Ský - 01.10.2006, Blaðsíða 19
ský 19
Viðtal
Það var rosalegt álag á okkur öllum að koma sýningunni á lapp-
irnar í London og við gerðum heimildamyndina „Love is in the air“
í samvinnu við Kristínu Ólafsdóttur og Ragnar Bragason um þetta
tímabil.
Sýningin á Rómeó og Júlíu í London gekk frábærlega vel og við
höfum farið víða með hana og sýnt t.d. í Þýskalandi þar sem við
gerðum okkur mjög erfitt fyrir með því að samþykkja að leika hana
á þýsku. Við erum líka búin að ferðast með Woyzeck eftir George
Buchner og Brim eftir Jón Atla Jónasson. Við höfum farið til Finn-
lands, Póllands og Moskvu þar sem við fengum verðlaun fyrir bestu
sýninguna á leikhátíðinni.
Þetta er bara rétt að byrja því við erum með boð um að sýna
verkin okkar í Noregi, Spáni, Kóreu og Hollandi, sumt getum við
þegið en öðru verðum við að hafna. Við erum styrkt af Reykjavíkur-
borg en fengum einhverra hluta vegna ekki styrk frá Leiklistarráði á
síðasta ári. Það hefur gert okkur mun erfiðara fyrir. En sem betur fer
njótum við stuðnings frá fyrirtækjum eins og Icelandair, Landsbank-
anum, Deloitte og fleirum. Og enginn veit hvað kemur næst.“
Í mekku leiklistarinnar
Gísli Örn hefur verið á miklu flakki undanfarin ár og með annan
fótinn í London, mekku leiklistarinnar, þar sem hann hefur fengist
við ýmislegt tengt leikhúsi.
Auk uppfærslunnar á Rómeó og Júlíu og Woyzeck sáu Gísli
Örn og Víkingur Kristjánsson um leikformið á kynningunni „Pure
Iceland“ í the Science Museum sem hundruð þúsunda manna sáu.
Á þeim tíma var Gísli einnig að leika aðalhlutverkið í sýningunni
„Nights at the Circus“ í Lyric Hammersmith leikhúsinu.
Um þessar mundir vinnur Gísli Örn við sama leikhús. Hann er
annar leikstjóra Hamskiptanna eða „Metamorphosis“ eftir Franz
Kafka og leikur einnig í verkinu ásamt Ingvari Sigurðssyni, Nínu
Dögg Filippusdóttur og breskum leikurum. Börkur Jónsson hannar
leikmyndina.
Nick Cave og Warren Ellis sjá um tónlistina í verkinu og ef dæma
má af skrifum breskra blaða má búast við góðri sýningu.
„Sýningin er samstarf Vesturports og Lyric Hammersmith og
David Farr leikstýrir verkinu á móti mér,“ segir Gísli Örn. „Það er
dálítið skrýtið að takast á við að leika mann sem vaknar upp einn
daginn sem kakkalakki. Þetta er auðvitað spegilmynd á miklu stærra
fyrirbæri, þegar einhver sem þú nauðþekkir og hefur búið með alla
ævi breytist allt í einu, eða þér finnst hann hafa breyst, í einhvers
konar ófreskju. Þannig skapast einangrunin, óttinn og fordómarnir.
Það er auðvelt að nærast á hatrinu.“
Gísli Örn er einn þeirra manna sem eru alltaf á fullu og þeir sem
þekkja hann segja að það sé engin hætta á að hann hverfi í fjöldann.
Svo vitnað sé beint í blaðamann Evening Standard: „No one blazes a
trail of theatrical excitement and thrilling invention quite like Gisli
Orn Gardarsson,“ (í lauslegri þýðingu: enginn jafnast fyllilega á við
GÖG í að magna upp spennu og frumleika í leikhúsinu.) sky,
SK<00DD> 4.tbl 2006.indd 19 28.9.2006 10:54:40