Ský - 01.10.2006, Blaðsíða 19

Ský - 01.10.2006, Blaðsíða 19
 ský 19 Viðtal Það var rosalegt álag á okkur öllum að koma sýningunni á lapp- irnar í London og við gerðum heimildamyndina „Love is in the air“ í samvinnu við Kristínu Ólafsdóttur og Ragnar Bragason um þetta tímabil. Sýningin á Rómeó og Júlíu í London gekk frábærlega vel og við höfum farið víða með hana og sýnt t.d. í Þýskalandi þar sem við gerðum okkur mjög erfitt fyrir með því að samþykkja að leika hana á þýsku. Við erum líka búin að ferðast með Woyzeck eftir George Buchner og Brim eftir Jón Atla Jónasson. Við höfum farið til Finn- lands, Póllands og Moskvu þar sem við fengum verðlaun fyrir bestu sýninguna á leikhátíðinni. Þetta er bara rétt að byrja því við erum með boð um að sýna verkin okkar í Noregi, Spáni, Kóreu og Hollandi, sumt getum við þegið en öðru verðum við að hafna. Við erum styrkt af Reykjavíkur- borg en fengum einhverra hluta vegna ekki styrk frá Leiklistarráði á síðasta ári. Það hefur gert okkur mun erfiðara fyrir. En sem betur fer njótum við stuðnings frá fyrirtækjum eins og Icelandair, Landsbank- anum, Deloitte og fleirum. Og enginn veit hvað kemur næst.“ Í mekku leiklistarinnar Gísli Örn hefur verið á miklu flakki undanfarin ár og með annan fótinn í London, mekku leiklistarinnar, þar sem hann hefur fengist við ýmislegt tengt leikhúsi. Auk uppfærslunnar á Rómeó og Júlíu og Woyzeck sáu Gísli Örn og Víkingur Kristjánsson um leikformið á kynningunni „Pure Iceland“ í the Science Museum sem hundruð þúsunda manna sáu. Á þeim tíma var Gísli einnig að leika aðalhlutverkið í sýningunni „Nights at the Circus“ í Lyric Hammersmith leikhúsinu. Um þessar mundir vinnur Gísli Örn við sama leikhús. Hann er annar leikstjóra Hamskiptanna eða „Metamorphosis“ eftir Franz Kafka og leikur einnig í verkinu ásamt Ingvari Sigurðssyni, Nínu Dögg Filippusdóttur og breskum leikurum. Börkur Jónsson hannar leikmyndina. Nick Cave og Warren Ellis sjá um tónlistina í verkinu og ef dæma má af skrifum breskra blaða má búast við góðri sýningu. „Sýningin er samstarf Vesturports og Lyric Hammersmith og David Farr leikstýrir verkinu á móti mér,“ segir Gísli Örn. „Það er dálítið skrýtið að takast á við að leika mann sem vaknar upp einn daginn sem kakkalakki. Þetta er auðvitað spegilmynd á miklu stærra fyrirbæri, þegar einhver sem þú nauðþekkir og hefur búið með alla ævi breytist allt í einu, eða þér finnst hann hafa breyst, í einhvers konar ófreskju. Þannig skapast einangrunin, óttinn og fordómarnir. Það er auðvelt að nærast á hatrinu.“ Gísli Örn er einn þeirra manna sem eru alltaf á fullu og þeir sem þekkja hann segja að það sé engin hætta á að hann hverfi í fjöldann. Svo vitnað sé beint í blaðamann Evening Standard: „No one blazes a trail of theatrical excitement and thrilling invention quite like Gisli Orn Gardarsson,“ (í lauslegri þýðingu: enginn jafnast fyllilega á við GÖG í að magna upp spennu og frumleika í leikhúsinu.) sky, SK<00DD> 4.tbl 2006.indd 19 28.9.2006 10:54:40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.