Ský - 01.10.2006, Qupperneq 25

Ský - 01.10.2006, Qupperneq 25
 ský 25 List og tók menn tali ef hann þekkti einhverja. Seinna sá ég að Flóki gerði þennan stíl að sínum þegar hann sjálfur fór að horfa yfir salinn með yfirlæti til þess að vekja athygli. Ef Flóki sá kvikmyndir sem hann hreifst af þá vildi hann sjá þær aftur og aftur og hann vildi ekki fara einn í bíó svo oft lét ég tilleiðast og fór með honum. Ég man sérstaklega eftir Rauðu myllunni sem var sýnd í Austurbæjarbíói. Þetta var umtöluð mynd, ekki síst fyrir að hún var í lit sem var nýmæli á þeim tíma en þetta var rétt eftir 1950. Umfjöllunarefni myndarinnar er ævi listamannsins Toulouse Lautrec og Flóki hreifst óskaplega af henni. Ég held að við höfum séð hana átta til tíu sinnum og svo sá ég senur og brot úr henni í teikningum Flóka lengi á eftir. Úlfur Hjörvar, mikill vinur Flóka, segir í Ævintýrabókinni að hann hafi lagt skáklistina á hilluna þegar hann fékk inngöngu í Myndlista- og handíðaskólann en þangað hélt Flóki strax eftir gagn- fræðaskóla og sýndi menntaskólanámi aldrei neinn áhuga því hann var strax staðráðinn í að verða listamaður. Flóki var svo heppinn að Jóhann Briem listmálari kenndi honum teikningu á unglingsárum í Gaggó Vest en Jóhann hafði mikið dálæti á Flóka og hvatti hann áfram með ráðum og dáð. Sú saga er þrálát að Jóhann hafi gefið Flóka 10,1 í teikningu á gagnfræðaprófi. En hvers konar teikningar runnu úr penna þessa unga manns sem allir voru sannfærðir um að væri snillingur og hann ekki síst sjálfur. Jóhann Hjálmarsson útskýrir það svona í formála teikningabók- arinnar: „Í verkum frönsku unglinganna Arthur Rimbaud og Comte de Lautréamont birtast Flóka skyldar sýnir og hugmyndir og þær sem hann hefur sjálfur lagt hvað mesta alúð við í myndum sínum. Einnig hafa sögur Edgar Allan Poes, E.T.A. Hoffmanns, Strindbergs og ljóð Baudelaires orðið honum notadrjúgur lestur. Súrrealisminn hefur haft mikla þýðingu fyrir þroska Flóka, einkum Salvador Dali, René Magritte og Max Ernst. En varla hafa þessir menn haft jafn- sterk áhrif á hann og meistararnir Odilon Redon, Alfred Kubin og James Ensor, að ógleymdum Belgíumanninum Felicien Rops. Alfreð Flóki nam við Myndlista- og handíðaskólann í Reykjavík í einn vetur en fór 1958 til náms við Konunglega fagurlistaháskól- ann í Kaupmannahöfn og var þar í fjóra vetur eða til 1963 og nam síðan við Experimentalskolen í sömu borg veturinn 1963. „Ógeðslegasta kvikindi jarðarinnar“ Alfreð Flóki hélt einkasýningar á verkum sínum í Bogasalnum í Reykjavík árin 1959 og 1960. Hann var þá rúmlega tvítugur, umdeildur listamaður bæði í verkum sínum og einkalífi og yfir- lýsingaglaðari um snilligáfu sína í samtölum við blaðamenn en almenningur átti að venjast. Allt þetta varð til þess að vekja geysi- lega athygli á verkum hans og margir vildu eignast þau. Hann hélt einnig sýningar á verkum sínum í Bandaríkjunum árin 1962 og 1963 og vöktu þau mikla athygli. Líklega hefði Flóki getað lagt meiri rækt við hinn veraldlega hluta ferils síns sem listamaður en allt veraldlegt umstang í kringum sýningu og sölu á verkunum var honum mjög fjarri og mun hann hafa misst af ýmsum tækifærum á þessu sviði sökum þessa. Hann taldi að vafstur með peninga og þess háttar væri aðeins fyrir smáborgara og ekki samboðið snillingi að hokra við búsorgir. „Ógeðslegasta kvikindi jarðarinnar er smáborgarinn,“ sagði hann. Þannig varð Alfreð Flóki snemma á ævi sinni holdgervingur hins dæmigerða bóhems og listamanns í frekar fábreyttu borgarlífi Reykja- víkur. Ljóst er að hann lifði sig mjög inn í hlutverkið og valdi sér fyrirmyndir af kostgæfni og sótti áhrif sín víða. Af lestri bókar Nínu Bjarkar verður ljóst að Alfreð Flóki naut þess að vera umtalaður og gerði ekkert skemmtilegra en að ganga fram af fólki sem taldi frjálslegan lífsstíl hans hneykslanlegan. Flóki virðist því viljandi hafa ýtt undir sögusagnir um frjálslegt ástarlíf sitt. Flóki var orðsnjall með afbrigðum og vakti oft mikla hneykslun og athygli með stóryrtum yfirlýsingum í viðtölum þegar hann ræddi um íslenskt listalíf og ekki síst eigin snilligáfu. Má segja að hann hafi verið ákveðinn brautryðjandi á þessu sviði en á sjötta og sjöunda ára- tugnum voru opinská og krassandi viðtöl ekki eins algengt blaðaefni eins og þau áttu síðar eftir að verða. Einkamál hans og hjónalíf var flóknara en svo að verði rakið hér en Flóki var giftur Annette Bauder Jensen lengst af sjöunda áratug- arins. Eftir miðjan áttunda áratuginn og til loka bjó Flóki oftast með Ingibjörgu Alfreðsdóttur. Drakk með mörgum kynslóðum Flóki ílentist í Kaupmannahöfn eftir listnám en virðist hafa lifað fremur rótlausu lífi og bjó á mörgum stöðum á Íslandi á mörgum tímum sem skiptust á við búsetutímabil í Kaupmannahöfn. Hann SK<00DD> 4.tbl 2006.indd 25 28.9.2006 10:54:53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.