Ský - 01.10.2006, Síða 24
24 ský
List
og kom út 1992. En blaðamaður átti einnig samtöl við Elías Kristjánsson bílstjóra í Reykjavík sem var
nánasti vinur Flóka á unglingsárum í gagnfræðaskóla. Þeir Flóki og Elías voru nágrannar þar sem Flóki
bjó á Bárugötu 18 en Elías á Ránargötu 4. Þeir gengu saman í Gaggó Vest við Öldugötu og sátu saman í
kennslustundum. Flóki við gluggann og teiknaði í öllum kennslustundum en hann sýndi öðrum náms-
greinum en teikningu engan áhuga.
„Hann var alltaf teiknandi,“ segir Elías.
„Upphaf okkar kynna var þannig að ég sat við gluggann en Flóki falaðist eftir sætinu.
Hann vildi aðeins sitja við gluggann og þótt við hefðum gert samning um að ég
fengi gluggasætið um áramót þá var ekki við það komandi. Samt gekk honum
ekki illa í öðrum námsgreinum því hann var bráðgreindur.“
Elías og Flóki kynntust upphaflega vegna sameiginlegs áhuga þeirra
á skákíþróttinni en Flóki hafði feiknalegan áhuga á skák á þessum
árum og vildi alltaf vera að tefla. Hann og Elías sátu löngum
stundum yfir tafli á herbergi Flóka uppi á lofti á Bárugötunni
og röktu skákir fram og til baka. Eggert Gilfer, einn snjallasti
skákmaður Íslands á þessum tíma og Jón Guðmundsson, sem
var í ólympíuliði Íslands í skák voru heimilisvinir á Bárugötu
og tefldu oft við Flóka.
„Ég var viðstaddur þegar skákferill Flóka endaði,“ segir
Elías.
„Við höfðum ákveðið að taka þátt í móti hjá Taflfélagi Reykja-
víkur og mættum þar nokkur kvöld og tefldum við hina og þessa en
þar kom að því að Flóki tapaði skák en því tók hann afskaplega illa.
Þetta kvöld og langt fram á nótt sátum við í herberginu á Bárugötu
og Flóki rakti skákina aftur og aftur og ígrundaði mistök sín í
henni. Ég var satt að segja orðinn hundleiður á þessu en loksins
tók hann í hornin á dúknum sem taflmennirnir stóðu á og sveifl-
aði honum í loft upp svo mennirnir þyrluðust út um allt.
„Það er ekki samboðið séníi að hanga yfir tíglóttu borði,“
hrópaði hann og tefldi aldrei framar á skákmótum svo ég
vissi.“
Elías lýsir Flóka svo að hann hafi hversdagslega verið afskap-
lega feiminn og hlédrægur og og verið frekar vinafár í skóla.
Flóka var illa við að ganga einn í skólann og þess vegna kom
Elías alltaf við á Bárugötunni og sótti vin sinn og þeir gengu saman
í skólann. Það kom fyrir að Flóka væri strítt því hann skar sig verulega úr
hópnum en að sögn Elíasar var það þó ekki algengt.
„Flóki mætti aldrei í leikfimi því hann hafði andstyggð á líkamlegu erfiði og öllum íþróttum. Einn
veturinn lagði kennarinn mjög hart að honum að mæta þótt ekki væri nema einu sinni svo hann fengi ekki
núll. Flóki lét til leiðast og ég man eftir því að í búningsklefanum í gamla íþróttahúsinu við Landakot var
hent gaman að honum fyrir það hvað hann var horaður og brjóstkassinn áberandi innfallinn. En hann lét
sig ekki og kennarinn stóð við sinn hluta og gaf honum fimm í leikfimi fyrir þetta eina skipti – aðallega
fyrir hugrekki, held ég.“
Vilhjálmur frá Skáholti og Toulouse-Lautrec
Fleirum verður tíðrætt um þennan þátt lundarfars hins unga Flóka sem birtist í mikilli viðkvæmni og
feimni en pilturinn var sílesandi og grúskandi í hrollvekjum og ljóðum þar sem rauði þráðurinn var
óhugnaður, dauðaþrá, limlestingar og þeir yfirskilvitlegu hlutir sem þá þegar voru farnir að setja svip sinn
á teikningar hans. Flóki las Edgar Allan Poe, draugasögur og hrollvekjur og teiknaði meðan hann vakti.
En hann leitaði einnig fyrirmynda og áhrifa í kvikmyndum og Elías félagi hans fór ekki varhluta af þeirri
leit.
„Áður en Flóki fór að sækja Laugaveg 11, kaffihús sem var einskonar listaakademía bæjarins á þeim
tíma, þá sátum við oft á Hressingarskálanum og ég man vel eftir Vilhjálmi frá Skáholti, skáldi sem storm-
aði þar inn með sérstökum töktum svo allir litu upp. Hann stóð og skimaði yfir salinn hvössum augum
SK<00DD> 4.tbl 2006.indd 24 29.9.2006 9:25:07