar liðið tapaði fyrir Slóvenum í undanúrslitum þá hafði það leikið 20 leiki í röð án taps. Þeir lögðu líka mikið á sig þetta, er búið að vera mikið ævintýri í sumar. „Alveg síðan í maí er undir- búningur búinn að vera í gangi. Við förum til Katar um miðjan júní í mót og þetta var mikill pakki. Við vorum til í að leggja mikið á okkur. Við dutt- um út í riðlakeppninni á EM í fyrra og það voru ákveðin vonbrigði. Við ætl- uðum að gera betur núna og vissum að við gætum meira. Við vissum að ef við myndum leggja allt í þetta þá gæti allt gerst,“ segir Ómar er hann rifjar upp langt og strangt sumar með strákunum. „Við lentum í mjög erfiðum riðli og fyrsta markmiðið var að komast upp úr honum. Fyrst við unnum hann þá vorum við búnir að gera framhaldið aðeins auðveldara.“ Undanúrslitaleikurinn var að mörgu leyti grátlegur. Ísland leiddi Fínt að vera líkt við Óla og Aron Ómar Ingi Magnússon með bronspeninginn um hálsinn í móttöku fyrir íslensku strákana í gær. Fréttablaðið/Ernir HelGi fékk metið StaðfeSt Spjótkastarinn Helgi Sveinsson úr Ármanni hefur fengið heimsmet sitt í flokki F42 staðfest af Alþjóða Ólympíuhreyfingu fatlaðra. Helgi bætti heimsmet Kínverjans Fu Yanglong þrívegis í sumar en Ólympíuhreyfingin hafnaði tveimur þessara meta áður en hún staðfesti það þriðja loks í gær. Heimsmet Helga er því 57,36 metrar en hann setti metið á Coca-Cola móti FH utanhúss 26. júní síðastliðinn. Ómar Ingi Magnússon fór mikinn á HM 19 ára. Hann var þriðji markahæstur og lék frábærlega í sókninni. Hann lítur á sig sem skyttu en líður líka ágætlega á miðjunni. Ómar ætlar að stimpla sig inn með Val í vetur. Ómar Ingi skoraði úr 26 af 28 vítaköstum sem hann tók á heims- meistara- mótinu í Rússlandi. 93% gegn Slóveníu í um 56 mínútur en missti síðan Slóvenana fram úr sér og tapaði með einu marki. „Við spiluðum frábærlega í svona 47 mínútur. Tapið sat alveg í manni því við hefðum vel getað farið í úrslitaleikinn og strítt Frökkunum svolítið,“ segir Ómar Ingi en strák- arnir náðu samt að rífa sig upp eftir svekkjandi tap og vinna öruggan sigur á Spáni í bronsleiknum. „Það var mjög vel gert og góður karakter að rífa sig upp. Það var mikið spennufall eftir undanúrslitaleikinn enda áttum við ekki von á því að tapa. Engu að síður erum við ánægðir með árangurinn og berum höfuðið hátt. Það sem stendur upp úr er þessi frá- bæra liðsheild sem er hjá okkur. Við stöndum vel saman og náðum að halda þessum umtöluðu íslensku gildum. Stemningin, baráttan og allt það. Þetta er frábær hópur og við erum allir miklir vinir.“ Ómar Ingi varð þriðji markahæsti leikmaður mótsins og frammistaða hans vakti verðskuldaða athygli. Þessi 18 ára Selfyssingur, sem nú spilar með Val, er ekki bara góð skytta heldur útsjónarsamur leikmaður með afbrigðum sem spilar vel fyrir félaga sína. Hann ætlar sér að fá fleiri mínútur í Valsbúningnum í vetur en veit ekki hvort það verður í skyttunni eða á miðjunni. Hann getur leyst báðar stöður með mikilli prýði. „Ég veit ekki hvernig Óskar þjálf- ari hugsar þetta. Ég get gert hvort tveggja. Ég lít á mig sem skyttu en það er fínt að vera á miðjunni líka,“ segir Ómar Ingi brattur en hann er ekki stærsta skyttan í deildinni. Sér- fræðingar segja því margir að hann verði að spila miðju í framtíðinni. „Margir af bestu handboltamönn- um heims hafa verið í kringum 183 sentimetrar á hæð. Einn besti miðju- maður allra tíma, Ljubomir Vranjes, náði ekki 170 sentimetrum. Mér finnst ég vera skytta og spila þann- ig. Ég læt boltann ekki fljóta nóg sem leikstjórnandi. Ég er svolítið mikið á honum eins og skytta gerir. Það er alltaf hægt að læra samt. Ég hef tím- ann með mér.“ Leikur hans þykir um margt minna á Ólaf Stefánsson og Aron Pálmarsson er þeir voru á hans aldri. Hvað finnst honum þegar verið er að líkja honum við þær kempur? „Það er mjög fínt. Mér líkar betur við að vera líkt við þá en að fá ekki neitt. Mér finnst ekki vera nein pressa í því og hugsa ekkert um það.“ henry@frettabladid.is 2 2 . á G ú S t 2 0 1 5 l A U G A R d A G U RSPORT 2 1 -0 8 -2 0 1 5 2 2 :5 6 F B 1 1 2 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 D 8 -F A 2 C 1 5 D 8 -F 8 F 0 1 5 D 8 -F 7 B 4 1 5 D 8 -F 6 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 1 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.